Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 46

Morgunblaðið - 29.01.2002, Page 46
46 C ÞRIÐJUDAGUR 29. JANÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir VIÐ þurfum ekki að kvartaundan hörðum og köldumvetri hér fyrir sunnan.Annars er mjög rík sú ár- átta hjá okkur að vera sífellt að kvarta undan veðri. Meira að segja þegar við fáum langa góðviðriskafla byrja sumir að tala um að nú hljótum við að fá vont sumar eftir svona mild- an vetur! Það liggur í eðli okkar margra að leika sér að því að spá í skýin og tunglið og svo erum við auðvitað mis- jafnlega svartsýn, einkum í dimmu skammdegisins. Það gerði nokkurn kulda með snjókomu hér sunnanlands undir lok ársins 2001 og munu sum hús hafa kólnað nokkuð í frostinu og rokinu sem þá gekk yfir. Í misjafnri veðráttu fylgjast marg- ir húseigendur af athygli með nokkr- um þáttum hússins sem þeir búa í. Þá er litið eftir hvort húsnæðið kólnar mikið þegar frost er úti eða hvort næðingur kemur inn, sem veldur kulda inni. Aðrir fylgjast vel með því hvort einhvers staðar sést rakablett- ur á vegg, lofti eða gólfi. Fimmtíu til sjötíu ára hús Við getum verið þakklát fyrir að mikil þróun hefur orðið í húsabygg- ingum. Það mundi ekki vera vinsælt ef einhver væri að byggja einbýlis- hús yfir sig og fjölskyldu sína með sama hætti og tíðkaðist þegar her- námsliðið settist hér að. Nú eru liðin nærri sextíu og tvö ár frá því að breska herliðið kom til Íslands hinn tíunda maí 1940. Á næstu árum eftir það hófst bygging margra íbúðar- húsa. Fyrst eftir hernámið hikuðu margir, þetta voru óvissutímar og menn þorðu ekki að taka lán til bygg- inga ef svo færi að kreppa kæmi aft- ur og vextir mundu stíga upp úr öllu valdi. Íbúðaskortur fór hratt vaxandi og margir fengu umtalsverð laun fyrir vinnu hjá hernum og loks fór mikil skriða af stað. Þá byggðust hvert íbúðahverfið eftir annað; Norð- urmýrin, Miklabraut, Hlíðarnar og Lauganessvæðið allt, Kleppsholt, Vogasvæðið, Sogamýri og Smáíbúða- hverfið. Síðan komu Bústaða- og Háaleit- ishverfi. Þannig var haldið áfram að byggja ný og ný hverfi. Þessa bygg- ingasögu má rekja hærra og lengra frá Kvosinni, upp í Árbæjarhverfi og Selásinn og Breiðholtið. Þróun og framfarir Á þessum árum urðu margvíslegar breytingar til góðs við húsagerð. Má í því sambandi nefna efni sem notuð hafa verið til þess að einangra út- veggina. Það hafa gengið yfir tímar mismunandi einangrunarefna. Fyrrum var algengt að klæða inn- an á steyptu útveggina með mótaviði. Var þá sett rakavörn með tjörupappa og listar sem borðaklæðningin var negld á. Á milli borða og pappa var 25–30 mm loftrúm sem jók einangr- unargildi klæðningarinnar. Sumir keyptu einangrunarplötur úr korki sem settar voru á milli laga. Innan á plöturnar eða borðaklæðn- inguna var múrhúðun sem síðan var máluð að innan. Síðar var frauðplast, nefnt einangrunarplast, límt upp á útveggina og múrhúðað innan á plastplöturnar. Hin síðari ár hefur aukist notkun á glerull og svo steinull í mottum. Hefur notkun steinullar utan á steinveggina orðið næstum alls ráð- andi hin síðari ár. Á það einkum við þegar menn hafa viljað bæta hús sín með því að verjast bæði kulda og raka, þá hefur verið klætt utan á útveggina með steinull og svo regnkápu þar utanyfir. Ýmsar aðrar breytingar til batn- aðar má nefna í nýjum húsum er taka því í eldri húsunum fram. Má í því sambandi nefna hurðir, skápa, hita- lagnir, eldhús og hreinlætistæki, stærð baðherbergja, glugga og gler og svo má lengi telja. Steinsteyptar einingar Það er meðal meiriháttar fram þróunar í húsbyggingum að nota steyptar einingar í veggi og loft- plötur sem fluttar eru tilbúnar á byggingarstað. Þá er algengast að nota þá aðferð við einangrun veggjanna að klæða með steinull utan á veggina og síðan að setja veðurþolna kápu þar yfir. Þetta er sama aðferð sem margir hafa gripið til í gömlum húsum sem þykja illa einangruð og halda því illa hita ef kalt er í veðri. Það er kunnugt að kostnaður við að bæta einangrun getur borgað sig hratt með sparnaði í upphitun. Rakavörn Raunar þarf ekki háan aldur húss til þess að raka verði vart innan á veggjum eða í loftum. Þegar veggir leiða inn raka getur það valdið skemmdum bæði á málningu, vegg- fóðri og gólfefnum. Þess háttar bilun er einkar hvim- leið og veldur fólki oft miklum áhyggjum. Oft er mikil fyrirhöfn að komast fyrir raka. Stundum stafar hann frá duldum sprungum, steypu- galla, gölluðum frágangi á skorsteini eða ryðbrunnu þakjárni. Til eru dæmi þess að eigendur húsa þar sem veggir eru ekki vatns- heldir hafi notað tækifærið og látið einangra veggina að utan með steinull og klætt síðan þar yfir með vatnsheldri kápu. Að lokinni þeirri aðgerð hafa þeir fengið bæði hlýrra hús og losnað um leið við áleitinn raka. Þakrennur Um langt árabil þótti best og fín- ast að steypa þakrennur í þakbrún- irnar. Þessi frágangur hefur víða gef- ist illa. Veðráttan hjá okkur er hörð og ótrúlega dugleg við að brjóta nið- ur verk okkar sem úti eru. Nú er víða búið að steypa að nýju þessar gömlu þakbrúnir. Á sumum húsum hafa þær verið endurgerðar úr blikki. Þar sem þessar stein- steyptu þakbrúnir hafa haldið nokk- uð lengi, má e.t.v. þakka það umhirðu húseiganda. Nokkrir hafa lagt á sig mikla vinnu við að tjarga eða bika þessar steyptu rennur svo að vatn gangi síður inn í steypuna. Það fer þó nokkuð eftir upphaflegum gæðum steypunnar hve vel hún hefur staðist ágang vatns. Betri einangrun útveggja Smiðjan eftir Bjarna Ólafsson, bjarnol@isl.is Ljósmynd/Bjarni Ólafsson Unnið að því að klæða með einangrun. Klætt með einangrun og steniplötum. ÞÓ ÓMÖGULEGT sé að spáum atburði nýhafinnaraldar – enginn gat í upp-hafi nýliðins árs látið sér detta í hug neitt í líkingu við 11. september 2001 – þá má örugglega slá því föstu að 21. öldin verði öld borganna. Þetta á við á heimsmælikvarða og einnig á okkar örsmáu íslensku mannfjöldamælistiku, allur vöxtur mannfjölda heimsins verður í borg- um, á Íslandi bendir allt til að mannfjölgunin verði áfram bundin við eina borgarsvæði landsins á suðvesturhorninu. Borgin sem segull Um nýliðin árþúsundamót bjuggu 47% af 6.100 milljónum jarðarbúa í borgum. Árið 1950 var þetta hlutfall aðeins 29,7%. Mann- fjöldastofnun Sameinuðu þjóðanna gerir í nýjustu mannfjöldaspám sínum ráð fyrir að árið 2007 búi sléttur helmingur jarðarbúa í borg- um og að strax árið 2030 muni þetta hlutfall verða komið upp í 60,3%. Haldi sama þróun óhindrað áfram verða ¾ hlutar mannkyns borgarbúar við lok aldarinnar. Fram til 2030 er búist við að mann- kyninu fjölgi um 2 milljarða frá því sem nú er, úr 6.100 í 8.100 milljónir. Borgarbúum mun samkvæmt mannfjöldaspánni fjölga úr 2.900 í 4.900 milljónir. Með öðrum orðum, öll mannfjölgun næstu 30 ára mun eiga sér stað í borgum heimsins, mannfjöldi dreifbýlli svæða mun samkvæmt spánni standa í stað. Það skiptir einnig verulegu máli að 2000 milljóna fjölgun borgarbúa heimsins er nær eingöngu bundin við borgir í þróunarlöndunum. Borgarbúum í ríku löndunum mun aðeins fjölga um 100 milljónir til 2030, öll önnur fjölgun verður í borgum þróunarríkjanna. Tókyó er í dag eina borgin þar sem búa fleiri en 20 milljónir, 2030 er reiknað með að slíkar borgir verði orðnar 5 talsins, þ.e. auk Tók- ýó Bombay í Indlandi, Lagos í Níg- eríu, Dhaka í Bangla Desh og Sao Paulo í Brasilíu, allt borgir í þriðja heims löndum. (Þessar tölur miðast allar við allt stórborgarsvæðið, en ekki einungis við stjórnsýslumörk hverrar borgar). Ekkert borgarsvæði í Evrópu- landi mun árið 2030 ná 10 milljón íbúum; reyndar mun íbúum margra Evrópulanda fækka talsvert á næstu 30 árum vegna lágrar fæð- ingartíðni, íbúum Norðurálfunnar mun samkvæmt spá Sameinuðu þjóðanna fækka um 38 milljónir (5,2%) milli áranna 2000 og 2030. Borgir og hnattvæðing Hnattvæðingin, stundum nefnd alþjóðavæðing, setur nú æ sterkari svip á framvindu efnahagsþróunar heimsins. Miðpunkta og aflstöðvar hnattvæðingarinnar er að finna í nokkrum helstu borgum heimsins, innan borgarfræða tala menn um hnattborgir, á enskri tungu global cities. Fyrir 10 árum síðan notaði fé- lagsfræðingurinn Saskia Sassen þetta hugtak um þrjár borgir, New York – sem kalla má forystuborg alls heimsins – svo og London og Tókyó. Í dag tala fræðimenn um hraðfara hnattvæðingarferli, sem nær til fleiri og fleiri borga; Singapore, Hong Kong, Frankfurt, Barcelona, Sydney, Kuala Lumpur o.s.frv. Hnattvæddar borgir eru ekki endilega – eiginlega alls ekki – þær borgir sem stækka mest þegar litið er til mannfjölda. Þar sem mann- fjölgun næstu 30 ára verður eink- um, eins og lýst var hér að framan, í borgum þriðja heimsins, þá blasir augljóslega við sú sorglega stað- reynd að það verða einkum sí- stækkandi belti ört vaxandi fá- tækrahverfa þessara borga sem taka munu á móti tveggja milljarða fjölgun mannkynsins á næstu 30 ár- um. Hinar ofurnútímalegu hnatt- borgir einkennast á hinn bóginn ekki af aðstreymi fólks, heldur fyrst og fremst aukinni sam- þjöppun fjármagns og sérfræði- þekkingar. Sumar hnattborganna er að finna í þriðja heiminum og einkennast þær í senn af háþróuðum, hnatt- væddum kjarna og af stóru jað- arsvæði vaxandi fátæktar. Mót- sagnir hnattvæðingarinnar birtast þannig innan eins og sama borg- arsvæðisins. Sömu mótsagna gætir einnig, þó í miklu minna mæli sé, í borgum Vesturlanda, einkum eftir að sól velferðarþjóðfélagsins fór að ganga til viðar samfara tangarsókn ný- frjálshyggjunnar. Í bandarískum borgum eru andstæður af þessu tagi enn sem komið er mun greini- legri en í borgum Evrópu. Borgríkið færist nær Það er þannig ljóst, að aukinn styrkur þéttbýlis og stórborg- arsvæða er á allan hátt alþjóðleg þróun og því ekki að undra að hennar gæti einnig sterklega hér á landi. Þannig hefur Reykjavík- ursvæðið undanfarin 5 ár – sam- kvæmt upplýsingum frá norrænu byggðarannsóknastofnuninni Nordregio –vaxið örast allra borg- arsvæða á Norðurlöndum. Öll mannfjölgun hér á landi var á þessu tímabili bundin við höf- uðborgarsvæðið og grannsvæði þess á Suðvesturlandi. Nýbirtar mannfjöldatölur Hagstofu Íslands frá 1. desember 2001 sýna óslitið áframhald þróunar í þessa átt; fjölgunin 2001 var 3000 á höf- uðborgarsvæðinu, annars staðar á landinu fjölgaði einungis um 400 manns og var sú fjölgun að mestu bundin við svæðin næst höfuðborg- arsvæðinu. Á sama hátt og mannfjöldi dreif- býlissvæða heimsins alls virðist standa í stað, er mannfjöldi ann- arra landsvæða en suðvesturhorns Íslands í dag nánast sá sami og hann var fyrir 30 árum; 72.700 þann 1. desember 2001, 72.500 árið 1970. Á suðvestursvæðinu jókst mannfjöldinn hins vegar á sama tímabili úr 132.000 í 214.000. Hið íslenska borgríki á suðvest- urhorninu, þar sem 80-90% lands- manna munu líklega fljótlega búa, færðist því enn nær okkur á liðnu ári. Margir skelfast slíka þróun, en kalt raunsæi segir okkur að hún er að öllum líkindum nokkuð sem ekki verður undan komist, hvernig svo sem menn brjótast um á hæl og hnakka undir merkjum vonlítillar byggðastefnu. Það virðast vera örlög okkar Ís- lendinga, eins og annarra jarð- arbúa, að við munum á nýbyrjaðri öld æ meira snúa baki við hinum dreifðu byggðum og í staðinn í stöðugt vaxandi mæli freista gæf- unnar í hinni þéttbýlu borg- arbyggð. Öld borganna Öldin sem leið eftir Jón Rúnar Sveinsson, jonrunar@hi.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.