Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 24

Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 24
LISTIR 24 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ Í PISTLI á netsíðu blaðsins San Jose Mercury News í Kaliforníu í Banda- ríkjunum voru síðastliðinn fimmtu- dag vangaveltur þess efnis að kaflar úr enskri útgáfu bókar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Slóðar fiðrildanna, eða The Journey Home, eins og hún heit- ir á ensku, væru teknir nær orðréttir úr bókinni The Gastronomical Me, eftir kunnan bandarískan rithöfund, M.F.K. Fisher, sem var einkum þekkt fyrir skrif sín um mat og mat- armenningu. Haft er eftir lögfræð- ingnum Jeffrey Craig Miller, sér- fræðingi í höfundarrétti að „... ef þú notar meðvitað orð annarrar mann- eskju, og þau orð falla undir gildandi höfundarrétt, þá ertu að brjóta á höf- undarrétti þeirrar manneskju“. Í pistlinum segir ennfremur að það hafi verið Margaret Baer, bókasafns- fræðingur á lögbókasafni í Kaliforníu og aðdáandi bóka Fishers, sem hafi komist að því að sláandi líkindi væru með frásögn Ólafs Jóhanns af tveim- ur flóttamönnum á flótta frá Spáni til Frakklands og frásögn Fishers af sama atburði. „Þetta er spurning um það hvernig rithöfundar vinna“ Blaðamaður San Jose Mercury News hefur eftir Ólafi Jóhanni að hann hafi viljað votta Fisher virðingu sína með tilvitnun í texta hennar og að hann hafi einnig viljað votta öðrum rithöfundi, Elizabeth Davis, sams- konar virðingu í texta sínum, en báð- ar voru þær kunnar fyrir skrif sín um mat. „Þetta er nú allt frekar skrítið í laginu og þegar menn eru í vindinum mega þeir búast við því að það fjúki ýmislegt til þeirra,“ sagði Ólafur Jó- hann í viðtali við Morgunblaðið í gær. „Fyrir helgi var birt frétt í slúður- dálki í viðskiptablaði í Kaliforníu þess efnis að tvær línur úr Slóð fiðrildanna væru mjög líkar tveimur línum úr æviminningum M.F.K. Fisher. Þetta kom okkur á óvart, því þegar ég hef verið að kynna bókina á upplestrar- ferðum og þess háttar hef ég mikið talað um þetta. Það hefur ekki verið neitt launungarmál að þegar menn skrifa skáldsögur sem gerast á árum áður viða þeir að sér ýmsu efni og það er hefð fyrir því hvað menn geta not- að og hvernig, án þess að geta heim- ilda.“ Ólafur Jóhann segir að AP-frétta- stofan hafi síðan tekið fréttina upp og sagt frá þessu. „Jarðvegurinn hérna er nú sá að undanfarið hafa tveir sagnfræðingar, þar af annar mjög þekktur, Stephen Ambrose, verið staðnir að því að hafa brotið höfund- arrétt í sagnfræðiritum og geta ekki heimilda sinna. Þeir eru sakaðir um að hafa tekið heilu kaflana úr öðrum verkum, skilst mér, þannig að það er mjög mikið verið að huga að þessum málum hérna og menn reyna að þefa allt uppi og það er sá jarðvegur sem þetta sprettur uppúr. Fréttin frá AP hefur svo birst hér í ýmsum netmiðl- um.“ Ólafur Jóhann segir að hann og út- gefandi hans, Pantheon, hafi sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að enginn höfundarréttur hafi verið brotinn. „Þetta flokkast undir það sem ég kalla „fair use“ eða sanngjörn afnot, sem eru hefðbundnar vinnuaðferðir, en að við myndum vera til í að hug- leiða það þegar bókin verður prentuð næst hvort þess ætti að geta að ég hafi stuðst við ýmsar heimildir, þar á meðal bók M.F.K. Fisher. Við erum enn bara að hugleiða þetta, því þetta er stærra mál en bara þessar tvær setningar sem eru svipaðar í þessari bók og menn hafa verið að einblína á. Þetta er spurning um það hvernig rit- höfundar sem skrifa skáldsögur vinna og hvort þeir þurfi að birta heimildaskrá eins og í fræðiritum. Heima hefði Heimsljós til dæmis orð- ið ansi subbuleg útgáfa, ef það hefðu þurft að vera fótnótur á hverri síðu, eða Íslandsklukkan. Þannig fellur þetta inn í þennan æsingsjarðveg vegna skrifa Stephens Ambroses og þar að auki upphefst þetta ekki af menningarblaðamönnum heldur slúðri á viðskiptasíðum. Það er ekki gaman að fá þetta á sig, en þeir einu sem geta sakað einhvern um að brjóta höfundarrétt eru þeir sem eiga hann og það hafa þeir ekki gert, enda ekki ástæða til.“ „Þetta er bara sagnfræði“ Ólafur Jóhann segir að menn ein- blíni á þessar tvær setningar, en að hann hafi ekki dregið dul á það að hafa stuðst við aragrúa af heimildum þegar hann skrifaði Slóð fiðrildanna. „Það sem þarna um ræðir er lýsing á atviki sem átti sér stað þegar menn voru að flýja Spán til Frakklands fyr- ir stríð nærri San Sebastian og syntu yfir vatnið til að komast yfir til Frakklands. Það var oft skotið á þetta fólk á sundi. Þetta er bara sagn- fræði og margir búnir að lýsa þessu og Fisher gerir það mjög vel. Ég end- ursegi hennar frásögn af þessu, en sú sem segir frá þessu í minni bók segir frá á frekar léttvægan hátt, hún tek- ur sig ekki afskaplega alvarlega og finnst spennandi að sjá þetta. Þessi frásagnarmáti passaði mjög vel inn í karakterinn sem ég var með þarna og þá lét ég viðbrögðin vera mjög svipuð því sem Fisher lýsir í sinni bók, þann- ig að það er nú upplagið í þessu.“ Ólafur Jóhann segist sofa alveg ró- lega yfir þessu og segir þetta líkt því og að lenda inni í leikriti eftir Eun- esco í svolítinn tíma. „Ég bað þó út- gefendur mína að fara mjög gaum- gæfilega yfir þetta, því það er ekki bara þetta mál sem um er að ræða, heldur alls konar aðrar heimildir sem ég nota; – þótt þeir hefðu farið yfir þetta áður. Ég fékk hringingu frá þeim í gærkvöld, þegar þeir voru búnir að láta sína sérfræðinga fara yfir þetta og það er ekkert sem þeir standa uppi með og hvergi nokkurs staðar brotinn höfundarréttur.“ Ann Coil ritstjóri hjá bókaútgáf- unni Farrar, Straus og Giroux, sem gefur út bók M.F.K. Fishers, The Gastronomical Me, segir að úgáfan hafi haft spurnir af þessu máli, en það hafi ekki komið til umræðu innan fyr- irtækisins og því sé ekkert hægt að hafa eftir þeim um það að minnsta kosti að svo stöddu. Brot á höfundarrétti þurfa ekki að vera refsiverð Hróbjartur Jónatansson hæsta- réttarlögmaður hefur meistaragráðu í hugverkarétti frá bandarískum há- skóla. Eftir að hafa lesið þá klausu í bók Ólafs Jóhanns sem um ræðir og AP fréttastofan birti og borið saman við sama texta úr bók Fishers, segir hann ljóst að hér sé um að ræða eft- irtöku á þann hátt sem Bandaríkja- menn myndu kalla „striking similar- ities“ eða sláandi líkindi með text- unum tveimur og að það falli undir höfundarréttarbrot. „Dómstólar þar segja að ef hinn meinti brotamaður hefur haft aðgang að verki hins, þá snýst sönnunarbyrðin við, og hann verður að sanna að hann hafi skrifað þennan texta án þess að vitna í frum- verkið. Hins vegar er þetta spurning um það hvort þetta sé brot á höfund- arrétti, því þótt þetta sé eftirtaka eru líka til ákveðnar varnir sem Ólafur Jóhann getur gripið til og þar á ég við það sem Bandaríkjamenn kalla „fair use“ eða sanngjörn afnot. Þá er lagt út af því hvað góður og gegn rithöf- undur myndi leyfa að notað væri úr verkum hans, hver sé tilgangur eft- irtökunnar og afleiðingarnar fyrir höfundinn. Tilvísun í verk í vísinda- skyni nýtur til dæmis rýmri réttar til tilvitnananotkunar en þar sem um er að ræða markaðsritverk. Þegar bandarískir dómstólar meta eftir reglum um sanngjörn afnot og hvort verk fari framúr þeim mörkum, þá styðjast þeir einkum við fjóra þætti, þar sem þeir bera saman frumgerð- ina og eftirgerðina, en þetta eru þættir eins og í hvaða tilgangi eft- irgerðin er rituð; hversu stór hluti eftirgerðin er af heild þeirrar bókar og hvort eftirgerðin hafi áhrif á sölu frumverksins eða skaði það verk. Mér sýnist það alveg klárt að þarna sé um að ræða „striking similarities“ eða sláandi líkindi milli textanna tveggja og það er sem slíkt klárlega brot á bandarískum höfundarréttar- lögum. En þó þetta sé brot á höfund- arrétti Fishers má færa sterk rök fyrir því að um „fair use“ eða sann- gjörn afnot sé að ræða og notkunin því refsilaus fyrir Ólaf Jóhann.“ Hróbjartur segir að sæmdarréttur sé nokkuð sem Bandaríkjamenn séu ekki mjög hrifnir af, en í honum felst meðal annars að rétti höfunda þurfi að sýna tilhlýðilega virðingu og nær- gætni. Þeir einblíni miklu fremur á fjárhagsleg réttindi höfunda og úr- ræðin gegn höfundarréttarbrotum taki mjög mið af fjárhags- og við- skiptalegum hagsmunum höfunda. „Ég held að það breyti engu fyrir bandarískan rétt að Ólafur geti ekki heimildanna, en hinsvegar hefði það verið heppilegra hjá honum að geta þeirra, svo að ljóst væri að hann væri ekki að eigna sér verkið.“ Hvað varðar þau ummæli Ólafs Jó- hanns að hann hafi notað fleiri heim- ildir í verk sitt, og talið það almenna hefð, segir Hróbjartur að það sé eitt að nota heimildir og annað að hafa þær eftir svo að um verulega líkingu sé að ræða. „Í höfundarrétti er hug- myndin ekki varin, heldur aðeins framsetningin á henni. Maður getur út af fyrir sig lesið margar bækur og fengið hugmyndir um atvik og örlög með slíkum lestri og svo ritað eitt- hvað sem sækir í þær. En þegar menn eru farnir að nýta sér fram- setninguna með þeim hætti að um „striking similaities“ eða sláandi lík- indi er að ræða, þá eru menn að ganga á réttindi annarra. Um það hvort Ólafur Jóhann gerir það get ég ekki dæmt enda hef ég ekki skoðað aðra eftirtöku hans í því ljósi.“ Ólafur Jóhann Ólafsson kveðst ekki hafa brotið höfundarrétt í bók sinni Slóð fiðrildanna „Flokkast undir sanngjörn afnot“ Hróbjartur Jónatansson Ólafur Jóhann Ólafsson Í SÍÐARI heimsstyrjöldinni var fólk sem vann mikilvægt starf við að ráða dulmál nasistanna. Sumt fólkið vissi aldrei hversu mikilvægt starf það var að vinna, og hvorki því né snillingunum sem réðu dul- málið var nokkurn tíma þakkað, hvað þá að það væri heiðrað á einn eða annan hátt. Þetta fólk réð úr- slitum um að Bretar unnu stríðið en það hefur aldrei verið látið uppi. Stærðfræðingurinn Tom Jericho kemur aftur til vinnu á aðalstöð dulmálsráðninga eftir að hafa þurft að fara í sjúkrafrí vegna ástarsorg- ar sem hann lenti í vegna sam- starfskonu sinnar Claire. Hann kemst að því að hún er horfin, og hann grunar hana strax um að vera svikari. Ásamt sambýliskonu hennar, ungfrú Wallace, fara þau að leita að Claire. Í bakgrunni er síðan ein af úrslitaorrustum seinni heimsstyrjaldarinnar. Það eru fínir leikarar sem fara með aðalhlutverkin í þessari mynd. Dougray Scott tekst vel að leika hinn úttaugaða Tom og þokkagyðj- an Kate Winslet sýnir á sér nýja hlið þegar hún leikur hina „nörda- legu“ ungfrú Wallace sérlega sann- færandi. Northam er frábær leik- ari sem verður sífellt meira áberandi, og stendur sig yfirleitt með prýði, einsog hér sem njósn- arinn Wigham. Þarna má einnig sjá glitta í Íslandsvininn danska Nikolaj Costau-Walder sem lék í „Vildspor“ sem tekin var upp hér á landi, en er frægari fyrir Natte- vagten. Hann leikur Puck, pólskan vinnufélaga Tom. Einnig koma all- ir aukaleikarar mjög sterkt inn. Allt útlit myndarinnar er flott, enda Bretar orðnir sérfræðingar í seinni heimsstyrjöldinni. Kvik- myndatakan, búningar og sviðs- mynd er hvort tveggja látlaust en fullkomlega endurspeglandi fyrir tímabilið. Mér finnst bara eitt atriði í rauninni klikka og það er handritið sjálft, sem er auðvitað ekki gott. Það vantar eitthvert jafnvægi í það. Þetta er einsog tvær sögur sem ná ekki að blandast alveg saman. Ástarsaga hans og Claire og eftirköstin er einsog afsökun fyrir því að segja sönnu söguna, sögu Enigma-dulmálstækisins, fólksins sem vann þessa merku vinnu og áhrifa þess á framgang stríðsins. Hvorug sagan varð al- mennilega spennandi, þótt báðar séu áhugaverðar í sjálfu sér. Allar útskýringar í sambandi við Enigma-tækið eru hins vegar svo flóknar að ég skildi mest lítið (og skildi ekki hvernig leikararnir gátu lært þennan flókna texta!). Leik- stjórinn sagði í viðtali við Morg- unblaðið að það væri einmitt málið, ef Tom var svona mikill snillingur, hvers vegna ætti þá meðalbíófari að skilja allt sem þurfti hann til að skilja? Þetta er rétt hjá honum, en hins vegar eru bíómyndir ekki allt- af sannleikanum samkvæmar, og mér finnst svolítið hrokafullt að gera mynd sem fólk á ekki að skilja. Ég get skilið flóknustu hluti í heimildarmyndum því að þeir eru útskýrðir rétt. Apted þessi er greinilega of jarðbundinn. Snilligáfa og ást KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Michael Apted. Handrit: Ro- bert Harris og Tom Stoppard. Kvik- myndataka: Seamus McGarvey. Aðal- hlutverk: Dougray Scott, Kate Winslet, Jeremy Northam, Saffron Burrows, Nik- olaj Coster-Waldau og Corin Redgrave. Bretland. 117 mín. Intermedia Films. 2001. ENIGMA  Hildur Loftsdóttir LEIÐ mistök urðu við vinnslu grein- ar minnar Bosch og Breugel í Les- bók sl. laugardag. Texti undir mynd í fyrsta dálki rataði undir stóru mynd- ina efst fyrir miðju, sem svo er mál- verk en ekki teikning! Um að ræða málverkið, Kristur og hórdómskon- an, máluð 1565, Grátónamynd (svo- nefnd grisaille), olía á panel 24,1 x 34,3, Courtauld Gallery, London. Sem sagt næstum því teikning, og átti stóran þátt í mistökunum sem skrifast einnig á minn reikning. Hugðist fyrst nota hana en áttaði mig svo á að um málverk væri að ræða og valdi í staðinn teikninguna: Hinar sjö ódyggðir, koparstunga, 32,2 x 43 sm., 1557, sem er varðveitt í riss- og þrykkdeild Uffizi safnsins í Flórenz, en myndirnar víxluðust! Í teikningunni er arfleifðin frá mynd- heimi Hieronymusar Boschs meira en vel sýnileg... Bragi Ásgeirsson Pieter Breugel eldri: Hinar sjö ódyggðir, koparstunga, 1557. LEIÐRÉTTING Ólafur Jóhann Ólafsson: The Journey Home „I adore swimming,“ she declared. „Simply adore it...“ She looked at David. „You remember what I wrote to you from San Sebastian, darling, don’t you?“ David hung his head. M.F.K. Fisher: The Gastronomical Me „Oh yes,“ she was saying in a high deliberate way to Chexbres, „I adore swimming.“ Then she turned to look full at David … „Don’t you remember my letters from San Seb- astian, darling? Don’t you?“ David lowered his head … Samanburður á texta

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.