Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 42
UMRÆÐAN
42 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í DAG, laugardag,
fer fram í Víðistaða-
skóla prófkjör Sjálf-
stæðisflokksins í Hafn-
arfirði. Til þátttöku í
prófkjörinu hafa gefið
kost á sér 16 einstak-
lingar, stuðningsmönn-
um sjálfstæðismanna
gefst því gott tækifæri í
dag til að hafa áhrif á
framboðslista Sjálf-
stæðisflokksins fyrir
komandi bæjarstjórn-
arkosningar sem fram
fara 25. maí nk.
Kröftugt bæjarfélag
Sjálfstæðismenn
tóku við stjórn bæjarfélagsins eftir
góðan sigur í síðustu bæjarstjórnar-
kosningum vorið 1998. Síðan þá hefur
flokkurinn ásamt samstarfsflokki
unnið ötullega að styrkri stjórn bæj-
arfélagsins og bættri þjónustu við
bæjarbúa.
Í ört vaxandi bæjarfélagi er nauð-
synlegt að bjóða upp á góða þjónustu
til handa bæjarbúum og þrátt fyrir
samstarfsverkefni sveitarfélaga á
höfuðborgarsvæðinu, ber bæjar-
félaginu að bjóða sem
flesta þjónustu heima.
Lögð er rík áhersla á
menntun, ungra sem og
þeirra er eldi eru, með
kröftugu átaki í skóla-
málum og endurmennt-
un. Ný heilsugæslustöð
er verkefni sem unnið
er vel að og er okkur
hér nauðsyn að verði að
veruleika fyrr en síðar.
Unga fólkið
Unga fólkið í Hafn-
arfirði á að geta notið
æskuárana hér á sem
farsælastan hátt.
Æskulýðs- og
íþróttastarf er hér fjölskrúðugt og
blómlegt, uppbyggjandi og skemmti-
legt, en því miður er oft vá fyrir dyr-
um sem fer illa með líf ungs fólks og
fjölskyldna þeirra, sem veldur okkur
öllum miklum áhyggjum, sorg og
kvíða. Forvarnaráætlun hefur verið
samþykkt og er horft til hennar í
framkvæmd sem öflugu mótvægi
gegn hinum mikla vágesti sem herjað
getur á unga fólkið okkar.
Félag eldri borgara sér nú fram á
nýja og stærri félagsaðstöðu innan
tíðar. Með þeirri framkvæmd er ver-
ið að efla enn frekar félagsandann og
samveru sem er ein sú besta heilsu-
gæsla sem til er.
Uppbygging
Sú hugmynd, sem fram er komin
um byggingu íbúða á Rafhasvæðinu
við Lækjargötu, sem ætluð er fyrir
50 ára og eldri, á eftir að þjóna íbúun-
um vel vegna nálægðar við miðbæ.
Með því að þétta byggð sem næst
miðbænum eflist öll sú verslun og
þjónusta sem þar er, en það er eitt
sem miðbænum í Hafnarfirði er
nauðsynlegt.
Aðstaða til uppbyggingar atvinnu-
húsnæðis er hér með besta móti,
Hellnahraun er í örri uppbyggingu,
þar sem svæðið er miðsvæðis hvað
vegtengingar og hafnaraðstöðu varð-
ar.
Höfnin
Hafnarfjarðarhöfn sér nú fram á
samninga um fyrstu lóðirnar á nýju
svæði utan Suðurgarðs, en það svæði
verður tilbúið að mestu næsta haust.
Höfnin er grunnforsenda byggðar
hér í Hafnarfirði, margfeldisáhrif
þeirra fyrirtækja sem við hana starfa
og þeirra sem njóta þjónustu hennar
eru mikil. Tenging hennar við nátt-
úruminjar og byggð er því vandasöm
og þarf að standa vel að öllum þeim
þáttum sem að henni koma á sem far-
sælastan hátt fyrir bæjarfélagið.
Lokaorð
Hafnarfjörður, fallegi bærinn þar
sem menning og mannlíf er gott, sem
ferðamönnum þykir svo einstakur,
með alla sína leyndardóma í hrauni
og holti.
Með lokaorðum mínum vil ég
hvetja alla til að koma og taka þátt í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Með
því hefur þú áhrif á mótun málefna-
stefnu bæjarins til bættra lífskjara
og betra mannlífs.
Framfarabærinn
Valgerður
Sigurðardóttir
Hafnarfjörður
Í ört vaxandi bæjar-
félagi, segir Valgerður
Sigurðardóttir, er
nauðsynlegt að bjóða
upp á góða þjónustu.
Höfundur er forseti bæjarstjórnar
Hafnarfjarðar. Frambjóðandi í 2.
sæti.
VÁGESTIR 21. ald-
ar verða fyrst og
fremst þau efni og það
hugarfar sem hefur
neikvæð áhrif á sjálfs-
mynd og sjálfsstjórn
manna. Hér á ég ekki
síst við fíkniefni af
ýmsu tagi og margvís-
leg áhrif fjöl- og marg-
miðlunar sem með nei-
kvæðum formerkjum
getur sundrað heil-
brigðum einstakling-
um og fjölskyldum.
Það er skylda okkar,
sem viljum hafa já-
kvæð áhrif á samfélag-
ið, að berjast gegn
slíkum vágestum. Til þess höfum við
næg verkfæri.
Ég hef áður í skrifum mínum lagt
áherslu á skólakerfið og gildi
íþrótta til að byggja upp heilbrigða
einstaklinga með jákvæða lífssýn og
þroska. En önnur verkfæri ber að
nefna sem skipta höfuðmáli.
Æskulýðs- og tómstundamálin eru
hér veigamikið atriði.
Bæjaryfirvöld í
Hafnarfirði hafa lagt
ríka áherslu á að ung-
lingar hafi aðstöðu til
að koma saman undir
jákvæðum formerkj-
um. Þar er starfað í
uppbyggilegum anda
og góð áhrif höfð á
hafnfirska æsku. Það
góða starf vil ég efla.
Ég vil einnig að dyggi-
lega sé stutt við bakið
á starfsemi Götuvitans,
þar sem starfsmenn
ÆTH fara um bæinn á
helgarkvöldum með
forvarnastarf að leið-
arljósi. Með starfi Götuvitans er
stuðlað að því að ná til unglinganna
áður en þeir lenda illilega á ref-
ilstigum neyslusamfélagsins. Það
góða starf verður einnig að efla.
Ég legg hins vegar ríka áherslu á
samþættingu allra þeirra mikilvægu
þátta sem mynda starfsemi á vegum
Hafnarfjarðarbæjar á sviði æsku-
lýðs-, íþrótta- og tómstundamála.
Með náinni samvinnu eftir mark-
vissri stefnu tel ég að við munum ná
enn betri árangri við að efla hafn-
firska æsku til dáða og halda ung-
lingum frá heljartökum fíkniefna og
afbrota. Fyrir því mun ég beita mér
nái ég góðu kjöri á lista sjálfstæð-
ismanna í Hafnarfirði í prófkjöri
flokksins í Víðistaðaskóla í dag. Þar
set ég stefnuna á 4.–6. sætið. Allir,
sem á annað borð hafa kosningarétt
og búsetu í Hafnarfirði, geta kosið í
prófkjörinu. Ég hvet Hafnfirðinga
til þess að nýta sér þennan lýðræð-
islega rétt sinn til áhrifa í samfélag-
inu og taka þátt í prófkjörinu.
Barátta við
vágesti
Leifur S.
Garðarsson
Höfundur er aðstoðarskólastjóri og
stefnir á 4.–6. sætið í prófkjöri Sjálf-
stæðisflokksins.
Hafnarfjörður
Ég legg áherslu á skóla-
kerfið og gildi íþrótta,
segir Leifur S. Garð-
arsson, til að byggja
upp heilbrigða ein-
staklinga með jákvæða
lífssýn og þroska.
MEÐ því að taka þátt
í prófkjöri Samfylking-
arinnar nýtur þú þeirra
sjálfsögðu réttinda að
velja þá sem þú treystir
best til að þjóna
Reykjavík. Þannig
tryggir þú þá forystu
sem við höfum náð í
borgarmálum fyrir
komandi kosningar.
Sem forseti borgar-
stjórnar hef ég notið
þeirra forréttinda að
vinna með Reykvíking-
um að betri borg. Við
höfum breytt valda-
stofnun í þjónustufyrir-
tæki. Við höfum ekki reist minnis-
varða heldur byggt leikskóla, einsett
grunnskólann, virkjað í þágu atvinnu-
lífs í sátt við náttúruna, lagt upplýs-
ingahraðbraut, hreins-
að strandlengjuna og
fjárfest í menningar- og
íþróttalífi borgarinnar.
Við höfum ekki leyst
hvers manns vanda, en
samstaðan hefur fært
okkur árangur.
Framundan eru
krefjandi verkefni.
Verkefnið nú er ekki
síst að þróa lýðræði í
þjónustu okkar með
opnara stjórnkerfi, al-
mennum atkvæða-
greiðslum, könnunum
og hverfisráðum. Með
því að spyrja og hlusta
getum við eflt samráð
við Reykvíkinga og aðhald þeirra að
störfum okkar.
Virkt aðhald frá Reykvíkingum er
mikilvægt. Slíkt aðhald skapar líka
prófkjör Samfylkingarinnar. Þar geta
stuðningsmenn hennar í borginni,
flokksbundnir og óflokksbundnir,
lagt dóm á frammistöðu okkar og val-
ið sína fulltrúa. Ég hvet þig til að taka
þátt í því til þess að efla Reykjavík-
urlistann og sýna íhaldsflokknum að
fólk vill sjálft velja sína fulltrúa.
Forystan í borgar-
málum er okkar
Helgi
Hjörvar
Höfundur er forseti borgarstjórnar.
Reykjavík
Við, segir Helgi
Hjörvar, höfum breytt
valdastofnun í
þjónustufyrirtæki.
Í DAG fer fram prófkjör sjálf-
stæðismanna í Hafnarfirði. Fram-
bjóðendur eru 16 talsins, úrvalslið
hæfra einstaklinga sem allir hafa
reynslu, metnað og hugsjónir til
að halda áfram kröftugri upp-
byggingu í þessu góða sveitarfé-
lagi.
Undanfarin 4 ár hefur gott sam-
starf verið á milli Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks sem
leitt hefur til þess að Hafnarfjörð-
ur er á ný í framvarðasveit þeirra
sveitarfélaga sem bjóða upp á fjöl-
breytt og blómlegt mannlíf.
Það er ánægjulegt að vera íbúi í
Hafnarfirði og fylgjast með þeim
framkvæmdum sem nú einkenna
bæinn og þeirri uppbyggingu sem
átt hefur sér stað á nýjum sem
gömlum íbúasvæðum. Við þurfum
að tryggja að svo verði áfram.
Ég vil hvetja Hafnfirðinga til að
taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðis-
flokksins en kosið verður í Víð-
istaðaskóla. Með því eigum við
þátt í að móta öflugan og sigur-
stranglegan lista í væntanlegum
bæjarstjórnarkosningum. Bæj-
arbúar hafa hér tækifæri til að
tryggja áframhaldandi framfarir
á öllum sviðum. Litróf lífsins verð-
ur fyrir vikið fjölbreyttara en slíkt
eflir Hafnarfjörð, sérstöðu hans
og sérkenni.
Hafnfirðingar –
mótum sigur-
stranglegan lista
Höfundur er þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins.
Þorgerður K. Gunnarsdóttir
TRAUST er lykilatriði í stjórn-
málum. Stjórnmálamenn fara með
almannahagsmuni, almannafé og við
verðum að geta
treyst þeim. Heið-
arleika þeirra,
dómgreind og að
þeir séu líklegir til
að koma málum
áfram. Þeir hlusti á
fólk, þótt þeir verði
síðan að hafa hug-
rekki til að taka
sjálfstæðar ákvarðanir.
Ég hef þekkt Stefán Jón lengi og
oft hvatt hann til þátttöku í stjórn-
málum. Hann er nútíma jafn-
aðarmaður, með hjartað á réttum
stað.
Það er oft sagt að erfitt sé að fá
nýtt hæfileikaríkt fólk til að taka
þátt í pólitík. Hún sé miskunnarlaus,
oft skammlíf og launin lág. Ekki eigi
aðrir möguleika en þeir sem hafi frá
unga aldri „klifið“ metorðastiga
flokkanna.
Nú gefst Reykvíkingum tækifæri
til að styðja mann, sem er hæfi-
leikaríkur og hefur víðtæka reynslu,
er heiðarlegur og hugrakkur. Stefán
Jón er maður sem okkur munar um í
baráttu fyrir sanngjarnara og heið-
arlegra samfélagi. Ég hvet alla til að
kjósa hann í fyrsta sæti.
Stefán Jón í
fyrsta sæti
Margrét S. Björnsdóttir,
félagi í Samfylkingunni, skrifar:
Margrét S.
Björnsdóttir
UM helgina lýkur
prófkjöri Samfylking-
arinnar í Reykjavík.
Samfylkingin heldur
einn flokka prófkjör til
að velja frambjóðend-
ur fyrir borgarstjórn-
arkosningarnar. Með
því er almennum
stuðningsmönnum
gefið tækifæri til að
móta þann lista sem
fara mun fram í vor og
velja þá einstaklinga
sem þeir treysta best
til verka í borgar-
stjórn Reykjavíkur.
Frá því Reykjavíkur-
listinn vann eftir-
minnilegan sigur í kosningunum
1994 hefur orðið bylting hvað varð-
ar þjónustu við fjöl-
skyldur í borginni.
Lyft hefur verið grett-
istaki í skóla- og leik-
skólamálum og hreins-
un strandlengjunnar
hefur verið okkar
metnaðarmál. Við höf-
um byggt góðan grunn
til framtíðar og því er
mikilvægt að Reykja-
víkurlistinn fái endur-
nýjað umboð í vor til
að halda áfram.
Veljum
vinningsliðið
Reykjavíkurlistinn
varð til sem svar fólks-
ins gegn Flokknum og með stofnun
Reykjavíkurlistans gerðist galdur í
stjórnmálum. Hreyfing okkar hefur
alla tíð síðan starfað með hagsmuni
fjöldans að leiðarljósi. Við höfum
starfað af heilindum og metnaði að
því að byggja hér betri borg. Við
höfum forgangsraðað og fram-
kvæmt miðað við þá framtíðarsýn
okkar að þróa hér lífsgæði eins og
best gerast í heiminum. Til að vinna
að þeirri framtíðarsýn þarf öflugan
hóp fólks, við þurfum að velja það
fólk sem við teljum sigurstrangleg-
ast í kosningunum í vor. Það skiptir
máli að borgarstjórinn, Ingibörg
Sólrún, hafi öflugt fólk í sínu liði
þegar Sjálfstæðisflokknum verður
mætt í þriðja sinn í borgarstjórn-
arkosningum. Ég er tilbúin í þann
slag.
Ég treysti fólki til að velja þá
fulltrúa sem sterkast er fyrir Sam-
fylkinguna. Mótum framtíðina sam-
an og tökum öll þátt í prókjörinu
um helgina.
Mótum framtíð-
ina saman
Steinunn Valdís
Óskarsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi og tekur
þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar
í Reykjavík.
Reykjavík
Mótum framtíðina sam-
an, segir Steinunn Val-
dís Óskarsdóttir, og
tökum öll þátt í próf-
kjörinu um helgina.