Morgunblaðið - 17.02.2002, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 11
fyrirtækið yrði selt? Var ekki
óeðlilegt að binda hendur nýrra
eigenda til svo langs tíma?
„Aðdragandi málsins er sá að
þegar ég tek við embætti sam-
gönguráðherra hafði forveri minn,
Halldór Blöndal, gefið Þórarni V.
Þórarinssyni, sem þá var stjórn-
arformaður Símans, fyrirheit um
að hann tæki við starfi forstjóra.
Verkefni mitt var þess vegna að
efna þetta samkomulag sem þeir
höfðu gert. Það var hins vegar
ekki búið að semja við Þórarin um
kaup og kjör. Ég fékk Friðrik
Pálsson til að taka við stjórnarfor-
mennsku. Það var síðan verkefni
stjórnar Símans, undir forystu
Friðriks Pálssonar, að gera samn-
ing við Þórarin. Ég gaf engin fyr-
irheit um að ráðningarsamningur-
inn ætti að vera til fimm ára. Þetta
mál kom hins vegar til umræðu
milli mín og Þórarins og það var
hann sem gerði þá kröfu að samn-
ingurinn yrði til fimm ára. Kröfu
sína studdi hann með ýmsum rök-
um, m.a. þeim að það væri í sam-
ræmi við hagsmuni fyrirtækisins
að tryggð væri ákveðin festa í
kringum stjórn þess, m.a. með því
að forstjórinn væri ráðinn til fimm
ára. Jafnframt var bent á að for-
stjórar ríkisfyrirtækja væru al-
mennt ráðnir til fimm ára. Auk
þess að halda kröfunni um árin
fimm hátt á lofti, var Þórarinn
jafnframt með mjög háar launa-
kröfur. Ég féllst á endanum á
kröfuna um fimm árin, en síðan fór
það í hendur stjórnarformanns
Landssímans að ganga endanlega
frá málinu. Hann bar undir mig
launakröfur forstjórans og þó að
það væri ekki mitt að taka ákvörð-
un um laun hans gerði ég stjórn-
arformanninum grein fyrir því að
ég teldi ekki eðlilegt, miðað við
fimm ára samning, að verða við
þeim launakröfum sem uppi voru.
Því varð niðurstaðan sú, að for-
stjórinn fékk samning til fimm ára,
en langtum lægri laun en kröfur
hans stóðu til.
Þeir sem komu að málinu voru á
þessum tíma sammála um að ráðn-
ing sterks forstjóra, sem bæði
myndi undirbúa sölu fyrirtækisins
og skuldbinda sig til þess að
standa áfram í brúnni ef nýir eig-
endur óskuðu þess, yrði til þess að
auka verðmæti Símans. Það er
hins vegar auðvelt að vera vitur
eftir á og nú keppast menn við að
gagnrýna samning sem talinn var
fullkomlega eðlilegur á þeim tíma
sem hann var gerður. Að sjálf-
sögðu átti enginn von á því þegar
verið var að ráða fyrrverandi
framkvæmdastjóra Vinnuveitenda-
sambandsins til þessa verkefnis,
að sú staða myndi koma upp að
hann yrði látinn fara.
Það má kannski segja að menn
eigi að gera ráð fyrir öllum hugs-
anlegum möguleikum í öllum
samningum, en við áttum sann-
arlega ekki von á öðru en að hann
stæði sig vel og að óskað yrði eftir
starfskröftum hans út þetta fimm
ára tímabil. En hann brást þessu
mikla trausti, sem bæði ég, og for-
veri minn, bárum til hans.“
Fullkominn trúnaðarbrestur
Því hefur aldrei verið svarað
með skýrum hætti hvers vegna
Þórarni var sagt upp störfum. Á
ekki þjóðin, sem er að stærstum
hluta eigandi þessa fyrirtækis,
heimtingu á því að vita hvers
vegna hann var látinn fara?
„Það er vandasamt að gefa skýr-
ingar á því þegar mönnum er sagt
upp störfum. Í þessu máli varð
fullkominn trúnaðarbrestur milli
fulltrúa eigandans og forstjórans.
Það voru stöðugir árekstrar inn á
við og út á við sem leiddu til þess
að nauðsynlegt var að taka af
skarið.
Eftir að hafa legið rækilega yfir
málinu; rætt við einkavæðingar-
nefnd og fulltrúa PriceWater-
houseCoopers varð það sameigin-
leg niðurstaða okkar að það væri
svo djúpstæður ágreiningur og
trúnaðarbrestur milli aðila að það
væri ekki fyrirtækinu til hagsbóta
að hann veitti því forystu áfram.
Þegar Þórarinn var ráðinn var
hann í stjórn Lífeyrissjóðsins
Framsýnar og í stjórn Þróunar-
félagsins og ég gerði honum þá
strax grein fyrir því að þetta væri
óheppilegt vegna þess að það
mætti vera ljóst að báðir þessir
aðilar kynnu að koma við sögu
þegar að einkavæðingu fyrirtæk-
isins kæmi. Seint og um síðir gerði
hann okkur grein fyrir því að hann
myndi fara út úr þessum tveimur
stjórnum, en síðan kom í ljós að
hann hafði einungis stigið til hliðar
og kallað inn varamenn fyrir sig,
en ekki sagt sig úr stjórnunum.
Þórarinn vildi halda ítökum sínum
víða á sama tíma og við gerðum þá
skýlausu kröfu að hann einbeitti
sér óskiptur að störfum sínum fyr-
ir Símann og hagsmunum fyrir-
tækisins í þessu gífurlega mikil-
væga verkefni sem einkavæðingin
er.
Það var auðvitað ekki auðvelt að
taka ákvörðun um uppsögn Þór-
arins í ljósi þeirrar staðreyndar að
gerður hafði verið samningur við
hann til þetta langs tíma. Það má
heldur ekki gleyma því að það
voru bundnar miklar vonir við
störf hans við fyrirtækið. Ég trúði
því að það hefði verið rétt ákvörð-
un að fá hann til þessa verkefnis
og vissulega tók hann mjög ræki-
lega til hendi. Að mörgu leyti varð
heilmikill árangur á starfstíma
hans. Það er hins vegar einfald-
lega þannig að ef eigandinn og for-
stjórinn geta ekki starfað saman
þá er ekki um annað að ræða en
forstjórinn víki.
Í öllu þessu ölduróti hefur mætt
mikið á stjórnarformanni Lands-
símans, Friðriki Pálssyni. Fram-
ganga hans í þessu máli hefur ein-
kennst af miklum heilindum og
trúnaði.“
Fórum að lögum í
máli trúnaðarlæknisins
Mig langar þá að víkja að máli
trúnaðarlæknis Flugmálastjórnar
sem hefur verið fyrirferðarmikið í
fréttum. Hvernig hófust afskipti
ráðuneytisins af þessu máli og
hvers vegna telur þú að þetta mál,
sem virðist ekki vera stórt í snið-
um, hafi farið úr böndunum?
„Eftir að Þengill Oddsson, trún-
aðarlæknir Flugmálastjórnar,
hafði komist að þeirri niðurstöðu
að Árni G. Sigurðsson flugmaður
uppfyllti ekki skilyrði til að fljúga
benti hann honum á að hann gæti
áfrýjað úrskurðinum til sérstakrar
nefndar sem samgönguráðherra
skipaði. Þannig hófust afskipti
samgönguráðuneytisins af málinu.
Skipaðir voru þrír valinkunnar
læknar í áfrýjunarnefnd og þeir
komust að þeirri niðurstöðu að
flugmaðurinn væri hæfur til að
fljúga. Trúnaðarlæknirinn gaf síð-
an út heilbrigðisvottorð þar sem
honum var heimilað að fljúga en
með takmörkunum sem flugmað-
urinn sætti sig ekki við. Hann leit-
aði til ráðuneytisins þar sem hann
taldi að trúnaðarlæknirinn hefði
ekki farið að niðurstöðu áfrýjunar-
nefndarinnar, sem er endanlegur
úrskurðaraðili. Úrskurður ráðu-
neytisins var sá að trúnaðarlækni
Flugmálastjórnar hefði borið að
fara að niðurstöðu áfrýjunarnefnd-
arinnar, og að það væru engar for-
sendur til annars en að flugmað-
urinn fengi vottorð í samræmi við
niðurstöðu nefndarinnar. Vegna
deilunnar óskaði flugmálastjóri
eftir að ég skipaði nefnd til að fara
yfir málið. Niðurstaða úttektar-
nefndarinnar, en í henni sátu Sig-
urður Guðmundsson landlæknir og
hæstaréttarlögmennirnir Gestur
Jónsson og Andri Árnason, var sú
að ráðuneytið hefði farið að lögum
og ekki haft óeðlileg afskipti af
málinu, en að trúnaðarlæknirinn
og Flugmálastjórn hefðu ekki farið
að réttum stjórnsýslureglum.“
Í reglugerð segir að niðurstaða
áfrýjunarnefndarinnar sé endanleg
á sviði stjórnsýslu. Hefði ekki ver-
ið eðlilegra fyrir þig, í ljósi þessa,
að vísa málinu aftur til áfrýjunar-
nefndar eftir að ágreiningur reis
um þær takmarkanir sem Þengill
Oddsson setti í heilbrigðisvottorðið
og spyrja nefndina hvort hún væri
sammála þessum takmörkunum?
„Það er ekki gert ráð fyrir þeim
ferli í þessu máli. Ráðuneytið leit
svo á að ef við færum að hafa af-
skipti af málinu værum við að ve-
fengja niðurstöðu áfrýjunarnefnd-
arinnar. Enda kemst
úttektarnefndin að þeirri niður-
stöðu að það hefði verið Flugmála-
stjórnar og trúnaðarlæknisins,
sem er að fjalla um þetta á lækn-
isfræðilegum forsendum, að kalla
eftir mati áfrýjunarnefndarinnar.
Það var ekki gert og því fór sem
fór.
Ég hafði reynt að leggja mig
fram um að láta ráðuneytið vinna
þetta mál faglega. Trúnaðarlækn-
irinn kom síðan á fund minn og
dró fyrri yfirlýsingar til baka um
að ég hefði haft óeðlileg afskipti af
málinu.“
Með því að draga til baka um-
mæli sem Þengill viðhafði um af-
skipti þín af málinu má kannski
segja má að hann hafi sýnt vilja til
að ljúka málinu í sátt. Hvað finnst
þér um ummæli forystumanna
flugmanna sem ítrekað hafa fyrri
yfirlýsingar sínar um trúnaðar-
brest milli þeirra og Þengils?
„Þetta er mál milli flugmanna og
Flugmálastjórnar og ráðuneytið
hvorki á né mun skipta sér af því.
Ég verð þó að segja að mér finnst
forystumenn Félags íslenskra at-
vinnuflugmanna hafa gengið nokk-
uð hart fram í kröfum gagnvart
Flugmálastjórn, en það er auðvit-
að alveg ljóst að Flugmálastjórn
verður að standa sig. Hún verður
fara að lögum og réttum stjórn-
sýslureglum. Það má engan afslátt
veita í þeim efnum.
Þetta mál kennir okkur að það
skiptir miklu máli að stofnanir
kunni að fara að reglum og einnig
er mikilvægt að læknar vandi sína
stjórnsýslu. Ég vona að menn læri
af þessu en minni á að þetta er
ekki í fyrsta sinn sem svona deila
kemur upp. Það var kveðinn upp
Hæstaréttardómur árið 1996 í
svipuðu máli, sem ráðuneytið hef-
ur stuðst við í sinni aðkomu að
málinu.
Það er líka nauðsynlegt að komi
fram að JAR-reglurnar eru við-
miðunin og af minni hálfu hefur
enginn afsláttur verið gefinn frá
þeim. Það hefur verið gerð tilraun
til að koma því inn hjá fólki, en
þær ásakanir hafa algjörlega verið
þurrkaðar út með niðurstöðu út-
tektarnefndarinnar og með yfirlýs-
ingu trúnaðarlæknisins.“
Brugðist við athugasemdum í
kjölfar flugslyssins í Skerjafirði
Flugmálastjórn og þú sem yf-
irmaður flugmála í landinu hafið
orðið fyrir harðri gagnrýni í fram-
haldi af flugslysinu í Skerjafirði.
Aðstandendur þeirra sem létust í
flugslysinu sökuðu Flugmálastjórn
um ónógt eftirlit, mistök við út-
gáfu skírteina og að reyna við
rannsókn málsins að breiða yfir
mistök sem þeir sögðu að gerð
hefðu verið. Áttu sér þarna stað
mistök að þínu mati?
„Niðurstöður Rannsóknarnefnd-
ar flugslysa vegna þessa slyss
liggja fyrir. Enn stendur þó yfir
lögreglurannsókn á því. Það gefur
augaleið að þegar flugslys á sér
stað, þá hafa því miður einhvers-
staðar verið gerð mistök. Vafa-
laust hefði mátt standa betur að
ýmsum þáttum í kjölfar þessa
slyss.
Við höfum farið mjög vandlega
yfir athugasemdir aðstandenda
þeirra sem fórust í flugslysinu. Ég
met mikils að þeir hafa lagt í mjög
mikla vinnu við að greina það sem
gerðist og bent á fjölmargt sem
betur hefði mátt fara. Það hafa
margir aðrir einnig gert og við
þessum athugasemdum hefur verið
brugðist á margan hátt. Þannig
hefur t.d. verið skipað með nýjum
hætti í Rannsóknarnefnd flugslysa
og ég hef nú þegar lagt drög að
breytingum á lögum um starfsemi
nefndarinnar. Það er fyrst og
fremst hlutverk Rannsóknarnefnd-
ar flugslysa að greina ástæður
flugslysa og gera tafarlaust tillög-
við Reykjavíkurflugvöll. Það eru
uppi stórhuga áform um úrbætur í
samgöngumálum bæði á höfuð-
borgarsvæðinu og úti um allt land.
Það er verið að byggja á höfuð-
borgarsvæðinu hver mislægu
gatnamótin af öðrum. Það er verið
að undirbúa framkvæmdir við tvö-
földun Reykjanesbrautar. Fram-
kvæmdir eru einnig fyrirhugaðar á
Vesturlandsvegi og Suðurlands-
vegi og verið er að hrinda jarð-
gangaáætlun í framkvæmd.
Ég hef einnig lagt mikla áherslu
á að efla ferðaþjónustuna sem orð-
in er önnur stærsta atvinnugrein
landsins. Við höfum lagt mikla
áherslu á markaðsaðgerðir. Í N-
Ameríku höfum við starfað með
fisksölufyrirtækjunum, Bænda-
samtökunum, Flugleiðum og fleiri
fyrirtækjum að sérstöku markaðs-
átaki undir kjörorðinu Iceland
Naturally. Við höfum lagt mikla
fjármuni í verkefnið sem hefur
gengið mjög vel og er að skila sér
núna þegar niðursveifla kemur í
ferðaþjónustuna. Okkur hefur tek-
ist að halda hlut okkar langt um-
fram það sem búast hefði mátt við.
Við erum að fara út í viðbót-
araðgerðir í markaðasmálum bæði
innanlands og utanlands. Ég hef
gert samninga um svokallaðar
Gestastofur bæði við Geysi og í
Reykholti, þar sem veittir eru
styrkir til að halda úti þjónustu á
þessum stóru ferðamannastöðum.
Ég hef gert samning við Hóla-
skóla til að efla fjarkennslu á sviði
ferðamála og við Vesturfarasetrið
á Hofsósi. Ég hef einnig lagt
áherslu á heilsutengda ferðaþjón-
ustu og menningartengda ferða-
þjónustu. Á sviði ferðamála hefur
því mjög margt verið að gerast.
Miklar breytingar hafa einnig
átt sér stað á sviði fjarskiptamála.
Ný fjarskiptalög tóku gildi í byrj-
un árs 2000, sem fela í sér geysi-
lega mikla breytingu í þjónustu við
alla landsmenn. Í lögunum er að
finna ákvæði um að ISDN-gagna-
flutningar séu skylduþjónusta á
sama verði um allt land. Þetta hef-
ur allt tekið tíma en Síminn áætlar
að í lok þessa árs verði búið að
koma þessari þjónustu um allt
land.
Tækniþróunin á þessu sviði er
hins vegar mjög ör. Í síðustu viku
var ég t.d. í heimsókn á Skálpa-
stöðum í Lundarreykjadal þar sem
verið að taka í notkun gervihnatta-
móttakara í sveitinni. Ég er sann-
færður um að þessi tækni mun
leysa mörg vandamál inn til dala
þar sem erfitt er að leggja ljósleið-
ara. Það er trú mín að gervi-
hnattatæknin og þessi þráðlausa
tækni muni að mörgu leyti leysa
gagnaflutningsvanda hinna dreifðu
byggða, og það ánægjulega er að
tæknin stenst fullkomlega sam-
keppni í verði við þá tækni sem
ljósleiðarinn byggist á.
Ég hef einnig lagt áherslu á að
lagður verði nýr sæstrengur til
Evrópu og hvatt til þess að Lands-
síminn dragi þar vagninn. Þarna
er bæði verið að hugsa um að auka
öryggi í gagnaflutningum en einn-
ig að tryggja nauðsynlega aukn-
ingu í bandvídd. Feiri símafyrir-
tæki þurfa að koma þar að málum.
Ég hef í mínum störfum sem
samgönguráðherra lagt sérstaka
áherslu á öryggismál sjómanna og
á öryggismál í flugsamgöngum
eins og ég vék að áðan. Við höfum
gert rammasamning við
Slysavarnafélagið Landsbjörg,
sem er algjör nýlunda, en hann
gerir ráð fyrir að félagið taki að
sér margvísleg verk á sviði örygg-
ismála, sem er í samræmi við lang-
tímaáætlunina sem unnið er eftir á
þessu sviði.
Ég tel því að við í samgöngu-
ráðuneytinu höfum verið að ná
miklum árangri og staðið fyrir
miklum breytingum og framförum
í öllum þáttum samgöngumála. Að-
alatriði er að við höfum burði til að
takast á við erfið mál hverju sinni
og gerum það þannig að það
standist skoðun. Ég er viss um, að
þegar litið verður um öxl munu
menn sjá að tímabær uppstokkun
og endurnýjun hefur átt sér stað í
mörgum þeim málum sem undir
samgönguráðuneytið heyra.“
ur um úrbætur til þess að koma í
veg fyrir að mistök endurtaki sig.
Ég er sannfærður um ágæti þeirra
manna sem annast þessi störf um
þessar mundir.
Ég kallaði einnig eftir því að Al-
þjóðaflugmálastofnunin gerði út-
tekt á störfum og verklagi Rann-
sóknarnefndarinnar og Flug-
málastjórnar. Það var gert og það
voru gerðar ýmsar athugasemdir
og breytingatillögur við starfsemi
þessara stofnana. Það hefur verið
tekið tillit til þeirra nú þegar en
sumar ábendingarnar birtast í
frumvarpi til laga um loftferðir
sem var lagt fram á Alþingi í haust
og nú er til meðferðar í þinginu. Í
frumvarpinu er verið að taka á
mörgum atriðum. Það gerir m.a.
ráð fyrir að gerð verði svokölluð
flugverndaráætlun. Einnig er gert
ráð fyrir að eftirlitshlutverk Flug-
málastjórnar verði hert. Ástæðan
fyrir því að við teljum ástæðu til
að tryggja enn betur stöðu Flug-
málastjórnar til eftirlitsins er sú
að á síðasta ári staðfesti ég reglu-
gerð sem felur í sér að litlu flug-
félögin verða nú að fara eftir JAR-
reglunum. Sum flugfélögin upp-
fylltu þessar reglur strax. Önnur
gerðu það ekki. En það er ekki
nóg að vera með þessar reglur því
það þarf að fylgja þeim fast eftir
af hálfu Flugmálastjórnar.
Þá gerist það hins vegar að litlu
flugfélögin, sem sum hver höfðu
verið með ýmsa hluti í ólagi, ráð-
ast gegn frumvarpinu sem, í
grundvallaratriðum, gengur út á
að auka flugöryggi í landinu. Og
það sérkennilega gerist einnig, að
fulltrúar Samfylkingarinnar og
Vinstri hreyfingarinnar í sam-
göngunefnd Alþingis, sem sumir
hverjir höfðu gagnrýnt Flugmála-
stjórn, ganga til liðs við sjónarmið
þeirra sem ekki vilja herða á kröf-
um. Stjórnarandstaðan hefur gert
allt sem hún hefur getað til að
koma í veg fyrir afgreiðslu frum-
varpsins. Í meirihluta samgöngu-
nefndar eru hins vegar traustir
menn sem hafa unnið afskaplega
vel að þessu máli.“
Setti mér skýr markmið
Við höfum farið yfir þau mál
sem mest hafa verið til umræðu á
síðustu misserum, en hvaða önnur
mál leggur þú mesta áherslu á í
þínu starfi?
„Þegar ég tók við starfi sam-
gönguráðherra setti ég mér strax
á fyrstu dögum skýr markmið. Ég
vildi endurskipuleggja ráðuneyti
upplýsingatækninnar og nýta upp-
lýsingatæknina við stjórnun. Það
höfum við gert. Þá setti ég mér
það markmið að flytja störf út á
land, efla fjarskiptakerfi um landið
allt undir kjörorði mínu að þau
eigi að vera allt í senn ódýr, örugg
og aðgengileg og loks að koma á
samræmdri samgönguáætlun. Í
öllum þessum málum hefur orðið
mikill árangur.
Ég skipaði strax hóp manna til
að vinna að samgönguáætluninni
undir forystu Vilhjálms Þ. Vil-
hjálmssonar, formanns Sambands
íslenskra sveitarfélaga. Hópurinn
skilaði skýrslu sem byggist á sam-
ræmdri áætlun til næstu 12 ára
um uppbyggingu vega, hafna, flug-
valla og almenningssamgangna.
Makmiðið var að nýta fjár-
munina, sem í þetta fara, sem allra
best. Þessum undirbúningi er lok-
ið. Í þinginu er frumvarp, sem ég
vona að verði samþykkt fyrir vor-
ið, en það fjallar um lögfestingu
samgönguáætlunar. Í haust verður
síðan lögð fram fyrsta samgöngu-
áætlunin, til næstu 12 ára.
Í minni tíð sem samgönguráð-
herra hafa farið auknir fjármunir í
vegi, hafnir og flugvelli. Við höfum
að mestu lokið við framkvæmdir egol@mbl.is
’ Þó að það væri ekki mitt að taka ákvörð-un um laun hans gerði ég stjórnarformann-
inum grein fyrir því að ég teldi ekki eðlilegt,
miðað við fimm ára samning, að verða við
þeim launakröfum sem uppi voru. Því varð
niðurstaðan sú, að forstjórinn fékk samning
til fimm ára, en langtum lægri laun en kröf-
ur hans stóðu til. ‘