Morgunblaðið - 29.01.2002, Qupperneq 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
VIÐ ERUM í
stöðugu kapp-
hlaupi. Við setj-
um okkur mark-
mið, áföngum er
náð, tímamót
verða. Við upplif-
um hver tímamót-
in af öðrum. Klíf-
um fjallið sem
virtist svo hátt í
fyrstu. Þegar okkur virðist að toppn-
um sé náð koma bara í ljós nýir topp-
ar. Þótt gangan milli áfanga virðist
oft styttri þegar ofar dregur í fjallið
heldur en þegar við lögðum fyrst af
stað, svo ung og fersk. Full af bjart-
sýni, djörfung og eldmóð. Við taka ný
markmið, nýir áfangar, jafnvel ný
viðmið eftir því sem árin og reynslan
taka að marka okkur.
Við gefum af okkur. Eyðum nán-
ast allri okkar orku, tíma og fjármun-
um í verkefni dagsins eins og það sé
okkar síðasta. Oft einblínum við á
einn punkt í einu. Eins og ekkert taki
við.
Þó þekkjum við öll svo vel að lífið
heldur áfram þrátt fyrir öll tímamót.
Alla áfanga og fjarlæg markmið, sem
oft virðast eins og lokatakmark í óra-
fjarlægð.
Þrátt fyrir öll tímamót gleði og
sigra, þótt áföngum sé náð, þá heldur
lífið áfram. Og þrátt fyrir allt mót-
læti, torfærur og brekkur, baráttu og
ósigra þá heldur lífið einnig áfram.
Jafnvel þótt ævinni ljúki, já, jafn-
vel þrátt fyrir sjálfan dauðann sem
hljóta að teljast sannkölluð tímamót,
þá heldur lífið áfram, og ekkert fær
það stöðvað.
Erum við meðvituð um lífið?
Það er lífið, að þekkja hann sem
kveikti lífið og þann sem einn megn-
ar að viðhalda því um eilífð.
Lifum í meðvitaðri þökk til hans
sem blés í okkur lífið fyrir anda sinn
og mátt og til hans sem einn megnar
að viðhalda því. Lofað sé lífið. Hann
sem er vegurinn til lífsins, lífið sjálft.
Lifi lífið!
SIGURBJÖRN ÞORKELSSON,
rithöfundur, framkvæmdastjóri
Laugarneskirkju og forseti Lands-
sambands Gídeonfélaga á Íslandi.
Lífið heldur áfram
Frá Sigurbirni Þorkelssyni:
Sigurbjörn
Þorkelsson
FRÁ ÞVÍ um síðustu jól hefur verið
sýnd í kvikmyndahúsum borgarinnar
kvikmyndin Hringadróttinssaga,
sem gerð er eftir samnefndri sögu
Tolkiens. Í fjölmiðlaauglýsingum
stendur undir titli myndarinnar „Æv-
intýrið lifnar við“, „Besta mynd árs-
ins“ o.s.frv. en þess er hvergi getið
hvorki í blöðum né þeim auglýsingum
sem ég hef heyrt í útvarpi að þessi
mynd þykir ekki við hæfi barna yngri
en 12 ára. Kvikmyndaeftirlit Íslands
hefur engu að síður bannað myndina
börnum yngri en 12 ára.
Í janúar sl. sat ég fund með for-
svarsmönnum kvikmyndaeftirlits
Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar en í
þeim löndum er þessi mynd bönnuð
áhorfendum yngri en 11 ára. Starfs-
menn kvikmyndaeftirlits þessara
landanna töldu þó þörf á að senda út
fréttatilkynningu til að benda foreldr-
um á að samspil myndar og hljóðs
væri mjög áhrifaríkt og að viðkvæmir
áhorfendur yngri en 16 ára ættu ekki
erindi á myndina. Finnar bönnuðu
myndina upphaflega áhorfendum
yngri en 16 ára en breyttu þeirri
ákvörðun þegar nágrannalönd þeirra
sættust á 11 ára aldurstakmark.
Mér var tjáð að á hinum Norður-
löndunum væri skylda að taka fram í
auglýsingum ef kvikmyndaeftirlit
setti aldurstakmark á kvikmyndir,
einnig að dyravörðum væri skylt að
fara eftir settum reglum þar að lút-
andi.
Annað virðist upp á teningnum hér
á landi því starfsmaður í miðasölu
sagði mér þegar ég keypti miða á
myndina að fólk færi með börn alveg
niður í 4 ára á þessa mynd sem væri
allt í lagi, því að það væri svo sem
ekkert skelfilegt að sjá á þessari
mynd.
Þrátt fyrir það álit starfsmanns
kvikmyndahússins tel ég að foreldrar
barna sem ekki hafa náð 16 ára aldri
eigi fullan rétta á að sjá í kvikmynda-
auglýsingum, úrskurð kvikmyndaeft-
irlits ef það setur aldurstakmark á
kvikmyndir. Þannig geta foreldrar
nýtt sér úrskurðinn börnum sínum til
verndar.
KRISTBJÖRG HJALTADÓTTIR,
framkvæmdastjóri Heimilis og
skóla, landssamtaka foreldra.
Er þitt barn yngra
en 12 ára?
Frá Kristbjörgu Hjaltadóttur:
stretch-
gallabuxur
Kringlunni, sími 588 1680
v/Nesveg, Seltjarnarnesi,
sími 561 1680.
iðunn
tískuverslun
3 skálmalengdir
w
w
w
.t
e
xt
il.
is