Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 58

Morgunblaðið - 16.02.2002, Page 58
DAGBÓK 58 LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Víkverji skrifar... FJÖLMIÐLA- og afþreyingarris-inn Norðurljós er með yfir- burðamarkaðsstöðu á sínu sviði og hafa menn kannski sökum þess lítið verið gefnir fyrir að hæla því sem vel er gert þar á bæ þrátt fyrir að oft og tíðum hafi menn þar sýnt og sannað að þeir eru allir af vilja gerðir til að þjónusta viðskiptavini sína. Síðasta dæmið er hið frábæra framtak að bjarga HM í knattspyrnu. Landsmenn kölluðu á hjálp og Norðurljós komu á hvítum hesti og svöruðu kallinu á ögurstundu og skildu sjónvarpsstöðina „okkar“ eftir með skottið milli lappana – enn og aftur. Önnur rós í hnappagat Norður- ljósa kemur úr sama búntinu. Þannig er nefnilega mál með vexti að á Euro- sport, sem er ein af erlendu stöðv- unum sem boðið er uppá í gegnum Fjölvarpið, er hægt að sjá svipmynd- ir frá vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City allan liðlangan sólarhring- inn. Sannarlega kærkomin þjónusta það þegar ríkið er einnig hætt að sinna þessari áður sjálfsögðu skyldu sinni. EN Víkverji viðurkennir samt fús-lega að stundum fallast honum hendur yfir því yfirþyrmandi stöðu Norðurljósa á markaði útvarps. En fyrirtækinu stafar nú einungis veik og vafasöm ógn af ríkisreknu stöðv- unum, einu stöðvunum sem ættu ekki á nokkurn hátt að vera ógn við einka- framtakið. Auðvitað er það út af öruggum rekstri sem Norðurljós hefur skapað sér þessa góðu stöðu á útvarpsmark- aðinum og verður að túlka hana sem svo að stjórnendur útvarpssviðsins viti hvað Íslendingar vilja hlýða á í viðtækjum sínum. Þessir skeleggu stjórnendur hafa reyndar verið dug- legir að skera niður reksturinn und- anfarið og fækka útvarpsstöðvum, „í hagræðingaskyni“. Slökkt á þeim sem vöktu ekki áhuga auglýsenda og skiluðu af þeim sökum ekki hagnaði. Nýjasta hagræðingaraðgerðin er uppstokkun á RadíóX, tónlistarstöð sem höfðað hefur til ungs fólks og gefið sig út fyrir að vera „eina radíóið sem rokkar“. Flestum starfsmönnum stöðvarinnar hefur verið sagt upp, þ.á m. dagskrárstjóranum honum Þossa. Það að skipta um dagskrár- stjóra er klárlega tilraun stjórnenda til að breyta um áherslur. Það var greinilega eitthvað við áherslur gamla dagskrárstjórans og starfsliðs hans sem ekki féll stjórnendum stöðvarinnar í geð. Og það var víst reksturinn. Reksturinn á RadióX hafi einfaldlega ekki gengið nógu vel og því verið kominn tími á áherslubreyt- inga. Sömu stjórnendur lýstu því líka yfir að nú ætti að reyna að höfða til eldri hlustenda en áður og þannig reyna að lokka að fleiri auglýsendur. Víkverji hefur svo sem litla reynslu af útvarpsrekstri en á samt afar bágt með að skilja þessa hugmyndafræði útvarpsmálasénía Norðurljósa, sem virðist vera að hafa stöðvar sínar sem allra keimlíkastar. Fyrir rekur Norð- urljós t.a.m. Bylgjuna, Sögu og Létt sem allar höfða til eldri hlustenda og nú virðist eiga að færa RadíóX nær þeim. Skilar það fleiri auglýsendum? Rokkunnandinn Víkverji hefur þung- ar áhyggjur af því að eina radíóið sem rokkar muni með þessum breyting- um hætta að rokka og fara að skalla- poppa eins og hinar stöðvarnar. Und- arlegur smekkur þessara blessaðra auglýsenda!?! Um smala og smalamennsku LEÓ M. Jónsson ritar grein um smalamennsku á Keflavíkurveginum í Mbl. 13. feb síðastliðinn. Ég get verið hjartanlega sammála efni greinarinnar að öllu leyti nema neikvæðri notk- un hans á smalaheitinu. Leó veit margt um bíla og umferð en ekki er að sjá að hann viti nokkuð um smala og smalamennsku. Sjálfur er ég smali til margra ára í Víknafjöllum við Skjálf- anda og þar hafa menn að leiðarljósi að skila fjár- hópnum heilum heim en ekki tvístra honum um all- ar grundir eins og ökuníð- ingar á Keflavíkurvegi gera. Notaðu frekar hug- takið hælbítur ef þú vilt endilega skreyta greinina með gömlu og góðu hugtaki úr þjóðlífinu til forna. Með smalakveðju. Sigurður Bjarklind, 071247-2449. Forritum börnin sjálf MAÐUR er sífellt að heyra oftar og oftar um ungt fólk, sem verður vímuefnum að bráð. Ég missti fimm af æskuvinum mínum í áfengið, það ýtti illilega við mér. Ég hóf að skoða þessi mál, til þess að minnsta kosti, að koma í veg fyrir að ég missti mín börn í vímuefni, það er að segja, ef það ætti fyrir mér að liggja að eignast börn. Til þess að gera langa sögu stutta, þá eignaðist ég þrjú börn með konu minni. Þegar heilabrot mín stóðu sem hæst, þá skaust eins og leiftur í gegnum hug minn „lausn“, er ég svo vann eftir með mín börn, hóf að kenna þeim þriggja mánaða gömlum, og byggja upp þeirra sjálfsmynd. Tvö af börnum mínum eru há- menntaðir vísindamenn í dag, það þriðja er á loka- stigi í sínu háskólanámi. Ég vil bara segja þetta: Farið snemma að kenna börnum ykkar og hafa áhrif á þau. Það er betra að þið (foreldrarnir) forritið börnin ykkar sjálf, heldur en að láta götuna forrita þau. G.G.E. Íslensk erfðagreining ÍSLENSK erfðagreining tilkynnir á 1–2 mánaða fresti uppgötvanir í erfða- greiningarmálunum en það skrýtna er að á sama tíma lækka bréfin í DeCode á Nasdac-markaðnum í sama hlutfalli og í sjálfbirgings- hætti Kára Stefánssonar. Er Ameríkaninn að gera grín að okkur? Guðmundur Guðmundsson, Hraunbæ 178. Frábær þjónusta SENDUM flugfreyjum á flugi 653 til Minneapolis 11. janúar sl. og afgreiðslu- dömum í skartgripaverslun Leonardo í Flugstöð Leifs Eiríkssonar kærar þakkir fyrir frábæra þjónustu. Ferðalangar. Tapað/fundið Úr týndist í miðbænum ÉG var svo óheppinn að týna úrinu mínu síðasta laugardagskvöld (9. febr- úar). Þetta gerðist í miðbæ Reykjavíkur, líklega ein- hvers staðar á Laugaveg- inum eða í Austurstrætinu, eða á þeim slóðum. Úrið er stálgrátt og af tegundinni Delma. Fundvísir hafi sam- band við Óskar í síma 698- 5752. Fundarlaun í boði. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA úr svörtu leðri með 2 lyklum á týnd- ist í fyrra- sumar. Skilvís finnandi hafi samband við Ingibjörgu í síma 588 1647. Fundarlaun. Hálsskinn týndist GLJÁSVART hálsskinn týndist fyrir ca. mánuði. Þetta skinn hefur mikið til- finningalegt gildi fyrir eig- anda. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552-3211. Bíllyklar týndust í Heiðmörk BÍLLYKLAR á tusku- dýrslyklakippu, húslyklar á keðju og hundataumur týndust á bílastæðinu eða á gönguleiðinni við Búr- fellsgjá í Heiðmörk, Hafn- arfjarðarmegin. Rósa saknar taumsins og eigand- inn lyklanna. Finnandi vin- samlega hafi samband í síma 898 1975. Fundar- laun. Bland í poka og rós frá Rósu. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Skipin Reykjavíkurhöfn: Rich- mond og Park Dornum fara í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Málmey fer á veiðar í dag. Mannamót Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtudögum kl. 13– 16.30, spil og föndur. Jóga á föstudögum kl 11. Kóræfingar hjá Vorboð- um, kór eldri borgara í Mosfellsbæ á Hlaðhömr- um fimmtudaga kl. 17– 19. Púttkennsla í íþrótta- húsinu kl. 11 á sunnudög- um. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586 8014, kl. 13–16. Uppl. um fót-, hand- og andlitssnyrtingu, hár- greiðslu og fótanudd, s. 566 8060 kl. 8–16. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á mánudag Pútti í Bæj- arútgerð kl 10–11:30. Leikhúsferð verður farin fimmtudag 21. feb. í Borgarleikhúsið að sjá „Boðorðin níu“. Upplýs- ingar í Hraunseli s. 555- 0142. Rúta frá Hraunseli kl. 19.15. Félagsmið- stöðin Hraunsel verður lokuð vegna flutnings í Flatahrauni 3 í næstu viku 18.–22. feb. Vígsla nýrrar félagsmiðstöðvar verður laugardagin 23. feb. kl 14. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnud: Fé- lagsvist kl. 13.30. Dans- leikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13.30. Danskennsla framhald kl. 19. og byrjendur kl. 20.30. Þriðjud: Skák kl. 13 og alkort spilað kl. 13.30. Leikfélagið Snúð- ur og Snælda sýnir í Ás- garði í Glæsibæ, Söng og gamanleikinn „Í lífsins ólgusjó“ og „Fugl í búri“, dramatískan gamanleik. Sýningar: Miðviku- og föstudaga kl. 14 og sunnud. kl. 16. Miðapant- anir í s: 588-2111, 568- 8092 og 551-2203. Mið- vikudagur: Göngu- hrólf- ar fara í göngu frá Hlemmi kl. 9.45. Árshá- tíð FEB verður haldin 1. mars í Versölum Hall- veigarstíg 1, húsið opnað kl. 19, borðhald hefst kl. 19.30. Setning: Ólafur Ólafsson, form. FEB í Reykjavík. Veislustjóri: Gunnar Þorláksson Skemmtiatriði:Almenn- ur söngur við undirleik Sigurbjargar Hólm- grímsdóttur. Hátíðar- ræða, Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra. Gamanvísur, Brynhildur Olgeirsdóttir og Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Happdrætti – Sparidagar á Hótel Örk, – innanlandsferðir á veg- um FEB og gjafakort frá ferðaskrifstofunni Úrval Útsýn. Söngfélag Félags eldri borgara syngur undir stjórn Kristínar Pjetursdóttur. Jóhannes Kristjánsson með eft- irhermur og gamanmál. Hljómsveit Hjördísar Geirs leikur fyrir dansi til kl. 02. Miðapantanir á skrifstofu FEB. Sími: 588-2111. Aðalfundur Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, verður haldinn í Ásgarði Glæsibæ sunnud. 24. feb. kl. 13.30 Norðurbrún 1. Fé- lagsstarfið er opið öllum aldurshópum, allir vel- komnir. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Þorrablótið verður 22. febrúar, til- kynna þarf þátttöku í síma 568-3132. Gerðuberg, félagsstarf, Kl. 13–16 er opin mynd- listasýning Braga Þórs Guðjónssonar, veitingar í veitingabúð. Fimmtu- daginn 28. feb. leik- húsferð í Borgarleik- húsið „Boðorðin níu“, skráning hafin. Uppl. um starfsemina á staðnum og í s. 575- 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9 Krummakaffi, kl. 10 Hana-nú ganga. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Þriðju- daginn 19. feb. leikfimi kl. 11.15, kl. 12 verður heimsókn í Hjallakirkju, þar verður matur, helgi- stund, bókmenntastund og kaffi. Átakshópur öryrkja Verður með fund laug- ardaginn 16. febrúar kl. 13 í Sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu, Hátúni 12 Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safn- aðarins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 að Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Minningarkort Minningarkort Kven- félags Neskirkju fást hjá kirkjuverði Neskirkju, í Úlfarsfelli, Hagamel 67 og í Kirkjuhúsinu v/ Kirkjutorg. Minningarkort Kven- félagsins Hringsins í Hafnarfirði fást í blóma- búðinni Burkna, hjá Sjöfn s. 555 0104 og hjá Ernu s. 565 0152. Minningarkort Minning- arkort ABC hjálp- arstarfs eru afgreidd á skrifstofu ABC hjálp- arstarfs í Sóltúni 3, Reykjavík í síma 561- 6117. Minningargjafir greiðast með gíróseðli eða greiðslukorti. Allur ágóði fer til hjálpar nauðstöddum börnum. Minningarkort Barna- heilla til stuðnings mál- efnum barna fást af- greidd á skrifstofu samtakanna á Laugavegi 7 eða í síma 561-0545. Gíróþjónusta. Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minn- ingarkort Barnaspít- alasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551-4080. Kortin fást í flestum apótekum á höfuðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar og vina- félag. Minningarkort til stuðnings orlofsvikna fyrir krabbameinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, alla daga fyrir hádegi. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíró- seðils. Minningarkort Thor- valdsensfélagsins eru til sölu á Thorvaldsens- bazar, Austurstræti 4, s. 551-3509. Minningarspjöld Kristniboðssambandsins frást á skrifstofunni, Holtavegi 28 (hús KFUM og K gegnt Langholtsskóla) sími 588-8899 Líknasjóður Dómkirkj- unnar, minningaspjöld seld hjá kirkjuverði. Minningarkort Stóra- Laugardalssóknar, Tálknafirði til styrktar kirkjubyggingarsjóði nýrrar kirkju í Tálkna- firði eru afgreidd í síma 456-2700. Minningarspjöld Frí- kirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna. Minningakort Áskirkju eru seld á eftirtöldum stöðum: Kirkjushúsinu Laugavegi 31, þjón- ustuíbúðum aldraðra við Dalbraut, Norðurbrún 1, Apótekinu Glæsibæ og Áskirkju Vesturbrún 30 sími 588-8870. KFUM og KFUK og Samband íslenskra kristniboða. Minning- arkort félaganna eru af- greidd á skrifstofunni, Holtavegi 28 í s. 588 8899 milli kl. 10 og 17 alla virka daga. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Í dag er laugardagur 16. febrúar, 47. dagur ársins 2002. Orð dagsins: En hann sagði við þá: „Þér eruð þeir, sem réttlætið sjálfa yður í augum manna, en Guð þekkir hjörtu yðar. Því það, sem hátt er að dómi manna, er viðurstyggð í augum Guðs.“ (Lúk. 16, 15.) LÁRÉTT: 1 fara sér hægt, 4 hrós- um, 7 geigur, 8 setur, 9 duft, 11 vesælt, 13 púkar, 14 dapurt, 15 blýkúla, 17 sýll, 20 svifdýr, 22 gagns- lítil, 23 varkár, 24 þula, 25 korn. LÓÐRÉTT: 1 rándýr, 2 afkvæmum, 3 leðju, 4 ávöl hæð, 5 mynd- tákn, 6 veggir, 10 margt, 12 áhald, 13 matur, 15 karldýr, 16 horfum, 18 dáin, 19 mannsnafn, 20 spil, 21 smáalda. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 munntóbak, 8 linan, 9 eldar, 10 nei, 11 tyrfa, 13 tuðra, 15 klára, 18 ágang, 21 lóm, 22 stund, 23 ærðir, 24 mannvitið. Lóðrétt: 2 unnur, 3 nunna, 4 óbeit, 5 andúð, 6 flot, 7 þráa, 12 far, 14 urg, 15 koss, 16 ámuna, 17 aldin, 18 ámæli, 19 auðri, 20 garg. K r o s s g á t a 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 UMFERÐARLJÓSIN á gatnamótum Breiðholts- brautar, Skógarsels og Stekkjarbakka biluðu sl. miðvikudag. Um þessi gatnamót er talin fara mest umferð í bænum. Ég bý í blokk við Árskóga og sé beint niður á gatnamót- in og gat því vel fylgst með lögreglunni sem tók þar við umferðarstjórn. Þar skiptast 12 akreinar og þarf kláran koll að taka þar við stjórn. Lögreglan stóð sig þar afburðavel og ber að þakka henni frá- bærlega vel unnið starf. Ingvar Jóhannsson, Árskógum 8. Þakka ber það sem vel er gert

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.