Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 22

Morgunblaðið - 17.02.2002, Page 22
Birna Anna á sunnudegi ÞAÐ fýkur alltaf jafnmikið í mig þegar égles viðtöl við KateWinslet. Svo virðist sem blaðamenn geti ekki tekið viðtal við þessa hæfi- leikaríku, gullfallegu leik- konu án þess að taka það fram hversu „frábært“ það sé að hún hafi náð jafn langt í Hollywood og raun ber vitni án þess að uppfylla hefðbundar útlitskröfur. Vegna þess að hún er „tja, kvenlega vaxin“. Þegar hún er búin að segja frá kvik- myndinni sem hún var að leika í, tala um bransann, líf- ið og tilveruna þarf hún allt- af að svara spurningum um líkamsvöxt sinn og segja hluti á borð við „ég er stolt af því að sýna eðlilegan lík- ama í kvikmyndum“. Auðvit- að er þetta gott og blessað, en það að hún þurfi að taka þetta fram er náttúrlega óþolandi. Að staðan sé sú að kona eins og Kate Winslet, sem nota bene er langt fyrir ofan meðallag hvað líkams- fegurð varðar, þurfi að verja útlit sitt í blaðaviðtölum. Svo halda blaðamennirnir áfram og hrósa henni fyrir kjark- inn, það er að segja að vera ekki búin að gefast upp og fara í megrun eins og ALL- AR leikkonur sem vilja meika það í Hollywood, „hún er ótrúlega kjörkuð hún Kate, að synda svona móti straumnum“, segja þeir, og þyngja svo strauminn með því að eyða heilli klausu í að fjalla um það í miklum smá- atriðum hversu ótrúlega vel hún hafi „náð sér eftir barns- burðinn“. Kate Winslet er ekki feit. Hún er ekki einu sinni þybbin. Hún er vel vax- in, punktur. Ekkert en. Nema á þeim vettvangi þar sem fegurðarímynd kvenna er mótuð. Þar er hún „óvenjuleg“, sem leiðir af sér að flestallar konur eru það líka. Erlend kvenna- og tísku- blöð skrifa með reglulegu millibili greinar um konur í „bransanum“ sem „leyfa sér“ að vera kvenlegar og komast upp með það. „Kjarkaðar konur“ sem eiga ekki við át- röskun að stríða, a.m.k. ekki um þessar mundir. Nýlega birtist slík grein í People magazine þar sem fjallað var um þessar „duglegu konur“ sem láta þrýsting bransans ekki ná tökum á sér. Þar voru konur á borð við Drew Barrymore, Catherine Zeta Jones, Jennifer Lopez og Halle Berry. Tónninn í greininni var svo sá að hinni almennu konu ætti að líða vel því Drew, Catherine, Jennifer og Halle væru nú ekkert svo mjóar eftir allt saman. Þetta er náttúrlega stórbrenglað. Í sama tímariti skömmu áður var grein um það hvernig velgengni og það að grennast fer saman hjá leikkonum. Þær þurfa að verða mjóar til að slá í gegn og svo þegar þær eru búnar að því verða þær gjarnan enn mjórri. Er þetta sér- staklega algengt í sjónvarpi og er kenning People sú að þar séu þær að reyna að stíga skrefið upp á hvíta tjaldið með því að grenna sig eins mikið og mögulegt er. Voru leikkonurnar í sjón- varpsþáttunum Friends teknar sem dæmi. Bæði Jennifer Aniston og Courtn- ey Cox hafa mjókkað mjög á þeim árum sem þættirnir hafa gengið og er jafnvel sagt að þær séu í eins konar megrunarkeppni sín á milli. Margar aukaleikkonur í þátt- unum Ally McBeal hafa gef- ist upp á því að líta út eins og „beljur“ við hliðina á Ca- listu Flockhart og ann- aðhvort hætt, eins og Courtney Thorne-Smith, eða fengið anorexíu eins og Portia de Rossi. Það er nátt- úrlega alveg hræðilegt að vita þessa hluti og hálf- skammarlegt að segja frá því, en ég veit að sama hversu mikið maður reynir að hafa harðan skráp gagn- vart þessu megrunar-mjónu- fullkomnu-kvenímyndarhjali, þá er það meira en að segja það. Og sama hversu erfitt við eigum með að viðurkenna það, þá hefur þetta áhrif. Nýjasta dæmið og eitt það ótrúlegasta sem sést hefur lengi er kvikmyndin Shallow Hal. Þar skín gildismat þeirra sem skapa hina full- komnu kvenímynd í gegn í sinni tærustu og ósvífnustu mynd. Nú er boðskapur sög- unnar líklega að flestra skapi, það er að segja að það sé ekki hin ytri fegurð sem skiptir máli heldur hið óáþreifanlega fyrirbæri „innri fegurð“. En myndin í heild sinni er hins vegar í fullkominni mótsögn við boð- skap hennar. Myndin gengur út á það að Hal, sem vill bara fullkomlega útlítandi konur, er dáleiddur þannig að hann „sér“ innri fegurð kvenna. Sé kona falleg að innan, þá sér hann full- komlega „fallega“ konu þó að konan sé „í alvörunni“ ljót, feit eða hvort tveggja. Svo hittir hann stúlku sem er einmitt hvort tveggja og það ekkert smá, en hún er svo falleg að innan að Hal sér Gwyneth Paltrow í hennar stað. Hal verður ástfanginn, kemst svo að því að hún er ekki öll þar sem hún er séð, en vill hana samt. Það sem truflar mig hér er sú leið sem er farin að því að sýna innri fegurð feitrar konu, það er að segja að láta hana fá útlit þvengmjórrar þokka- gyðju. Fyrir vikið verður þroskaferli Hals einkar ótrú- verðugt þar sem ástæða þess að hann varð upphaflega ást- fanginn af henni var „útlit hennar“. Það er frekar öm- urlegt að horfa upp á það að ekki sé hægt að finna aðra leið til að „sýna“ innri fegurð konu, sem skortir hana að utan, en með ytri fegurð. Og finnst manni þá allt tal um hina dularfullu innri fegurð, sem á svo sannarlega að jafngilda eða yfirskyggja hina ytri, orðin tóm. Alveg eins og tal blaðamannanna sem hrósa Kate Winslet fyrir að „þora að vera hún sjálf“, en þurfa samt alltaf að taka það fram með glotti út í ann- að að hún fari nú „svolítið ótroðnar slóðir hún Kate“. Hin dularfulla innri fegurð Morgunblaðið/Ásdís bab@mbl.is 22 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ D VALIÐ hjá djúpu vatni heitir einn kaflinn í Steinn Steinarr, Leit að ævi skálds, seinna bindi eftir Gylfa Gröndal. Í þessu viðamikla og læsilega riti er margt að finna um ævi skáldsins og skáldskap og margar heimildir tíndar til. Dvalið hjá djúpu vatni er stutt handrit en merkilegt fyrir það að vera fyrsta gerð Tím- ans og vatnsins, einnar kunnustu ljóðabókar skáldsins. Gylfi hefur margt eftir Hannesi Sigfússyni. Frá honum er runnin frásögn af því þegar Hannes heimsótti Stein Steinarr í Stokk- hólmi nokkrum sinnum í viku stundvíslega klukkan tólf og vakti hann: „Mig grunaði að hann hefði sofið skemur en ég,“ heldur Hannes áfram, „kannski dundað við orð og setningar í næturkyrrðinni þegar aðr- ir sváfu, því það lágu stundum pappírsarkir á gólfinu við rúmstokkinn áður en hann steig fram úr og kom þeim á vísan stað.“ Gylfi nefnir skáld sem þeir Steinn og Hannes lásu enda var þá margt að gerast í sænskri ljóðlist, hin svonefndu skáld fimmta áratugar að koma fram og áhrif T.S. Eliots mikil. Karin Boe og Erik Mesterton höfðu þýtt Auða landið, The Waste Land, eftir Eliot og Steinn lagði hart að Hannesi að þýða það á íslensku. Skáld eins og Erik Lindegren voru komin fram með sínar „sprengdu sonnettur“ í mannen utan väg (1942), Gunnar Ekelöf sótti í súrrealismann og fleiri merk skáld voru að bylta ljóðforminu. Þótt Steinn heillaðist líka af Nils Ferlin, alþýðlegra skáldi sem var honum að mörgu líkur, einkum í gamankvæðunum, er líklegt að brautryðjendur ljóðformsins hafi höfðað fremur til hans. Þetta vitnar Dvalið hjá djúpu vatni um og síðar Tíminnn og vatnið. Greinileg áhrif frá Erik Lindegren komu síðar fram hjá Hannesi Sigfússyni, einkum skiptir bókin Vinteroffer máli að því leyti. Upp úr Dvalið hjá djúpu vatni verð-ur Tíminn og vatnið til (líklega út-gefið 1948), þetta einkennilegaljóð Steins, en eftir það orti hann aðeins fáein kvæði. Fleiri skáld voru í Stokkhólmi um þessar mundir. Magnús Ásgeirsson var hrifnastur af hefðbundnum skáldum eins og Hjalmar Gull- berg og þýddi mikið eftir hann. Einnig þýddi hann óbundið ljóð eftir Artur Lundkvist með hefðbundnu sniði. Leitt er líkum að því að Steinn hafi ekki þorað að biðja Magnús að þýða Auða landið eftir Eliot því að hann myndi ríma það. Steinn var mest fyrir nýstárleg skáld.Þýðing Auða landsins fékk að bíðaeftir Sverri Hólmarssyni því aðHannes Sigfússon gafst upp á þýð- ingunni en náði að verða fyrir varanlegum áhrifum af ljóðinu. Upphaf ljóðsins fannst þó síðar í fórum Magnúsar Ásgeirsonar. Það er ekki fjarri lagi að stuðlarnir sæki á Magnús í þessu sýn- ishorni: Apríl er grimmastur allra mánaða – vekur blóm upp úr dauðum berangri, blandar saman þrám og minningum, kitlar dofnar rætur með regni. Veturinn hélt á oss varma, hjúpaði jörðina í mjöll og gleymsku, geymdi lífsvott í þurrum laukum. Forvitnilegt er að lesa um þriggja vikna glímu Hannesar Sigfússonar við Eliot: „Textinn var undarlega sundurlaus og virt- ist tæplega hanga saman á ljóðrænum rök- um,“ skrifar hann, „hvert stílbragðið tók við af öðru, og vankunnátta mín í ensku leiddi mig hvað eftir annað á villigötur. Þó var verkið með nokkrum hætti spennandi, eins og að ráða krossgátu með sífelldum uppslætti í orðabók og textaskýringar ... Ég hafði aldr- ei komist í snertingu við jafnundarlegan skáldskap, og í miðju kvæði varð ég að leggja niður pennann og viðurkenna ósigur minn.“ Steinn hafði upphaflega hugsað sér að sækja nafngiftir í athugasemdir Eliots við Auða landið, t. d. í Veda-bækurnar, Parsival, Graal og Ódysseif og styðst Gylfi þar við kannanir Sveins Skorra Höskuldssonar. En Steinn felldi niður öll heiti úr Tímanum og vatninu og kom þannig farsællega í veg fyrir of náin tengsl við Auða landið. Skyldleika við Auða landið má þó finna, einkum í sérstæðri myndbeitingu, en enginn myndi kalla Stein lærisvein Eliots. Læri- sveinninn er frekar Hannes Sigfússon í Dymbilvöku því að „misskilningur“ Hannesar á Eliot kom ýmsu góðu til leiðar í hans eigin skáldskap sem átti eftir að vekja mikla at- hygli, einkum Dymbilvaka. Eins og Gylfi drepur á og fleiri hafa gert liggur ekki mikið eftir Stein frá síðustu árum hans. Ljóst er að dvöl hans í Stokkhólmi sem kostuð var af útgefanda hans, Ragnari í Smára, hefur orðið honum heilladrjúg, sam- anber arkirnar fyrrnefndu sem hann vildi ekki láta liggja á glámbekk þegar hann fór loks á fætur eftir „reglulegt“ bóhemlíf sem fólst í tartalettuáti, bjór og snafs vegna kyn- legra veitingasiða Stokkhólmsbúa. Frá því öllu hefur Hannes Sigfússonsagt í minningum sínum.„Helgiljóðið“ Tíminn og vatniðfjallar vitanlega um Stein sjálfan, ást hans og einmanakennd m.a. en líka trúar- þörf eins og menn hafa og munu velta fyrir sér. Samt skiptir máli það sem Steinn fékk hjá Archibald MacLeish: „Ljóð á ekki að merkja eitthvað heldur vera.“ Það er til- gangur ljóðlistarinnar þrátt fyrir allt. Bæta má við að ljóð þessa bandaríska skálds eru líkari Tímanum og vatninu en Auða landið, enda má reikna með því að Steinn hafi kynnt sér skáldskap hans. Gamankvæði Steins sem gerðu hann mjög vinsælan eru ólík Tímanum og vatninu og lokaljóðunum þar sem Formáli á jörðu rís einna hæst. Í bók Gylfa kemur fram að síð- ustu ljóðin séu leið burt frá Tímanum og vatninu en með jafnsannfærandi hætti má segja að þau séu framhald þeirrar bókar sem án efa verður talin meðal helstu ljóðabóka tuttugustu aldar og mikið afrek í íslenskum skáldskap. Ljóðin í Tímanum og vatninu voru það djúpa vatn sem menn þreytast ekki á að vitna til. Í Formála á jörðu sendir skáldið hugsun sína „íklædda dularfullum/ óskiljanlegum/ orðum“. Dvalið hjá djúpu vatni Steinn Steinarr. Það lágu stundum pappírs- arkir á gólfinu við rúmstokkinn. AF LISTUM Eftir Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.