Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 1

Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 1
23. TBL. 90. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 29. JANÚAR 2002 ASTRID Lindgren, sem glatt hefur börn á öllum aldri um áratugaskeið, lést í gær á heimili sínu í Stokkhólmi. Lést hún í svefni eftir nokkur veikindi síðustu daga. Líklega var hún frægust fyrir sög- una um „Línu langsokk“ en eftir hana liggja meira en 100 verk af ýmsum toga, skáldsögur, smásögur, leikrit, söngvasöfn og ljóð. Lindgren sagði einu sinni, að í sögunum hefði hún oft verið að skrifa um sína áhyggjulausu æsku, um ævintýraleiki barnanna í grænu skrúði skógarins og á ísilögðum vötnum. „Ég skrifaði til að skemmta barninu í sjálfri mér og gat aðeins leyft mér að vona, að ég gæti skemmt öðrum um leið,“ sagði Lindgren en segja má, að hún hafi orðið kunn og jafnvel fræg á einni nóttu er „Lína langsokkur“ kom út 1945. Varð Lína strax uppáhald allra barna en sumir foreldr- ar voru þó dálítið á báðum áttum með þessa frekn- óttu, uppreisnargjörnu stelpu, sem leyfði sér að gera góðlátlegt grín að virðulegum stofnunum eins og lögreglunni. Fyrsta bók Lindgrens, „Britt-Mari léttir á hjarta sínu“, kom út 1944 og fékk þá önnur verð- laun í samkeppni, sem útgefandinn efndi til, en „Lína langsokkur“ þau fyrstu árið eftir. Af öðrum bókum, sem lengi munu halda á loft nafni Astrid Lindgren, má nefna „Elsku Míó minn“, „Bróður minn, Ljónshjarta“ og „Ronju ræningjadóttur“. Astrid Lindgren fæddist 14. nóvember 1907, bóndadóttir í Smálöndum, en 19 ára gömul, þá ófrísk og ógift, yfirgaf hún átthagana og hneyksl- aða samborgara sína og settist að í Stokkhólmi. Þar átti hún barnið, soninn Lars, og fimm árum síðar giftist hún Sture Lindgren. Saman áttu þau dótturina Karin. Mann sinn missti Astrid 1952 og Lars, sonur hennar, lést 1986. Svíi 20. aldar Bækur Astrid Lindgren hafa verið þýddar á ótal tungumál um allan heim og meira en fjörutíu kvikmyndir og sjónvarpsmyndir hafa verið gerðar eftir sögum hennar. Í Svíþjóð eru þær fyrir löngu orðnar hluti af sænskri menningu og sjálfri þjóð- arvitundinni og í könnun var hún kjörin Svíi síð- ustu aldar. Astrid Lindgren tók við mörgum verðlaunum fyrir bækur sínar, utanlands sem innan, og 1958 var hún sæmd Hans Christian Andersen-orðunni, eftirsóttustu viðurkenningu barnabókahöfundar. Sænski barnabókahöfundurinn Astrid Lindgren látinn, 94 ára að aldri „Skrifaði til að skemmta barninu í sjálfri mér“ AP Astrid Lindgren á mynd frá 1997. Með henni er Linnea Roxenhielm, sem þá lék Línu lang- sokk á sviði í Stokkhólmi. Stokkhólmi, AP, AFP.  Leiðari/26  Sköpunargleði/27 LJÓST er að meira en 600 manns létu lífið í Lagos í Nígeríu eftir að miklar sprengingar urðu í vopna- búri í borginni um helgina. Mikil skelfing greip um sig þegar hamfar- irnar hófust og er talið að meirihluti fólksins hafi drukknað í skurði vegna troðnings sem varð er menn reyndu að forða sér burt. Mörg börn voru meðal hinna látnu og einn maður er sagður hafa misst sex af börnum sínum í harmleiknum. Sprengingin varð seint að stað- artíma á sunnudagskvöld í Ikeja- borgarhverfinu en talið er að hún hafi orðið eftir að eldur kviknaði á útimarkaði við hlið vopnabúrsins. Eldurinn barst í vopnabúrið, sem er hluti af búðum nígeríska hersins sem þarna eru, og í kjölfarið urðu miklar sprengingar og sannkallaður vítiseldur magnaðist. Herbúðirnar eru í miðju íbúðar- hverfi og í næsta nágrenni við fjöl- menna samgöngumiðstöð og því voru margir á ferli þegar atburð- urinn átti sér stað. Útimarkaðurinn varð eldinum alveg að bráð, nálæg kirkja jafnaðist við jörðu og hverf- issjúkrahúsið skemmdist illa. „Það ríkti alger ringulreið og allir voru skelfingu lostnir … allt hristist og skalf,“ var haft eftir einum íbúa hverfisins á fréttasíðu BBC í gær. Margir létust í sprengingunni sjálfri en ekki varð ljóst fyrr en að sprengingunum afstöðnum að hundruð manna höfðu einnig látist vegna troðnings sem varð þegar fólk reyndi að hafa sig á brott frá slysstaðnum. Þykir líklegt að troðn- ingurinn hafi orðið til þess að fólkið lenti ofan í skurði þar sem það drukknaði. Olusegun Obasanjo, forseti Níg- eríu, kom á slysstaðinn í gær og til- kynnti að fram færi ítarleg rann- sókn á tildrögum sprenginganna. Þær voru svo öflugar að byggingar í miðborg Lagos skulfu en miðbær- inn er í fimmtán kílómetra fjarlægð frá Ikeja-hverfinu. Hundruð manna fórust eftir miklar sprengingar AP Eitt af húsunum í Ikeja-hverfinu í Lagos, sem eyðilögðust í sprengingunum í vopnabúri hersins í fyrrinótt. Lagos. AFP. FARÞEGAÞOTA í eigu flug- félagsins TAME í Ekvador fórst í gær við borgina Ipiales í Kólombíu. Óttast var að allir um borð, 94 að tölu, hefðu far- ist. Þotan, Boeing 727-100, var á leið frá Quito, höfuðborg Ekvadors, til landamæraborg- arinnar Tulcans en samband við hana rofnaði klukkan 10.23 að staðartíma eftir 20 mín. flug. Talsmaður flugfélagsins sagði í gær að vitað væri að þotan hefði hrapað til jarðar við Ipiales en ekki var ljóst þá hvort einhver eða einhverjir hefðu komist lífs af. Haft var eftir fólki, sem býr nálægt slysstaðnum, að það hefði heyrt mikla sprengingu, trú- lega er vélin kom niður. Flugslys í Ekvador Óttast um afdrif 94 Quito. AP. LEIÐTOGI hinna herskáu Hamas-samtaka í Palestínu sagði í gær, að ekkert bannaði konum að fórna lífi sínu í heil- ögu stríði. Fyrr í gær sprengdi palestínsk kona sjálfa sig í loft upp í Vestur-Jerúsalem og varð um leið einum Ísraela að bana. Um 150 manns særðust. Tilræðið í gær var það fjórða í Ísrael á 11 dögum og það hef- ur vakið ótta, að kona skuli hafa verið að verki. Hingað til hafa karlmenn aðeins tekið þátt í sjálfsmorðsárásum en Hassan Yusef, leiðtogi Hamas, sagði í gær, að Múhameð spámaður hefði varið rétt kvenna til að taka þátt í heilögu stríði. Ísraelskir fjölmiðlar sögðu, að konan hefði heitið Shihaz Amudi, tvítug að aldri og náms- maður við Al-Najah-háskólann í Nablus, en rektor hans vildi ekki kannast við það. Fréttir um að Bandaríkja- stjórn hyggist jafnvel rjúfa öll tengsl við Yasser Arafat, leið- toga Palestínumanna, hafa vak- ið hörð viðbrögð í arabaríkjun- um og einnig í Evrópu. Anna Lindh, utanríkisráðherra Sví- þjóðar, sagði, að stefna Banda- ríkjastjórnar í þessu máli væri „hættuleg“. Óttast árásir kvenna Jerúsalem. AFP.  Þrýstingur gagnrýndur/22 Sprengjutilræði í Jerúsalem

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.