Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.01.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 21 Notkunarsvið: Asýran inniheldur ranitidín sem er notað við sárasjúkdómum í meltingarfærum, s.s. maga- og skeifugarnasárum, og er fyrirbyggjandi gegn slíkum sárum. Lyfið er notað við bólgum í vélinda sem stafa af því að magasýra kemst úr maga upp í vélinda. Varúðarreglur: Fólk sem hefur ofnæmi fyrir ranitidíni, barnshafandi konur og konur með börn á brjósti mega ekki nota lyfið. Fólki með skerta nýrnastarfsemi er bent á að ráðfæra sig við lækni áður en lyfið er tekið. Aukaverkanir: Um 3-5% sjúklinga finna fyrir einhverjum aukaverkunum af völdum Asýran‚ eins og t.d. höfuðverk, útbrotum, þreytu, niðurgangi og svima. Skömmtun: Nákvæmar leiðbeiningar um skömmtun fylgja lyfinu. Ekki má taka stærri skammta en mælt er með. Lesið vandlega leiðbeiningar sem fylgja lyfinu. 15.10.01 Asýran DREGUR ÚR SÝRUMYNDUN ELLEFU ungmenni hótuðu í gær að fremja sjálfsmorð í Woomera-flóttamannabúðunum í Ástralíu til að vekja athygli á þeim aðbúnaði sem þeim og öðr- um er þar dveljast er gert að sætta sig við. John Howard, forsætisráð- herra landsins, sagði að ríkis- stjórnin myndi ekki breyta stefnu sinni í málefnum innflytj- enda. Ungmennin, sem flest eru af- gönsk, eru á aldrinum 14 til 17 ára. Þau eru sögð hugleiða að fyrirfara sér með því að stökkva á beittan vír, skera sig eða drekka eitraðan vökva. Á síðustu viku hafa 15 manns í flóttamannabúðunum reynt að hengja sig en aðrir hafa gleypt hársápu og hreinsiefni og kvart- ar fólkið undan því að vera „í búri líkt og dýr“. Lögfræðingar flóttafólksins, sem er í haldi ástralskra stjórn- valda í Woomera, alls 370 manns, segja að fólkið neiti að borða til að mótmæla aðbúnaði á staðnum og töfum í málsmeð- ferð. Dæmdur fyrir biblíu- smygl KAUPSÝSLUMAÐUR frá Hong Kong var í gær dæmdur í tveggja ára fangelsi í Kína fyrir að hafa smyglað Biblíum inn í landið. Maðurinn, Li Guangqiang, var handtekinn í maí sakaður um að hafa reynt að smygla 16.280 ein- tökum af Nýja testamentinu inn í Kína. Tveir Kínverjar sem sak- aðir voru um að hafa aðstoðað manninn voru dæmdir til þriggja ára fangelsisvistar. Fólkið var sakað um „óleyfileg viðskipti“ en hefði það verið ákært fyrir tengsl við „óæskilega sértrúarhópa“ hefði dauðadómur vofað yfir höfði þess. Dómurinn þykir fallinn til að auka enn áhyggjur á alþjóða- vettvangi af frelsi manna til að iðka trú sína í Kína. Bandaríkja- stjórn hefur lýst yfir alvarlegum áhyggjum sökum málsins en George W. Bush forseti er vænt- anlegur í opinbera heimsókn til Kína í næsta mánuði. Thatcher veiktist MARGARET Thatcher, fyrrverandi forsætisráð- herra Bret- lands, hefur fengið minni háttar heila- blæðingu. Dóttir hennar, Carol Thatch- er, sagði í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, að móðir henn- ar hefði veikst um áramótin en veikindin hefðu ekki verið mjög alvarleg. Breska blaðið The Times, sagði að Thatcher, sem er 76 ára gömul, hefði veikst þegar hún hélt upp á gullbrúðkaup þeirra Denis Thatchers á portúgölsku eynni Madeira. Thatcher dvaldi tvo daga á sjúkrahúsi eftir að hreyfigeta hennar skertist og hún átti einnig erfitt um mál en Times sagði að hún hefði nú náð sér að fullu. STUTT Ungmenni hóta sjálfs- morði Thatcher MANNRÆNINGJAR í Pakistan hafa nú í haldi bandarískan blaðamann stórblaðsins The Wall Street Journal. Blaðamannsins, Daniel Pearl, hefur verið saknað frá því á miðvikudag en hann hélt þá frá bækistöðvum sínum í Bombay á Indlandi til Kar- achi í Pakistan í því skyni að ræða við heimildar- mann í tengslum við grein um hryðjuverk sem hann hugðist skrifa. Mannræningjarnir gerðu grein fyrir ráninu í tölvupósti sem þeir sendu fjölmiðlum vestanhafs um helgina. Krefjast þeir þess að Pakistönum í hópi liðs- manna al-Qaeda-hryðjuverkasamtakanna sem vist- aðir eru í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu verði leyft að halda heim á leið og að fyrrverandi sendi- herra Afganistans í Pakistan verði sleppt úr haldi. Sögðu þeir jafnframt að Pearl væri haldið við „ómannúðlegar“ aðstæður til að mótmæla meðferð Bandaríkjamanna á föngunum á Kúbu. Mannræningjarnir kenndu sig við samtök er þeir kölluðu Þjóðarhreyfingu til að endurheimta fullveldi Pakistans. Sökuðu þeir Pearl um að vera útsendara bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, en bæði The Wall Street Journal og yfirmenn CIA hafa vísað þessu á bug. Heimildarmenn í Pakistan segja Pearl vera í haldi liðsmanna Harkat ul-Mujahedeen, samtaka sem sterk tengsl hafa við al-Qaeda og eru á lista Banda- ríkjastjórnar yfir alþjóðleg hryðjuverkasamtök. Bandarískur blaðamaður í haldi mannræningja New York. AP. Reuters Mannræningjarnir sendu bandarískum fjöl- miðlum þessa mynd af Daniel Pearl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.