Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 18

Morgunblaðið - 29.01.2002, Side 18
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 18 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÁRMÚLA 21, 533 2020 HANDKLÆÐAOFNAR Mikið úrval handklæðaofna á baðherbergið. Stærðir frá 60-181 cm. ÁFERÐ: HVÍT EÐA KRÓMLITUÐ. Framleiðsla úr fiski Til sölu er landsþekkt fyrirtæki tengt fiski. Er með mjög góða og þekkta framleiðslu sem seld er öllum helstu útsölustöðum á landinu, til stærstu mötuneytanna og er auk þess með sölu á fiski. Miklir framtíðarmöguleikar eru sjáanlegir jafnvel útflutningur. Fyrirtækið er starfrækt í Reykjavík og nágrenni. Þjálfað starfsfólk. Laust strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina auglýsingastofurnar AUK, Birting, Hér og nú og XYZetu. Eignarhalds- félag verður stofnað um reksturinn en reknar verða tvær auglýsinga- stofur á þess vegum. Annars vegar verður starfsemi AUK og XYZetu sameinuð og hins vegar starfsemi Birtings og Hér og nú. Stofurnar tvær verða reknar sem sjálfstæð fyr- irtæki í fullri samkeppni. Magnús E. Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri AUK, segir samein- inguna koma til framkvæmda í næsta mánuði. Enn sé verið að ræða einstök atriði s.s. hvernig húsnæðis- málum verði best skipað. Þá hafi ekki verið spunnið alveg úr þeim endum er lúta að stjórnun en hann segir mynd vera komna þar á og um hana sé full sátt. Um ástæður sameiningarinnar segir Magnús: „Menn eru sammála um nauðsyn þess að mynda sterkari rekstrareiningu til að ná hagræði, og öflugari fyrirtæki til að veita sem besta þjónustu í framtíðinni, núver- andi og tilvonandi viðskiptavinum til heilla.“ Stefnt er að því að ljúka frágangi samkomulagsins á næstu dögum en félagið verður næststærsta félagið á auglýsingamarkaði á eftir ABS, sem á Íslensku auglýsingastofuna og Hvíta húsið. Í fréttatilkynningu kemur fram að veltuaukning auglýs- ingastofanna fjögurra hafi verið á bilinu 6–84% á síðasta ári og heild- arvelta þeirra hafi losað einn millj- arð króna. Þá segir að með sameiningunni aukist verulega umsvif birtingafyr- irtækisins Auglýsingamiðlunar ehf., sem hið nýja eignarhaldsfélag er hluthafi í. Heildarvelta Auglýsinga- miðlunar á þessu ári er áætluð 1,3 milljarðar króna. AUK, Birtingur, Hér og nú og XYZeta sameinast Fjórar auglýsingastof- ur sameinast í tvær SAMÞJÖPPUN á matvörumarkaði hefur ekki valdið verðhækkunum umfram gengisbreytingar, sam- kvæmt fréttatilkynningu frá GJ Fjármálaráðgjöf. Í fréttatilkynning- unni er minnst á hagvísa Seðla- banka Íslands í janúar þar sem fram hafi komið að hækkun á inn- fluttum mat- og drykkjarvörum hefði numið tæplega 28% síðustu 12 mánuði sem væri um 5,5% hækkun umfram hækkun erlendra gjald- miðla samkvæmt innflutningsveg- inni gengisvog. Í hagvísunum segi ennfremur: „... það er hugsanlegt að minni samkeppni í matvöruverslun en í annarri verslun í kjölfar sam- þjöppunar undanfarinna ára eigi hér einnig hlut að máli en um það verður ekki fullyrt án ítarlegri at- hugunar“. Í fréttatilkynningunni segir að GJ Fjármálaráðgjöf hafi framkvæmt ít- arlegri athugun á efninu með sam- bærilegum gögnum og Seðlabank- inn. „Í ljós kom,“ segir í tilkynn- ingunni, „að ofangreindar vanga- veltur, þótt varlega séu settar fram, eiga ekki við rök að styðjast. Síð- ustu 12 mánuði á undan var sam- bærileg tala -8,4%, þ.e. innfluttar mat- og drykkjarvörur lækkuðu um 8,4% miðað við gengi. Síðustu 24 mánuði hefur verðlag á þessum vörum því samtals lækkað miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Eðlilegt er að miða fremur við löng tímabil en stutt í athugun af þessu tagi. Gengisbreytingar hafa ekki endilega strax áhrif á verðlag og getur verið mikið misræmi þar á milli á stuttum tímabilum. Athugunin bendir til þess að fyr- irtæki í matvöruverslun hafi fremur tekið á sig gengisbreytingarnar í nokkurn tíma og ekki velt þeim strax út í verðlag. Þá lækkar verð miðað við gengi. Þegar verð er svo loks hækkað til samræmis við gengi skapast umrætt misræmi.“ Morgunblaðið/Jim Smart Verðlag ekki hækkað umfram gengisbreytingar ÍRSKA lágfargjaldaflug- félagið Ryanair hefur til skoðunar að hefja flug til einhverra af um 40 nýjum áfangastöðum í Evrópu. Talsmaður félagsins vildi í samtali við blaðamanna Morgunblaðsins í gær hvorki játa því né neita hvort til at- hugunar sé að hefja flug til Íslands. Hann sagði ótíma- bært á þessu stigi að gefa upp hvaða áfangastaðir séu til skoðunar hjá félaginu. Ryanair var stofnað árið 1985. Eins og önnur evrópsk lágfar- gjaldaflugfélög fékk félagið byr undir báða vængi árið 1997, er Evr- ópusambandið ákvað að koma á frjálsri samkeppni í flugsam- göngum. Umsvif og hagnaður fé- lagsins hefur stöðugt aukist og gera áætlanir þess ráð fyrir að framhald verði þar á á þessu ári. Félagið flýgur frá Írlandi og Englandi til Skotlands, Belgíu, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Austurríkis, Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs. Ryanair með í athugun að fjölga áfangastöðum Reuters Michael O’Leary forstjóri við eina af flug- vélum lággjaldaflugfélagsins Ryanair. Í GJALDEYRISMÁLUM, sem Ráðgjöf og efnahagsspár ehf. gefa út, er því spáð að vísitala neyslu- verðs verði 222,7 stig í maí, en í sam- komulagi Samtaka atvinnulífsins og ASÍ í desember var gert ráð fyrir að vísitalan yrði ekki hærri en 222,5 í maí. Þetta þýðir að gangi spá Ráð- gjafar og efnahagsmála eftir bresta verðlagsforsendur samkomulags að- ila vinnumarkaðarins í maí, svokall- að rautt strik, og launaliðir kjara- samninga verða þá uppsegjanlegir með þriggja mánaða fyrirvara. Í desember gerði spá Ráðgjafar og efnahagsmála ráð fyrir að vísital- an yrði innan þeirra marka sem samningar á vinnumarkaði gera ráð fyrir, en hækkun vísitölunnar í jan- úar var langt umfram það sem þá var spáð. Í spánni nú segir þó að margir óvissuþættir séu í verðlagsmálum líkt og undanfarna mánuði, bæði um verðhækkun og tímasetningu kjara- mála, en gert er ráð fyrir stöðugu gengi á næstu mánuðum. Ráðgjöf og efnahagsspár gera ráð fyrir að verðbólga milli áranna 2001 og 2002 verði 5,7% en 3,6% innan þessa árs. Ný verðbólguspá Ráðgjafar og efnahagsmála Rautt strik í hættu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.