Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 2
Morgunblaðinu í dag fylgir
auglýsingablað frá Heims-
ferðum, Sérferðir Heims-
ferða 2002. Blaðinu verður
dreift um allt land.
FRÉTTIR
2 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
ELFAR Logi Hannesson, leikstjóri
á Ísafirði, afhenti í gærmorgun fjöl-
skyldunni á Þórustöðum í Önund-
arfirði rúmar 826 þúsund kr. sem
hann hefur safnað handa yngsta
meðlimi heimilisins, Rakel Maríu
Björnsdóttur. Rakel fæddist í mars
á síðasta ári og var fljótlega greind
með hjartagalla. Vegna hans hefur
hún tvisvar þurft að gangast undir
mjög sérhæfðar og kostnaðarsamar
læknisaðgerðir í Boston sem gengu
þó báðar að óskum. Hefur það rask-
að högum fjölskyldunnar mjög.
Þegar Elfar Loga bar að garði í
dag var litla stúlkan nýkomin heim
úr hjartaþræðingu á Landspít-
alanum sem tók skamma stund og
gekk mjög vel. Rakel María þykir
mjög hress og kát þessa dagana,
hún er að mestu laus við súrefn-
iskút sem hún hefur þurft að nota
allan sólarhringinn, en verður þó
að sofa með hann. Foreldrar Rakel-
ar Maríu þakka Elfari Loga og öll-
um þeim sem á einhvern hátt hafa
lagt þeim lið á erfiðum tímum.
Vildi láta gott af sér leiða
Elfar Logi hóf söfnunina fyrir
Rakel Maríu í desember sl. þegar
hann las upp úr Jólasögu Charles
Dickens í Edinborgarhúsinu á Ísa-
firði á Þorláksmessu. Var aðgangur
ókeypis en fólki þess í stað bent á
reikning sem Elfar Logi stofnaði til
styrktar stúlkunni. Einnig rann fé,
sem safnaðist með styrktarlínum í
leikskrá, til söfnunarinnar.
Í kjölfar umfjöllunar um söfn-
unina fóru að berast framlög frá
fólki af öllu landinu. Elfar Logi seg-
ir að með söfnuninni hafi hann vilj-
að láta gott af sér leiða en tekur
fram að hann hafi aldrei búist við
þvílíkum viðtökum. Vill hann koma
á framfæri þökkum til allra þeirra
sem á einhvern hátt lögðu honum
lið við söfnunina.
Stuðningur við Rakel litlu Björnsdóttur sem er með hjartagalla
Rúmlega 800 þúsund krónur
söfnuðust handa litlu telpunni
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Björn Björnsson og Jónína Eyja Þórðardóttir, foreldrar Rakelar Maríu Björnsdóttur, taka, ásamt Rakel, við
ávísuninni úr höndum Elfars Loga Hannessonar leikara.
Morgunblaðið, Ísafjörður.
FORMAÐUR Félags sjálfstætt
starfandi sjúkraþjálfara, Unnur Pét-
ursdóttir, dregur í efa að breyttar
reglur Tryggingastofnunar um end-
urgreiðslur vegna sjúkraþjálfunar,
sem boðaðar eru 1. mars, standist
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
og samkeppnislög. Hún segir regl-
urnar einnig bera það með sér að
Tryggingastofnun ætli að spara á
kostnað sjúklinga.
„Ég er í sjálfu sér ekki undrandi á
að nýjar reglur séu settar. En margt
í þeim hljómar mjög einkennilega. Í
þeim tilboðum sem Tryggingastofn-
un hefur lagt fyrir okkur hefur verið
tekið skýrt fram að þau séu miðuð
við bolmagn stofnunarinnar til að
hækka greiðslur. Miðað hefur verið
við að hlutur sjúklinga hækkaði ekki.
Síðan koma reglur um að ekkert eigi
að greiða nema eftir þrengsta skiln-
ingi laganna. Það segir manni að
Tryggingastofnun ætli að spara út-
gjöld á kostnað sjúklinganna.
Stórum hópi okkar viðskiptamanna
er hent út,“ segir Unnur.
Margar stofur
að komast í þrot
Hún bendir jafnframt á að stofn-
unin ætli að endurgreiða fyrir
sjúkraþjálfun sem veitt er á heil-
brigðisstofnunum, óháð sjúkdóms-
greiningu. En ef fólk ætli til sjálf-
stætt starfandi sjúkraþjálfara verði
um engar greiðslur að ræða. Unnur
segist hafa ráðfært sig við lögfræð-
inga og telur að þetta sé bæði brot á
jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar
og nýjum lögum um jafna sam-
keppnisaðstöðu.
Unnur segir að á undanförnum ár-
um hafi fag sjúkraþjálfara rýrnað að
verðgildi. Á meðan hafi t.d. talmeina-
fræðingar og hjúkrunarfræðingar í
heimahjúkrun, sem eru með samn-
ing við Tryggingastofnun, fengið
hækkun frá árinu 1995 um allt að 60-
90%. Á sama tíma hafi taxti sjúkra-
þjálfara hækkað um 25%.
„Rekstrargrundvöllur okkar er
brostinn og margar stofur sjúkra-
þjálfara að komast í þrot. Við höfum
dregist svo aftur úr að við myndum
glöð taka þessa 7% hækkun sem
samninganefnd heilbrigðisráðuneyt-
isins hefur verið að bjóða ef við hefð-
um hækkað á sama grunni og okkar
viðmiðunarhópar. Það sem hefur
haldið okkur á floti er mikil og vax-
andi eftirspurn eftir sjúkraþjálfun.
Fólk hefur bara bætt á sig meiri
vinnu,“ segir Unnur og bendir á að
árið 1996 hafi um 19 þúsund manns
leitað til sjúkraþjálfara en í fyrra
hafi þessi fjöldi verið kominn í tæp
25 þúsund. Aukningin á fimm árum
er upp á rúm 30%, sem er sambæri-
leg hlutfallstala og sjúkraþjálfarar
hafa verið að fara fram á í hækk-
uðum samningi við stofnunina.
„Þessi viðbót kostar sitt en á sama
tíma hefur krónutala fyrir hverja
meðferð ekki hækkað að sama skapi
til að reksturinn standi undir sér.
Þar liggur hundurinn grafinn í okkar
vandræðum í dag,“ segir Unnur.
Segja verið að
spara á kostn-
að sjúklinga
Efast um lögmæti nýrrar reglugerð-
ar Tryggingastofnunar
ið þennan kynbróður sér til fyr-
irmyndar á konudaginn, sem er
framundan, og sparað sínum
heittelskuðu sporin.
HANN var mikill herramaður sá
er tók unnustu sína á háhest er
þau voru á gangi um miðbæ
Reykjavíkur. Karlmenn gætu tek-
Morgunblaðið/Golli
Konan í hávegum höfð
VEÐURSTOFAN gerir ráð fyrir
heldur kólnandi veðri í dag og næstu
daga. Reiknað er með norðaustanátt
með 10–15 m/s á Vestfjörðum en
annars suðvestanátt með 10–15 m/s
sunnan og vestan til en hægari suð-
vestanátt á Norðurlandi. Él verða
sunnan og vestan til en úrkomulítið
norðanlands og frost á bilinu 1–8
stig. Á morgun má búast við norð-
vestanátt og éljum norðanlands og
fremur köldu veðri.
Hálka eða hálkublettir eru víða á
vegum landsins, einkum á heiðum.
Nokkur hálka var í gær á veginum
frá Hvolsvelli að Kirkjubæjar-
klaustri og snjóþekja á vegum í upp-
sveitum Árnessýslu og í Ísafjarðar-
djúpi. Annars eru allir helstu
þjóðvegir landsins færir.
Kólnandi veð-
ur en helstu
vegir færir
TALSVERÐAR skemmdir urðu á
gamla Alþýðuhúsinu við Strandgötu
í Hafnarfirði þegar eldur kom upp í
húsinu í fyrrinótt. Lögreglu barst til-
kynning um eldsvoðann um kl.
hálftvö. Allt tiltækt slökkvilið var
kallað út og tók um tvær klukku-
stundir að ráða niðurlögum eldsins.
Húsið var mannlaust þegar slökkvi-
lið bar að og engan sakaði af völdum
elds eða reyks.
Verslun er á jarðhæð hússins og
skrifstofur á annarri hæð. Reyk-
ræsta þurfti galleríið Hafnarborg
sem stendur við gamla Alþýðuhúsið.
Grunur leikur á að brotist hafi verið
inn og kveikt hafi verið í Alþýðuhús-
inu líkt og gert var fyrir um hálfum
mánuði.
Eldur í gamla
Alþýðuhúsinu
Dyrnar að Alþýðuhúsinu voru lok-
aðar og innsiglaðar eftir brunann.
LÖGREGLAN í Reykjavík tók níu
ökumenn í fyrrinótt grunaða um ölv-
un við akstur. Þá mældust nokkrir
ökumenn rétt undir mörkunum og
voru látnir leggja bílunum áður en
lengra var haldið. Að sögn lögregl-
unnar eru þetta óvenjumargir öku-
menn sem teknir eru ölvaðir á einni
nóttu, en að öðru leyti var nóttin ró-
leg og lögreglumenn gátu því sinnt
þessum þætti eftirlitsins betur.
Níu ölvaðir
ökumenn
♦ ♦ ♦