Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 24

Morgunblaðið - 16.02.2002, Side 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ YFIRLÝSINGAR ástralskra stjórnvalda um að flóttafólk hafi kastað börnum sínum í sjóinn til að neyða Ástrala með þeim hætti til að taka við þeim og foreldrum þeirra hafa verið afhjúpaðar sem ósannindi frá upphafi. Hart er nú sótt að ríkisstjórn hægriflokkanna eftir að embættis- menn í sjálfu forsætisráðuneytinu höfðu rannsakað fyrrnefndar full- yrðingar og komist að því, að þær hefðu verið með öllu tilhæfulausar. John Howard forsætisráðherra og tveir aðrir ráðherrar héldu þeim samt hátt á loft í kosningabaráttunni sl. haust og almennt er talið, að þær og mikil andstaða meðal kjósenda við flóttamannastraumnum hafi tryggt Howard og stjórninni sigur í þriðja sinn. Philip Ruddock innflytjendaráð- herra sagði nokkrum klukkustund- um eftir að áströlsk herskip höfðu stöðvað bát með flóttafólki 8. októ- ber sl., að fólkið hefði varpað börn- unum í sjóinn. Tveimur dögum síðar „sannaði“ Peter Reith, þáverandi varnarmálaráðherra, þetta með myndum af börnum í sjónum. Nú hefur verið upplýst, að myndirnar voru teknar eftir að báturinn sökk undir fólkinu. Howard neitar Howard neitaði á fimmtudag, að hann hefði viljandi sagt ósatt og sagði, að ráðgjafar hans og stjórn- arinnar hefðu aldrei varað hann við því, að sagan væri tilbúningur. Rannsóknarnefndin, æðstu embætt- ismenn í hans eigin ráðuneyti, segir þó í skýrslunni, að yfirmenn hersins hafi látið Ruddock vita innan nokk- urra daga, að ekkert væri í henni hæft. Annar angi þessa máls er sá, að stjórnin lét helstu njósnastofnunina í Ástralíu hlera með ólöglegum hætti fjarskipti við norska skipið Tampa, sem hafði bjargað flóttafólki á leið til Ástralíu úr sjónum. Voru þær upp- lýsingar síðan notaðar til að móta viðbrögð stjórnarinnar. Er þetta mál nú til rannsóknar í öldungadeildar- nefnd. Flóttafólk og kosningarnar í Ástralíu Howard vændur um ósannindi Sydney. AFP. BRÉFRITARINN býður þeim sem fær tölvupóstinn/faxið/sendibréfið að auðgast með auðveldum hætti, til dæmis með því að lána nafn sitt svo að hægt sé að stofna löglegt fyrir- tæki er ætli að hefja fjárfestingar. Þóknunin fyrir að vera leppur getur numið nokkrum milljónum dollara. Ef samband næst við „Moses Nwanga Mobutu“ í símanum sem hann gefur upp er vafalaust hægt að treysta einu: hann útskýrir fyrir við- mælandanum að til að koma ábata- sömum viðskiptum í kring verði við- takandinn að senda ákveðna fjárhæð, ef til vill nokkur hundruð eða nokkur þúsund dollara til að staðfesta samkomulagið. Engin hætta sé á ferðum en því miður séu stjórnvöld í Afríkulöndum iðin við að leggja stein í götu frumkvöðla og ekki sé hægt að komast hjá því að smyrja embættismenn með mútum. Í stöku tilfellum láta Moses eða fjölmargir, tölvuvæddir starfsbræð- ur hans í aldagamalli iðju svikarans nægja að fá númerið á bankareikn- ingi viðtakandans í von um að geta notað upplýsingarnar til að mjólka reikninginn með fölsunum eða greiðslukortaprettum. Heimildar- menn segja að nokkur atriði séu eins og rauður þráður. Beðið er um:  Nafn á viðskiptabanka og banka- stjóra viðtakanda tölvupóstsins, símanúmer, númer á bankareikn- ingi og faxnúmer.  Síma- og faxnúmer heima – til að auka traustið og auðvelda per- sónuleg samskipti.  Eyðublað með bréfhaus fyrirtæk- is eða stofnunar viðtakandans, stimplað og með undirskrift hans. Nöfnin sem sett eru undir tölvu- póstinn eru auðvitað mörg tilbúin og oft skreytt titli eins og fursti, (á ensku prince). Oft er nefnd há fjár- hæð í mútur í fyrstu umferð og fár- ast yfir því hvað nígerískir embætt- ismenn séu harðsoðnir, um leið er minnt á að þetta sé samt smáræði í samanburði við væntanlegan gróða. Sendandinn býðst til að selja húsið sitt til að fjármagna sinn hluta ef samstarfsmaðurinn annist síðan af- ganginn. En eftir hávær mótmæli Vesturlandamannsins tekst oft til allrar hamingju að fá mútugreiðsl- una lækkaða um þriðjung eða helm- ing. Menn varpa öndinni léttar og eru fullvissaðir um að nú þurfi ekki fleiri mútur en stöðugt kemur samt í ljós að einhverjir örðugleikar eru enn fyrir hendi og ekki hægt að greiða úr þeim nema með peningum. Dottið í lukkupottinn En stundum er yfirskriftin önnur. Hún getur verið happdrætti, góð- gerðarstarfsemi, samskot, einnig er reynt að veiða fólk með því að bjóða áskrift að gjafaklúbbum, að sjálf- sögðu eingöngu fyrir örfáa útvalda sem hafa dottið í lukkupottinn. Stundum láta þrjótarnir sér nægja að fá eina greiðslu en hrista síðan af sér fórnarlambið með því að gufa upp eða bera við óvæntum áföllum. Aðrir stefna að hámarksgróða og netið er riðið af stakri þolinmæði, einkum ef þeir finna lykt af miklu fé. Þá er beitt sálfræðibrellum. Ein er að titla viðtakandann hærra en staða hans er í reynd, önnur að hafðar eru fáeinar, hæfilega grófar stafsetning- ar- og málfræðivillur í póstinum til að viðtakandinn fái á tilfinninguna að hann sé klárari en sendandinn og muni því hafa yfirhöndina ef eitthvað komi upp á. Oft er tekið fram að mælt hafi verið með viðtakandanum og sagt að hann væri heiðarlegur og með gott viðskiptavit. Alltaf hafa verið til menn sem reyna að notfæra sér fégræðgi náungans og blekkja hann. Flestir sem bíta á agnið og sitja eftir með sárt ennið skamm- ast sín of mikið til að segja frá því og kæra. Oft hafa þeir líka verið tældir til að fara á ystu nöf lag- anna og samviskan því ekki of góð. Samt kemur fyrir að reiðir viðskipta- vinir fara alla leið til Nígeríu og ætla að hafa uppi á braskaranum. Sumir þeirra eru barðir og hótað enn verri meðferð, öðrum rænt og þeir krafðir um lausnargjald. Nokkrir hafa verið myrtir, aðrir hafa fyrirfarið sér eftir að hafa lent í klóm hrappanna og tapað stórfé. Þegar væn- legur fiskur er kominn á öng- ulinn og vill kynna sér að- stæður í millj- ónaborginni Lagos er stundum haft mikið við. Þá er sett upp heilt leikrit, hann teymdur inn á stóra skrifstofu þar sem tekið er vel á móti honum, háttvísin er í fyrirrúmi. Dæmi eru um að plantað hefur verið fréttum af tilbúnum fyrirtækjum í dagblöð landsins eða búin til fölsuð ljósrit af slíkum tíðindum. Ef bragðið mis- heppnast getur viðskiptavinurinn endað ævina í skuggasundi, nóg er af fégráðugum launmorðingjum. Æ algengara mun vera að Níger- íumennirnir sendi tölvupóst sinn frá öðrum Afríkulöndum en einnig hafa þeir sumir komið sér upp útibúi í Bretlandi eða Hollandi. Spillingin í heimalandinu veldur því að þeir eiga auðvelt með að koma sér upp virðu- legu „andliti“ með trúverðugum fyr- irtækjaheitum og jafnvel skjölum með haus frá opinberum stofnunum. Aðstoðarseðlabankastjóri Nígeríu var í fyrra dæmdur fyrir hlutdeild í fjársvikum í Bandaríkjunum. Margir af svikahröppunum eru á kafi í fíkni- efnasölu og peningaþvætti. Aðferðirnar sem notaðar eru verða sífellt fullkomnari, bandarískir embættismenn telja að hagnaður Nígeríumannanna af starfseminni vestra sé að jafnaði yfir milljón doll- ara á dag, liðlega hundrað milljónir króna. Dálagleg búbót fyrir efnahag blásnauðra landa í Afríku. Að sögn fréttavefjar BBC er fyrirbærið þekkt í Nígeríu undir heitinu „419 fyrirframgreiðslusvindlið“ en talan er númerið á lögum um fjársvik. Trúgjarnir sérfræðingar Hver eru fórnarlömbin? Margir halda að þau séu yfirleitt aldrað og hrekklaust fólk en að sögn Les Henderson, sem heldur úti vefsíðu um svikarana og aðferðir þeirra, er það rangt. Margir eru lögfræðingar, bókarar, endurskoðendur eða aðrir sem stjórna fésýslu fyrir einstak- linga og hópa og fá jafnvel peningana „að láni“, ætla að endurgreiða þegar milljónirnar eru í höfn. Hvers vegna eru slíkir sérfræð- ingar ekki tortryggnir á gylliboð? Oft eru þeir svo fullir sjálfstrausts að þeir telja sig hafa í fullu tré við Afr- íkumennina. Raunin er stundum allt önnur og örvæntingin getur síðan rekið menn til að halda áfram að láta teyma sig á asnaeyrunum, haldið er í vonina þar til yfir lýkur. Skuldaklaf- inn er orðinn hár og óviðráðanlegur, sjálfsblekkingin verður eina hald- reipið. Nýjasta bragðið mun vera að hafa samband við fórnarlömb eftir nokk- urt hlé, segja að sendandi sé lögregl- an í Lagos eða aðrar stofnanir. Verið sé að reyna að hafa hendur í hári svindlaranna og beðið um upplýsing- ar. Þegar búið er að sannfæra mann- inn um að ætlunin sé að rétta hlut hans kemur skyndilega í ljós að greiða þarf fyrir rannsókninni með nokkrum dollurum – og einhverjir falla á ný fyrir blekkingunni. Endalaust teymd á asnaeyrunum Nígerískir svikahrappar nota tölvupóst og faxtæki til að féfletta fólk á Vesturlöndum Reuters Brunnin farartæki eftir óeirðir í Idi-Araba-hverfinu í Lagos fyrr í mánuðinum. Flestir Nígeríumenn eru blá- snauðir, stjórnkerfið er hrjáð af spillingu og lífsbaráttan hörð. Samúðin er lítil með fégráðugum Vesturlanda- mönnum sem hyggjast hagnast á spillingunni en verða fórnarlömb nígerískra svikahrappa á Netinu. ’ Flestir sem bíta áagnið og sitja eftir með sárt ennið skammast sín of mikið til að segja frá því og kæra. ‘ SLÖKKVILIÐSMÖNNUM tókst í gær að slökkva eld sem kviknaði í fangelsi í Bedfordshire í Englandi fyrir flóttafólk sem hefur verið neitað um hæli í Bretlandi. Óeirðir höfðu blossað upp í fangelsinu og lögreglan tel- ur miklar líkur á að kveikt hafi verið í því af ásettu ráði. Fimm fangar, sem sluppu í ringulreiðinni, voru handteknir. Mannréttindahreyfingin Liberty sagði að talið væri að óeirðirnar hefðu hafist vegna þess að veik kona í fangelsinu hefði verið handjárnuð þegar hún var flutt á sjúkrahús. Lögreglan sagði að ráðist hefði verið á lög- reglumenn og talið væri að fangar hefðu skipulagt óeirðirnar til að reyna að sleppa. Ekki var vitað í gær hversu margir sluppu. Þrír fangar, tveir lögreglumenn og einn af starfs- mönnum fangelsins voru fluttir á sjúkrahús vegna minniháttar meiðsla. 384 fangar, þeirra á meðal konur og börn, voru fluttir út úr fangelsinu vegna eldsins. AP Eldur í fangelsi fyrir flóttafólk

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.