Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 10

Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðn- aðarráðherra, segir að raforkuþörf og tímasetningar ráði mestu um hvaða virkjunarkostir koma til greina vegna fyrirhugaðrar álverk- smiðju í Reyðarfirði. Horfa verði til verulegra takmarkana á getu byggðarlínu til þess að flytja raf- orku frá Suðvesturlandi til Austur- lands og ekki séu uppi áform um að reisa flutningslínu frá virkjunar- svæðinu við Þjórsá norður Sprengi- sand og austur á land. Þetta kom fram í máli iðnaðar- ráðherra á Alþingi á fimmtudag er hún mælti fyrir frumvarpi til laga um Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar til fyrstu umræðu. Ráðherra vísaði til umsagnar Orku- stofnunar, þar sem fjallað er um helstu leiðir við öflun orku fyrir ál- ver á Austurlandi. Þar komi fram það mat, að miðað við það samn- ingsumhverfi sem Noral-verkefn- inu hafi verið skapað, komi ekki önnur virkjunarleið til greina en Kárahnjúkavirkjun og að hún verði meginuppistaðan í raforkuöflun verksmiðjunnar. „Orkustofnun telur að vandað hafi verið til útfærslu Kárahnjúka- virkjunar og í þeim efnum hafi víða verið gengið svo langt til móts við umhverfissjónarmið sem ætlast megi til án þess að stofna hag- kvæmni verkefnisins í hættu. Mæl- ir stofnunin með því að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka Kárahnjúkavirkjun,“ sagði ráðherra ennfremur. Kvartað yfir skorti á nauðsynlegum upplýsingum Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður Vinstri grænna, kvartaði yfir því í umræðunni hversu skorti alla sundurgreiningu á þjóðhags- legum útreikningum með frum- varpinu. Spurði hann hvort vænta mætti viðbótarskýrslu, t.d. um áhrif verkefnisins á skuldastöðu þjóðarbúsins. Iðnaðarráðherra vísaði til þess að vissulega kæmu ekki allar upp- lýsingar sem Ögmundur óskaði eft- ir fram í greinargerð með frum- varpinu. En það færi nú fyrir þingnefnd og í umfjöllun hennar mundi verða unnt að bæta úr því, m.a. sé alþekkt að umsagnaraðilar séu kallaðir fyrir nefndir þegar frumvörp væru til umfjöllunar. Skortur á upplýsingum um efna- hagsleg áhrif, arðsemi og kostnað var einmitt rauði þráðurinn í gagn- rýni Ögmundar á frumvarpið, auk þess sem hann sagði umhverfis- áhrif virkjunarinnar svo stórfelld, að enginn þyrfti að rífast um þau. „Ég er að auglýsa eftir þessum grunnforsendum til þess að ég geti meðal annars mótað afstöðu mína,“ sagði Ögmundur. „Okkur er sagt að við fáum ekki um þetta upplýs- ingar. Í minnisblaði sem kom frá Landsvirkjun á sínum tíma og hef- ur ítrekað komið frá þeirri stofnun er sagt að helstu forsendur samn- inga séu viðskiptaleyndarmál og við höfum ekki aðgang að slíkum viðskiptaleyndarmálum. En á sama tíma er ætlast til þess að Alþingi Íslendinga taki afstöðu í þessu mikla máli án þess að við fáum að vita um grundvallarforsendur málsins.“ Gagnrýndi hann harðlega að þingmenn meirihlutans kæmu hver á fætur öðrum og læsu upp úr álitsgerðum aðskiljanlegustu fyrir- tækja sem ekki hefðu skoðað þess- ar forsendur. „Ég spyr: Hvað veg- ur hér þyngra, pólitísk afstaða manna eða fagleg skoðun á þessu máli?“ spurði Ögmundur Jónasson. Telur þjóðgarð geta skapað lágmarkssátt Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagðist telja það grundvallaratriði að vega sam- an efnahagslegan ávinning verkefn- isins og þær skemmdir sem verða á náttúrunni af völdum þess. Hvatti hann til þess að menn nýttu þetta tækifæri til þess að græða sár á þjóðarlíkamanum og freista þess að ná „lágmarkssátt“ með því að stofna Þjóðgarð á svæðinu norðan Vatnajökuls ásamt því að virkja. Benti Össur m.a. á að slíkur þjóðgerður myndi útiloka t.d. virkj- un vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. „Það er einfaldlega þannig að ég fæ hnút í magann þegar ég les þá virkjanagleði sem birtist í papp- írum frá Orkustofnun og fylgja þessu frumvarpi. Ég taldi að ýmsir kostir sem þar eru taldir upp væru löngu aflagðir,“ sagði hann og bætti því við að hann og raunar fleiri þingmenn, t.d. Halldór Blön- dal forseti Alþingis, hefðu lýst því yfir að aldrei kæmi til greina með beinum eða óbeinum hætti að virkja Dettifoss. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- ráðherra, sagðist af þessu tilefni aldrei hafa útilokað neitt í sam- bandi við þjóðgarð. „Ég er bara dá- lítið upptekin af þessari virkjun og svo framarlega sem hún getur orð- ið að veruleika ætla ég ekki að úti- loka að það verði hægt að koma fyrir þjóðgörðum. Svæðið er all- drjúgt, og stórt svæði verður ósnortið þrátt fyrir að farið verði út í þessa virkjun. Við verðum áfram með stærsta ósnortna víð- ernið í Vestur-Evrópu þrátt fyrir virkjunina. Það vil ég ítreka hér, og ekki að ástæðulausu,“ sagði hún. Össur Skarphéðinsson vísaði hins vegar til þess að ráðherra væri harður og skeleggur málflytj- andi fyrir Kárahnjúkavirkjun. „Það er mikil andstaða við hana í sam- félaginu og hún hefur ýft upp sár. Ég er að leggja fram ákveðna hug- mynd sem ég held að iðnaðarráð- herra ætti að skoða vegna þess að hún gæti orðið til þess að lægja öldurnar, græða sárin. Þegar upp verður staðið gæti ráðherrann, þegar hún horfir til baka og skoðar feril sinn, verið stolt af því í hjarta sínu að hafa ekki bara átt þátt í því að reisa þessa miklu virkjun sem er henni svo kær heldur líka að búa til stærsta þjóðgarð í Evrópu,“ sagði hann. Almenningur greiðir niður orkuverðið Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, sá sérstaka ástæðu til þess að ljúka lofsorði á framgöngu Sivjar Friðleifsdóttur umhverfisráðherra fyrir að hafa sett „nokkur verðmæt skilyrði“ fyrir staðfestingu sinni á umhverf- ismati Kárahnjúkavirkjunar. „Ég átti von á því að hún yrði svínbeygð í pólítískum tilgangi í þessu máli eins og aðrir. En mér sýndist hún reisa makkann,“ sagði hann, en spáði því raunar um leið að svo gæti farið að á seinni stigum gæti komið til þess að lagðar yrðu fram breytingartillögur á þingi til þess að draga úr þessum skilyrðum vegna þess kostnaðar sem þau hefðu í för með sér. Sverrir, sem er fyrrverandi iðn- aðarráðherra, gagnrýndi Lands- virkjun harkalega fyrir að gefa ekki frekar en fyrri daginn upp orkuverð til stóriðju. Vísaði hann til biturrar reynslu Íslendinga af Norsk Hydro þegar kæmi að við- skiptum og sagði að frá upphafi hefði íslenskur almenningur tekið þátt í því að greiða niður raforku- verð til stóriðju. „Gangi þessi áform eftir mun sá hildarleikur halda áfram,“ sagði Sverrir og kallaði eftir því að fram kæmu betri upplýsingar um arð- semi verkefnisins og efnahagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið. Eigum að nýta auðlindir okkar Enginn þurfti hins vegar að velkjast í vafa um stuðning Guð- jóns Guðmundssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og varafor- manns iðnaðarnefndar, við Kára- hnjúkavirkjun og uppbyggingu stóriðju á Austurlandi. „Frumvarp til laga um virkjun Jökulsár á Brú og Jökulsár í Fljótsdal og stækkun Kröfluvirkjunar lýtur að nýtingu náttúruauðlinda til að byggja upp öflugt atvinnulíf á Austurlandi og snúa byggðaþróun í þeim lands- hluta til betri vegar en þar hefur fólki fækkað stanslaust á undan- förnum árum,“ sagði hann. „Ýmsir virðast þeirrar skoðunar að yfir höfuð eigi ekki að ráðast í virkjanaframkvæmdir í þessum landshluta og gildir þá einu hvort talað er um Fljótsdalsvirkjun eða Kárahnjúkavirkjun. Ég er ósam- mála þessu og tel að við eigum að nýta auðlindir okkar, hvort heldur er til lands eða sjávar, innan skyn- samlegra marka. Það er ein meg- inforsendan fyrir því að efla at- vinnulífið á Austurlandi og auka fjölbreytni þess,“ bætti hann við. Guðjón vísaði í máli sínu til um- sagna fjölmargra aðila sem allar bentu til mikilla áhrifa Noral-verk- efnisins á austfirskt atvinnulíf og búsetuþróun. Hér væri því um að ræða gríðarlega mikilvægt byggða- mál. „Fram hefur komið í könnunum að einhæfni atvinnulífsins er meg- inástæða þess að fólk flytur af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Bygging Kárahnjúka- virkjunar og álvers í Reyðarfirði mun hafa gríðarlega mikil og já- kvæð samfélagsleg áhrif og skapa allt að eitt þúsund ný störf á Aust- urlandi við virkjunina, álverið og margháttaða þjónustu sem fylgja mun þessari starfsemi,“ sagði hann. Umræða um frumvarp iðnaðarráðherra um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi Kallað eftir upplýs- ingum um arðsemi ÞAU tíðkast nú, hin breiðu spjót, á vettvangi stjórnmálabaráttunnar. Langt er síðan jafnstormasamt hef- ur verið í samstarfi stjórnarflokk- anna og ekki líður dagur án upp- hlaupa og upphrópana af hálfu stjórnarandstöðu. Fyrir þingfrétta- mann er slíkur tími vissulega spennandi, en jafnljóst er þó að al- vara fylgir slíkri spennu; hags- munir eru miklir og stundum djarf- lega teflt. Vafalaust siglir skútan þó eftir sem áður sinn sjó, þótt ein- staka skipverjar kunni að blotna – fái jafnvel á sig brot. Ég gat þess hér á þessum stað fyrir viku hvernig spennan hefur magnast í íslenskri pólitík upp á síðkastið, hversu þráðurinn er orð- inn stuttur millum pólitískra and- stæðinga. Þetta dylst væntanlega engum, en hitt sætir meiri tíð- indum að spennan einskorðast ekki við samskipti andstæðinga, heldur að einnig takast á samherjar bak við tjöldin. Eflaust segja margir að slíkt sé aðeins eðlilegur fylgifiskur þess að prófkjör standi nú sem hæst og senn líði að kosningum, en það breytir ekki því að að langt er síðan væringar af þessu tagi hafa verið jafnsýnilegar og að und- anförnu. Fleira mætti nefna, t.d. hinar ólíku áherslur foringja stjórn- arflokkanna í Evrópumálum. Vita- skuld má segja að þeir séu sam- mála um grundvallaratriði í þeim efnum, t.d. að innganga í ESB sé ekki á stefnuskrá núverandi rík- isstjórnar. En sitt er þó hvað að segja aðeins þörf á smávægilegum prófarkalestri og að helstu agnúar snúi að smámálum á borð við að- búnað fyrirtækja og rottueitur og að segja endurskoðun samningsins brýnasta hagsmunamál þjóð- arinnar. Þarf ekki allar heimsins samsæriskenningar til þess að greina þarna áherslumun? Búast má við áframhaldandi umræðu um Evrópumálin nú strax eftir helgi, því Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, hefur óskað eftir utan- dagskrárumræðu um stöðu samn- ingsins um EES. Þar mun Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra verða til andsvara en formaður VG hefur einnig óskað eftir því að Dav- íð Oddsson forsætisráðherra verði við umræðuna. Og gæti orðið fróð- legt að fylgjast með. Það er til marks um breytt ástand að stórmál á borð við frum- varp iðnaðarráðherra um leyfi fyrir Kárahnjúkavirkjun og stækkun Kröfluvirkjunar fór tiltölulega létt í gegnum fyrstu umræðu í þinginu sl. fimmtudag. Fyrir einu, tveimur árum hefði slíkt verið óhugsandi, en nú var Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sem á friðarstól þar sem hún hlýddi á umræðurnar. Formaður Samfylkingarinnar var jákvæður og hann sagði obbann af sínu fólki vera það líka. Svo langt gekk þessi jákvæðni Samfylking- arinnar að þegar Jóhann Ársæls- son þingmaður hafði lokið lofræðu um arðsemi og hagkvæmni fyr- irhugaðra framkvæmda kom ráð- herra sigri hrósandi upp í pontu og þakkaði sínum sæla fyrir þá þraut- seigju sem framsóknarmenn hefðu nú sýnt í virkjunarmálum. Nú vildu allir Lilju kveðið hafa; sífellt fleiri vildu stökkva á vagninn og áður en yfir lyki yrði komin algjör sam- staða um málið. „Og þá verð ég hreykin,“ bætti hún svo við glöð í sinni. Enda má segja að helstu skatt- yrðin um umræðunni um Kára- hnjúkavirkjun hafi flogið innbyrðis í stjórnarandstöðunni. Árni Steinar Jóhannsson, þingmaður VG, velti því þannig fyrir sér afstöðu þing- manna Samfylkingar, hvort hætta væri á klofningi. Össur Skarphéð- insson brást heldur illur við; svar- aði því til að hann skuldaði Vinstri grænum ekki nein svör og hóf gagnsókn með því að spyrja hvers vegna formaður VG, Steingrímur J. Sigfússon, væri ekki viðstaddur umræðu um þetta mikla baráttu- mál flokksins. Víst er að mild afstaða Samfylk- ingar kom ýmsum í opna skjöldu, en ekki síður kom á óvart að í um- ræðunni virtist sem þingmenn Vinstri grænna legðu megináherslu á arðsemi og efnahag í máli sínu fremur en umhverfisþáttinn. Varð þessi áherslubreyting til þess að Guðmundur Árni Stefánsson sté í pontu og spurði hvort „rauði þráð- urinn í vinstri hreyfingunni væri ekki lengur grænn“ og lék sér þannig býsna hnyttilega að nafni flokksins. Hlaut hann að launum hlátur þingmanna, en illt augnaráð Vinstri grænna. Já, hún er skrítin tík, þessi póli- tík.      Hún er skrítin tík, þessi pólitík EFTIR BJÖRN INGA HRAFNSSON ÞINGFRÉTTAMANN bingi@mbl.is SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins og fyrrverandi iðnaðarráðherra, getur eins og aðrir félagar hans á hinu háa Alþingi verið þungt hugsi. Þessi mynd var tekin af honum þegar umræðurnar um Kára- hnjúkavirkjun stóðu sem hæst í fyrradag. Morgunblaðið/Ásdís Þingmaður í þungum þönkum á Alþingi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.