Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 41
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 41
Prófkjör
Prófkjör eru nú fyrirhuguð til undirbúnings sveitarstjórnarkosningum
sem fram fara hinn 25. maí næstkomandi. Af því tilefni birtir Morgun-
blaðið hér greinar frambjóðenda og stuðningsmanna.
Greinarnar eru ennfremur birtar á mbl.is.
OFT er sagt að ungt fólk nenni
ekki lengur að starfa í stjórnmálum
og að hæfileikafólk leiti á önnur mið.
Sem betur fer má
benda á stjórn-
málamenn á borð við
Helga Hjörvar sem
dæmi um hið gagn-
stæða. Helga hafa
verið falin sífellt
ábyrgðarmeiri trún-
aðarstörf á sínum
ferli og hann hefur
vaxið með hverju verkefni. Nú er svo
komið að hann er að mínu mati efni-
legasti forystumaður jafnaðarmanna
af yngri kynslóðinni. Hann hefur
gegnt störfum forseta borgarstjórnar
á undanförnu kjörtímabili, setið í
stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og í fé-
lagsmálaráði, auk starfa í borgar-
stjórn og borgarráði.
Dugnaður hans, greind og fram-
sýni hafa nýst honum til heilla í þess-
um störfum. M.a. tel ég Helga hafa
sýnt fádæma framsýni og þor þegar
hann gerðist forgöngumaður þess að
Reykjavíkurborg kæmi að lagningu
ljósleiðarakerfis um borgina. Það var
gæfuspor í atvinnulífi borgarinnar
sem á eftir að nýtast borgarbúum
beint og óbeint um langa framtíð. Ég
skora á alla jafnaðarmenn að veita
Helga brautargengi í prófkjöri Sam-
fylkingarinnar um helgina og kjósa
hann í fyrsta sæti.
Helga Hjörvar
í 1. sæti
Vilhjálmur Þorsteinsson
hugbúnaðarhönnuður skrifar:
Vilhjálmur
Þorsteinsson
Í OPNU prófkjöri
sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði sem fram
fer í dag, laugardaginn
16. febrúar, sækist ég
eftir því að verða kosin
í 3. sæti. Á núverandi
kjörtímabili hef ég ver-
ið bæjarfulltrúi og ann-
ar tveggja fulltrúa
flokksins með fasta
setu í bæjarráði undan-
farin tvö ár. Auk þess
hef ég gegnt for-
mennsku í skólanefnd
og verið formaður stýri-
hóps Staðardagskrár
21.
Ég hef einkum notað tækifærið til
að kynna mig og störf mín í bækling-
um sem stuðningsmenn mínir hafa
staðið að og dreift til allra bæjarbúa í
Hafnarfirði. Ber þar hæst skóla-,
íþrótta-, fjölskyldu-, skipulags- og
umhverfismál. Einnig hef ég vakið
sérstaka athygli bæjarbúa á baráttu
minni fyrir þörfum fjölskyldunnar í
þess orðs víðasta skilningi og að þær
séu jafnan hafðar í heiðri og að leið-
arljósi við allar ákvarðanatökur bæj-
aryfirvalda.
Ljúkum einsetningu grunnskól-
anna í Hafnarfirði. Þetta er eitt af
meginbaráttumálum mínum! Ég hef
orðið dágóða reynslu þar sem ég hef
verið fulltrúi þessa veigamikla mála-
flokks sem einna mest hefur mætt á
þetta kjörtímabilið.
Árið 1998 stóðu Hafnfirðingar
frammi fyrir gríðarlegum verkefn-
um sem var einsetning grunnskól-
anna. Enginn grunnskóli í Hafnar-
firði var einsetinn, en lög gerðu ráð
fyrir að einsetningu skyldi vera lokið
fyrir árið 2003. Framkvæmdir voru
hafnar við Öldutúnsskóla og lauk
uppbyggingu hans 1998, síðan var
byggt við Engidalsskóla og er hann
orðinn einsetinn. Tvisvar hefur verið
byggt við Setbergsskóla. Nýr skóli
er risinn í Áslandi og hafnar eru
byggingarframkvæmdir við nýjan
Lækjarskóla. Við erum rúmlega
hálfnuð við einsetningu grunnskól-
anna. Löggjafinn framlengdi ein-
setningaráætlun sína fram til ársins
2004.
Uppbygging skólamannvirkja í
Hafnarfirði hefur ekki aðeins verið
til umfjöllunar, heldur hefur heilmik-
il umræða á landsvísu orðið um
skólamálin hér og þann samning, þar
sem einkaaðila er falið
að sjá um kennsluþátt-
inn. Samningur þessi
var gerður við Íslensku
menntasamtökin um
kennslu í grunn- og
leikskóla í Áslandi.
Ég tel mikilvægt að
íþrótta-, lista- og tóm-
stundastarf standi
nemendum til boða í
beinu framhaldi af ein-
setnu skólastarfi.
Ég legg áherslu á að
háskólanám og rann-
sóknarsetur verði í
boði í Hafnarfirði.
Hafnarfjörður býður fjölbreyttasta
og stærsta samfellda svæði atvinnu-
lóða á höfuðborgarsvæðinu. Bærinn
er samgöngulega vel í sveit settur,
státar af góðri höfn og er auk þess í
námunda við lífæð allra flugsam-
gangna til og frá landinu. Í bæjar-
landinu er gnægð jarðvarma og orku
sem verið er að virkja og þróa til at-
vinnuuppbyggingar.
Því eru atvinnutækifærin mörg í
Hafnarfirði.
Mín áhersla er sjálfbært samfélag,
þannig að umhverfismálin verða
aldrei slitin úr samhengi við önnur
mál. Þannig tvinnast saman helstu
áherslu- og áhugaþættir mínir í slag-
orðunum: „Fjölskyldan í öndvegi í
sjálfbæru samfélagi“.
Fjölskyldan í öndvegi
Steinunn
Guðnadóttir
Hafnarfjörður
Eitt af meginbaráttu-
málum mínum, segir
Steinunn Guðnadóttir,
er að ljúka einsetningu
grunnskólanna
í Hafnarfirði.
Höfundur er bæjarfulltrúi og gefur
kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins í Hafnarfirði.
Í Morgunblaðinu
12. febrúar síðastlið-
inn skrifar frambjóð-
andi Samfylkingarinn-
ar grein um bæjarmál
í Hafnarfirði. Í grein-
inni er m.a. vitnað í
grein mína um Norð-
urbakkann í Hafnar-
firði. Ánægjulegt er
að vita að greinar
mínar vekja áhuga
Samfylkingarfólks,
þótt ég sé aðeins
prófkjörskandídat.
Þær ályktanir sem
„útskrifaður“ fram-
bjóðandinn dregur af
greininni gefa hins
vegar tilefni til andsvara, enda
samsæriskenningar í hverju horni.
Í fyrsta lagi er óþarfi fyrir fram-
bjóðandann að hafa áhyggjur af
því að bæjarstjóri hafi platað J&K
eignarhaldsfélag og Þyrpingu til
samninga með því að veifa líkaninu
af Manhattan. Það segir nefnilega
í samningnum að efnt verði til lok-
aðrar samkeppni um hönnun á
svæðinu (3. mgr. 6. gr. samnings-
ins). Menn hefðu ekki skrifað und-
ir slíkt ákvæði ef þegar væri búið
að að skipuleggja svæðið. Í öðru
lagi vísar frambjóðandinn í fram-
kvæmdir á Sólvangssvæðinu. Því
er til að svara að nauðsynlegt var
að byggja nýjan skóla í skólahverfi
Lækjarskóla og það voru ekki
margir möguleikar í
stöðunni. Einu skyn-
samlegu rökin sem ég
hef heyrt gegn bygg-
ingu skólans á þessum
stað er að hann valdi
truflun á starfsemi
sjúkrastofnana á Sól-
vangssvæðinu. Í
stjórnmálum er mál-
um hins vegar þannig
háttað að stundum
þarf að velja á milli
tveggja kosta, og í
mínum huga var mik-
ilvægara að byggja
skólahúsnæði. Sam-
fylkingarfólk er nokk-
uð lunkið við að búa
til innihaldslitla frasa og skáld-
legar lýsingar. Í þessum anda er
lýsingin „þegar bærinn var tættur
í sundur og steinsteypuferlíkjum
troðið í sárin“. Væri ekki nær að
skoða málið hlutlaust og viður-
kenna að þegar framkvæmdum
verður lokið verði svæðið mun fal-
legra en áður? Það er að minnsta
kosti skoðun þeirra eðalkrata sem
ég þekki. Í þriðja lagi er það sam-
eiginlegt áhyggjuefni að fjárhags-
staða Hafnarfjarðarbæjar er
þröng. Mikil uppbygging skóla og
íþróttahúsnæðis á kjörtímabilinu
hefur kostað peninga, en sú upp-
byggingin er gerð til framtíðar.
Þegar frá líður mun bæjarbúum
fjölga og tekjur aukast. Þótt
fjárhagsstaðan sé þröng fer því
fjarri að fjármál bæjarins séu í
ólestri. Það er nefnilega mikill
munur á því annars vegar að hafa
þrönga stöðu, sem unnið er úr
með langtímaáætlunum, eins og
núverandi meirihluti gerir, og
hins vegar því að hafa fjármál
bæjarins í ólestri, sem fyrri meiri-
hlutar vinstri manna í Hafnarfirði
hafa þótt nokkuð góðir í. Má til
dæmis minna á fjármál listahátíð-
ar í Hafnarfirði og önnur sam-
bærileg mál. Að lokum: Fram-
bjóðandinn vísar til framsókn-
armanns sem skaut sig í fótinn.
Þá var sagt að ég hafi skotið hug-
myndir bæjarstjóra í kaf. Það er
greinlega mikið hugsað um skot í
Samfylkingunni, en þegar á reyn-
ir skjóta frambjóðendur þeirra yf-
ir markið.
Skotið yfir
markið
Ágúst Sindri
Karlsson
Höfundur er lögmaður og sækist eft-
ir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins .
Hafnarfjörður
Mikil uppbygging skóla
og íþróttahúsnæðis,
segir Ágúst Sindri
Karlsson, er gerð til
framtíðar.
ÞAÐ er ekki oft sem hinum al-
menna borgarbúa gefst kostur á að
taka þátt í vali á frambjóðendum
stjórnmálaflokk-
anna. Samfylkingin
á heiður skilið fyrir
að gefa fólkinu kost
á að velja frambjóð-
endurna. Flokk-
urinn leggur það í
okkar hendur að
tryggja að á nýjum
Reykjavíkurlista
verði mannvalið af hálfu Samfylk-
ingarinnar eins og best verður á
kosið.
Út af því einstaka tækifæri sem
því fylgir að fólkið velji frambjóð-
endurna gefst okkur Reykvík-
ingum kostur á að velja í forystu
ungan stjórnmálamann; Sigrúnu
Elsu Smáradóttur. Hún er vara-
borgarfulltrúi og hefur verið í for-
ystu fyrir einn mikilvægasta mála-
flokkinn sem er menntun barnanna
þar sem hún leggur höfuðáherslu á
að byggja á fjölbreytni með jöfnuð
og réttlæti að leiðarljósi.
Sigrún Elsa gefur kost á sér í 2.
sætið. Ég hvet alla félags- og
stuðningsmenn Samfylkingarinnar
til að taka þátt í prófkjörinu og
velja Sigrúnu Elsu í 2. sætið. Hún
er traustsins verð og tryggir að ný
sýn næstu kynslóðar stjórnmála-
manna eigi rödd á Reykjavíkurlist-
anum.
Sigrún Elsa á er-
indi í 2. sæti
Sólveig Jónasdóttir verkefnisstjóri skrifar:
Sólveig
Jónasdóttir
verkefni sem ráðið teldi mikils virði
og mæti það svo að grundvöllur væri
fyrir samstarfi. Í umfjöllun í Mark-
aðsráði var m.a. tekið tillit til þess að
LTU-verkefnið stuðlar að betri
dreifingu ferðamanna um landið, en
það hefur háð ferðaþjónustunni að
flöskuháls hefur myndast á höfuð-
borgarsvæðinu á háönn. Ennfremur
var lögð áhersla á það í Markaðs-
ráðinu að flug hæfist á jaðartímun
háannar til þess að það stuðlaði að
lengingu ferðamannavertíðarinnar
úti á landi: Það hefur verið eitt af
stærstu vandamálum ferðaþjónust-
unnar að sá bati, sem náðst hefur á
höfuðborgarsvæðinu á jaðartímum
og á lágönn, hefur ekki náð til lands-
byggðarinnar.
Augljóst er að kynning á flugi til
Egilsstaða er kynning á Íslandi sem
dvalarstað og skapar möguleika á
fjölbreyttari ferðatilhögun fyrir
ferðamenn frá Þýskalandi. Allir
ferðaþjónustuaðilar munu njóta
góðs af þessum ferðum. Hér er um
reglubundnar áætlunarferðir að
ræða, sem standa öllum opnar.
Af þessu má ráða að Fréttablaðið
fer með helber ósannindi, þegar það
ber á samgönguráðherra að hann
hafi blandað sér í þetta mál og stuðl-
að að ófaglegum vinnubrögðum. Á
viðfangsefninu var tekið af þar til
skipuðum fagaðilum, sem tóku á því
með málefnalegum hætti. Þessi
vinnubrögð eru í fullu samræmi við
þær áherlsur sem samgönguráð-
herra hefur haft.
Höfundur er formaður Ferða-
málaráðs Íslands.
Námskeið á næstunni
1. Stephan G. Stephansson: Heimsborgarinn í afskekktinni
Klettafjalla- og Andvökuskáldið Stephan G. Stephansson sameinaði íslenskan
menningararf og alþjóðlega hugmyndastrauma og óf saman djúpa lífsspeki og
hvassa samtímagagnrýni í kvæðum, bréfum og ritgerðum sem enn eiga brýnt
erindi. Drepið verður á hina sérstæðu íslensku bókmenningu sem mótaði hann
og helstu strauma sem hann tileinkaði sér eftir að hann kom vestur um haf.
Lesin verða vandlega nokkur af kvæðum og lausamálsverkum Stephans, tilurð
þeirra rakin og dregin fram skírskotun til nútímans.
Kennari: Viðar Hreinsson, bókmenntafræðingur
Tími: Sex kvöld, 27. febrúar, 6., 13., 20., 27. mars og 3. apríl kl. 20-22.
Námskeiðsgjald: 12.500 kr.
2. Deilur Ísraelsríkis og Palestínumanna
Fjallað verður um sögulegan og stjórnmálalegan bakgrunn deilu arabaríkja og
Ísraels, þróun og einkenni þjóðernishyggju Palestínumanna, stöðu araba í Ísrael,
friðarumleitanir, uppreisnir Palestínumanna, stöðu kvenna í Palestínu og
ágreining um Jerúsalem. Reynt verður að varpa ljósi á orsakir deilunnar og skýra
hvers vegna hún virðist óleysanleg.
Umsjón: Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur.
Tími: Fjögur kvöld, 19. og 26. mars., 9. og 16. apríl kl. 20-22.
Námskeiðsgjald: 9.500 kr.
3. Sjónarspil og veruleiki.
Gagnrýnin greining á stórasannleik vorra daga
Gagnrýnin skoðun og málefnaleg umræða leiðir oft annað í ljós en það sem
almennt er haft fyrir satt í orðræðu og fjölmiðlun samtímans. Námskeiðinu er
ætlað að auðvelda þátttakendum að átta sig á ýmsu því, sem dembt er yfir okkur
frá valdastólum ríkisins og talsmönnum hagsmunasamtaka með fjölmiðlun
nútímans, gera þá hæfari til að greina rökleysu og hálfsannleika.
Umsjón: Hörður Bergmann, kennari og rithöfundur.
Tími: Tvö kvöld, 28. febrúar og 7. mars kl. 19.45-22.15.
Námskeiðsgjald: 6.000 kr.
Námskeiðin verða haldin í húsnæði ReykjavíkurAkademíunnar á
Hringbraut 121 (JL-húsinu), 4. hæð. Skráning er í síma 562 8561.
ÞEGAR Helgi Hjörvar og unga
fólkið í borginni þvingaði gömlu
flokkana til að leggja áratuga-
væringar til hliðar
og bjóða fram
Reykjavíkurlistann
urðu klárlega vatna-
skil í íslenskri póli-
tík. Þar með lauk
langri og strangri
eyðimerkurgöngu
áhrifaleysis fé-
lagshyggjufólks í
stjórnmálum borgarinnar.
Vinur minn, Helgi Hjörvar, gefur
kost á sér í fyrsta sætið á Reykja-
víkurlistanum. Hann er sannarlega
einn frambærilegasti fulltrúi ungu
kynslóðarinnar í stjórnmálum.
Hugmyndaríkur, djarfur og fram-
sækinn fulltrúi nýsköpunar í ís-
lenskum stjórnmálum. Nútímalegur
jafnaðarmaður af bestu gerð.
Reykjavíkurlistinn hefur um
margt breytt ásýnd borgarinnar til
hins betra í stjórnartíð sinni.
Næsta kjörtímabil verður tímabil
uppbyggingar í atvinnu- og skipu-
lagsmálum þar sem krefjandi verk-
efni steðja að. Fáum treysti ég bet-
ur til að leiða þá vinnu en Helga
Hjörvar.
Eins og gengur og gerist, þá hef
ég ekki alltaf verið á sama máli og
Reykjavíkurlistinn, en ég styð
Helga eindregið í fyrsta sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar og
hvet borgarbúa til að gera slíkt hið
sama.
Helgi Hjörvar er
sannur leiðtogi
Arndís Kristjánsdóttir skrifar:
Arndís
Kristjánsdóttir
Geisladiskahulstur
aðeins 500 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is