Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 17
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 17
IM (Information Management ehf.)
og Streymi hf. hafa nýlega sameinast
undir nafni IM og verður Ragnar
Bjartmarz framkvæmdastjóri félags-
ins.
Í tilkynningu um sameininguna
segir m.a. að einn meginstyrkur hins
sameinaða fyrirtækis liggi á sviði
upplýsingastjórnunar. Með upplýs-
ingastjórnun sé á skipulegan hátt ver-
ið að auðvelda aðgengi að stjórnunar-
upplýsingum og að nýta þá þekkingu
sem fyrirtæki búa yfir.
„IM byggir á mikilli reynslu við
ráðgjöf og gerð hugbúnaðarlausna á
þessu sviði, bæði hér á landi og er-
lendis. IM leggur ríka áherslu á ein-
faldleika og að gera fyrirtækjum
mögulegt að nýta sem best þau upp-
lýsingakerfi sem eru til staðar innan
þeirra.
Hið sameinaða fyrirtæki sérhæfir
sig meðal annars í ráðgjöf, veflausn-
um og hugbúnaðarlausnum í Micro-
soft-umhverfinu. Jafnframt rekur IM
Vefskóla Streymis, en þar er hægt að
sækja styttri og lengri námskeið,“
segir í tilkynningunni.
Árið 2001 var eitt besta rekstrarár í
sögu IM og fór veltan um það bil 10%
fram úr áætlunum. Byrjun þessa árs
lofar góðu og hafa stjórnendur og eig-
endur miklar væntingar um að sam-
runinn skapi góða möguleika til frek-
ari sóknar. Samhliða sameiningunni
var farið í hlutafjáraukningu og var
völdum aðilum boðið að fjárfesta í IM.
Átján fjárfestar hafa þegar ákveðið
að fjárfesta í fyrirtækinu og eru þar á
meðal nokkur stór fyrirtæki.
IM og Streymi
sameinast
NÝLEGA fór fram hlutafjáraukning
í Netskilum hf. Í boði voru 25 millj-
ónir að nafnverði og skrifuðu nýir og
eldri hluthafar sig fyrir allri þeirri
upphæð. Að aukningu lokinni er
nafnverð hlutafjár félagsins 115
milljónir króna. Um var að ræða lok-
að hlutafjárútboð til fyrirliggjandi
hluthafa og valins hóps nýrra fjár-
festa.
Markmið aukningarinnar var að
afla nægilegs fjármagns til að standa
undir áframhaldandi þróun á raf-
rænni birtingu skjala og að efla fé-
lagið með breiðri eignaraðild
traustra aðila. Eftir hlutafjáraukn-
inguna eru hluthafar Netskila orðnir
alls 13 talsins. Stærstu hluthafar eru
Mens Mentis hf., Spakur hf., Hita-
veita Suðurnesja hf. og Orkuveita
Reykjavíkur.
„Nú þegar hafa 16 fyrirtæki og
stofnanir gert samninga við Netskil
um rafræna birtingu reikninga og
annarra skjala á Netinu. Þjónusta
Netskila gerir viðskiptavinum þess-
ara aðila kleift að afpanta glugga-
póstinn og fá rafrænan aðgang að
reikningum sínum á einum stað.
Unnið er að áframhaldandi út-
breiðslu þjónustunnar og bindur fé-
lagið vonir við að Ísland muni á
næstu misserum ná afgerandi for-
ystu í pappírslausum og þar með um-
hverfisvænum viðskiptum,“ segir í
frétt frá Netskilum.
Hlutafjár-
aukning hjá
Netskilum
♦ ♦ ♦