Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 35
FLOKKARNIR þrír semstanda að framboðiReykjavíkurlistans fyrirborgarstjórnarkosning-
arnar í vor keppast nú hver um sig
við að velja frambjóðendur á listann.
Ólíkar aðferðir eru viðhafðar við val
frambjóðenda og flokkum og fram-
bjóðendum eru settar þröngar
skorður því skv. samkomulagi um
skiptingu sæta á R-listanum hefur
hver flokkur í raun aðeins tvö sæti
til ráðstöfunar, sem geta talist
örugg borgarfulltrúasæti.
Óvissa í prófkjöri
Samfylkingar
Mikil spenna og óvissa einkennir
prófkjör Samfylkingarinnar, sem
nú stendur sem hæst. Valið er með
bindandi kosningu í þrjú efstu sæt-
in, þ.e. í 3., 4. og 9. sæti á Reykjavík-
urlistanum, sem koma í hlut Sam-
fylkingarinnar. Átta frambjóðendur
etja kappi um sætin í prófkjörinu.
Prófkjörinu lýkur á sunnudaginn
en þar sem einnig er um póstkosn-
ingu að ræða meðal félagsmanna
verður væntanlega ekki byrjað að
telja atkvæði fyrr en síðdegis á
þriðjudag. Þá um kvöldið eða í síð-
asta lagi á miðvikudag munu úrslit
liggja fyrir.
Flokksbundnir félagar og þeir
sem lýsa stuðningi við Samfylk-
inguna eiga rétt til þátttöku í próf-
kjörinu. Sendir voru út um 3.300 at-
kvæðaseðlar til flokksfélaga skv.
félagaskrá vegna póstkosningarinn-
ar og rann frestur til að póstsenda
atkvæði út í gær. Yfir helgina verð-
ur svo opið á kjörstað til kl. 17 á
sunnudag þegar prófkjörinu lýkur.
Meðal þeirra sem takast á í próf-
kjörinu eru þrír borgarfulltrúar,
þau Helgi Hjörvar, Hrannar Björn
Arnarsson og Steinunn Valdís Ósk-
arsdóttir, en aðrir frambjóðendur
eru Sigrún Elsa Smáradóttir, Stef-
án Jóhann Stefánsson, Stefán Jón
Hafstein, Pétur Jónsson og Tryggvi
Þórhallsson.
Lítill aðdragandi var að prófkjör-
inu og er kosningabaráttan því stutt
og snörp. ,,Þetta er skyndiprófkjör
og þess vegna gefst lítill tími til að
heyja prófkjörsbaráttu. Þetta getur
orðið mjög tvísýnt. Það er mikil
óvissa um hvernig þetta fer,“ segir
þátttakandi í prófkjörinu. ,,Það er
hver og einn að vinna í sínum nán-
asta hring og reyna að gára út frá
sér,“ segir annar.
,,Við erum að vinna í dálítið
óþekktu umhverfi,“ segir heimildar-
maður. Hann bendir á að þetta er
fyrsta prófkjör Samfylkingarinnar
og flestir í óvissu um kjósendur í
prófkjörinu þegar borið er saman
við prófkjör og blokkamyndanir
fyrri tíðar innan gömlu flokkanna
sem stóðu að Samfylkingunni.
Eru flestir þeirrar skoðunar að
óvissa hafi sjaldan verið meiri um
úrslit prófkjörs.
Engum vafa er undirorpið að
ákvörðun Stefáns Jóns Hafstein um
að hann stefndi beint á fyrsta sætið
hefur beint athyglinni að baráttunni
um efstu sætin í prófkjörinu. Fram-
boðstilkynning hans og yfirlýsingar
komu mörgum í opna skjöldu og eru
viðmælendur innan Samfylkingar-
innar sammála um að hann hafi
hleypt lífi og talsverðri hörku í próf-
kjörið. Litið er á yfirlýsingu hans í
reynd sem hólmgönguáskorun á
Helga Hjörvar, oddvita Reykjavík-
urlistans, en Helgi vann kosninga-
sigur í sameiginlegu prófkjöri
Reykjavíkurlistans fyrir kosning-
arnar 1998. Stefán Jón hefur beint
spjótum að Helga og Hrannari Birni
Arnarssyni, og haldið því á lofti í
kosningabaráttunni að R-listinn
þurfi endurnýjunar við. Mestum
titringi hefur valdið upprifjun hans
á miklum útstrikunum af R-listan-
um í borgarstjórnarkosningunum
1998 en þá var mest strikað yfir
nafn Hrannars, sem skipaði 3. sæti
listans og einnig töluvert yfir nafn
Helga Hjörvars. Þeir höfðu sætt
harðri gagnrýni andstæðinga í
kosningabaráttunni vorið 1998 og
vék Hrannar sæti úr borgarstjórn á
meðan rannsókn fór fram á fjármál-
um hans.
Á kynningarfundi Samfylkingar-
innar á Hótel Borg í vikunni þar
sem frambjóðendur voru kynntir
varpaði fundarstjóri Mörður Árna-
son fram spurningu um traust til
frambjóðendanna í tilefni þessara
ummæla Stefáns Jóns. Stefán sagði
kosningar snúast um hverjum menn
treystu best til að halda um stjórn-
artauma og útstrikanir í seinustu
kosningum hefðu ekki borið vitni
um traust margra kjósenda R-
listans á því framboði. Hann vísaði
því á bug að með þessum ummælum
væri hann að sparka í liggjandi fólk
eða að borgarfulltrúar sem um ræð-
ir væru eitthvert pólitískt öryrkja-
bandalag eða þyrftu að kveinka sér
undan staðreyndum úr pólitískri
sögu flokksins. ,,Ef þær útstrikanir
sem áttu sér stað í síðustu kosning-
um hefðu snúist upp í mótatkvæði,
þá hefðum við tapað kosningunum.
Sem betur fer sigruðum við í þess-
um kosningum og eigum mikla og
góða möguleika aftur í vor,“ sagði
hann.
Hrannar Björn svaraði fyrir sig
og sagði það rétt að útstrikanirnar
1998 væru veruleiki sem menn
hefðu staðið frammi fyrir. ,,Eins og
menn muna kannski þá ákvað ég
strax að loknum kosningum að taka
tillit til þessara útstrikana og ákvað
að setjast ekki í borgarstjórn fyrr
en mínum málum væri að fullu lokið.
Ég gerði það og þegar rúmt ár var
liðið af kjörtímabilinu fékkst botn
eftir langa mæðu í mín mál. Þá tók
ég mitt sæti og frá þeim tíma hef ég
ekki gert annað en sinna þeim mál-
um sem mér hefur verið falið í borg-
arstjórn og ég vona að ég hafi gert
það þannig að menn hafi fengið af
mér aðra mynd en þá sem dregin er
upp í þessari kosningabaráttu,“
sagði Hrannar. Steinunn Valdís
Óskarsdóttir tók einnig til máls og
sagði óheppilegt hvernig þessi um-
ræða hefur þróast í aðdraganda
prófkjörins. Menn ættu heldur að
einbeita sér að því að berja á and-
stæðingunum. ,,Ég mæli með því að
við gerum það og ræðum pólitík
heldur en að vera að berjast inn-
byrðis hvert við annað,“ sagði hún á
fundinum.
Mjög skiptar skoðanir eru meðal
heimildarmanna innan Samfylking-
arinnar á því hvort og þá hvaða áhrif
þessi átök muni hafa á niðurstöðu
prófkjörsins og undantekningalaust
telja menn útilokað að spá um úrslit
prófkjörsins og um gengi einstakra
frambjóðenda.
Sex keppa um fjögur sæti
Framsóknarflokksins
Framsóknarmenn viðhafa skoð-
anakönnun meðal aðalmanna í kjör-
dæmissamböndum flokksins og eru
344 einstaklingar á kjörskrá.
Spenna fer vaxandi er nær dregur,
ekki síst um hver muni ná sæti Sig-
rúnar Magnúsdóttur borgarfull-
trúa, sem gefur ekki kost á sér. Sá
sem verður efstur í könnun fram-
sóknarmanna tekur 2. sætið á
Reykjavíkurlistanum en flokkurinn
verður einnig með fimmta, tíunda
og fjórtánda sæti á R-listanum.
Aðferðin við val frambjóðenda er
umdeild innan flokksins og gagn-
rýna sumir að fleiri flokksmönnum
er ekki gefinn kostur á þátttöku.
Eins og fram komið hefur einn
frambjóðendanna, Óskar Bergsson,
kært tilhögun valsins til laganefnd-
ar flokksins.
Könnun framsóknarmanna er
bindandi fyrir 4 efstu sætin og mun
valið fara fram 23. febrúar næst-
komandi. Sex manns gefa kost á sér,
þar af einn borgarfulltrúi, Alfreð
Þorsteinsson, og að auki Anna
Kristinsdóttir, Guðrún Jónsdóttir,
Marsibil Jóna Sæmundsdóttir, Ósk-
ar Bergsson, og Þorlákur Björns-
son.
Fyrsta, sjötta, ellefta og þrett-
ánda sæti á R-listanum koma í hlut
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs. Sjö manna uppstillingar-
nefnd fékk það verkefni að raða í
þessi sæti. Sendi nefndin fé-
lagsmönnum bréf og bað þá tilnefna
fólk sem ætti erindi á lista og rennur
frestur til að skila inn tilnefningum
út á mánudaginn. Hefst uppstilling-
arnefnd þá handa við uppröðun.
Henni verður vandi á höndum en
hún er þó óbundin af tilnefningun-
um. Heimildarmenn innan VG segja
tiltölulega rólegt yfir framboðsmál-
unum a.m.k. enn sem komið er.
Fjórir einstaklingar hafa þegar lýst
því yfir að þeir gefi kost á sér Árni
Þór Sigurðsson, Álfheiður Ingadótt-
ir, Björk Vilhelmsdóttir og Stein-
grímur Ólafsson. Gert er ráð fyrir
að félagsmenn muni senda uppstill-
ingarnefnd tugi tilnefninga. Stefnir
uppstillingarnefnd að því að vera
samstiga hinum R-listaflokkunum
og hafa framboðslistann tilbúinn 23.
febrúar en að sögn fulltrúa í nefnd-
inni er þó óvíst hvort það tekst.
Borgarstjóri heldur
að sér höndum
Viðmælendum innan Samfylking-
arinnar ber saman um að Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir borgarstjóri hafi
gætt þess að halda sig til hlés í próf-
kjörinu og ekki unnið neinum fram-
bjóðanda brautargengi. Af og til
kemur upp umræða um að Ingi-
björg Sólrún kunni að hverfa af
vettvangi borgarmálanna eftir
kosningar og snúa sér að landsmál-
unum. Heimildarmenn í Samfylk-
ingu segja engan vekja máls á því í
tengslum við prófkjörið að tekist sé
á um mögulegan eftirmann hennar
og borgarstjóraefni afráði hún að
snúa sér að landsmálunum. ,,Það er
ósagt og ekki til hagsbóta fyrir
neinn að taka það upp, allra síst með
tilliti til samstarfsflokkanna. Hve-
nær sem valið verður nýtt borgar-
stjóraefni þá er það samkomulags-
atriði flokkanna en verður ekki
útkljáð í prófkjöri Samfylkingarinn-
ar,“ segir einn.
Þegar spurt er hvort framsókn-
armenn og Vinstri grænir hafi viljað
fá skýra staðfestingu á því áður en
gengið var frá samkomulaginu um
Reykjavíkurlistann hvort Ingibjörg
Sólrún yrði út næsta kjörtímabil í
forystu fyrir Reykjavíkurlistann, er
því svarað til að menn hafi einfald-
lega gengið út frá því sem vísu að
svo yrði.
,,Þessari spurningu var varpað
fram en það eina sem er inni í mynd-
inni hjá henni er að verða í áttunda
sæti og vera borgarstjóri áfram,“
segir einn viðmælandi. ,,Hún er
hluti af þessu kosningabandalagi
flokkanna til fjögurra ára þannig að
við lítum á það sem gefið að hún
verði þarna til fjögurra ára. Það er
ekkert í spilunum sem bendir til að
hún sé að fara til annarra pólitískra
verka. Ef það gerðist væri önnur
staða komin upp í kosningasam-
starfinu,“ segir heimildarmaður úr
röðum Vinstri grænna.
Forystumenn Vinstri grænna
leyna ekki ánægju sinni með sinn
hlut í samkomulaginu um Reykja-
víkurlistann og viðmælendur innan
VG og Samfylkingar segjast engar
efasemdir hafa um heilindi fram-
sóknarmanna í R-listasamstarfinu.
Bæði hafi Alfreð Þorsteinsson verið
mjög áfram um þetta samstarf og
Halldór Ásgrímsson, formaður
flokksins, gefið afdráttarlausar yf-
irlýsingar um stuðning við R-
listann. ,,Þeir eru alveg gegnheilir.
Það er ekkert hik á þeim, raunar
miklu minna en fyrir fjórum árum,
enda er farið að slá svolítið saman
með Samfylkingunni og Framsókn-
arflokknum í landsmálunum t.d. í af-
stöðunni til Evrópumálanna. Allt
þjappar það þessu frekar saman,“
segir samfylkingarmaður.
Flokkarnir sem standa að Reykjavíkurlistanum vinna að frágangi framboðslista
Vaxandi spenna í bar-
áttu um framboðssætin
Prófkjör Samfylkingarinnar fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar stendur nú sem
hæst. Átta frambjóðendur keppa um þrjú
sæti á Reykjavíkurlistanum. Sex frambjóð-
endur Framsóknarflokksins afla sér stuðn-
ings fyrir skoðanakönnun á kjördæmis-
þingi um næstu helgi og búist er við mörg-
um tilnefningum vegna listauppstillingar
hjá Vinstrihreyfingunni. Ómar Friðriks-
son kynnti sér framboðsmálin hjá flokk-
unum sem mynda Reykjavíkurlistann.
Morgunblaðið/Þorkell
Fulltrúar flokkanna þriggja sem standa að Reykjavíkurlistanum og
borgarstjóri kynntu samkomulag um framboð listans 24. janúar sl.
Einkenni
m strax.
num sem
erið járn-
arnið var
Kristleifur
efði getað
skollið á
lotið um-
Clausen
, spurði
ínskortur
ðingum í
að ekkert
fði þjáðst
kom fram
ramhand-
nað, sem
eða jafn-
án Sigur-
gði áverk-
mala en
ími hefði
líklegt að
frá fæð-
ngsins né
ðust hafa
inn hefði
gnum.
u bæði að
u annast
purð um
farið inn í
urinn svaf
rðu sögðu
gt. Hlust-
efði verið
inn sem
engurinn
hefði það
verið inni
engurinn
dyra eða
gðust þau
kki getað
kið eftir
ögðu þau
st hugsa
m kom að
drengsins
foreldrar
ert hefði
1 barn í
ítján sem
dagsins.
tof mörg,
ggæslu í
rum ein-
æta fimm
ir að hafa
anúar, 24
bæði í febrúar og mars og 26 í apríl.
Á þessum tíma hefðu þau haft leyfi
fyrir ellefu börnum.
Þrýstingur um að
taka við fleiri börnum
Fyrir dómi í gær báru maðurinn
og konan að Emilía Ásta Júlíusdótt-
ir, daggæslufulltrúi í Kópavogi,
hefði vitað að þau höfðu of mörg
börn í gæslu þótt henni hefði ekki
verið kunnugt um að þau hefðu allan
þennan fjölda í gæslu. Hefðu þau
fundið fyrir þrýstingi frá foreldrum
og félagsmálayfirvöldum um að taka
við fleiri börnum en þau höfðu leyfi
fyrir. Þessu neitaði Emilía Ásta fyr-
ir dómi í gær og sagðist enga hug-
mynd hafa haft um að þarna væru
fleiri börn en leyfi var fyrir.
Sveinn Andri Sveinsson, hrl. og
verjandi konunnar, lagði þá fram af-
rit af lista yfir börn hjá dagmæðr-
um, en slíkt eyðublað verður að fylla
út vilji dagmæður fá niðurgreiðslu
frá Kópavogsbæ. Á listanum fyrir
september árið 2000 kemur fram að
sex börn voru skráð í heilsdagsvist á
nafn konunnar en hún hafði einung-
is leyfi fyrir fimm börnum. Á sama
tíma voru sjö börn skráð í heilsdags-
vist á nafn mannsins, sem hafði
skriflegt leyfi fyrir fimm börnum og
munnlegt leyfi fyrir því sjötta. Fólk-
ið hafði því þrettán börn í gæslu og
spurði Sveinn Andri hvort bænum
hlyti ekki að hafa verið það ljóst.
Emilía svaraði því til að þetta hlyti
að hafa farið framhjá henni og öðr-
um starfsmönnum hjá félagsmála-
sviði en hún yrði að athuga þessi mál
betur. Upplýst var fyrir dómi að
þegar konan fór í barnsburðarleyfi í
desember árið 1999 fékk maðurinn
tímabundið leyfi til að gæta sex
barna í stað fimm áður. Þá fékk
hann einnig óformlegt og tímabund-
ið leyfi til að gæta þriggja barna til
viðbótar sem kona hans hafði áður
gætt. Samtals var hann því með níu
börn í gæslu. Sveinn Andri spurði
þá hvar væri að finna heimild til að
fjölga börnunum. Sagði Emilía Ásta
að það hefði verið byggt á „mann-
úðarreglum“. Tryggt hefði verið að
konan yrði áfram á heimilinu en auk
þess hefði málið komið upp með
litlum fyrirvara. Aðspurð hvort
þrýst hefði verið þau til að taka við
fleiri börnum en þau höfðu leyfi til
sagði hún að allar dagmæður hefðu
fundið fyrir þrýstingi um að taka að
sér fleiri börn enda mikil eftirspurn
eftir gæslurými.
Í framburði mannsins og konunn-
ar kom fram að þau hefðu talið sig fá
þau skilaboð frá félagsmálayfirvöld-
um að það væri í lagi að hafa fleiri
börn en leyfi voru fyrir. Ennfremur
hefði það nokkrum sinnum komið
fyrir að börn hefðu átt að hætta hjá
þeim eftir að hafa fengið pláss á leik-
skóla. Þau hefðu því samþykkt að
taka við fleiri börnum í stað þeirra
sem áttu að fara. Síðan hefði leik-
skólaplássið brugðist og því hefðu
þau verið með aukinn fjölda barna
um einhvern tíma. Þau sögðust enga
tilraun hafa gert til að leyna fjölda
barna á heimilinu þegar Emilía kom
í eftirlitsferðir og að hún hlyti að
hafa séð að aukabörn voru á staðn-
um. Emilía sagðist hins vegar aldrei
hafa orðið vör við neitt óeðlilegt á
heimili þeirra.
Maðurinn bar að yfirleitt hefðu
verið um 15–16 börn hjá þeim í
gæslu á dag. Fæstir foreldranna
hefðu þó vitað að ekki voru öll skráð
hjá félagsmálayfirvöldum, en það er
skilyrði fyrir niðurgreiðslum og
slysatryggingu. Sagði maðurinn að
ástæðan fyrir þessu hefði m.a. verið
sú að það „kæmi betur út“ að gefa
ekki upp öll börnin. Fram kom að
foreldrar drengsins sem lést vissu
ekki að hann væri „aukabarn“ í dag-
gæslu. Fyrir dómi játaði konan að
hafa stundum líkt eftir undirskrift
foreldranna á lista yfir börn hjá dag-
mæðrum. Það hefði verið gert til
hagræðingar því stundum gengi illa
að safna undirskriftum þeirra á
listana. Fólkið á væntanlega yfir
höfði sér ákæru um brot á skatta-
lögum. Aðalmeðferðinni verður
fram haldið á mánudag en þá kemur
réttarmeinafræðingurinn sem
krufði drenginn fyrir réttinn auk
tveggja lækna og yfirmanns rann-
sóknardeildar lögreglunnar í Kópa-
vogi.
nn fyrir dóm á Íslandi
yf-
it-
n
g
aðið/RAX