Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 15
við manninn.“ Hún dregur andann
djúpt. „Ákvörðunin var hræðilegt
áfall fyrir fjölskylduna, og samband
okkar var afar erfitt fyrst á eftir. En
þau sættu sig við hana að lokum, og
mér tókst að ná fullum sáttum við föð-
ur minn áður en hann dó.“
Deveci lét sér ekki nægja að brjót-
ast út úr hjónabandinu, krefjast sjálf-
stæðis og verða sér út um kennara-
menntun, heldur hóf hún baráttu
gegn nauðungarhjónaböndum meðal
danskra innflytjenda. Árið 2000
stofnaði hún samtökin Brúna, þar
sem konur geta leitað ráðgjafar og
stuðnings til að komast hjá eða losna
úr nauðungarhjónaböndum. „Mér er
afar mikilvægt að nota lífsreynslu
mína til að láta gott af mér leiða, og
reyna að hjálpa kynsystrum mínum
til að brjótast út úr svipuðum aðstæð-
um og ég þurfti að gera,“ segir Dev-
eci. „Eina leiðin til að lifa með slíkri
fortíð er að nýta hana til góðs.“
Faðirinn höfuð fjölskyldunnar
Árið 2000 er talið að um 150 dansk-
ar stúlkur á aldrinum 15 ára til tví-
tugs hafi leitað sér aðstoðar, vegna
þess að fjölskyldur þeirra reyndu að
neyða þær í hjónaband. Stúlkurnar
eru flestar uppaldar í Danmörku,
dætur innflytjenda og flóttamanna
frá Tyrklandi, Pakistan, Sómalíu, Ír-
an og Írak. Þær eru nær allar músl-
ímar, og eiga flestar lítt menntaða
foreldra, sem bjuggu í sveitaþorpum í
heimalandi sínu áður en þeir fluttust
eða flúðu til Danmerkur. Utan heim-
ilisins hafa stúlkurnar hlotið sömu
menntun og orðið fyrir svipuðum
áhrifum og aðrir ungir Danir, en inn-
an vébanda heimilisins eru oft allt
önnur og eldri lögmál í gildi. Faðirinn
er höfuð fjölskyldunnar, sér henni
farborða og tekur allar mikilvægar
ákvarðanir fyrir hennar hönd. Hann
lítur í mörgum tilvikum á það sem
skyldu sína að útvega börnum sínum
maka við hæfi, oft frá sama þorpi og
fjölskyldan á rætur að rekja til. Þann-
ig getur hann tryggt að tengslin við
heimalandið haldist, börnin verði ekki
of vestræn í háttum og að fjarskyldur
ættingi komist til Danmerkur og geti
freistað gæfunnar.
„Þú mátt ekki halda að foreldrar
mínir hafi þvingað mig í hjónaband
vegna þess að þeim þætti ekki vænt
um mig,“ segir Ayse Deveci. „Þau
elskuðu mig heitar en nokkuð annað á
jörðinni. Ég held að allir foreldrar
vilji börnunum sínum aðeins það
besta, en við erum öll ofurseld þeim
siðum, reglum, viðhorfum og menn-
ingu sem við erum alin upp við, og það
er hræðilega erfitt að rísa upp gegn
öllu því sem manni hefur verið kennt.
Ég held að ég og fjölskylda mín höf-
um orðið fórnarlömb mörg þúsund
ára gamalla hefða, sem áttu engan
veginn við það samfélag og þá tíma
sem við búum við. Þær geta ekki átt
við í samfélagi þar sem þykir sjálfsagt
að konur njóti menntunar, jafnréttis
og sjálfstæðis, og auðvitað verða
árekstrarnir harðir þegar þessum
viðhorfum lýstur saman.“
Erik Bonnerup er formaður hug-
myndabanka danska innanríkisráðu-
neytisins um málefni innflytjenda, en
hlutverk hans er að safna saman upp-
lýsingum um innflytjendur og leita
leiða til að auðvelda aðlögun þeirra að
dönsku samfélagi. Hann segir að þótt
ætlunin sé ekki að steypa alla í sama
mót, sé ljóst að innflytjendur verði að
tileinka sér margvísleg dönsk gildi,
eins og jafnrétti kynjanna.
„Aðlögunin þarf að taka til allra
þátta upp að ákveðnu marki,“ segir
Bonnerup. „Auðvitað blöndum við
okkur ekki í trúarbrögð fólks, menn-
ingu eða siði, en hér gilda ákveðnar
ófrávíkjanlegar reglur um réttindi
fólks. Ég held að það sé ómögulegt að
koma dönskum viðhorfum á framfæri
við innflytjendafjölskyldur í gegnum
börnin, eins og hefur verið reynt, það
veldur bara átökum innan fjölskyld-
unnar. Eina leiðin liggur í gegnum
foreldrana, og aukna hlutdeild þeirra
í atvinnulífinu. Ef þeir komast út á
vinnumarkaðinn og fara að upplifa sig
sem hluta af dönsku samfélagi, hefur
það jákvæð áhrif á alla fjölskylduna,
og börnin alast upp í umhverfi sem
ber sterk einkenni beggja menning-
arheimanna, án þess að þurfa að gera
upp á milli þeirra eða líta á þá sem
andstæður.“
Ayse Deveci tekur í sama streng.
„Þegar útlendingur aðlagast nýju
samfélagi merkir það ekki að hann
þurfi að gleyma allri þeirri menningu
og gildum sem hann hafði með sér í
farteskinu frá upprunalandinu, en
hann þarf líka að vera opinn fyrir nýj-
um gildum. Maður þarf að velja það
besta frá báðum menningarheimum,
annars staðnar maður. Og menningin
deyr út ef hún fær ekki að þróast og
verða fyrir nýjum áhrifum.“
Höfuðblæjan ekki áhyggjuefni
Höfuðblæja múslímskra kvenna er
mörgum tákn um kvennakúgun og
aðra annmarka á íslam, og ungar
stúlkur sem ákveða að taka siðinn
upp í Danmörku þurfa fljótt að venj-
ast augnagotum og ókvæðisorðum í
almenningsvögnum og úti á götu.
Þótt flestum stúlkum sé í sjálfsvald
sett hvort þær taki að ganga með
blæjuna þegar þær komast til vits og
ára, er nokkuð algengt að sjá litlar
stúlkur með hulið hárið. Erik Bonne-
rup segir að Danir séu yfirleitt hættir
að hafa áhyggjur af höfuðblæjunni.
„Þeirri spurningu hefur verið velt
upp hvort það sé ekki ósanngjarnt
gagnvart stúlkunum að merkja þær
svona rækilega á barnsaldri þegar
þær eru að byrja í skóla,“ segir
Bonnerup. „Staðreyndin er þó sú að
það er ekki blæjan sem við þurfum að
hafa áhyggjur af, heldur hvort þær
eignist vini meðal danskra bekkjar-
félaga sinna og mæti í afmælin, en
loki sig ekki af og tali bara tyrk-
nesku.“
Bjarke Huss segir að eitt af helstu
verkefnum Frederikssundsskólans
sé ekki aðeins að kenna tvítyngdum
börnum dönsku, heldur að kynna þau
fyrir dönskum siðum, venjum og við-
teknum viðhorfum. Þau komist til
dæmis rækilega að raun um að ekki
þurfi síður að hlýða kvenkyns kenn-
urum en karlkyns. „Fjölskyldur úr
sumum menningarheimum hafa aðra
skoðun á þessum málum og við höfum
stundum fengið til okkar litla prinsa,
sem eru vanir að ráða öllu sem þeir
vilja,“ segir Huss og glottir. „En þeir
eru yfirleitt fljótir að átta sig á því að
þannig sé það bara ekki hér, og þeir
séu ekki yfir neinn hafnir. En það er
afar mikilvægt að finna leið sem allir
geta sætt sig við, og skólinn verður að
sýna siðum og reglum fjölskyldnanna
virðingu. Okkur finnst sjálfsagt að
stúlkur komi með höfuðblæjur í skól-
ann, en þær mega ekki blakta lausar í
leikfimi og sundi, því það getur verið
hættulegt. Og í leikfimi og sund skulu
þær, þar er engrar undankomu auðið.
Ef þær mega ekki vera berar og baða
sig innan um aðra, þá fara þær í
sturtu aðeins fyrr eða aðeins síðar en
hinar stelpurnar.“
Allt ætlar um koll að keyra í
íþróttasal Frederikssundsvejskólans,
þegar vaskur Harry Potter kemur
höggi á tunnuna og sælgætið flæðir út
á gólf. Nokkrar dökkeygar prins-
essur og álfameyjar samþykkja þó að
gera hlé á karamellutínslunni til að
sitja fyrir á mynd. Þær virðast þó
undrandi á íslenskum hreimnum. „Af
hverju talarðu svona skringilega?“
spyr sú minnsta, sem skartar hvítum
höfuðklút. Greinarhöfundur gerir
veikburða tilraun til að verja dönsku-
kunnáttu sína, en sú stærsta grípur
fram í og tilkynnir vinkonum sínum:
„Hún er ábyggilega frá Jótlandi, það
kann enginn að tala almennilega
dönsku þar.“ Þær skellihlæja framan
í myndavélina og hlaupa svo út í grá-
an Kaupmannahafnarveturinn.
Skólayfirvöld gera engar athugasemdir við að stúlkur beri höf-
uðblæjur í skólanum.
AYSE DEVECHI:
Foreldrar hennar vildu
henni vel þegar þeir
þvinguðu hana 16 ára
gamla í hjónaband.
BJARKE HUSS:
Lítur á það sem forrétt-
indi að starfa við einn
grunnskólanna í Nord-
vesthverfinu.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 15
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
2
00
2
Þú átt skilið það besta
Tilboð á stillanlegum
rúmum með .
heilsudýnu
sem þróuð
er af NASA
Afhent
TEMPUR PEDIC, INC
Í viðurkenningarskyni fyrir þýðingarmikið framlag við yfirfærslu geimferðatækni
yfir í einkageirann. Til að bjarga mannslífum, skapa efnahagsleg tækifæri
og bæta lífsgæði alls mannkyns.
Veitt af bandarísku loftferða- og geimvísindastofnuninni
maí 1998
Daniel S. Goldin Framkvæmdastjóri
Glæsilegir lúxusstólar
á f e b r ú a r t i l b o ð i
-HEILSUKODDAR
Faxafeni 5 • 108 Reykjavík • Sími 588 8477 • betrabak@betrabak.is • www.betrabak.is
Opið: Mán. - fös kl. 10-18 og Laugardaga kl. 11-16
Vertu viss um að gæðin nái í gegn.
• 2 x 50.000 NW Power lyftimótorar.
• 3 nuddmótorar með 7 nuddkerfum.
• Öryggisbúnaður á nuddmótorum.
• Loftfjarstýring.
• Rennur til baka við lyftingu baks.
• Sér koddastilling.
• 10 ára ábyrgð á rafhlutum.
Yfir 32.000
sjúkraþjálfarar,
kírópraktorar
og læknar um
heim allan
mæla með
Tempur Pedic,
þ.á.m. á Íslandi.
Opinber verðlaun
NASA til Tempur Pedic
Gravity Zero Super
Stillanlegir botnar
Robert Trussell, forstjóri Tempur Pedic (hægri), tekur við
verðlaununum frá yfirmanni NASA, Daniel S. Goldin.
– við athöfnina og á
frét tafundinum sem
haldinn var á Alþjóðlegu
loftferða- og geim-
v í s i n d a s t o f n u n i n n i
(NASA), Washington
D.C. í Bandaríkjunum
þann 6. maí 1998.
Ath. Tempur dýnan er
eina dýnan í heiminum
sem fengið hefur
þessa viðurkenningu
frá NASA.
VARISTeftirlíkingar!!!
I
i lí i
!!!
Stillanlegur
hnakkapúði