Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 15 SUÐURNES KRISTMUNDUR Ásmundsson og Kristján Gunnarsson, tveir af fjórum bæjarfulltrúum Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, gefa ekki kost á sér áfram. Frestur til að skila inn fram- boðum í prófkjöri flokksins rann út síðastliðinn sunnudag en kjörnefnd- in mun greina frá nöfnum frambjóð- enda eftir viku. Kristmundur var í öðru sæti á framboðslista Samfylkingarinnar við síðustu bæjarstjórnarkosningar og hefur meðal annars setið í bæjarráði fyrir flokkinn, áður var hann bæj- arfulltrúi í Grindavík í tvö kjörtíma- bil. Hann er jafnframt yfirlæknir hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ég er búinn að vera í þessu í tólf ár og er orðin þreyttur. Þegar svo er komið er ágætt að aðrir taki við og haldi uppi merkinu,“ segir Kristmudur en tekur fram að starfið að bæjarmál- unum hafi verið skemmtilegt, annars hefði hann ekki tekið þátt í því. Kristján, sem jafnframt er for- maður Verkalýðs- og sjómanna- félags Keflavíkur og nágrennis, er að ljúka sínu þriðja kjörtímabili í bæj- arstjórn. Hann var í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar við síðustu kosningar. „Maður má ekki mosa- vaxa í þessu. Ég tel rétt að yngra fólk komi að þessu, fólk sem getur unnið stærri sigra en ég,“ segir Kristján um ákvörðun sína. Hann segist starfa áfram með Samfylking- unni og leggja henni lið eftir getu. Prófkjörið fer fram laugardaginn 23. febrúar. Vitað er að Jóhann Geir- dal, oddviti listans, og Ólafur Thord- ersen sem var í fjórða sæti gefa kost á sér áfram. Ólafur hefur lýst því yfir að hann sækist eftir öðru sætinu. Þá hafa að minnsta kosti tveir vara- fulltrúar flokksins haft hug á fram- boði, Guðbrandur Einarsson, for- maður Verslunarmannafélags Suð- urnesja, og Sveindís Valdimarsson kennari. Skúli Thoroddsen, for- stöðumaður Miðstöðvar símenntun- ar á Suðurnesjum, hefur opinberlega lýst yfir framboði. Kristmundur og Kristján hætta Reykjanesbær BÆJARSTJÓRN og bæjarstjóri Sandgerðis telja að ekki þurfi að gera breytingar á fjárhagsáætlun Sand- gerðisbæjar fyrir yfirstandandi ár vegna bréfs eftirlitsnefndar um fjár- reiður sveitarfélaga. Fjárhagsáætl- unin var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar á dögunum. Nefndin aðvaraði Sandgerðisbæ eins og þrjátíu önnur sveitarfélög. Fram kemur í bréfinu að samkvæmt reikningsskilum ársins 2000 er fram- legð sveitarsjóðs of lítil að mati nefndarinnar og að í óefni geti stefnt ef ekki verði úr bætt. Seint fram komið Fjallaði bæjarstjórn um málið við lokaafgreiðslu fjárhagsáætlunar og var bæjarstjóra falið að fullmóta svar til nefndarinnar á grundvelli punkta sem bæjastjórnin var sammála um. Kemur þar meðal annars fram að lögð hafi verið áhersla á að bæjar- sjóður ætti ekki að seilast um of í vasa fyrirtækja og einstaklinga til að auka við þjónustu eða til óþarfa fram- kvæmda. Lagalegum skyldum sé fylgt. Vakin er athygli á því að launa- hækkunum hafi verið mætt með nið- urskurði á starfsgildum á árinu 2000 og 2001. „Bæjarstjórn harmar hins- vegar að athugasemdir skuli svo seint fram komnar sem raun ber vitni og hvetur nefndina til að hraða úrvinnslu upplýsinga eins og frekast er kostur og að [þær] verði fram komnar í lok október ár hvert. Reikningar bæjar- og sveitarsjóða eru stjórntæki sem verður að nýta til að bregðast við inn- an hvers rekstrarárs en ekki tveimur árum síðar,“ segir meðal annars í samþykkt bæjarstjórnarinnar. Ekki ástæða til breytinga Sandgerði BREYTINGARTILLÖGUR Sam- fylkingarfélags Grindavíkurlistans við síðari umræðu fjárhagsáætlunar voru felldar á bæjarstjórnarfundi í Grindavík og sat listinn hjá við loka- afgreiðslu áætlunarinnar. Bæjarfulltrúar Grindavíkurlistans lögðu til að felld yrði út fjárveiting til viðhalds á áhaldahúsi og girðingu við það svo og lagning gangstéttar við Austurveg, samtals rúmar 11 millj- ónir kr. Féð yrði í staðinn notað til að greiða niður máltíðir grunnskóla- nema, til að hita upp fyrirhugaðan göngustíg frá hjúkrunarheimilinu Víðihlíð að íþróttasvæði bæjarins, til að gera hjólabrettaaðstöðu við grunnskólann og til að fara að tillögu íþrótta- og æskulýðsnefndar um aukið fé til tækjakaupa í þreksal sundlaugar. Tillagan var felld með fjórum at- kvæðum bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks. Tillögur minnihlutans felldar Grindavík RÍKISKAUP hafa fyrir hönd menntamálaráðuneytisins óskað eftir tilboðum sem felast í að byggja og reka rannsókna- og ný- sköpunarhús við Háskólann á Ak- ureyri. Um er að ræða lokað útboð að undangengnu forvali og eru þátttakendur annars vegar Íslensk- ir aðalverktakar og ISS á Íslandi og hins vegar Ístak og Nýsir. Til- boðum á að skila 21. mars næst- komandi. Markmið þessa verkefnis er að stuðla að uppbyggingu þekkingar- og tæknigarðs í tengslum við Há- skólann á Akureyri með aðstöðu fyrir rannsóknastofnanir ríkisins og jafnframt að boðið verður upp á að- stöðu fyrir fyrirtæki í þróunarvinnu sem geta nýtt sér nálægð við há- skólaumhverfið. Húsnæðið verður í eigu einka- félaga og rekið af því, en gert er ráð fyrir leigusamningi til 25 ára. Auk Háskólans á Akureyri munu rannsókna- og þróunarstofnanir á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytis, sjávarútvegs- og umhverf- isráðuneyta hafa aðsetur í rann- sóknahúsinu. Þá verður hluti af húsinu leigður til sprotafyrirtækja sem hag hafa af staðsetningu í slíku umhverfi. Rannsókna- og nýsköpunarhúsið verður allt að 7.500 fermetrar að stærð. Gert er ráð fyrir að húsið verði afhent tilbúið til notkunar 1. október 2003. Fullt samkomulag hefur náðst milli Háskólans á Akureyri og Glámu/Kím arkitekta um þátt hönnuða í uppbyggingu háskóla- svæðisins á Akureyri. Í því felst m.a. að gert er ráð fyrir að unnið verði við nýbyggingar Háskólans á Akureyri með hliðsjón af tillögu Glámu/Kíms í samkeppni um hönn- un og skipulag Háskólans frá árinu 1996. Gláma/Kím arkitektar gera ekki athugasemdir við að rann- sóknahús háskólans verði boðið út sem einkaframkvæmd og staðsett á háskólasvæðinu samkvæmt núver- andi deiliskipulagi. Rannsókna- og nýsköpunarhús við Háskólann á Akureyri Óskað eftir tilboðum í 7.500 fermetra byggingu NÚ stendur yfir sýning Brians Wendleman í Ketilhúsinu á Akur- eyri. Brian dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir og vinnur út frá þeirri hugmynd að í Listagilinu hafi verið smjör- og mysuostaframleiðsla. Sýningin er því skemmtileg tenging við gamla tímann í Gilinu. Sýningin verður opin til 31. janúar frá kl. 14 til 18 alla dagana. Smjör og mysuostur Í HÖRKUFROSTI verða til fjöl- breyttar klakamyndir sem gleðja augu göngumanna á Mývatni. Á vatninu er nú afbragðs gott færi bæði fyrir skíðagöngumenn og vél- sleðamenn enda notfærðu sér það margir um helgina. Myndin er tekin á sunnudag við Dauðanes og er horft til Bláfjalls þar sem nokkur þokukúfur er yfir fjallinu. Kom þá í hugann gömul vísa Baldvins Stefánssonar: Bláfjalls þegar byrgir tind bústinn þokukúfur Sagt er að boði sunnanvind sár en stundum ljúfur. Ekki er þó fyrirsjáanlegur sunn- anvindur í veðurhorfum vikunnar. Morgunblaðið/BFH Gott göngu- og sleðafæri á Mývatni Mývatnssveit ÁSGEIR Magnússon, oddviti Akur- eyrarlistans í bæjarstjórn Akureyr- ar, segir að einn af þeim 18 sem tóku þátt í skoðanakönnun meðal fé- lagsmanna í Samfylkingunni á Ak- ureyri og Stólpa, félagi ungra jafn- aðarmanna á Akureyri um röðun á framboðslista Samfylkingarinnar vegna komandi sveitarstjórnarkosn- inga hafi snúið þátttöku sinni upp í prófkjörsslag sem augljóslega hafi haft talsverð áhrif, því komi niður- staðan ekki algerlega á óvart. „Meiningin var að gefa fé- lagsmönnum tækifæri til að segja sinn hug varðandi uppröðun á listann. Átján tóku þátt, þátttaka var frekar lítil og því dreifðist þetta mik- ið. Og þegar einn maður er í próf- kjörsslag, eins og í þessu tilfelli, þá hefur það áhrif,“ sagði Ásgeir, sem vildi ekki nefna nafn í þessu sam- bandi. Hann sagði að uppstillingarnefnd væri að vinna að uppstillingu á listann og vildi því ekki tjá sig frekar um málið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu á föstudag fékk Oktavía Jó- hannesdóttir flest atkvæði í könnun- inni en Ásgeir varð í öðru sæti. Þar kom fram að félagsmenn fengu send gögn heim vegna könnunarinnar en að sögn Oktavíu var þar ekki getið um hvort frambjóðendur stefndu á ákveðið sæti. Sjálf sendi hún út bréf þar sem fram kom að hún stefndi á fyrsta sætið. Einn aðili var í prófkjörsslag Ásgeir Magnússon, oddviti Akureyrarlistans HELGA María Þórarinsdóttir heldur fyrirlestur um heimspeki- vinnu með börnum í Háskólanum á Akureyri í dag, þriðjudaginn 29. janúar. Fyrirlesturinn verður flutt- ur í stofu L-203 og hefst kl. 16. Kynnt verður hugmyndafræði og aðferðir svonefndrar barna- heimspeki. Helga María útskrifað- ist frá Háskólanum á Akureyri 1999 og er leikskólakennari á Lundarseli á Akureyri. Hún hefur unið að þróunarverkefninu Ís- lenskar barnabókmenntir og þjóð- sögur sem uppspretta heimspeki- legrar samræðu meðal leikskóla- barna. Heimspekivinna með börnum ♦ ♦ ♦ ALFA-námskeið verða kynnt á fundi í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri í kvöld, þriðjudagskvöldið 29. janúar, kl. 20. Alfa-námskeið eru þverfagleg námskeið sem fjalla um grundvallar- atriði kristinnar trúar. Þau eru haldin í um níutíu löndum og öllum kristnum kirkjudeildum. Um er að ræða tíu vikna námskeið og er það ókeypis og öllum opið. Nánari upplýsingar eru veittar í Hvítasunnukirkjunni. Alfa- námskeið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.