Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ SNIGLAVEISLA Ólafs Jó-hanns Ólafssonar verðurfrumsýnd í London ámorgun, mánudag, eftirgóðar viðtökur á forsýn- ingum frá því í byrjun febrúar. Verkið er á fjölum Lyric-leikhúss- ins á Shaftesbury Avenue, stein- snar frá Piccadilly Circus, í hjarta miðborgarinnar. Leikarar sem taka þátt í upp- færslunni eru ekki af verri endan- um, en frægastur þeirra er þó án efa David Warner, sem margir kannast við úr kvikmyndaheimin- um. Hann hefur ekki stigið á breskt leiksvið í nærri þrjátíu ár, og hafa bresk blöð gert endurkomu hans góð skil og fjallað af samúð um bar- áttu hans við sviðsótta og heilsu- brest á þessu tímabili, enda hefur hann sjálfur talað mjög opinskátt um þann vanda. Sniglaveislan hefur því notið athygli breskra fjölmiðla með óbeinum hætti meðan á að- draganda frumsýningarinnar hefur staðið. Aðrir leikendur koma aðdá- endum bresks sjónvarpsefnis meðal íslensks almennings kunnuglega fyrir sjónir, ekki síst Sorcha Cu- sack, sem m.a. hefur leikið í þátt- unum um lögreglumanninn geð- vonda, Morse. Blaðamaður Morgunblaðsins var á ferðinni í Lundúnum í liðinni viku og náði tali af leikstjóra verksins, Ron Daniels, en hann hefur getið sér gott orð fyrir störf sín á sviði leiklistar bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann starfaði um skeið sem listrænn stjórnandi The Other Place Theater í Stratford- upon-Avon, sem rekið er af Royal Shakespeare Company, en þar er hann enn heiðursstjórnandi. Þegar Ron er spurður að því hvort það sé ekki töluvert stökk fyrir hann, sem mest hefur unnið með verk Shakespeares, að snúa sér að uppsetningu eftir íslenskan höfund sem er tiltölulega lítt þekkt- ur í Bretlandi segir hann svo ekki vera. „Sjálfur kem ég enn lengra að, frá Brasilíu, og það vill svo til að meginhluti ævistarfs míns hefur farið í það að sviðsetja annars vegar verk Shakespeares og hins vegar verk sem eru alveg ný af nálinni. Að vísu er ég í síauknum mæli að setja upp óperur, en það hefur einungis verið á síðari árum. Ég vonast líka til þess að leikstýra mynd á þessu ári, svo ég vinn svo sem í öllum miðlum,“ segir Ron. „Ég vann hér á Englandi, bæði í London og í Stratford, um 25 ára skeið fyrir The Royal Shakespeare Company, en undanfarin ár hef ég þó búið í Bandaríkjunum og unnið á eigin vegum að margvíslegum verk- efnum. Vinnan við Sniglaveisluna er því alveg á sömu nótum og annað sem ég hef fengist við í gegnum tíð- ina, ég hef alltaf unnið mikið með nýjum höfundum.“ Ron segir tengslin á milli vinnu sinnar við Shakespeare og vinnu við ný verk alveg rökrétt. „Það er áhugaverð staðreynd að þessir miklu klassísku textar gamla meist- arans hafa mikil áhrif á það hvernig maður nálgast það raunsæi sem flestir samtímahöfundar eru að vinna með og öfugt. Ég er mjög hrifinn af Shakespeare, en geri mér einnig grein fyrir að verk nútíma- skálda eru mér alveg nauðsynleg til þess að viðhalda ferskleika, spennu og lífi í viðhorfum mínum til starfs- ins.“ Hann segist einnig hafa unnið töluvert með aðra klassíska meist- ara á borð við Ibsen og Strindberg, „en áhugi minn á nýjum leikverkum og löngun til að vinna með nýjum höfundum er líklega helsti drif- krafturinn í lífi mínu. Og vinna við eitthvað á borð við þetta verk, þar sem ég er með splunkunýtt handrit í höndunum, er ákaflega spenn- andi“. Blaðamanni lék nokkur forvitni á að vita hvernig það bar til að þetta íslenska verk rataði á fjalirnar á Shaftesbury Avenue. Ron segist ekki hafa átt frumkvæði að sam- starfinu en það hafi heldur ekki orð- ið fyrir atbeina umboðsmanna. „Þetta gerðist alfarið í gegnum sameiginlegan vin okkar Ólafs, Jeffrey Sine, sem er reyndar einn framleiðenda þessarar uppsetning- ar sem og kvikmyndarinnar sem ég er að fara að vinna við. Hann sendi mér leikritið. Hann er reyndar einn minna elstu og bestu vina og jafn- framt samstarfsmaður Ólafs – hann var sá lögfræðingur sem bar ábyrgð á samningunum á milli netfyrirtæk- isins AOL og Time Warner. Eftir að hafa lesið verkið hafði ég samband við Ólaf og við fórum að vinna saman.“ Þegar Ron er beð- inn að lýsa því sam- starfi segist hann hafa álitið nauðsyn- legt að skýra betur þau skilaboð sem fel- ast í verkinu. „Það var mjög þétt og margt sem í því var tilheyrði sértækum heimi Íslands. Ég bað Ólaf því að víkka það aðeins út og sú vinna hefur skilað undra- verðum árangri.“ Verkið fjallar um átök tveggja manna, auðjöfurs og ókunnugs kennara sem kemur óvænt inn á heimili hans, og þeirra ólíku heima sem þeir hrærast í. En Ron segir þó einnig slegið á aðra mikilvæga strengi í verkinu. „Það fjallar ekki síður um ólík lífsviðhorf, þ.e.a.s. íhaldssamt og frjálslynt, sambandið á milli feðra og sona, og síðast en ekki síst veikleika og styrk einstak- linga. Styrkur verksins sem heildar liggur í því að það er í mörgum ólík- um lögum, sem leiðir að lokum til þess að það afhjúpar þá samfélags- gerð sem við búum við. Hinn stöð- ugi undirtónn er átök á milli ólíkra lífsviðhorfa.“ Meginpersóna verksins, Karl, hefur að mati Rons tekið nokkrum breytingum í þessari leikgerð, en hann lýsir honum sem „hægrisinn- uðum og íhaldssömum manni, sem er næsta ófyrirleitinn. En hann á sér jafnframt heillandi, geðfellda og aðlaðandi hlið. Andspænis honum stendur ungur maður, sem er boð- beri sannleikans, en um leið óskap- lega hræddur við lífið. Hann er hæverskur en skortir styrk til að takast á við það sem lífið hefur upp á að bjóða. Samleikur þessara tveggja manna og það hvernig þeir endurnæra hvor annan verður til þess að ýmislegt sem áður hafði verið á huldu í lífi þeirra kemur upp á yfirborðið. Þessi afhjúpun á ólíku lífi þeirra verður að mínu mati að mjög skemmtilegu leikhúsverki. Í því er hvorki að finna góðu hetjuna né vonda manninn, því allir eiga sér tvær hliðar – allir eru margþættir persónuleikar. Tvíhyggjan í verk- inu er mikill styrkur að mínu mati,“ segir Ron. Þegar Ron er spurður nánar út í samstarf sitt við Ólaf og þær breyt- ingar á verkinu er miðuðu að því að gera það minna sértækt hvað ís- lenskan veruleika varðar segir hann að það hafi verið skrítið hversu fljótt þeir hættu báðir að hugsa um Ísland annars vegar og umheiminn hins vegar. „Við unnum bara í verkinu sjálfu. Hann var á Ís- landi og ég í New York og ég sendi honum mínar tillögur með tölvu- pósti. Hann vann úr þeim og þannig gekk þetta á milli. Ólafur tók við öll- um mínum athugasemdum á mjög skapandi máta, og það var gaman að eiga þátt í samstarfi sem gekk upp með þessum hætti.“ Ron segir að hann hafi langað mikið til þess að fá David Warner til samstarfs við þá og þeir hafi því sent honum handritið. „Það var mér mikil ánægja að Warner skyldi vilja stíga aftur á svið í London í þessu verki. Það sem gerir það enn áhugaverðara er að aðalpersónan sem hann leikur, Karl, er mjög ólík- ur honum sjálfum. David er þessi skrítni Englendingur sem býr yfir hjarta úr gulli, þótt hann hafi leikið margan óþokkann á sjónvarps- skjánum. Þarna er um skemmtileg- ar andstæður að ræða er verða til þess að tvíhyggjan í verkinu sjálfu afhjúpast betur og betur eftir því sem David finnur sig betur í hlut- verkinu.“ Svo vel vildi til að Ólafur Jóhann var kominn til Englands og var ein- mitt staddur í húsinu á meðan blaðamaður var að spjalla við leik- stjórann. Því var tilvalið að fá að eiga við hann nokkur orð um upp- setninguna og þá upplifun að sjá leikverk sitt lifna við öðru sinni á stuttum tíma og að þessu sinni í West End. Blaðamanni lék forvitni á að vita hvort það hefði ekki verið spenn- andi fyrir höfund sem ekki hefur skrifað mörg leikrit að fá að vinna með jafnreyndum manni og Ron Daniels. „Ron er frábær maður,“ svarar Ólafur Jóhann með áherslu í upphafi samtals, „og ferlið hefur allt verið mjög skemmtilegt. Hann skilaði mér í raun ritgerð um verkið strax í upphafi enda er slík greining hans sterka hlið. Þar kom fram hvernig hann sæi leikritið, persón- urnar og hvað lægi þar að baki. Þetta var tíu blaðsíðna ritsmíð og verkið greint í smáatriðum, sem var auðvitað mjög athyglisverð lesning fyrir mig. Síðan fór þetta þannig fram að ég sendi honum eitthvað á tölvupósti á kvöldin og þegar ég vaknaði á morgnana var ég búinn að fá eitt- hvað frá honum til baka.“ Ólafur Jó- hann hlær og segir tímamismuninn á milli Íslands og New York hafa hjálpað þeim heilmikið. Þegar blaðamaður spyr hvernig honum hafi fundist að nálgast þann Átök ólíkra lífsviðhorfa Verk Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Sniglaveislan, verður frumsýnt í London á morgun. Í viðtali sem Fríða Björk Ingvarsdóttir átti við leikstjórann Ron Daniels kemur í ljós að sýningin átti sér óvenjulegan aðdraganda því afar fá verk rata rakleiðis á svið markaðsleikhúsanna í West End. Ron segir þeim hafa tekist að fá nauðsynlega fjárfesta í lið með sér og því hafi draumurinn getað orðið að veruleika. Aðalpersónurnar, sem eru á sviðinu nánast allan tímann, þeir David Warner og Philip Glenister. Leikendur í Sniglaveislunni: David Warner, Philip Glenister, Sorcha Cusack og Siwan Morris. Leikstjóri Sniglaveisl- unnar, Ron Daniels. Ólafur Jóhann Ólafsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.