Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 10
FRÉTTIR
10 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
HEILDARKOSTNAÐUR við kaup
á sérfræðiþjónustu framkvæmda-
nefndar ríkisstjórnarinnar um einka-
væðingu frá árinu 1996 nemur 326
milljónum kr. Þar af eru kaup á þjón-
ustu nefndarmanna tæp 31 millj. kr.
og er ríflega helmingur þeirrar fjár-
hæðar vegna formanns nefndarinn-
ar, Hreins Loftssonar hrl. Heildar-
kostnaður við sérfræðiþjónustu
nemur á tímabilinu um 1,3% af and-
virði seldra hlutabréfa og þóknun til
nefndarmanna nemur 0,13% af sölu-
andvirði. Þetta kemur fram í svari
forsætisráðherra við fyrirspurn
Kristjáns L. Möller (S) um fram-
kvæmdanefnd um einkavæðingu.
Hlutverk framkvæmdanefndar um
einkavæðingu hefur verið að útfæra
stefnu stjórnvalda og kaupa þá sér-
fræðiþjónustu sem á hefur þurft að
halda vegna einkavæðingar ríkisfyr-
irtækja. Í svari forsætisráðherra seg-
ir að algengt sé að miða við að kostn-
aður við sölu fyrirtækja nemi 2–3% af
söluandvirði eða um tvöfalt hærra
hlutfalli en sem nemur þeim kostnaði
sem verið hefur af einkavæðingu hér
á landi undanfarin ár.
Núverandi nefnd
skipuð í febrúar 1996
Sú framkvæmdanefnd um einka-
væðingu sem nú situr var skipuð 14.
febrúar 1996. Í henni eiga sæti
Hreinn Loftsson hrl., formaður,
Steingrímur Ari Arason fram-
kvæmdastjóri, tilnefndur af fjár-
málaráðherra, Jón Sveinsson hrl., til-
nefndur af utanríkisráðherra og
Sævar Þ. Sigurgeirsson endurskoð-
andi, tilnefndur af viðskiptaráðherra.
Frá því núverandi nefnd tók til starfa
hafa verið seld hlutabréf í 14 fyrir-
tækjum fyrir rúmlega 24 milljarða
króna. Á meðal þeirra fyrirtækja sem
nefndin hefur unnið við að einkavæða
eru Landsbanki Íslands hf., Búnað-
arbanki Íslands hf., Fjárfestingar-
banki atvinnulífsins hf., Íslenska
járnblendifélagið hf., Bifreiðaskoðun
Íslands hf., Íslenskir aðalverktakar
hf., Stofnfiskur hf., Áburðarverk-
smiðjan hf. og Landssími Íslands hf.,
að því er fram kemur í svari forsætis-
ráðherra.
Þar kemur einnig fram að þrír
nefndarmanna í framkvæmdanefnd
um einkavæðingu eru sjálfstætt
starfandi ráðgjafar og að þeim sé
greitt í samræmi við það. Annars
vegar er þeim greiddur ákveðinn
tímafjöldi á viku vegna reglulegra
funda nefndarinnar og hins vegar
viðbót sem tekur mið af tímabundnu
álagi í nefndarstörfum eða sérfræði-
störfum fyrir nefndina hverju sinni.
Fastar greiðslur til hvers nefndar-
manna um sig nemi sem svarar
þremur stundum á viku en fimm til
formanns nefndarinnar. Tímagjald
er nú 5.500 kr. án virðisaukaskatts.
Kaup á þjónustu nefnd-
armanna tæp 31 milljón
!
!
!"
""
"
"
##
Heildarkostnaður við sérfræðiþjónustu einkavæðingarnefndar 326 milljónir
ÁSTA R. Jóhannesdóttir (S) gagn-
rýndi harkalega við upphaf þingfund-
ar á Alþingi í gær að Guðni Ágústsson
(B) landbúnaðarráðherra skyldi gera
grein fyrir viðbótarupplýsingum um
sölu ríkisjarða á blaðamannafundi sl.
föstudag en ekki í þingsal Alþingis
þar sem fyrirspurn um þessi efni
hefði þó verið borin fram. Guðni
Ágústsson segir sjálfsagt að verða við
þessum óskum og svarið muni berast
þingmönnum í dag, þriðjudag.
Ásta Ragnheiður vísaði til þess að
fyrir jól hefði landbúnaðarráðherra
upplýst að hann hefði sent forsætis-
ráðherra fyrirspurn um það hvort
honum bæri að svara frekar fyrir-
spurnum um sölu ríkisjarða en þegar
hefði verið gert. Tíu dagar væru nú
frá því forsætisráðherra hefði sent
svarbréf sitt, en landbúnaðarráð-
herra væri þó ekki enn búinn að skýra
málið fyrir þingheimi, en hefði þess í
stað efnt til blaðamannafundar sl.
föstudag þar sem svarbréfið hefði
verið kynnt ásamt með úttekt Ríkis-
endurskoðunar og þar m.a. verið upp-
lýst að kaupverð og upplýsingar um
sölu ríkisjarða væri nú að finna á vef
ráðuneytisins. Sagði Ásta fráleitt að
fyrirspurnum sem lagðar eru fram á
Alþingi sé svarað annars staðar.
Þar sem Vinstri grænir
kjafta mann ekki í kaf
Guðni Ágústsson sagðist í svari
sínu þurfa að verja einstaklingsrétt-
inn og þrátt fyrir svar forsætisráð-
herra yrði hann eigi að síður að gæta
þess að hann væri sá ráðherra sem
færi með málið og bréf forsætisráð-
herra hefði falið í sér álit en ekki úr-
skurð af hans hálfu.
„Í meginatriðum erum við sam-
mála,“ sagði Guðni og vísaði til sín og
forsætisráðherra og lagði áherslu á að
nú liggi fyrir skýr stefna á þessu sviði.
Upplýsingar um sölu ríkisjarða verði
á vef landbúnaðarráðuneytisins og
þar með aðgengilegar öllum almenn-
ingi.
„Með blaðamannafundi, að þá eru
þeir auðvitað ekki þingstörf. En það
er þó alveg ljóst að Vinstri grænir
kjafta mann ekki þar í kaf,“ sagði
landbúnaðarráðherra undir lok um-
ræðunnar og uppskar fyrir vikið mik-
inn hlátur í þingsal.
Óskað svara
á réttum
vettvangi
Enn deilt um
sölu ríkisjarða
VALGERÐUR Sverrisdóttir (B) við-
skiptaráðherra sagði á Alþingi í gær
að hún væri því mjög fylgjandi að
samkeppnislög, og þar með staða
Samkeppnisstofnunar, verði styrkt.
Hún lýsti hins vegar efasemdum um
að það standist stjórnarskrána að
stórfyrirtækjum verði skipt upp og
þeim gert að selja hluta af starfsemi
sinni.
Þetta kom fram í svari viðskipta-
ráðherra við fyrirspurn Össurar
Skarphéðinssonar, formanns Sam-
fylkingarinnar, á Alþingi í gær. Öss-
ur vísaði til mikillar umræðu í þjóð-
félaginu um verðlagsmál og hækkun
vísitölu og benti m.a. á nýlega frétt
Morgunblaðsins, þar sem fram kom
að tólf vöruflokkar hefðu hækkað um
20–38% sem væri langt umfram
lækkun gengis og verðbólgu. Vísaði
hann ennfremur til aðgerða verka-
lýðshreyfingarinnar og umræðu utan
dagskrár á Alþingi í fyrri viku, þar
sem m.a. hann og forsætisráðherra
lýstu yfir áhyggjum af samþjöppun á
matvælamarkaði og fákeppni af
hennar völdum. Forsætisráðherra
hefði þar m.a. látið þau ummæli falla
að til greina kæmi að skipta eignum
slíkra markaðsráðandi verslunar-
aðila upp misnotuðu þeir vald sitt.
Össur velti því upp hvort viðskipta-
ráðherra hafi í kjölfar ummæla for-
sætisráðherra hafið vinnu í ráðuneyti
sínu við það að breyta lögum í því
skyni að auka heimildir Samkeppn-
isstofnunar til að grípa til aðgerða
gegn fyrirtækjum sem misnota
markaðsráðandi stöðu sína.
Valgerður Sverrisdóttir sagði að ef
stórfyrirtæki misnotuðu markaðs-
ráðandi stöðu sína væri það ólög-
mætt. Spurningin væri hvort þetta sé
tilfellið og það sé einmitt hlutverk
Samkeppnisstofnunar að fylgjast
með því. Sagðist ráðherrann gleðjast
yfir því ef samstarfsflokkurinn í rík-
isstjórn vildi styrkja samkeppnislög.
„Ég er ekki sannfærð um að þetta
geti gengið,“ sagði viðskiptaráðherra
um aukin völd samkeppnisyfirvalda á
þessu sviði og sagðist hún m.a. velta
því fyrir sér hvort slíkar aðgerðir,
þ.e. að skipta eignum upp með þeim
hætti að einstökum aðilum verði gert
skylt að selja, standist ákvæði stjórn-
arskrárinnar. Benti hún aukinheldur
á að fyrirtæki hefðu ekki aðeins
markaðsráðandi stöðu í smásölu-
verslun, það væri einnig tilfellið víð-
ar, t.d. í flutningum og í flugsam-
göngum.
Össur túlkaði ummæli Valgerðar
með þeim hætti að breið samstaða
væri að myndast fyrir því að styrkja
Samkeppnisstofnun svo hún geti
skipt upp stórfyrirtækjum sem kom-
in eru í fákeppnisaðstöðu á markaði
ef slíkt reynist nauðsynlegt. Sagði
hann einboðið að ráðherra undirbúi
gerð lagafrumvarps í þessu skyni.
Viðskiptaráðherra um stórfyrirtæki með ráðandi stöðu
Vill að samkeppnis-
yfirvöld verði styrkt
ALÞINGI hefur hafið störf af fullum krafti eftir hlé
um jólin. Það veitir ekki af að halda vel á spöðunum
þar sem þingið verður óvenju stutt vegna sveitar-
stjórnarkosninganna í vor. Á myndinni eru þing-
mennirnir Þuríður Backman, Lúðvík Begvinsson og
Einar K. Guðfinnson.
Stutt þing framundan
Morgunblaðið/Ásdís
Yfirvinnu-
bannið
truflar flug-
kennslu
YFIRVINNUBANN flugum-
ferðarstjóra hefur talsvert
truflað flugkennslu á Reykja-
víkurflugvelli og í Keflavík að
sögn Steingríms Aðalsteins-
sonar, flugkennara hjá Flug-
skóla Íslands.
Hann segir að umferð lítilla
einkaflugvéla, þ.m.t. kennslu-
flugvéla, sé það fyrsta sem er
stöðvað þegar mannekla er í
flugturninum á Reykjavíkur-
flugvelli eða í Keflavík, t.d.
vegna veikinda flugumferðar-
stjóra.
Um helgina viðraði sérlega
vel til kennsluflugs en vegna yf-
irvinnubannsins hafi flugkenn-
arar átt í mesta basli með að fá
leyfi til flugtaks. Þannig hafi
engin leyfi verið á sunnudag og
ekkert flugtak heimilað fyrir
hádegi á laugardag. Þá hafi
verulega verið dregið úr leyf-
isveitingum fyrir snertilend-
ingar á flugvöllunum í Reykja-
vík og Keflavík og flugnemar
jafnvel þurft að æfa á flugvell-
inum á Selfossi þess í stað.
Flugvöllurinn þar sé ekki jafn
góður og umferð þar mun minni
og því hafi æfingar þar ekki
sama gildi fyrir flugnemana.
Hann segir ástandið baga-
legt, jafnt fyrir kennara sem
nemendur. Tekjur kennara eru
mjög háðar því að þeir komist í
loftið með nemendur sína. Eins
setji yfirvinnubannið strik í
reikninginn hjá nemendum.
Steingrímur segir að gremja
flugkennara beinist ekki að yf-
irvinnubanni flugumferðar-
stjóra sem slíku heldur því að
ekki skuli vera hægt að semja í
kjaradeilunni.
Fjórir flugskólar eru á
Reykjavíkurflugvelli og einn í
Keflavík og segist Steingrímur
hafa haft spurnir að sama sé
uppi á teningnum þar og hjá
Flugskóla Íslands.
ASÍ fundar
með Baugs-
mönnum
FORYSTUMENN ASÍ fund-
uðu í fyrrakvöld með stjórn-
endum Baugs þar sem verð-
lagsmál voru meginumræðu-
efnið. Tryggvi Jónsson, að-
stoðarforstjóri Baugs, segir
að þetta hafi verið góður
fundur enda sé Baugur að
stíla inn á sömu markmið og
ASÍ. „Við erum samherjar í
þessu en ekki andstæðingar.
Við ætlum að láta verkin tala
en ekki vera með misjafnlega
innihaldsríkar yfirlýsingar í
fjölmiðlum.“
„Menn voru einfaldlega að
skiptast á upplýsingum og
fara yfir stöðuna,“ segir Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, „og menn voru al-
veg þokkalega ánægðir með
fundinn.“
HARÐUR þriggja bíla árekstur
varð við Mýrarveg á móts við
Goðabyggð á Akureyri síðdegis í
gær en mikil hálka var á veginum
að sögn lögreglunnar á Akureyri.
Tveir farþegar voru fluttir á
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
og reyndust meiðsli þeirra minni-
háttar. Bílarnir voru allir fluttir af
vettvangi með kranabíl mikið
skemmdir.
Þriggja bíla
árekstur