Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 C 27HeimiliFasteignir
Runólfur Gunnlaugsson, viðskiptafræðingur,
lögg. fasteigna- og skipasali
Ásmundur Skeggjason. lögg. fasteigna- og skipasali.
4-6 HERB.
Suðurhvammur, Hf. -PENTHOU-
SE -Útsýni!
Stórglæsileg 160 fm 6-7 herb. PENTHOUSE íbúð á
3. og 4. hæð (tveimur efstu hæðunum) ásamt 29
fm bílskúr í fjölbýlishúsi. Meiriháttar, útsýni til
vesturs yfir Fjörðinn, glæsilegt samfellt parket
á gólfum, svalir út frá stofu frá báðum hæðum, sér-
smíðaðar 1. flokks innréttingar með halogenlýs-
ingu, stór og góður bílskúr. V. 16,0 millj. (2176)
HÆÐIR
Hringbraut, Hf. - Glæsilegt út-
sýni!
Björt og falleg rishæð í reisulegu þríbýlishúsi á
góðum stað við Hringbrautina í Hafnarfirði.
GLÆSILEGT ÚTSÝNI YFIR FJÖRÐINN OG VÍÐAR.
Þrjú svefnherb., svalir til suðurs. Hafðu samband
við sölumenn Höfða. (2372)
Sérhæð í Öldutúni, Hf.
Vorum að fá á skrá 4ra herb. sérhæð með sérinn-
gangi í Öldutúni í Hf. Snarstutt í skólann! Hafðu
samband! (2375)
Grænakinn, Hf. - Sérhæð m. sér-
inngangi!
Vel staðsett efri sérhæð með sérinngangi í tvíbýlis-
húsi íkinnunum. Góðir möguleikar á breytingum
innandyra. Sjón er sögu ríkari. V. 10,5 millj. (2361)
SÉRBÝLI
Hringbraut, Hf. - Kósí einbýli í
hjarta Hafnarfjarðar!
Vorum að fá á skrá þetta fallega klassíska ein-
býlishús ásamt bílskúr í hjarta Hafnarfjarðar.
Íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. parket og flísar
á gólfum, nýlegt eldhús og baðherbergi. Þrjú
svefnherb., þrjúbaðherb. og þrjár stofur. Stórt
nýtanlegt rými í risi. Húsið stendur á óvenju
stórri lóð, gróinn garður allt í kringum húsið
ásamt verönd. V. 19,2 millj. Hafðu samband og
fáðu að skoða. (2298)
TIL LEIGU
,,Penthouse“ íbúð í Bæjar-
hrauni Hf. - toppstaður
Til leigu íbúð í risi á góðum stað í Bæjarhrauni
Hf. Hátt tillofts og vítt til veggja. Stórar svalir til
vesturs. Talaðu við Guðjón áskrifstofu Höfða.
2JA HERB.
Öldugata, Hf. - Óvenju góð!
Vorum að fá á skrá 2ja herb. ósamþ. íbúð á jarð-
hæð með sérinngangi á frábærum stað. Fallegt
hús á stórri lóð. Mikið endurnýjað m.a. gler og
póstar. V. 5,8 millj. (2296)
Reykjavíkurvegur, Hf.-Lítil og
snotur!
Snotur 2ja herb.íbúð á jarðhæð með sérinn-
gangi, bakatil í þekktu fjöleignarhúsi á ágætis
stað í Hafnarfirði. Góður suðausturgarður fyrir
framan inngang. Gluggar íbúðar snúa einungis
út í garðinn. Rúmgóð stofa, t.f. þvottavél á baði.
V. 6,2 millj. (2315)
3JA HERB.
Háholt, Hf. - Glæsieign!!
Sérlega falleg og rúmgóð 3ja herbergja íbúð á
fallegumútsýnisstað í Hafnarfirði. Fjölbýlið er ný-
lega tekið í gegn, stutt í skóla og leikskóla. Eign
sem vert er að skoða.(2371-2)
Álfaskeið, Hf. - Mikið endurnýj-
uð!
Glæsileg 87 fm 3ja herbergja íbúð í góðu við-
haldi. Allt endurnýjað á baði. Vel með farin eign
sem vert er að skoða. V. 10,3 millj. (2336)
Kríuás 15, Hf. - Tvær 3ja herb.
eftir!
Eigum eftir tvær 3ja herb. íbúðir á 2. hæð í litlu
lyftufjölbýlishúsi á þessum vaxandi stað. Húsið
er klætt að utan meðfallegri álklæðningu. Teikn.
á skrifstofu. Hafðu samband sem fyrst!
Fjarðargata, Hf.-Glæsiíbúð!
Glæsileg 3-4ra herb. íbúð í þessu vinsæla húsi í
miðbæ Hf. Héðan er stutt í allt! Lyfta í húsi.
Topp innréttingar. Þessi er 1. flokks! V. 15,4
millj. (2208)
Hverfisgata, Hf.-2ja íbúða hús!
Vorum að fá í sölu gullfallegt og mikið endurnýjað tæplega 300 fm tveggja íbúða ein-
býli. Á jarðhæð er tæpl. 100 fm 3-4ra herbergja íbúð með sérinngangi. Á 1. og 2. hæð
er tæplega 200 fm íbúð. Búið er að endurnýja innréttingar og gólfefni. Sjón er sögu
ríkari. Verð 22,9 millj. (2334)
Lyfta, stór bílskúr og ÚTSÝNI! - Kríuás Hf
Eigum eftir nokkrar 3ja og 4ra herb. íbúðir á 2. og 3. hæð í þessu fallega húsi. Húsið
hefur upp á að bjóða það helsta sem fólk leitar eftir í hverfinu þ.e. lyftu, stóran bílskúr
og frábært útsýni. Auk þess eru íbúðirnar vel hannaðar með topp innréttingum og á
góðu verði. Tilbúnar til afhendingar í feb. nk. Afhendast fullbúnar án gólfefna. Verð-
dæmi: 3ja herb. m. bílskúr ásett verð kr. 13,1 millj. 4ra herb.m. bílskúr ásett verð kr.
14,8 millj.
Guðjón Guðmundsson,
viðskiptafræðingur,
sölustjóri.
Guðmundur Karlsson,
sölumaður.
Þórey Thorlacius,
skjalavarsla.
Hafnarfjörður
Hraunhvammur, Hf. - SKIPTI Á
2-3JA Í HF.!
Kósí og töluvert endurnýjað einbýlishús á tveim-
ur hæðum í götu sem lokuð er í annan endann á
góðum stað í Hafnarfirði. „Rómantískar”gólffja-
lir og flísar á gólfum, stórt eldhús, opin stofa,
fjögursvefnherb., sérinng. á jarðhæð, stór gróinn
lóð allt í kringum húsið, bílskúrsréttur. Frábært
tækifæri fyrir þá sem eru að stækka við
sig í Firðinum! V. 15,0 millj. (2359)
Víðiberg, Hf. - Glæsieinbýli á
einni hæð!
Glæsilegt einbýli á einni hæð ásamt 35 fm bíl-
skúr á góðum stað í Hafnarfirði. Glæsilegar sér-
smíðaðar innréttingar, nýlegt samfellt parket á
gólfum, hitalögn undir steinflísum í íbúð, 1.
flokks tæki og ,,alvöru“. (þ.e. stór) svefnherb.
Timbur verönd til suðurs og fallegur gróinn garð-
ur allt í kringum húsið. (2313)
NÝBYGGINGAR
Áslandið, Hf.-Mikið úrval!
Við erum með á skrá fjöldan allan af
íbúðum til sölu í þessu nýjasta hverfi Hf.
Mikið úrval af 2-5 herb.íbúðum í fjölbýli,
raðhúsum og parhúsum. Renndu við hjá
okkur og fáðu teikningar og allar nánari
upplýsingar.
Svöluás, Hf.
Erum með til sölu fjögur parhús á frábærum stað
í Svöluásnum íÁslandinu í Hf. Glæsilegt útsýni til
norðurs og vestur. Afhendast fokheld eða tilbúin
til innréttingar í vor. Þetta er örugglega einn-
flottasti staðurinn í hverfinu! Teikningar og allar
nánari upplýsingará skrifstofu.
Kórsalir, Hf. - 85% lán!
3ja, 4ra herb.íbúðir í 7 hæða lyftufjölbýli. Glæsi-
legarinnréttingar. Tilbúnar án gólfefna. Teikning-
ar á skrifstofu.
LÓÐIR
Ein flottasta einbýlishúsalóðin
í Áslandinu Hf.
Byggingarlóð með sökkli og plötu til sölu. Gert
ráð f. 266 fm einbýlishúsi á tveimur hæðum, þ.a.
40 fm tvöfaldur innbyggður skúr. Lóðin er í tölu-
verðum bratta í suðurhlíð hverfisins og er útsýni
því frábært. Teikn.á skrifstofu. (2386)
ATVINNUHÚSNÆÐI
Iðnaðar-og/eða lagerhúsn.til
sölu:
Hvaleyrarbraut Hf.-105-600 fm- v. 65 þús. m2-
LAUST
Gjótuhraun Hf.-100-600 fm-LAUST
Kaplahraun Hf.-100 fm-ÍBÚÐ FYLGIR- v.8,0 millj.
Hvaleyrarbraut Hf.-430 fm-ER Í LEIGU
Verslunarhúsn. til sölu:
Lækjargata Hf.-150 fm-jarðhæð-LAUST
Skrifstofuhúsn. til sölu:
Bæjarhraun Hf.-2.h.-130 fm- v.10,8 millj.-LAUST
Flatarhraun Hf.-2.h.-61 fm- v. 4,5 millj.-LAUST
K í k t u á h e i m a s í ð u n a o k k a r w w w . h o f d i . i s
Bæjarhraun 22
Fax 565 8013 Sími 565 8000
Opið kl. 9-17 virka daga www.hofdi.is
Fyrir fólk í Firðinum
eigninni lýst rækilega byggingarefni
hennar og byggingartíma, stærð í
flatarmáli og rúmmáli, svo og skipan
herbergja og annarra rýma og sér-
staklega tekið fram, ef breytt hefur
verið frá því sem fram kemur á sam-
þykktum teikningum.
Lýsa á hvort og þá hvaða hlutar
eignarinnar hafi verið endurnýjaðir
og hvenær það var gert. Ástandi
eignarinnar ber að lýsa með hliðsjón
af aldri hennar o.fl., auk þess sem
sérstaklega á að taka fram hvort á
eign séu raka- eða lekaskemmdir eða
aðrir gallar sem eru umfram það
sem telja má til eðlilegs slits á henni.
Það er ljóst að til þess að ástand-
sskýrsla nái tilgangi sínum verður að
gera til hennar miklar kröfur. Kaup-
andi verður að geta verið alveg viss
um að skýrslan lýsi eigninni réttilega
og í henni komi fram hvert ástand
eignarinnar er og hvort á henni séu
einhverjir gallar. Ef ekki eru gerðar
svo ríkar kröfur til ástandsskýrslna
skapast óvissa um hver á að bera
ábyrgðina ef út af ber og hætt er við
að réttarstöðu kaupandans sé stefnt
í tvísýnu.
Miklar kröfur gerðar
til skoðunarmanna
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
til þess að geta samið ástands-
skýrslur þurfi menn opinbert leyfi
og til að fá slíkt leyfi er gert ráð fyrir
þremur meginskilyrðum, þ.e. í fyrsta
lagi að viðkomandi sé byggingar-
fróður fyrir og í öðru lagi að hann
hafi lokið námskeiði sem dómsmála-
ráðherra getur ákveðið að verði
haldið.
Í þriðja lagi þarf viðkomandi að
hafa tekið ábyrgðartryggingu hjá
vátryggingarfélagi, sem tryggir þá
kaupendur sem verða kunna fyrir
tjóni vegna mistaka, sem hann kann
að gera í starfi sínu. Gert er ráð fyrir
að ábyrgð skoðunarmannsins verði
hlutlæg, þ.e. ekki þarf að vera um
saknæma vanrækslu að ræða af hans
hálfu.
Seljandinn þarf að kosta ástands-
skýrsluna og leggja hana fram og
hún má ekki vera eldri en sex mán-
aða þegar kauptilboð er gert.
– Ávinningur seljanda felst í því að
í þessum tilvikum er hann endanlega
laus, því að kaupandi getur ekki bor-
ið fyrir sig galla á eigninni gagnvart
honum, segir Viðar Már. – Það er
nokkuð víst að margir seljendur eru
tilbúnir að greiða fyrir gerð ástand-
sskýrslu og leggja hana fram gegn
því að vera alveg öruggir um að þeir
séu endanlega lausir, þ.e. viðskipt-
unum sé lokið af þeirra hálfu.
Þetta á ekki bara við um einstak-
linga. Bankar og sparisjóðir selja
mikið af eignum, sem þeir þurfa að
yfirtaka. Sala þeirra á slíkum eign-
um yrði talin neytendakaup í skiln-
ingi frumvarpsins, þannig að þeir
gætu ekki samið sig undan ákvæðum
þess, en það hafa þeir iðulega gert á
undanförnum árum, þ.e. gert fyrir-
vara um ábyrgð sína. Þeir gætu að-
eins losnað undan ábyrgð samkvæmt
reglum frumvarpsins með því að
leggja fram slíkar ástandsskýrslur.
Færri deilumál
En á hverjum hvílir þá ábyrgðin?
– Þótt seljandi losni undan ábyrgð
felst ekki í því, að henni sé velt yfir á
kaupanda, segir Viðar Már. – Kaup-
andinn hefur fengið skýrslu um
ástand eignarinnar og á að vita ná-
kvæmlega hvað hann er að kaupa. Af
þessum ástæðum verða deilumál
óhjákvæmilega færri því kaupandi á
ekki að þurfa að velkjast í neinum
vafa um eignina.
Ef svo vill þó til að eignin sé göll-
uð, án þess að slíks hafi verið getið í
ástandsskýrslu, er ljóst að skoðunar-
maðurinn hefur ekki sinnt skyldum
sínum og kaupandinn getur gert
kröfur á hendur honum eða vátrygg-
ingafélagi hans.
Hver er þá ávinningurinn?
– Ávinningurinn er þríþættur,
segir Viðar Már. – Í fyrsta lagi meira
öryggi í fasteignakaupum. Í öðru
lagi færri ágreiningsmál. Í þriðja
lagi er deilan milli kaupanda og
skoðunarmanns eða öllu heldur vá-
tryggingafélags hans og því má ætla
að sá, sem krafan beinist gegn, taki
faglegri afstöðu til kröfunnar, en
byggi viðhorf sitt ekki á tilfinninga-
rökum, eins og svo oft vill verða í
deilumálum vegna fasteignakaupa.
Það er sorglegt að sjá hvað samn-
ingsaðiljar eru tilbúnir að fara langt
með ágreining sinn og kosta miklu til
vegna smávægilegra ágalla, eins og
hæstaréttardómurinn, sem getið er
að framan, er glöggt dæmi um.
Gert er ráð fyrir að einn maður
annist gerð ástandsskýrslu. – En það
er ekkert sem bannar að þeir séu
fleiri, en slíkt yrði væntanlegra dýr-
ara og því ekki fýsilegt fyrir seljand-
ann, segir Viðar Már. – Hafa verður í
huga að aðeins þeir, sem eru bygg-
ingarfróðir fyrir, geta fengið leyfi til
að gera slíkar skýrslur. Ef þeir við
skoðun telja ástæðu til að rannsaka
einstaka þætti nánar, t.d. rafmagn
og gera úttekt á því, en geta það ekki
sjálfir, þá fá þeir einfaldlega raf-
magnsmann til að gera það en það
verður samt að vera á ábyrgð skoð-
unarmannsins.
Þörf fyrir staðlaðar skýrslur
Viðar Már segir erfitt að svo
komnu að gera sér grein fyrir kostn-
aði af gerð ástandsskýrslna. – Það
fer m.a. eftir því hvernig til tekst
með samningu reglugerðar og eyðu-
blaða, segir hann.
– Nauðsynlegt er að reyna að
staðla efni slíkra skýrslna í eins
miklum mæli og kostur er, bæði til
að tryggja að tekið sé á öllum atrið-
um sem þörf er á og líka til að staðla
vinnubrögð og gera vinnuna þannig
markvissari og ódýrari.
Það verður þó að horfast í augu við
það strax að ástandsskýrslur hljóta
að kosta nokkuð enda eru gerðar til
þeirrar og skoðunarmanna ríkar
kröfur og þær hafa mikil réttaráhrif.
Einn kostnaðarliður sem líka er óljós
eru iðgjöld þeirra ábyrgðartrygg-
inga sem taka þarf.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að
verði það afgreitt á þessu þingi þá
geti það tekið gildi næsta sumar en
reglurnar um ástandsskýrslur þó
ekki fyrr en um mitt ár 2003.
– Ástæðan er sú að það tekur tíma
að undirbúa framkvæmd þeirra
reglna, m.a. með samningu reglu-
gerðar og eyðublaða, undirbúningi
námskeiðs o.fl., segir Viðar Már. –
Það er mjög mikilvægt að vanda til
verka því hér eru miklir hagsmunir í
húfi og viðfangsefnið ekki einfalt, og
það verður ekki unnið svo vel sé
nema með þátttöku sérfróðra manna
úr byggingageiranum.
– Ekki má heldur gleyma því að
reglurnar um ástandsskýrslur eru
valkvæðar, þ.e. þær eiga ekki við
nema í þeim tilvikum, sem seljandi
leggur fram ástandsskýrslu, segir
Viðar Már Matthíasson lagaprófess-
or að lokum. – Gera verður ráð fyrir
að notkun þeirra fari rólega af stað,
en vonandi verða þau tilvik æ fleiri
með tímanum sem ástandsskýrslur
verða notaðar.