Morgunblaðið - 09.01.2002, Qupperneq 48
48 MIÐVIKUDAGUR 9. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Sýnd kl. 8 og 10.15.
Vit 326
1/2
Kvikmyndir.com
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 10.20.
Vit 299 Sýnd kl. 4, 6 og 8. Vit 328
1/2
Kvikmyndir.com
strik.is
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 3.40.
Ísl. tal. Vit 320
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit 319
Sýnd í Lúxus VIP kl. 5.30, 8 og 10.30.
Sýnd kl. 4. ísl tal. Vit 325
Sýnd kl. 4 og 8. E. tal. Vit 307
1/2
RadíóX
1/2
Kvikmyndir.is
Tvöfaldur Óskarsverðlauna-
hafi í magnaðri mynd sem þú
verður að sjá og
munt tala um.
KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES
HJ MBL
ÓHT Rás 2 DV
„Leikararnir standa sig einstaklega
vel, ekki aðeins stórleikararnir
Spacey og hinn óviðjafnanlegi
Bridges, heldur er valið af slíkri
kostgæfni í hvert og einasta
aukahlutverk, að minnir á
Gaushreiðrið.“
SV MBL
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Vit 327
1/2
Kvikmyndir.com
1/2
Kvikmyndir.is
1/2
Kvikmyndir.is
Allur heimurinn
mun þekkja
nafn hans
strik.is
ÓHT Rás 2
MBL
1/2
RadíóX
Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 6. ísl tal
Frábært ævintýri og grín
fyrir alla aldurshópa!
SV Mbl
ÞÞ Strik.is
ÓHT Rás 2
HL Mbl
SG DV
Sýnd kl. 10.
Sýnd kl. 6 og 8. Sýnd kl. 10. B.i.14.
Ó.H.T Rás2
Strik.is
4 evrópsk
kvikmyndaverðlaun
. M.a. Besta mynd
Evrópu, Besta
leikstjórn og Besta
kvikmyndataka.
Kvikmyndir.com
Ein persóna getur
breytt lífi þínu
að eilífu.
Frá leikstjóra
Delicatessen
Sýnd kl. 8.
Edduverðlaun6
SG. DV
HL:. MBL
HJ MBL
ÓHT Rás 2 DV
1/2
Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
Tvöfaldur Óskarsverðlauna-
hafi í magnaðri mynd sem
þú verður að sjá og munt
tala um.
l l -
i í i
j
l
„Leikararnir standa sig einstaklega vel, ekki aðeins stór-
leikararnir Spacey og hinn óviðjafnanlegi Bridges, heldur
er valið af slíkri kostgæfni í hvert og einasta aukahlutverk,
að minnir á Gaushreiðrið.“
SV MBL
Sýnd kl. 8 og 10.30.
Kvikmyndir.com
KEVIN SPACEY JEFF BRIDGES
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
HLJÓMSVEITIN Sigur Rós, tón-
listarmaðurinn Hilmar Örn Hilm-
arsson og kvæðamaðurinn Steindór
Andersen munu á næstunni leiða
saman skáldhesta sína í nokkuð at-
hyglisverðu verkefni. Um er að ræða
tónlistarverk, unnið upp úr Eddu-
kvæðum, og verður frumflutningur á
verkinu í Lundúnum hinn 21. apríl
næstkomandi í Barbican Centre, al-
mennri listamiðstöð sem ku vera sú
stærsta sinnar tegundar í Evrópu og
hýsir bæði Sinfóníuhljómsveit Lund-
úna og Konunglega Shakespeare
leikhúsið. Hérlendis verður það svo
flutt, í talsvert breyttri mynd, á
Listahátíð hinn 24. maí. Við settum
okkur í samband við Hilmar og
spurðum hann nánar út í þetta mál.
„Það má segja að þetta sé eins
konar „generalprufa“ þarna úti í
London. Þá verður líka meiri
áhersla á tónlistarþáttinn en á
Listahátíðinni verður meiri áhersla
á textann. Þetta er unnið upp úr
gömlu Eddukvæði sem kallast
Hrafnagaldur Óðins. Þetta er kvæði
sem hefur verið kallað forspjallsljóð
og lengi hefur það verið talið sem
hálfgerður inngangur að Völuspá.
Síðar komst merkur fræðimaður að
nafni Sophus Bugge að því að kvæð-
ið væri seinni tíma fölsun. Í útgáfu
hans á Eddukvæðunum frá 1867
sagði hann að þetta ætti að vera í
síðasta sinn sem það yrði birt, þar eð
það ætti ekki heima þar.“
Hilmar segir kvæðið um margt
vera sérstakt.
„Það eru miklar og flottar myndir
í því þó að enginn hafi í raun getað
ráðið í um hvað það fjalli í sjálfu sér.
Þetta er hugsanlega einhver heims-
endasýn. Nú hafa íslenskir fræði-
menn, Jónas Kristjánsson og Stefán
Karlsson, kveðið upp úr um það að
kvæðið sé gamalt og þetta sé della í
Bugge.“
Hilmar segir að þetta verði flutt af
hljómsveit og kór.
„London Symphonietta verður
þarna með okkur en við erum enn að
velja úr breskum kórum. Þetta verð-
ur flutt í fullri mynd hérlendis og
þess má geta að þá verður þetta í
fyrsta skipti sem þessi merki texti
verður settur í prent í tæplega eina
og hálfa öld.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hljómsveitin Sigur Rós ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen í ruslaporti Gauks á Stöng.
Morgunblaðið/Ásdís
Hilmar Örn Hilmarsson
Hljómlistarleg glíma
við Eddukvæðin
HÖH, Sigur Rós og Steindór Andersen í samstarf
arnart@mbl.is
„ÉG VEIT nú ekki hvort það megi
kalla þetta skóla, kannski er heið-
arlegra að kalla þetta námskeið,“
segir töframaðurinn Pétur pókus,
kankvís á svip, en síðustu helgina í
janúar (26.–27.) mun hann standa
fyrir námskeiðum í töfrabrögðum.
„Þetta er námskeið fyrir krakka
á aldrinum þetta 6 til 7 ára og upp
úr. Það verður farið í grunnatriði
töfrabragðanna og krökkunum
kennd töfrabrögð. Þau geta líka, ef
þau vilja, komið með það töfradót
sem þau eiga að heiman. Ég myndi
þá útskrifa þau í þeim brögðum
sem ég kenni, svo og í þeim sem þau
koma með.“
Pétur segir að hugmyndin að
þessu hafi ekki kviknað hjá sér.
„Þetta er afleiðing þeirra bréfa
og símtala sem ég hef verið að fá
frá krökkum. Ég er því í raun að
svara ákveðinni eftirspurn.“
Hann segist einnig ætla að sýna
nokkur töfrabrögð – halda litla sýn-
ingu fyrir nemendurna.
„Ég ætla t.d. að kenna krökk-
unum hvernig á að láta sig svífa
ásamt auðvitað ýmsu öðru. Að
sunnudegi loknum munu þau eiga
auðvelt með að gabba foreldra og
vini.“
Pétur segist hafa kynnst töfra-
brögðum sex ára gamall.
„En það komu svo síðar tímabil
þar sem ég sinnti þeim ekkert. Fór
t.d. í hljómsveit en komst fljótlega
að því að ég væri bæði lag- og takt-
laus þannig að ég seldi hljóðfærin
mín og ákvað að gerast töframaður
þar sem þyrfti hvorki að syngja né
halda takti!“
Aðspurður hvernig menn yrðu
sér úti um þekkinguna og færnina
sagði Pétur:
„Færnin er auðvitað eitthvað sem
kemur bara með tímanum. Ef ég
væri að pæla í lögfræði væri ég lík-
ast til fær á því sviði. En það má
ekki gleyma því að töfrabrögð eru
númer 1, 2 og 3 skemmtun. Þau eru
ekki dularfull eða neitt slíkt. Mikið
af þessum tækjum og tólum sem
fylgja þessu eru hversdagshlutir
sem töframenn sjá í öðru
ljósi en gert er venjulega. Mér
finnst það yfirleitt skemmtilegustu
atriðin. T.d. gaf ég út Prakk-
arapakka Péturs pókuss fyrir
þremur árum og í honum eru bara
hversdagshlutir sem þú getur fund-
ið inni á öllum heimilum en hins
vegar gert ýmislegt skemmtilegt
með.“
Námskeiðin verða haldin í
Dugguvogi 11 og eru tvo tíma í
senn eins og áður hefur komið fram
á milli kl. 13–15 laugardag og
sunnudag.
Abrakadabra!
Pétur Pókus opnar töfraskólann sinn í enda janúar.
Töfraskóli Péturs pókuss
arnart@mbl.is
Morgunblaðið/RAX
BASSALEIKARI hljómsveitarinnar forn-
frægu EMF, Zak Foley, er látinn.
Sveitin átti nokkra stórsmelli í blábyrjun
tíunda áratugarins, m.a. „I Believe“, „I’m a
Believer“ (ásamt Reeves og Mortimer) og
„Unbelievable“ sem náði toppi bandaríska
vinsældalistans árið 1991.
Að sögn Cöru DeCarlo, umsjónarkonu op-
inberrar vefsíðu sveitarinnar, var Foley ein-
staklega sjarmerandi maður, fullur af orku
og gleði öllum stundum. „Hann var alltaf
mjög einbeittur hvað tónlistina varðaði og
var óður og uppvægur í að fara til Bandaríkj-
anna, en sveitin var á leið þangað til að
kynna nýja safnplötu sveitarinnar,“ sagði
DeCarlo en platan kom út á síðasta ári og
spilaði sveitin á nokkrum endurkomutónleik-
um vegna þessa.
Ekkert hefur verið látið uppi um dán-
arorsök Foleys.
Fyrrverandi bassaleikari EMF allur
Zak var jafnan fullur af orku og geislaði af lífsorku.