Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 14
SUÐURNES
14 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Stefán Jóhann Stefánsson
er góður kostur í 3. sæti
Samfylkingarinnar í Reykjavík
Niðurstaða Fréttablaðsins í frétt
15. febrúar sl. er m.a. þessi:
„Stefán Jóhann nýtur mikils trausts
meðal þeirra sem þekkja til hans og
hafa starfað með honum.“
Stefán Jóhann hefur starfað í húsnæðisnefnd,
félagsmálaráði, verið formaður Samfylkingar-
innar í Reykjavík og starfað að íþróttamálum
á undanförnum árum.
Hann leitar eftir stuðningi í þriðja sætið í próf-
kjöri Samfylkingarinnar.
Kosning fer fram laugardag og sunnudag
frá kl. 10-17 á Hótel Vík, Ingólfstorgi.
SKILANEFND sem skipuð var
vegna úrsagnar Vatnsleysustrand-
arhrepps úr Hafnasamlagi Suður-
nesja náði ekki samkomulagi um
skiptingu eigna og skulda samlags-
ins og hefur nú verið ákveðið að
leita eftir tilnefningu stjórnar Lög-
mannafélags Íslands á oddamanni í
nefndina.
Reykjanesbær, Gerðahreppur og
Vatnsleysustrandarhreppur mynda
Hafnasamlag Suðurnesja (HASS).
Hreppsnefnd Vatnsleysustrandar-
hrepps sagði sig úr samlaginu í lok
ársins 2000 og átti úrsögnin að taka
gildi í lok síðasta árs. Undanfarna
mánuði hefur starfað skilanefnd
með tveimur fulltrúum frá hverjum
sameiganda en hún hefur það hlut-
verk að ákveða hvaða eignir og
skuldir Vatnsleysustrandarhreppur
á að taka með sér út úr Hafna-
samlaginu. Sjónarmið fulltrúanna
hafa ekki farið saman, meðal annars
vegna mismunandi túlkunar á
tveimur ákvæðum stofnsamnings
Hafnasamlagsins sem taldar eru
misvísandi. Sjónarmið fulltrúa
minni eigendanna, Vatnsleysu-
strandarhrepps og Gerðahrepps,
hafa verið öndverð sjónarmiðum
fulltrúa Reykjanesbæjar í skila-
nefndinni.
Samkvæmt stofnsamningi á skila-
nefndin að leggja til grundvallar
eigna- og skuldastöðu hafnasjóð-
anna í loks árs 1996, þegar þeir
sameinuðust, og taka tillit til fram-
kvæmda á hverjum stað frá þeim
tíma svo og skuldbindingum vegna
þeirra. Höfnin í Garði var nánast
skuldlaus þegar hún rann inn í
HASS og lítið hefur verið fram-
kvæmt þar. Samkvæmt því ætti
Gerðahreppur að fá eignirnar í
Garði og taka á sig um 16 milljónir
af skuldum Hafnasamlagsins, ef
hann kýs að segja sig úr því.
Meira hefur verið framkvæmt í
Vogum og þarf Vatnsleysustrandar-
hreppur að taka á sig um 46 millj-
ónir, samkvæmt þessu ákvæði
stofnsamningsins.
En málið er ekki svona einfalt.
Hafnasamlagið hefur verið rekið
með miklu tapi frá upphafi, rúmlega
100 milljónum á ári, og nærri því
tvöfaldað skuldir sínar frá stofnun.
Skuldir eru nú um 1.100 milljónir
en voru um 600 milljónir við stofnun
samlagsins. Í stofnsamningi er
kveðið á um að ef eigendur þurfi að
leggja hafnasamlaginu til aukið eig-
ið fé vegna taprekstrar skuli það
gert í hlutfalli við íbúatölu þeirra.
Það hafa eigendurnir ekki gert og
þess í stað kosið að láta fyrirtækið
safna skuldum.
Eigendurnir hafa leitað eftir álit-
um lögmanna og endurskoðenda,
frá þremur eða fjórum aðilum, og
eru þau misvísandi enda ákvæði
stofnsamningsins loðin. Sérstaklega
er túlkun síðarnefnda ákvæðsins á
reiki. Sem dæmi um mismunandi
mat ráðgjafanna má nefna að sam-
kvæmt einu álitinu ber Gerðahreppi
að taka yfir 16 milljónir af skuldum
samlagsins, í öðru 56 milljónir og
rúmar 100 milljónir samkvæmt því
þriðja. Með sama hætti telur Vatns-
leysustrandarhreppur sig þurfa að
taka yfir rúmar 46 milljónir og vísar
þar í lögfræðiálit, samkvæmt öðru
áliti er hann talinn bera ábyrgð á
rúmum 68 milljónum og 91 milljón
samkvæmt þriðja áliti ráðgjafa.
Þrautreynt
um samkomulag
Nú er orðið ljóst að samkomulag
næst ekki með fulltrúum sveitarfé-
laganna í skilanefndinni. Í samræmi
við ákvæði stofnsamnings hafa þeir
því ákveðið að leita til stjórnar Lög-
mannafélags Íslands um skipun
hlutlauss oddamanns í nefndina.
Þrautreynt að ekki næst samkomulag í skilanefnd HASS
Ákveðið að leita eftir
skipun oddamanns
Reykjanesbær/Garður/Vogar
ELDRI borgurum í Sandgerði er
boðið í afmælisveislu veitingahússins
Vitans næstkomandi sunnudag kl. 15.
Vitinn á tuttugu ára afmæli um
þessar mundir og minnast eigendur
hans tímamótanna meðal annars með
þessu boði. Kaffiveitingar verða og
ýmislegt til gamans gert, sungið,
dansað og sagðar sögur. Meðal þeirra
sem koma fram eru Ingvar Hólm-
geirsson harmonikkuleikari, Kristján
Þorkelsson trommuleikari, Torfi
Ólafsson gítarleikari og Einar Örn
Einarsson söngvari og sagnamaður.
Eldri borgarar
í afmælisveislu
Sandgerði
MEIRIHLUTI bæjarráðs Grinda-
víkur hefur samþykkt að leggja til
við bæjarstjórn að veittur verði 25%
afsláttur af lóðarleigu á íbúðarhús-
næði á landi Grindavíkurbæjar.
Bæjarráð Grindavíkur hefur á
tveimur fundum fjallað um erindi
Verslunarmannafélags Suðurnesja
og Verkalýðsfélags Grindavíkur um
verðlagsaðhald. Í bréfi þess síðar-
nefnda er gerð krafa um að Grinda-
víkurbær axli sína ábyrgð á því að
markmið um lækkun verðbólgu og
kaupmátt launa nái fram að ganga.
Í tillögu sem fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks og Framsóknarflokks lögðu
fram í bæjarráði er ma. minnt á að
gjaldskrár hafi ekki verið hækkaðar
og því ekki unnt að draga neinar
hækkanir til baka. Einnig er minnt á
að útsvarsprósenta hafi ekki verið
hækkuð, að álagningarprósenta fast-
eignaskatts hafi verið lækkuð um
meira en sem svarar þeim breyting-
um sem leiddu af kerfisbreytingu hjá
Fasteignamati ríkisins á síðastliðinu
sumri og að álagningarprósenta lóð-
arleigu hafi verið lækkuð um 22%.
Samtals þýði þessar lækkanir 8,2
milljóna króna tekjutap fyrir bæinn.
„Til þess að koma ennfrekar til
móts við íbúðareigendur í Grindavík
leggur bæjarráð til við bæjarstjórn
að veittur verði 25% afsláttur af
álagðri lóðarleigu á íbúðarhúsnæði á
lóðum í eigu Grindavíkurbæjar.
Bæjarstjóra verði falið að gera til-
lögu að framkvæmd málsins og
leggja fyrir bæjarráð. Með þessum
aðgerðum telja flutningsmenn að
færð hafi verið til baka til íbúanna sú
hækkun lóðarleigu er leiddi af kerf-
isbreytingu hjá Fasteignamati ríkis-
is sl. sumar,“ segir í tillögunni.
Fulltrúi Grindavíkurlistans sat hjá
en hann lagði til að lóðarleigugjöld á
íbúðarhús yrðu lækkuð sem nemur
hækkun á mati lóðar.
Fjórðungs-
afsláttur af
lóðarleigu
Grindavík
LIONS- og Lionessuklúbbarnir á
Suðurnesjum og Kvenfélag Kefla-
víkur hafa fært Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í Keflavík nýtt skurð-
arborð að gjöf. Hugmyndir eru
uppi innan stofnunarinnar að færa
skurðstofuna í nýju D-álmuna.
Skurðarborðið kemur í stað sex-
tán eða sautján ára skurðarborðs
sem þótti gott á sínum tíma. Það
gafst hins vegar upp tveimur dög-
um eftir að nýja skurðarborðið var
sett upp. Konráð Lúðvíksson yf-
irlæknir sagði við athöfn þegar
Lionsfólk og kvenfélagskonur af-
hentu gjöfina með formlegum hætti
að hún gjörbreytti allri vinnuað-
stöðu á skurðstofunni. Hann sagði
að borðið væri af nýjustu og full-
komnustu gerð skurðarborða sem
nú væru framleidd. Verðmæti gjaf-
arinnar er rúmar fjórar milljónir
kr.
Við athöfnina kom fram hjá Kon-
ráð og Jóhanni Einvarðssyni, fram-
kvæmdastjóra Heilbrigðisstofnunar
Suðurnesja, að skurðstofan væri í
ófullnægjandi húsnæði í gamla
sjúkrahúsinu. Þar vantaði betri að-
stöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga.
Jóhann segir að áætlað sé að það
kosti um 50 milljónir kr. að koma
endurbæta húsnæði skurðstofunn-
ar. Þyrfti þá að loka skurðstofunni í
nokkra mánuði á meðan slíkar
framkvæmdir stæðu yfir og því
mætti sjúkrahúsið ekki við og allra
síst fæðingardeildin.
Hins vegar hafi komið upp sú
hugmynd að innrétta tvær skurð-
stofur sem sjúkrahúsið ætti nú flest
tæki í og legudeild fyrir aðgerð-
arsjúklinga á þriðju hæð nýrrar D-
álmu sjúkrahússins. Sú hæð er
óinnréttuð en hefur verið hugsuð
fyrir langlegusjúklinga. Jóhann
segir að í staðinn yrði hægt að taka
samsvarandi rými í gamla sjúkra-
húsinu fyrir langlegusjúklinga.
Hann segir að kostnaður við þessa
aðgerð hafi ekki verið metin en
stjórnendur sjúkrahússins legðu
áherslu á að stefnan yrði mörkuð
um það hvor leiðin yrði farin þótt
þeir gerðu sér grein fyrir því að
einhver tími gæti liðið þar til kæmi
að því að fjármagn fengist til fram-
kvæmdarinnar.
Vilja flytja skurð-
stofu í D-álmu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Konráð Lúðvíksson yfirlæknir sýnir nýja skurðarborðið. F.v. Jóhann
Einvarðsson framkvæmdastjóri, María Sverrisdóttir svæfingarlæknir,
kvenfélagskonurnar Sigurbjörg Sigfúsdóttir, Helga Valdimarsdóttir og
Sólveig Jónsdóttir og til hægri er Kristján Pálsson, svæðisstjóri Lions.
Keflavík
LEIKSKÓLASTJÓRI og foreldra-
félag leikskólans Tjarnarsels við
Tjarnargötu í Keflavík hafa vakið at-
hygli bæjaryfirvalda á hættu af völd-
um hraðrar umferðar við leikskólann
og óskað eftir úrbótum.
Í bréfi leikskólastjóra Tjarnarsels
til bæjarráðs Reykjanesbæjar er
vakin athygli á því að aðgengi að
skólanum er ekki gott. Mikil umferð
og umferðarhraði sé við hann. Bíla-
stæði fá og oft myndist kraðak við
anddyri leikskólans. Telur leikskóla-
stjórinn að mikil slysahætta myndist
á háannatímum, þegar foreldrarnir
komi með börnin og sæki þau. Óskar
hún eftir umfjöllun og að viðunandi
lausn verði fundin.
Stjórn Foreldrafélags Tjarnarsels
óskar beinlínis eftir því að hámarks-
hraði á Tjarnargötu verði lækkaður,
frá Hringbraut og að minnsta kosti
að Vallargötu. Fram kemur í bréfi
stjórnarinnar til bæjarstjórnar að
mikil og hröð umferð bíla sé um göt-
una þar sem foreldrar séu að hleypa
börnun sínum inn og út úr bílum sín-
um. Lítið þurfi að gerast til að slys
verði. Þá óska foreldrarnir eftir að
bílastæðin framan við leikskólann
verði merkt á ská út frá gangstétt en
ekki samhliða henni, þannig leggi
flestir nú þegar enda komist fleiri
bílar þannig að.
Vekja at-
hygli á slysa-
hættu við
Tjarnarsel
Keflavík
LIONSMENN í Sandgerði hafa
unnið að því að endurgera Efra-
Sandgerði sem er elsta hús bæj-
arins og er því verki sem næst lok-
ið.
Hafsteinn Guðnason, formaður
Lionsklúbbs Keflavíkur, kom ný-
lega á fund í Sandgerði og afhenti
klúbbnum meðfylgjandi mynd sem
tekin er úr vitanum á árinu 1948.
Myndin er tekin eftir Tjarnargötu.
Fremst á myndinni sést í versl-
unarhúsið sem brann 1953 og á þök
fiskverkunarhúss og salthúss. Hús-
ið til vinstri á myndinni, ofan við
Kettlingatjörn, er Efra-Sandgerði,
elsta húsið í þorpinu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson
sagnfræðingur er að skrifa síðara
bindi sögu Sandgerðis en það
fjallar um árin 1907 til 2000 og er
áætlað að bókin komi út á þessu ári.
Reynir Sveinsson, forstöðumaður
Fræðasetursins, biður þá sem
kunna að eiga gamlar myndir frá
þessu tímabili, frá atburðum og
mannamótum, að hafa samband við
sig eða höfund bókarinnar.
Elsta hús
Sand-
gerðis
Sandgerði
♦ ♦ ♦