Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Vitundarvakning gegn fordómum
Öll umræða af
hinu góða
ÁTAKINU Vitund-arvakning gegnfordómum var
hleypt af stokkunum þann
1.desember síðast liðinn,
en átakið er samstarfs-
verkefni Stúdentaráðs og
Jafnréttisnefndar Háskóla
Íslands og byggist á röð
málfunda í Norræna hús-
inu á vor- og haustmisseri
2002. Næsti málfundur er
mánudaginn n.k., 18. febr-
úar og ber yfirskriftina
Fordómar gegn femín-
isma. Þrír fyrirlesarar
koma þar fram, m.a. Elísa-
bet Þorgeirsdóttir, rit-
stjóri Veru, sem svaraði
nokkrum spurningum um
málefnið út frá sinni
reynslu í blaðamennsku.
Finnurðu fyrir fordóm-
um gegn femínisma í þínu
starfi?
„Nei, kannski vegna þess að
Vera er femínískt tímarit og leit-
ast við að fjalla um mál út frá fem-
ínískum sjónarhóli. Femínisminn
er andstaðan við feðraveldið en
hugsunarháttur samfélagsins er
mjög litaður af feðraveldinu sem
hefur stýrt heiminum í svo marg-
ar aldir. Hins vegar er margt ungt
fólk sem vill breytingar í sam-
félaginu og í Veru erum við eink-
um að tala við og fjalla um slíkt
fólk og hugmyndir þess.“
Nú eru konur fjölmennar í
blaðamannastétt, er greinin
sterkt vígi femínisma?
„Ég held að flestar blaðakonur
verði að fara eftir þeirri stefnu
sem ríkir á þeirra fjölmiðli og því
er ekki hægt að tala um greinina
sem sterkt vígi femínísma. Hins
vegar hafa margar blaðakonur (og
menn) áhuga fyrir málefnum
kvenna og femíniskri sýn á ýmis
samfélagsmál. Ég sé t.d. miklar
breytingar á því hvað má skrifa
um núna eða fyrir 20 árum. Vera
heldur upp á tuttugu ára afmæli
sitt á þessu ári og á þessum ferli
hefur blaðið oft hafið umræðu um
ýmis viðkvæm mál í samfélaginu,
t.d. heimilisofbeldi og sifjaspell,
sem ekki voru rædd í öðrum fjöl-
miðlum. Nú er það breytt og þykir
t.d. sjálfsagt að hafa vandaða um-
fjöllun í Morgunblaðinu um mál af
þessu tagi.“
Hvernig lýsa fordómar gegn
femínisma sér?
„Ég veit kannski minnst um
þessa fordóma því í mínu um-
hverfi þykir femínismi sjálfsagð-
ur, er bara lífsstíll, það að vinna að
jafnrétti og breyta þannig heim-
inum til hins betra. Ég verð hins
vegar talsvert vör við ranghug-
myndir, einkum meðal ungs fólks
sem ekki upplifði þær gleðilegu
breytingar í samfélaginu sem
kvennahreyfingin stuðlaði að upp
úr 1970. Þau halda t.d. að femín-
istar séu á móti því að konur séu
fallegar, sem er auðvitað fjarri
lagi. Frelsisboðskapur femínism-
ans er einmitt sá að konur megi
vera eins og þær vilja vera. Þurfi
ekki allar að vera eins
eða fara eftir tísku-
straumum frekar en
þær vilja.
Svo er það staðal-
myndin af femínistum
sem eru alltaf reiðar,
bitrar og pirraðar.
Þann stimpil hafa kvenréttinda-
konur reyndar alltaf fengið, enda
auðvelt að gera fólk tortryggilegt
með slíkum athugasemdum. Sama
er að segja um konur sem brutust
til mennta á síðustu öld, þegar að-
eins karlmenn máttu mennta sig,
eða konur sem völdu að giftast
ekki. Sú tilhneiging að dæma kon-
ur eftir útlitinu er lífseig en ég
vona að næsta kynslóð breyti
henni og leyfi ungum stúlkum að
þroskast á eigin forsendum og
njóta hæfileika sinna sem best.“
Hafa fordómar gegn femínisma
aukist eða minnkað í þinni tíð í
blaðamennsku?
„Þeir hafa breyst. Á áttunda
áratugnum logaði allt landið af
umræðum um það sem rauðsokk-
urnar voru að halda fram. Fólk
vissi um hvað málið snerist. Sú
barátta hefur leitt af sér árangur á
ótal mörgum sviðum og margir
telja að ekki þurfi lengur að berj-
ast fyrir málefnum kvenna sér-
staklega. Því miður koma bara
alltaf upp nýir fletir og nýjar birt-
ingarmyndir misréttisins. Kyn-
lífsvæðingin er eitt dæmi um að
enn skortir mikið á að jafnvægi sé
milli kynjanna. Niðurlæging
kvenna er þar mun meiri en karla
og hefur alvarleg mótandi áhrif.“
Hvað heldur þú að valdi þessum
fordómum?
„Ég held að ímyndadýrkun
samfélagsins eigi þar m.a. hlut að
máli. Það hefur ekki verið búin til
jákvæð ímynd af yfirlýstum fem-
ínista, þó að sjónvarpsstjörnur og
leikkonur megi og vilji lýsa yfir
stuðningi við málstaðinn á hátíð-
legum stundum, sem er auðvitað
hið besta mál. Ungt fólk er
kannski ekki nægilega upplýst um
femínískan bakgrunn valdamestu
konu landsins, borgarstjórans
okkar, sem kemur úr okkar röðum
og var m.a. brautryðj-
andi hér á Veru. Hún er
frábær fyrirmynd fyrir
unga femínista og
mætti kannski oftar
minna á þann málstað.“
Er eitthvert gagn að
svona málfundum?
„Öll umræða er af hinu góða.
Mér finnst það gott framtak hjá
háskólafólki að fjalla svona ítar-
lega um fordóma. Fordómaleysi
og víðsýni hefur alltaf verið álitið
aðalsmerki siðmenntaðrar mann-
eskju og mikilvægur hluti góðrar
menntunar, hvort sem hún hefur
fengist í háskóla eða skóla lífsins.“
Elísabet Þorgeirsdóttir
Elísabet Þorgeirsdóttir er
fædd á Ólafsfirði 12. janúar
1955. Stúdent frá Mennta-
skólanum á Ísafirði 1975. Gaf út
ljóðabækur 1977 og 1984 og við-
talsbækur 1986 og 1993. Hefur
unnið sem blaðamaður og rit-
stjóri frá 1981. Blaðamaður og
ritstjóri Sjómannablaðsins Vík-
ings 1981-1984, ritstjóri Neyt-
endablaðsins 1987–1991, blaða-
maður hjá Fróða 1992–1997 og
ritstjóri Veru frá 1997. Elísabet á
einn son, Arnald Mána Finnsson.
Niðurlæging
kvenna hefur
alvarleg mót-
andi áhrif
Þú lætur nú hann Grána gamla fá djobbið, Guðni minn, svona sem smá þakklætisvott fyr-
ir allar þær merar sem hann hefur fyljað í gegnum tíðina, góði.
ÁRANGUR skurðaðgerða við
krabbameini í endaþarmi er
breytilegur eftir skurðlæknum og
stofnunum. Á það sérstaklega við
um skurðlækna og stofnanir sem
framkvæma fáar aðgerðir. Þetta
kemur fram í grein í nýjasta hefti
Læknablaðsins þar sem fjallað er
um árangur aðgerða við sjúk-
dómnum á Landspítalanum árin
1980 til 1995.
Greinina skrifa læknarnir Tóm-
as Guðbjartsson, Sigríður Más-
dóttir, Páll Helgi Möller, Tómas
Jónsson og Jónas Magnússon.
Voru rannsökuð afdrif sjúklinga
sem greindust með endaþarms-
krabbamein á Landspítalanum frá
ársbyrjun 1980 til ársloka 1995.
Höfundar segja að til að ná betri
árangri í skurðaðgerðum vegna
endaþarmskrabbameins hafi þeim
víða verið komið á færri hendur.
Það sé t.d. gert í Svíþjóð og Hol-
landi en þar séu lífshorfur þessara
sjúklinga með því besta sem ger-
ist. „Hér á landi hefur svipuð þró-
un átt sér stað undanfarin ár og
aðgerðir vegna ristil- og enda-
þarmskrabbameina í höndum fárra
skurðlækna og þrír ristilskurð-
læknar sinna nú flestum tilfellum
á landinu. Til samanburðar má
nefna að sjö skurðlæknar í þessari
rannsókn framkvæmdu 41 aðgerð
á 16 árum,“ segir í greininni.
Tæknilega
krefjandi aðgerðir
Alls greindust 43 sjúklingar, 22
karlar og 21 kona og var með-
alaldur þeirra 73 ár. Af þeim fór
41 í skurðaðgerð og var ýmist tek-
inn allur endaþarmurinn eða hluti
hans. Enginn lést af völdum
skurðaðgerðar. Algengasta ein-
kenni sjúkdómsins var blóð í
hægðum eða í 77% tilvika en
hægðabreytingar voru í 63% til-
vika og verkir í kvið eða grind-
arholi í 37% tilvika.
Í greininni kemur fram að brott-
nám endaþarms sé tæknilega
krefjandi. Staðbundið endurvakið
krabbamein sé helsta vandamálið
eftir aðgerð og greindist hjá 20 til
30% sjúklinga. Segir að erlendis
hafi tekist með bættri aðgerðar-
tækni að draga úr tíðni staðbund-
ins endurvakins krabbameins um
5% og aðrar erlendar rannsóknir
sýni rúmlega helmingsfækkun
þeirra með því að geisla æxlin fyr-
ir skurðaðgerð. Segir að lífshorfur
þessara sjúklinga séu marktækt
betri en þeirra sem ekki fái geisla-
meðferð.
Árangur breytilegur
eftir skurðlæknum
Færri fá æxli í endaþarm á ný ef geislað er fyrir skurðaðgerð