Morgunblaðið - 16.02.2002, Qupperneq 45
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 45
✝ Elín Kristjáns-dóttir fæddist í
Haukadal í Biskups-
tungum 7. septem-
ber 1917. Hún lést á
Sjúkrahúsi Suður-
lands 2. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Kristján
Loftsson, f. 12.7.
1887, d. 2.11. 1983,
og Guðbjörg Greips-
dóttir, f. 12.10. 1893,
d. 6.9. 1973. Systkini
Elínar eru: Greipur,
f. 31.3. 1914, d. 4.10.
1988, Sigurgeir, f.
30.7. 1916, d. 5.6. 1993, Jóhanna, f.
6.9. 1919, d. 27.7. 1986, Loftur, f.
3.11. 1920, d. 21.6. 1982, Sigríður,
f. 20.8. 1922, Ketill, f. 12.12. 1924,
Auður, f. 1.10. 1932, Katrín, f. 19.1.
1935, d. 14.3. 1987, og Áslaug, f.
17.8. 1936. Auk þeirra dóu þrjú
systkini hennar í æsku. Elín giftist
13.7. 1943 Sigurði Sigurmunds-
syni, f. 29.7. 1915, d. 5.3. 1999. For-
eldrar Sigurðar voru Sigurmund-
ur Sigurðsson læknir, f. 24.11.
1877, d. 14.11. 1962, og Kristjana
Anna Eggertsdóttir, f. 24.11. 1894,
d. 30.8. 1932. Börn Elínar og Sig-
urðar eru: 1) Sigurður, f. 24.10.
1942, maki Guðlaug Oddgeirsdótt-
f. 14.10. 1981, maki Þorbjörn Jóns-
son, barn þeirra drengur, f. 10.2.
2002; Jóhanna Hlín, f. 17.12. 1985;
Kolbrún Lilja, f. 5.6. 1987; og Kol-
beinn Sigurður, f. 21.7. 1995. 7)
Guðmundur Geir, f. 17.5. 1958,
maki Eva Ulrike Schmidhuber, f.
14.4. 1959. Börn þeirra Loftur Þór-
arinn, f. 29.11. 1983, Pétur Krist-
ján, f. 25.3. 1986, og Helgi Karl, f.
26.11. 1989. 8) Hildur, f. 26.4. 1961,
sambýlismaður Torfi Harðarson, f.
27.1. 1953. Börn Hildar eru Baldur
Helgi, f. 7.4. 1989, Þórhildur, f.
23.7. 1990, og Þorkell Máni, f.
11.11. 1993, Þorkelsbörn.
Foreldrar Elínar voru síðustu
ábúendur í Haukadal í Biskups-
tungum en þar bjuggu þau frá
1913 til 1929 er þau fluttu að Felli í
sömu sveit. Árið 1942 fluttist Elín
að Hvítárholti í Hrunamanna-
hreppi og hóf þar búskap með
manni sínum. Þau stunduðu hefð-
bundinn búskap, en auk þess
stundaði Elín hrossarækt og eign-
aðist mörg góð hross, sum hver
landskunn. Hún tók virkan þátt í
félagsmálum hestamanna. Einnig
var hún félagsmaður í Kvenfélagi
Hrunamannahrepps alla sína tíð í
Hvítárholti, og formaður þess um
skeið. Elín gegndi trúnaðarstörf-
um fyrir Framsóknarflokkinn um
ára bil. Síðustu árin dvaldi hún á
Dvalarheimili aldraðra á Blesa-
stöðum á Skeiðum.
Útför Elínar fer fram frá Skál-
holtskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 11.
ir, f. 8.5. 1945. Börn
þeirra Elín Rósa, f.
10.10. 1967, og Sig-
urður Oddgeir, f. 5.4.
1972, sambýliskona
Hallveig Sigurðar-
dóttir. 2) Anna Soffía,
f. 31.8. 1944, maki
Helgi Stefán Jónsson,
f. 28.12. 1937, d. 10.1.
1988. Sonur þeirra
Jón Matthías Helga-
son, f. 26.1. 1971. 3)
Kristján, f. 28.1. 1946,
maki Mutjalin Sig-
urðsson, f. 6.5. 1954.
Dóttir þeirra Elín, f.
13.1. 1991. 4) Guðbjörg, f. 12.12.
1947, maki Andrew S. Fortune, f.
15.3. 1950. Sonur þeirra Jón Páll, f.
26.10. 1980. 5) Sigríður Halla, f.
12.8 1953, maki 17.11. 1995 Björn
Björnsson, f. 15.10. 1950. Dætur
Sigríðar Höllu eru: Elín Ósk Þór-
isdóttir, f. 29.9. 1972, maki Magnús
Örn Einarsson, f. 10.8. 1965, dóttir
þeirra Halla María, f. 8.1. 1999; og
Ragnheiður Þorvaldsdóttir, f.
27.1. 1980, sambýlismaður Ari
Oddsson, f. 22.1. 1975. 6) Kolbeinn
Þór, f. 27.3. 1956, maki Helga Auð-
unsdóttir, f. 28.4. 1961, þau slitu
samvistir. Börn þeirra: Auðunn
Eggert, f. 21.5. 1980; Vigdís Anna,
Elsku mamma.
Nú þegar duft jarðar hefur lagst yfir
verk handa þinna
vaknar minning þeirra í huga mínum.
Um mjúku hendurnar sem snertu mig
í fyrstu
þegar ég fæddist.
Um ljúfu höndina sem leiddi mig
fyrstu skrefin.
Um hlýju höndina sem þerraði
tár af hvörmum.
Um vandvirku hendurnar sem saumuðu
á okkur fötin.
Og sterku hendurnar sem mjólkuðu kýrnar
og unnu öll verkin.
Og hendurnar næmu sem héldu um
beislistauminn
og stýrðu stoltum gæðingi þínum.
Líka um hálfköldu höndina sem reyndi að
varðveita
síðasta ylinn frá þínu sterka hjarta.
Og loks höndina fögru sem hvíldi friðsæl við
hlið þér
og hafði lokið sínu síðasta verki.
Nú hefur þú lagt þær frá þér
eins og hanska sem þú hefur fengið að láni
og ætlar að skila.
Þín
Halla.
Fallin er frá merkiskonan móð-
ursystir mín, hún Elín Kristjáns-
dóttir, bóndi í Hvítárholti í Hruna-
mannahreppi.
Fréttin um andlát hennar snart
mig djúpt. Það streyma margar
minningar inn í hugann sem vert
er að rifja upp og staldra við. Ég
ætla að hverfa heim til Súganda-
fjarðar en móðir mín hafði flutt
þangað með föður mínum árið
1949. Á því herrans ári 1958 gerð-
ust margir atburðir í lífi mínu, en
þá var ég aðeins sex ára gömul. Ég
missti afa minn Hermann Flóv-
entz, yngsta systir mín fæddist en
hún var sú sjötta í röðinni. En það
sem hafði mest áhrif á líf mitt var
það að faðir minn greindist með al-
varlegan sjúkdóm og var sendur
suður til Reykjavíkur á sjúkrahús.
Þegar hér var komið sögu stóð
móðir mín ein uppi með sex dætur
og föðurömmu sem bjó hjá okkur.
Ég geri ráð fyrir því að róðurinn
hafi verið þungur hjá móður minni
þá. Hún þurfti að fara að vinna og
sem betur fer var nóg að gera í
firðinum góða. Föðuramma mín
passaði okkur en það hefur örugg-
lega reynst henni um megn. Þrátt
fyrir viljann og gæskuna. Nú var
svo komið að leita þurfti á náðir
móðursystkina minna. Næstelstu
systur minni var komið fyrir hjá
móðurbróður mínum Katli og hans
fjölskyldu en þar dvaldi hún í heilt
ár. En mér var komið fyrir hjá El-
ínu móðursystur minni. Þar var
mér ekki í kot vísað. Elín ásamt
manni sínum Sigurði stóð fyrir
myndarbúi í Hvítárholti. Þar
bjuggu þau ásamt sjö börnum, það
yngsta ekki fætt, og föður Sig-
urðar sem hafði starfað sem læknir
en var kominn á eftirlaun. Hjá
þessu fólki leið mér vel og vil ég
þakka fyrir það. Elín var mér afar
góð og bauð mér að kalla sig
mömmu. Ég átti sérstakan stað hjá
Sigurði bónda við matarborðið þar
sem hann hellti smálögg af kaffi í
glasið mitt og bætti í það mjólk og
sykri. Þetta fannst mér frábært
því þetta fékk enginn nema ég. Ég
fékk að sofa hjá frænkunum mín-
um Önnu Fíu og Guðbjörgu, það
þótti mér gott því þær sögðu mér
sögur áður en ég fór að sofa. Ég
var snemma mjög söngelsk var
alltaf syngjandi. Þegar ég vaknaði
á morgnana sem var yfirleitt mjög
snemma þá byrjaði ég að syngja.
Aldrei var mér sagt að þegja.
Frekar var ýtt undir það að ég
skyldi syngja. Það er merkilegt,
Elín mín, að á þessum tímamótum
mun ég syngja yfir þér og er það
mér mikill heiður. Það var alltaf
gott að leita til Sigurmundar lækn-
is á bókasafnið. Ef eitthvað kom
fyrir mig þá reyndist hann mér
hinn besti vinur. Hann kenndi mér
margt, m.a. mannganginn og það
var gaman að tefla við hann. En
best af öllu var gjöfin góða sem
heiðurshjónin Sigurður og Elín
gáfu mér á meðan á dvöl minni
stóð en það var fallega hryssan
hún Stjarna.
Í minningunni finnst mér eins og
alltaf hafi verið sólskin í Hvítár-
holti. En auðvitað hefur það ekki
verið svo. En það eru þær góðu
minningar og hversu mér leið vel
þann tíma sem ég var þar sem hafa
skapað þessa bernskumynd.
Elsku Elín mín. Ég vil fyrir
mína hönd og foreldra minna
þakka þér og fólkinu þínu hvað þið
voruð góð við mig þetta hálfa ár
sem ég var hjá ykkur. Megi Guð
vernda sálu þína og veita fjöl-
skyldu þinni styrk í sorginni.
Þín systurdóttir,
Soffía Guðmundsdóttir.
ELÍN
KRISTJÁNSDÓTTIR
Mig langar að minnast Kristínar
Sigurþórsdóttur, eða Stínu eins og
hún var alltaf kölluð, með fáum orð-
um.
Elsku Stína mín, mér finnst við
hæfi að hefja kveðjuna til þín á
þessu ljóði Þórunnar Sigurðardótt-
ur, sem mér finnst eiga svo vel við
þig.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Stínu kynntist ég fyrst þegar ég
kom með manninum mínum í Þor-
lákshöfn í heimsókn til afa og Stínu
frænku. Reyndar var ég búin að
heyra mikið um „Stínu mína“ eins og
Herleifur talaði alltaf um hana. Mér
fannst eins og ég hefði alltaf þekkt
hana þegar við hittumst fyrst. Það
vantaði ekki að hún tók vel á móti
mér og bauð mig velkomna, ljúfari
og betri manneskja er vandfundin
og allt vildi hún fyrir alla gera.
Alltaf var stutt í hláturinn. Stína
bjó lengstaf á Hellu og átti frændi
hennar ávallt skjól hjá henni. Her-
leifur sagði mér að það hefði aldrei
skipt neinu máli þegar hann á sínum
yngri árum var í hestaferðum, á
hestamannamótum eða átti bara leið
um, alltaf var vel tekið á móti honum
hvenær sólarhringsins sem var,
uppábúið rúm og kjötsúpa, já minna
mátti það ekki vera fyrir unglinginn
sem var að skemmta sér á hesta-
mannamóti, já, hún skildi það vel að
unga fólkið þyrfti að skemmta sér.
Hún Stína var einstök kona. Ég
hef oft hugsað um það hvað hún
hlýtur að hafa haft einstakt geðslag,
því ekki var hún Stína mín mikillar
gæfu aðnjótandi í lífinu og þurfti að
ganga í gegnum margar raunir, en
aldrei sagði hún neitt ljótt um nokk-
urn mann, tók hverri raun með brosi
á vör. Það kom vel fram í ljóðinu sem
KRISTÍN
SIGURÞÓRSDÓTTIR
✝ Kristín Sigur-þórsdóttir fædd-
ist á Rauðafelli í
Austur-Eyjafjöllum
11. maí 1936. Hún
andaðist á dvalar-
heimilinu Lundi á
Hellu 4. febrúar síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Bergþóra Auðuns-
dóttir og Sigurþór
Skæringsson. Hún
var næst elst fimm
barna þeirra er kom-
ust á legg.
Kristín giftist
Kristjáni Árnasyni og eignuðust
þau tvo syni, Víglund, f. 20.2.
1959, og Davíð, f. 25.4. 1963.
Kristín verður jarðsungin frá
Þorlákskirkju í Þorlákshöfn í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Sjöfn orti til Stínu og
lesið var upp við kistu-
lagningu hennar, „að líf
hennar var eins og
brotið skip“.
Stína gaf okkur Her-
leifi stóran gólflampa
sem hún hafði átt.
Hann stendur núna í
stofunni okkar eins og
minnisvarði um ein-
staka konu, því það er
það sem hún var.
Ó, líttu nú guð, í líkn og
náð
til líðandi barna þinna.
Láttu þitt guðdóms gæskuráð
þau gleði og huggun finna.
Elsku Stína, þín verður sárt sakn-
að en við yljum okkur við minningu
um einstaka konu.
Elsku tengdaforeldrar, þið sem
alltaf voruð Stínu best, megi guð
styrkja ykkur og vera ykkur náð-
ugur. Sonum, tengdadóttur, stjúp-
og fósturbörnum og öðrum ástvinum
bið ég guðs blessunar.
Halldóra Magný Baldurs-
dóttir og fjölskylda.
Jæja, þá er hvíldin loksins komin,
gamla mín. Þegar ég sit hér og renni
í gegnum hugann koma upp enda-
lausar minningar. Góða skapið, létt-
leikinn og gleðin voru alltaf í fyr-
irrúmi, alveg sama hvað bjátaði á.
Þegar ég var yngri og farið var út
að Hellu var alltaf komið við í grill-
inu hjá Stínu frænku eins og við köll-
uðum hana þá eða heima hjá henni.
Oftast var einhverju gaukað að
manni og skúffan undir ísskápnum,
sem var full af leikföngum, var upp-
spretta endalausra leikja. Þegar ég
varð eldri var ekki síður gaman að
koma við.
Oft þegar við félagarnir vorum á
heimleið eftir ball var komið við, allt-
af var til eitthvað í gogginn á
skemmtanaþreyttum ungmennum.
Seinna naut ég þess að búa hjá þér
hátt í tvö ár þegar ég var í skóla og
við störf. Þá var stundum setið langt
fram á nótt og spjallað saman um
allt milli himins og jarðar.
Seinna, þegar ég átti orðið fjöl-
skyldu, tókst þú konu minni og fóst-
urbörnum sem sjálfsögðum hluta af
þinni fjölskyldu.
Þrátt fyrið að heilsan gæfi sig allt-
of snemma var aldrei gefist upp.
Lífsgleðin alltaf í fyrirrúmi. Það er
með miklum söknuði og trega sem
ég kveð þig í hinsta sinn með þess-
um fátæklegu orðum.
Ég get huggað mig við það að nú
líður þér betur. Nú ert þú á himnum
í hópi ættingja og vina sem á undan
þér hafa farið. Þangað ert þú örugg-
lega komin því ef þú átt ekki öruggt
sæti þar á það enginn.
Elsku Villi og fjölskylda, við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari sorgar-
stundu.
Tryggvi og fjölskylda Vík.
Erfisdrykkjur
Fóstbræðraheimilið
Langholtsvegi
Ný uppgerður veitingasalur
Upplýsingar í síma 861 4243 og 568 5206
! "
!" #$
" % "# &"
' % "# #$
("" ) " &"
% *+% % "# #$ , %- "
*# &"
!" $" &" . * % .* "# #$
& - " - "
$
/
0 ( "# 1 $0 &
% (& 2
(
% &' (
) *$ +% #
3" % "# #$
- $" #$ 0" 4 *# &"
%" $" &"
$* 3"
" #$
% "# $" &"
5"" " #$
$"" ' $" #$
" $" &" &*- 3"
" #$
"!0 % $" #$
- " - " & - " - " - "