Morgunblaðið - 16.02.2002, Síða 40
UMRÆÐAN
40 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hrakfallasögu einka-
væðingar Landssímans
má hiklaust kalla
stjórnmálaklúður ald-
arinnar. Það finnst
sjálfsagt einhverjum
segja lítið í ljósi þess að
öldin er nýhafin en mál-
ið er allt þannig vaxið
að nafngiftin gæti átt
lengi við. Í umræðum
vill brenna við að sá
möguleiki gleymist að
einkavæða fyrirtækið
alls ekki. Mest er rætt
um klúður í fram-
kvæmdinni, ranga
tímasetningu, ráðning-
arsamning forstjóra, mislukkaðar
fjárfestingar, þóknun til einkavæð-
inganefndar o.s.frv.
Rétt er að minna á að Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð tók frá byrjun
einarða afstöðu gegn því að einka-
væða Landssímann. Við vildum, og
viljum enn, beita styrk fyrirtækisins
til að bæta fjarskiptakerfið og
tryggja að allir landsmenn, hvar sem
þeir búa, geti notið góðrar og ódýrrar
þjónustu af bestu gæðum á jafnrétt-
isgrundvelli. Besta leiðin til að
tryggja það er að reka Landssímann
áfram sem opinbert þjónustufyrir-
tæki sem hafi ofangreindum skyldum
að gegna. Þetta er enn
þá tvímælalaust besti
kosturinn að okkar
mati.
Pólitísk ábyrgð
stjórnarflokkanna
Því miður höfðu
einkavæðingaröflin í
eða á bakvið ríkis-
stjórnina sitt fram.
Framsóknarflokkurinn
lak niður og hvarf frá
andstöðu við að einka-
væða Landssímann
með grunnnetinu
snemma á síðasta ári.
Hin hráa nýfrjáls-
hyggjustefna (að einka-
væða einkavæðingarinnar vegna)
varð ofan á og á því ber ríkisstjórnin
öll og stjórnarflokkarnir báðir fulla
ábyrgð. Stjórnskipulega bera svo
samgönguráðherra vegna Landssím-
ans og forsætisráðherra vegna einka-
væðingarnefndar aðallega ábyrgðina.
Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs hefur óskað eftir því
að Ríkisendurskoðum fari í rækilega
úttekt á störfum einkavæðingar-
nefndar með sérstakri hliðsjón af
einkavæðingu Landssímans. Mikil-
vægt er að þeirri vinnu verði nú hrað-
að, þó um leið sé líklegt að verkið
verði viðameira en áður mátti ætla
vegna alls þess sem komið hefur upp
á yfirborðið síðustu daga og vikur.
Nú skiptir mestu máli að gera
tvennt. Það er að upplýsa málið til
fulls og skýra hvar pólitísk og stjórn-
skipuleg ábyrgð liggur í hverju til-
viki. Hið síðara er að lágmarka skað-
ann með því að hætta við öll
einkavæðingaráform og bjóða þeim
sem keyptu bréf í haust er leið að inn-
leysa þau sér að skaðlausu. Skapa
verður fyrirtækinu starfsfrið til
nokkurra ára og fela því að snúa sér
aftur af fullum krafti að því sem það á
að einbeita sér að, sem er að byggja
upp og reka fjarskiptakerfi í bestu
röð fyrir alla landsmenn.
Stjórnmála-
klúður
aldarinnar
Steingrímur J.
Sigfússon
Höfundur er formaður Vinstrihreyf-
ingarinnar – græns framboðs.
Landssíminn
Hin hráa nýfrjáls-
hyggjustefna (að einka-
væða einkavæðing-
arinnar vegna) varð
ofan á, segir Stein-
grímur J. Sigfússon, og
á því ber ríkisstjórnin
öll og stjórnarflokkarnir
báðir fulla ábyrgð.
Í TILEFNI Ís-
lensku tónlistarverð-
launanna og þeirrar
umræðu sem nú er í
gangi meðal aðila tón-
listarlífsins í landinu
og tengist útflutningi
íslenskrar tónlistar
sér undirritaður
ástæðu til þess að
leggja orð í belg. Mér
er málið skylt þar sem
ég skrifaði greinar-
gerð um þessi mál í
árslok 1995 og var síð-
ar skipaður fulltrúi
helstu fagfélaga útgef-
enda, höfunda og
flytjenda um fram-
gang málsins. Nefnd
greinargerð var send fjórum að-
ilum: Forsætisráðherra, utanríkis-
ráðherra, menntamálaráðherra og
iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra.
Haft var samband við mig frá ut-
anríkisráðuneyti í byrjun árs 1996
og mér tjáð að þáverandi iðnaðar-
og viðskiptaráðherra, Finnur Ing-
ólfsson, hefði áhuga á að kanna
málið nánar. Þar með hófst ferli
sem hér að neðan verður í grófum
dráttum rakið fram til þessa dags.
Í maí 1996 var skipaður starfs-
hópur á vegum iðnaðar- og við-
skiptaráðherra til að kanna hvort
kostir væru á sérstöku útflutnings-
átaki íslenskrar tónlistar. Í þess-
um hópi voru einstaklingar úr tón-
listar- og atvinnulífinu ásamt
fulltrúum menntamála-, utanríkis-,
iðnaðar-og viðskiptaráðuneytis.
Í febrúar 1997 skilaði starfshóp-
urinn niðurstöðum í skýrslu, „Ís-
lensk tónlist – aukin sóknarfæri“,
þar sem m.a. var mælt með ráð-
stöfun fjármuna í sérstakan út-
flutningssjóð.
Í framhaldi af útgáfu skýrslunn-
ar og umfjöllun um hana á rík-
isstjórnarfundi var skipaður annar
starfshópur af iðnar- og viðskipta-
ráðherra, í september 1997. Mark-
mið þessa starfshóps var að út-
færa og fylgja eftir tillögunum
sem fram komu í áðurnefndri
skýrslu. Í þessum starfshópi var
undirritaður ásamt fulltrúum frá
iðnaðar- og viðskipta-, mennta-
mála-, utanríkis- og fjármálaráðu-
neyti.
Í upphafi árs 1998 var hafist
handa um að útbúa frumvarp um
útflutningssjóð íslenskrar tónistar.
Töf varð á framgangi málsins til
þess að forða því að frumvarpið
fengi athugasemdir frá eftirlits-
stofnun EES eins og átti sér stað
með frumvarp um skattalegar
ívílnanir vegna kvikmyndagerðar.
Að fenginni þeirri reynslu var síð-
an „Frumvarp til laga um þróun-
arsjóð tónlistariðnaðarins“ fullbúið
í mars 1999.
Iðnaðar- og viðskiptaráðherra
lagði frumvarpið skömmu síðar
fram í ríkisstjórn með
það að markmiði að
það yrði afgreitt á yf-
irstandandi þingi.
Menntamálaráðherra
gerði athugasemdir
og vildi fá umsögn
Bandalags íslenskra
listamanna. Fáum
dögum síðar lá stuðn-
ingsyfirlýsing BÍL og
allra helstu fagfélaga
tónlistarlífsins í land-
inu fyrir. Mennta-
málaráðherra sam-
þykkti samt ekki að
frumvarpið yrði af-
greitt sem ríkis-
stjórnarfrumvarp.
Í nóvember 1999
ákvað Nýsköpunarsjóður atvinnu-
lífsins að fá KPMG til að gera út-
tekt á útflutningsmöguleikum ís-
lenskrar tónlistar. Aðilar fagfélaga
tónlistarlífsins ákváðu að bíða eftir
niðurstöðu slíkrar úttektar.
Skýrsla NSA var kynnt í nóv-
ember 2000. Möguleikar á þessu
sviði voru taldir raunhæfir. Tekið
var fram að forsenda fyrir aðkomu
Nýsköpunarsjóðs væri að frum-
varpið um Þróunarsjóð tónlistar-
iðnaðarins yrði að lögum. For-
menn allra helstu fagfélaga
tónlistarlífsins og aðrir fundar-
menn samþykktu tillögu um að
ríkisstjórn legði frumvarpið fram
til samþykktar alþingis. Forstöðu-
maður menningarsviðs mennta-
málaráðuneytis tilkynnti að
menntamálaráðuneytið mundi
styðja að frumvarpið yrði lagt
fram og að þróunarsjóðurinn yrði
þ.a.l. vistaður á vegum iðnaðar- og
viðskiptaráðuneytis.
Á ríkisstjórnarfundi í upphafi
árs 2001 gerði menntamálaráð-
herra kröfu til þess að sjóðurinn
yrði vistaður í menntamálaráðu-
neyti. Samkvæmt stjórnsýslulög-
um ber forsætisráðherra að úr-
skurða ef ágreiningur kemur upp
milli ráðuneyta. Úrskurður átti að
vera væntanlegur innan fárra
vikna.
Í nóvember 2001 gengu fulltrú-
ar allra helstu fagfélaga á fund
menntamálaráðherra til að tjá
honum að verið væri að vinna að
stofnun sameiginlegs hagsmuna-
félags og mikilvægi þess að lausn
fyndist skjótt á þeim málum sem
tengdust þróunarsjóðnum.
Það verður að segjast eins og er
að því miður má rekja einhverja
þætti þess seinagangs, sem ein-
kennt hefur þetta ferli, til skorts á
samstöðu innan tónistarlífsins.
Samskipti hagsmunaaðila hafa um
of einkennst af tortryggni og því
haldið fram að um sérstakan út-
gefendasjóð eða sértilgerðan sjóð
til handa Jóni Ólafssyni væri að
ræða. Allt slíkt tal er byggt á van-
þekkingu um innihald og tilgang
margnefnds frumvarps. Enginn
vafi er á að það fé sem kæmi frá
slíkum sjóði nýttist jafnt höfund-
um og flytjendum tónlistar sem og
útgefendum hennar. Í frumvarpinu
er lögð áhersla á uppfyllingu fag-
legra þátta sem eru grundvöllur
útflutnings. Þess er einnig gætt að
starfsemin rekist ekki á þann
grundvöll til stuðnings tónlist sem
þegar er til staðar í menntamála-
ráðuneytinu.
Að undanförnu hafa umræður og
kröfur þess efnis að frumvarpið
verði lagt fram eflst mjög innan
raða höfunda, flytjenda og útgef-
enda. Staðfesting upphaflegs
markmiðs ríkisstjórnarinnar í
þessu máli er í raun aðeins lítið
skref í átt til sambærilegs stuðn-
ings sem aðrar listgreinar njóta
þegar og nálgun við fyrirkomulag
sem tíðkast í flestum þeim löndum
sem við berum okkur gjarnan
saman við. Sú hugsun, sem liggur
að baki frumvarpinu, snýst um að
skapa ný tækifæri fyrir íslenska
tónlist og íslenskt tónlistarfólk.
Markmiðið er að tekjur sem skap-
ast vegna sölu þeirra réttinda sem
tónlistinni tengjast skili sér hingað
til lands og auki þannig þjóðarhag.
Aukin málefnaleg umræða um
þetta brýna hagsmunamál er ein-
ungis til góðs. Fagfélög tónlistar-
lífsins í landinu hafa nú lagt fram
ákveðna tillögu til lausnar þessum
málum og kynnt hana mennta-
málaráðherra og iðnaðar- og við-
skiptaráðherra. Ágætu ráðherrar,
er ekki kominn tími til að tengja?
Tími til að tengja
Steinar Berg
Ísleifsson
Tónlist
Markmiðið er að þær
tekjur sem skapast
vegna sölu þeirra rétt-
inda sem tónlistinni
tengjast, segir Steinar
Berg Ísleifsson, skili sér
hingað til lands og auki
þannig þjóðarhag.
Höfundur er framkvæmdastjóri tón-
listarsviðs Norðurljósa.
Í Fréttablaðinu 15.
febr. sl er fjallað með
sérkennilega rætnum
og óvönduðum hætti
um þá ákvörðun Mark-
aðsráðs ferðaþjónust-
unnar að verja 10 millj-
ónum króna til að
kynna Ísland í Þýska-
landi í tengslum við
það nýmæli að þýska
flugfélagið LTU hefur
ákveðið að efna til
beins flugs milli Þýska-
lands og Egilsstaða.
Þátttaka Markaðsráðs
í þessu verkefni er tal-
in til vitnis um það sem
blaðið nefnir „afríkönsk vinnubrögð“
samgönguráðherra, sem í sama
pistli er sakaður um að víkja frá fag-
legum vinnubrögðum við markaðs-
setningu.
Hið rétta í málinu er eftirfarandi.
Enginn styrkur hefur verið veittur
Flugfélaginu LTU, né heldur um-
boðsaðila flugfélagsins á Íslandi,
Terra Nova-Sól, og ekki stendur
heldur til að gera það. Sturla Böðv-
arsson samgönguráðherra hafði
engin afskipti af þeirri ákvörðun
Markaðsráðsins að verja 10 millj-
ónum til markaðsstarfs í Þýskalandi
vegna flugs til Egilsstaða. Sú
ákvörðun var tekin samhljóða af
ráðinu, og var byggð á faglegum
forsendum. Málið féll að stefnu
ráðsins og áherslum.
Markaðsráð ferða-
þjónustunnar er fag-
ráð, sem er skipað
fulltrúum ríkis,
Reykjavíkurborgar og
Samtaka ferðaþjónust-
unnar. Samgönguráð-
herra kemur eðlilega
ekki að ákvörðunum
þess ráðs, þótt hann
eigi þar fulltrúa, frekar
en borgarstjórinn í
Reykjavík, þótt borgin
leggi fjármuni á móti
ríkinu og eigi fulltrúa í
ráðinu. Formaður
ráðsins er einn af
þremur fulltrúum Samtaka ferða-
þjónustunnar.
Í þessu máli er kynning á landinu í
tengslum við beint flug til Egilsstaða
liður í markaðssókn í Þýskalandi,
einu mikilvægasta markaðssvæði Ís-
lands í Evrópu. LTU-flugfélagið ver
sambærilegri upphæð í kynningará-
tak á landinu og á Austurlandi sér-
staklega, sem er nýr áfangastaður. Í
nýútkomnum bæklingi félagsins,
sem dreift er í mjög stóru upplagi,
er Ísland fyrirferðarmikið og Aust-
urland í fyrirrúmi. LTU hefur
stundað mikilvæga Íslandskynningu
síðan 1995. Það er ein af vinnu-
reglum Markaðsráðs að bjóða upp á
samstarfsmöguleika, þegar sterk
fyrirtæki eða sveitarfélög vilja
leggja í sameiginlegt markaðsátak. Í
þessu tilfelli eru sveitarfélög á Aust-
urlandi einnig þátttakendur í átak-
inu. Sjálf hugmyndin á bak við
Markaðsráðið og samstarf aðila í
ferðaþjónustu við ríkið og Reykja-
víkurborg byggist á samvinnu um að
fjármagna markaðssókn.
LTU-flugfélagið hefur til þessa
flogið á Keflavíkurflugvöll fjórum
sinnum sinnum í viku og hefur það
flug gengið ágætlega. Félagið hafði
verið með í athugun að hefja beint
flug til Egilsstaða, og var reiðubúið
til að hætta talsverðum fjármunum
til að gera tilraun, sem félagið taldi
nauðsynlegt að stæði að lágmarki í
þrjú ár til að gefa verkefninu mögu-
leika á að festa sig í sessi. Félagið
sneri sér til Markaðsráðs til að at-
huga hvort slíkt beint flug væri
LTU og Íslandskynning
Tómas Ingi Olrich
Ferðaþjónusta
Enginn styrkur hefur
verið veittur Flugfélag-
inu LTU, né heldur um-
boðsaðila flugfélagsins á
Íslandi, segir Tómas I.
Olrich, og ekki stendur
heldur til að gera það.Útsala
50% afsláttur
Skólavörðustígur 8
Sími: 552 4499