Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 13
EINRÆKTAÐAR mýs deyja fyrr
en þær, sem getnar eru með eðlileg-
um hætti. Er hér um að ræða nið-
urstöður rannsóknar japanskra vís-
indamanna og bendir hún til, að
eitthvað fari úrskeiðis við einrækt-
unina þótt ekki sé annað að sjá á
klónuðu skepnunum en þær séu heil-
brigðar.
Umrædd rannsókn var ekki mjög
viðamikil og niðurstaðan því ekki
endanleg en þetta er samt í fyrsta
sinn, sem fylgst er með klónuðum
dýrum frá vöggu til grafar ef svo má
segja. Aðrar rannsóknir hafa einnig
bent til galla í klónuðum skepnum,
til dæmis hvað varðar líkamsstærð,
leg í kvendýrum og ónæmiskerfið.
Þá hefur því verið haldið fram, að
það kerfi í frumunum, sem stýrir
öldrun, sé gallað í einræktuðum
skepnum.
Kemur
ekki á óvart
Vísindamenn segja, að rannsókn-
in, sem birt var í tímaritinu Nature
Genetics, sé enn ein vísbending um,
að arfberarnir í klónuðum dýrum,
sem koma úr frumum fullorðinna
dýra en ekki eggi og sæði, hafi ekki
endurgerst með eðlilegum hætti.
Það komi síðan fram á skepnunni
með misalvarlegum afleiðingum.
„Þetta kemur mér ekki á óvart,“
segir dr. Rudolf Jaenisch, prófessor
í líffræði við MIT eða Tækniháskól-
ann í Massachusetts. „Rannsóknin
staðfestir þann grun minn og ann-
arra, að flest klónuð dýr séu eitthvað
gölluð.“
Vísindamenn, sem styðja meiri
rannsóknir á klónun, telja aftur á
móti, að gallana megi rekja til þeirra
aðferða, sem nú eru notaðar við
hana, og segjast fullvissir um, að
þær megi bæta.
Einræktun fer nú fram þannig, að
fyrst er fjarlægt erfðaefni úr eggi og
síðan er komið fyrir í því erfðaefni
annars einstaklings, til dæmis úr
húðfrumu. Klónaða afkvæmið verð-
ur því eftirmynd erfðaefnisgjafans.
Allar eins en þó ekki
Frá því að klónaða ærin Dolly leit
dagsins ljós 1997 hafa menn ein-
ræktað svín, kýr, geitur og mýs.
Við rannsóknina var fylgst með 12
klónuðum músum, sjö músum, sem
getnar voru eðlilega og sex, sem
urðu til við það, að óþroskaðri sæð-
isfrumu var sprautað inn í egg. Allar
voru mýsnar erfðafræðilega eins.
Í ljós kom, að í blóði klónuðu mús-
anna var meira af ammoníaki og lifr-
arensímum en í blóði hinna og benti
það til, að lifrin starfaði ekki eðli-
lega. Eftir 311 daga dó fyrsta klón-
aða músin og að 800 dögum liðnar
voru aðeins tvær þeirra á lífi. Þá var
ein af eðlilegu músunum dauð og
tvær þeirra, sem voru getnar með
sprautun. Við krufningu sást, að sex
klónuðu músanna voru með alvar-
lega lungnabólgu, fjórar með
skemmda lifur og tvær úr þessum
hópi voru með krabbameinsæxli.
Rannsóknir á öðrum hópi klónaðra
músa sýndi, að lítið var um mótefni í
blóði þeirra.
Klónuð dýr deyja
fyrr en önnur
Leyndir erfða-
gallar virðast
fylgja einræktun
Los Angeles Times.
HINN bandaríski James Bond,
Vernon Walters, er látinn 85 ára
að aldri. Walters sagði sjálfur að út
í hött væri að líkja honum við hug-
arsmíð rithöfundarins Ians Flem-
ing en óhætt er að segja að Walters
hafi um margt lifað ævintýralega
daga. Hann var um áratugaskeið í
hópi þekktustu embættismanna og
sérfræðinga um alþjóðamál í
Bandaríkjunum.
Walters þjónaði í Bandaríkjaher
í síðari heimsstyrjöld og hlaut
hershöfðingjatign. Eftir stríð vann
hann hjá George Marshall hers-
höfðingja, síðar utanríkisráðherra,
sem varð til þess að hann þjónaði
bæði Harry Truman og Dwight
Eisenhower í forsetatíð þeirra.
Walters talaði sjö tungumál og
var oft viðstaddur viðræður for-
seta Bandaríkjanna við erlenda
fyrirmenn. Einnig varð hann vitni
að ýmsum sögulegum atburðum,
t.d. þegar Truman rak Douglas
MacArthur hershöfðingja á meðan
á Kóreustríðinu stóð og Walters
var í Teheran árið 1953 þegar
bandaríska leyniþjónustan, CIA,
stóð fyrir valdaráni í þágu Írans-
keisara. Hann kom einnig að leyni-
viðræðum Bandaríkjamanna og N-
Víetnama á meðan á Víetnam-
stríðinu stóð og viðræðum við Pal-
estínumenn 1973.
Walters var aðstoðaryfirmaður
CIA á árunum 1972 til 1976 og
1981–1985 eins konar „hreyf-
anlegur“ sendiherra í forsetatíð
Ronalds Reagans. Frá 1985–1988
var hann sendiherra Bandaríkj-
anna hjá Sameinuðu þjóðunum og
1988–1991 var hann sendiherra í
Þýskalandi.
„Hinn bandaríski
Bond“ látinn
AP
Vernon Walters.
Washington. The Washington Post.