Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 14

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 14
14 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ GÖTURNAR iða af lífiþótt klukkan sé ekkiorðin níu að morgni.Dökkleitir karlmennmeð þykk yfirvarar- skegg hraða sér til vinnu, kringluleit- ar blökkukonur ýta barnavögnum á undan sér, huldar dökkum kuflum frá hvirfli til ilja svo aðeins glyttir í and- litin. Á götuhorni standa þrír gamlir menn með vefjarhetti og alskegg og rökræða hástöfum, og lagleg, svart- brýnd unglingsstúlka með hvítan höf- uðklút bíður eftir strætisvagni. Takt- föst banghratónlist glymur út úr kyrrstæðum bíl og blandast ilmi af ávöxtum og blómum sem virðast seld á hverju horni. Götumyndin gæti ver- ið frá Kairó, Amman eða Islamabad, ef ekki væri fyrir norrænan febr- úarhráslagann og skiltin sem hvar- vetna auglýsa Ekstrabladet, Tuborg og Jolly Cola. Þetta er Nordvest, eitt mesta innflytjendahverfi Kaup- mannahafnar. Að sjálfsögðu eru fjölmargir rauð- birknir og fölleitir Danir inn á milli, enda eru þeir enn í meirihluta íbúa hverfisins. Það er þó hingað, til Volls- mosehverfisins í Óðinsvéum eða til ákveðinna úthverfa Árósa, sem flestir beina augum sínum þegar talið berst að innflytjendum í Danmörku og vandamálunum sem þeim eru stund- um talin fylgja. Margir íbúar Nor- dvest þiggja atvinnuleysisbætur eða aðra félagslega aðstoð, og hverfið er líklega hið eina sem verðskuldar þann vafasama heiður að geta talist glæpa- hverfi Kaupmannahafnar, þótt yfir- leitt virðist allt með friði og spekt. Bjarke Huss finnst Nordvest heillandi staður, og vildi hvergi ann- ars staðar vinna. Hann er skólastjóri Frederikssundsvejskólans, þar sem 320 börn á aldrinum 5–16 ára stunda nám. 70% þeirra eru tvítyngd og eiga sér annað móðurmál en dönsku. Fjöl- skyldur þeirra koma frá meira en tuttugu löndum, þótt helstu tungu- málin sem heyrast í skólanum auk dönsku séu arabíska, úrdú, albanska, tyrkneska, kúrdíska og kínverska, auk fjölmargra Afríkumála og ensku, sem gripið er til þegar allt annað bregst. Margir nemendanna eru börn flóttamanna sem eru orðin stálpuð þegar þau byrja í skólanum, oft án þess að hafa nokkurn tímann áður fengið skipulagða menntun. „Skólastarfið er ótrúlega spenn- andi og mikil áskorun,“ segir Huss. „Hingað koma margir og spyrja hvort þetta sé ekki erfitt og hvernig okkur takist að koma í veg fyrir menningarárekstra, en staðreyndin er sú að þetta gengur allt ótrúlega vel. Möguleikarnir virðast óendanleg- ir. Hér kynnast börn, kennarar og foreldrar af alls kyns þjóðerni, trúar- brögðum og menningu, og skólinn hefur mjög alþjóðlegt yfirbragð. Þeg- ar börnin eiga að læra um eitthvert land eru töluverðar líkur á því að ein- hver eigi ættir sínar að rekja þangað, og geti sagt bekkjarfélögum sínum frá því, komið með mat til að gefa þeim að smakka og kennt þeim vin- sæla söngva og dansa. Það er ofsa- lega gaman.“ Ofuráhersla á neikvæða þætti Gangar Frederikssundsvejskólans eru fullir af prinsessum og sjóræn- ingjum, nornum og tígrisdýrum, því í dag halda börnin upp á öskudaginn. Ungir múslímar, búddistar og lúth- erstrúarmenn gera einbeittar tilraun- ir til að slá köttinn úr tunnunni, og fagna þannig saman síðasta gleðideg- inum fyrir hina kaþólsku páskaföstu. En menningarheimarnir verða ekki alltaf sameinaðir svo auðveld- lega í Danmörku. Danskir fjölmiðlar og stjórnmálamenn fjalla á hverjum degi um vandamál, glæpatíðni og of- beldi meðal innflytjenda, og hafa ver- ið harðlega gagnrýndir á hinum Norðurlöndunum fyrir að kynda und- ir fordómum og útlendingahatri með því að leggja ofuráherslu á hina nei- kvæðu þætti í málefnum innflytjenda. Arne Gram, varalögreglustjóri og skrifstofustjóri forvarnardeildar lög- reglunnar í Kaupmannahöfn, segir að innflytjendur og afkomendur þeirra séu hlutfallslega margir í hópi þeirra sem fremja glæpi í Danmörku, eink- um ofbeldis- og kynferðisglæpi. „Hin mikla glæpa- og ofbeldistíðni skýrist fyrst og fremst af því að innflytjendur búa hlutfallslega við mun lakari fé- lagsleg og efnahagsleg kjör en aðrir íbúar Danmerkur,“ segir Gram. „Margir þeirra eru atvinnulausir og einangraðir í lokuðum samfélögum í hverfum eins og Nordvest og Volls- mose, og glæpir og ofbeldi eru skil- getin afkvæmi slíkra aðstæðna.“ Gram segir að lögreglan reyni fyrst og fremst að fyrirbyggja glæpina með því að ná til unglingspilta, bæði með samstarfi við skóla og félagsmið- stöðvar, og í samráði við innflytjenda- samfélögin. Í mörgum þeirra hafa fullorðnir innflytjendur tekið sig sam- an og stofnað feðrahópa, sem hafa það að markmiði að leiðbeina piltun- um og koma í veg fyrir að þeir leiðist út í glæpi. Mohamed Gelle, formaður sam- taka innflytjenda í Danmörku, IND- sam, segir að þótt fólk af erlendum uppruna fremji hlutfallslega fleiri glæpi en aðrir íbúar Danmerkur, leggi fjölmiðlar of mikla áherslu á það. „Þótt ótrúlegt megi virðast eru aðeins rúm 7% íbúa Danmerkur inn- flytjendur,“ segir Gelle. „Af umfangi fjölmiðlaumræðunnar um vandamál meðal innflytjenda mætti ætla að við værum að minnsta kosti helmingur landsmanna. Innflytjendur í Dan- mörku eru áhyggjufullir,“ bætir hann við. „Þeim finnst óþægilegt að vera miðpunktur svo neikvæðrar umræðu, og ég veit um marga sem sleppa því að lesa dagblöð eða fylgjast með fréttum, því þær fjalla svo oft um inn- flytjendur á neikvæðan hátt. Umræð- an vekur fólki óöryggistilfinningu, og margir eru farnir að hugsa sér til hreyfings og vilja flytja úr landi. Því miður eru það helst hinir best stæðu og best menntuðu sem eru í aðstöðu til að flytja, hinir sitja eftir.“ Mörgum þykir Danski þjóðarflokk- urinn ýta undir ótta og tortryggni gagnvart innflytjendum með því að leggja áherslu á það sem miður hefur farið í aðlöguninni, og benda á mikla tíðni glæpa og ofbeldisverka meðal innflytjenda. Søren Espersen, fjöl- miðlafulltrúi flokksins, segir gagn- rýni flokksins beinast að fjölda inn- flytjenda, en ekki húðlit þeirra. „Síðustu áratugi hefur samsetning dönsku þjóðarinnar breyst algjör- lega,“ segir Espersen. „Það er ómögulegt að laga svo mikinn fjölda útlendinga að samfélaginu í einu, og niðurstaðan er sú að þeir hópa sig saman og hafa engin samskipti við aðra íbúa landsins. Nú er svo komið að við sitjum uppi með fátækra- og glæpahverfi eins og Nordvest, og það hefur aldrei gerst áður í Danmörku. Íbúarnir eru einangraðir og hafa ekki einu sinni lært almennilega dönsku, og auðvitað er það alvarlegt vanda- mál að margir koma frá gerólíkum menningarheimum. Allir útreikning- ar benda til þess að múslímar verði orðnir meirihluti landsmanna eftir 60 ár ef ekkert verður að gert.“ Staða kvenna ásteytingarsteinn Mohamed Gelle segir fullyrðingar um að innflytjendur séu að ryðja heimamönnum úr sessi út í hött. Hann bendir á að aðeins 7,5% íbúa Danmerkur séu af erlendum upp- runa, og það sé mun lægri tala en í flestum nágrannalöndunum. Þessi viðhorf virðist þó útbreidd, og margir tortryggi fólk frá öðrum menningar- heimum. „Ég hef búið í Danmörku í 20 ár, og ég þekki Dani,“ segir Gelle. „Langfæstir þeirra eru kynþáttahat- arar. Þeir eru hins vegar algjörir sveitamenn og hafa mjög takmarkað- an áhuga á að kynnast öðrum siðum og menningu. Það er svolítið eins og að heimsækja fólk í myrkviðum Afr- íku eða Papúu Nýju-Gíneu, sem held- ur að bletturinn sem það býr á sé all- ur heimurinn, eða að minnsta kosti eini hluti hans sem skipti nokkru máli.“ Einn stærsti ásteytingarsteinn menningarheimanna tveggja er staða kvenna í mörgum samfélögum inn- flytjenda. Málefni innflytjenda- kvenna hafa verið mjög til umfjöllun- ar í norrænum fjölmiðlum að undanförnu, eftir að baráttukonan Fadime Sahindal var myrt af kúr- dískum föður sínum í Svíþjóð í síðasta mánuði. Hún hafði krafist réttar síns til að velja sér eiginmann og taka sjálfstæðar ákvarðanir um eigið líf. Flestum sænskum nútímakonum þykja slík réttindi sjálfsögð, en í föð- urhúsum Fadime ríktu viðhorf sem fjölskyldan hafði flutt með sér frá þorpunum í fjallahéruðum Tyrk- lands. Sjálfstæði Fadime ógnaði veldi föðurins, sem taldi sig hafa ákvörð- unarrétt yfir örlögum fjölskyldu sinn- ar. Þegar hún eignaðist sænskan kærasta varð heiður ættarinnar fyrir slíku áfalli, að Fadime þurfti að gjalda fyrir með lífi sínu. Faðir hennar skaut hana til bana í lok síðasta mánaðar, aðeins 26 ára gamla. Hún hafði þá í fjögur ár barist fyrir því að vekja at- hygli á slæmum aðstæðum innflytj- endakvenna í kvenréttindaríkinu Sví- þjóð. Morðið vakti hörð viðbrögð og mikla athygli á stöðu kvenna í sam- félögum innflytjenda á Norðurlönd- unum. Þótt morð af þessu tagi geti ekki talist algeng, hafa þau beint at- hygli manna að þeirri siðvenju sem tíðkast í mörgum menningarheimum, að foreldrar velji börnum sínum maka og neyði þau til að ganga í hjónaband. Þúsundir manna hafa haldið útifundi víðs vegar um Norð- urlöndin og krafist þess að fólki af er- lendum uppruna verði veitt aukin að- stoð til að komast undan slíkum hjónaböndum. Ayse Deveci fæddist eins og Fa- dime í hinum kúrdíska hluta Tyrk- lands, en fluttist með fjölskyldu sinni til Danmerkur þegar hún var ellefu ára. Hún er lagleg, lífsglöð og bros- mild kona á fertugsaldri, en verður al- varleg og þungbúin á svip þegar hún talar um hjónaband sitt. „Ég vissi þegar frá barnsaldri að ég var lofuð frænda mínum,“ segir hún. „Þegar ég varð 16 ára ákváðu ættaröldungarnir, þar á meðal afi minn, að gera alvöru úr samkomulaginu. Sumarið eftir fóru foreldrar mínir með mig til Tyrk- lands, ég var gift frændanum gegn vilja mínum, og hann sneri með mér aftur til Danmerkur. Hjónabandið einkenndist frá upphafi af daglegu of- beldi, morðhótunum, andlegri kúgun og nauðgunum, öllu því versta sem hent getur nokkra konu.“ Deveci segir að ættingjar hennar hafi látið sem þeir tækju ekki eftir þjáningum hennar, og foreldrum hennar hafi ekki dottið í hug að hvetja hana til að skilja við manninn. „Sam- kvæmt íslömskum reglum gefur fað- irinn dætur sínar frá sér þegar hann giftir þær, og felur þar með tengda- syninum og fjölskyldu hans alla ábyrgð á velferð þeirra,“ segir Dev- eci. „Að tveimur og hálfu ári liðnu urðu kaflaskipti í lífi mínu þegar faðir minn veiktist af krabbameini. Áfallið varð til þess að ég tók líf mitt til gagn- gerrar endurskoðunar, gerði upp- reisn gegn fjölskyldu minni og skildi Farsælt hjónaband? Aðlögun innfæddra og aðfluttra íbúa Dan- merkur að fjölmenning- arlegu samfélagi hefur ekki alltaf gengið sem skyldi. Í annarri grein- inni um innflytjendur í Danmörku fjallar Sigríður Hagalín Björnsdóttir um skemmtilega menning- arblöndu og skelfilega menningarárekstra og stúlkurnar sem þeir bitna verst á. Morgunblaðið/Sigríður Hagalín AÐLÖGUN OG ÁREKSTRAR MENNINGARHEIMANNA Í DANMÖRKU Óvættir og hetjur birtast á skólagöngum á öskudaginn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.