Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 23
ÞESSA daga höfum viðsem störfum við listir ogmenningu margt til aðhafa áhyggjur af. Ein-hver duglegasti og
framsæknasti menntamálaráð-
herra þjóðarinnar fyrr og síðar er
á förum úr ráðuneytinu, góðærið
er farið úr landi og menning-
arstofnanir og -fyrirtæki við það
að fara á hausinn eða þegar komin
þangað.
Þetta er sérlega
alvarlegt mál í
okkar fámenna
landi vegna þess
að innlend list-
sköpun og menn-
ingarstarfsemi
eru áhrifaríkustu
vopnin í sífelldri baráttu smáþjóð-
ar fyrir andlegu sjálfstæði sínu.
Oft er þó litið á listsköpun og
menningarstarfsemi sem einhvers
konar lúxus, aukagetu og afgangs-
stærð og því er starfsemi á þessu
sviði enn háðari efnahagssveiflum
en mörg önnur. Þannig er þessu
varið í menningarstofnunum okk-
ar. Þegar búið er að gera ráð fyrir
öllum svonefndum „föstum“
kostnaði við reksturinn, svo sem
við starfsmannahald, húsnæði,
tæknibúnað og svo framvegis, þá
er loks hægt að sjá hvað mikið fé
er „afgangs“ til að sinna listsköp-
uninni, eða dagskrárgerðinni.
Þetta er til dæmis í sinni ein-
földustu mynd ástæðan fyrir því
að RÚV-Sjónvarp hefur ekki efni
á að framleiða alvöru leikið sjón-
varpsefni í líkingu við erlent efni
af því tagi, enda þótt RÚV sem
heild velti heilum þremur millj-
örðum króna árlega.
Þegar illa árar eiga menning-
arstofnanir okkar í enn meiri
vanda en venjulega og jafnvel fullt
í fangi með að standa undir
„fasta“ kostnaðinum og nið-
urskurðurinn bitnar því fyrst á
framleiðslu afurðanna. Líkt og
skip sem heldur til veiða full-
mannað og ríkulega búið, nema
hvað útgerðin hefur neyðst til að
sleppa veiðarfærunum.
Þegar svona er háttað gefur það
augaleið hve miklu skiptir að téð-
ar menningarstofnanir hafi skýr
og nútímaleg markmið til að
stefna að með rekstri sínum og
láti það sem mestu skiptir til að ná
markmiðunum ætíð ráða för. En
þarna er komið að vandamáli sem
lítið hefur verið fjallað um. Þó
mátti lesa í Reykjavíkurbréfi sl.
helgi afar tímabært innleg um
þessi mál.
Því er nefnilega þannig varið
með helstu menningarstofnanir
okkar að þær eru börn síns tíma
og við höfum vanrækt uppeldið.
Þetta á við um RÚV, Þjóðleik-
húsið, Leikfélag Reykjavíkur, Sin-
fóníuhljómsveitina, Íslenska dans-
flokkinn, Óperuna, Listahátíð og
svo framvegis. Lagalegur grunn-
ur, uppbygging og hefðbundnar
starfsaðferðir þessara stofnana
eru sem von er mótaðar af þeim
hugmyndum og skilyrðum sem
ríktu þegar þeim var komið á fót.
Það sem okkur hefur hins vegar
láðst að gera, er að endurskoða
þessa hluti í tímans rás og laga
starfsemina og markmiðin með
henni að nýjum tímum og gjör-
breyttum aðstæðum. Undantekn-
ing frá þessu er Íslenski dans-
flokkurinn, eins og réttilega var
bent á í Reykjavíkurbréfinu, en
þar hefur verið mótuð ný og skýr
stefna sem tekur mið af núverandi
aðstæðum og virðist vera að skila
stórgóðum árangri.
Ein helsta breytingin á að-
stæðum sem orðin er frá árdögum
RÚV, Þjóðleikhúss, LR o.s.frv.
felst í því að nú á dögum geta Ís-
lendingar heyrt og séð merkustu
afurðir erlendrar menningar með
einföldum og tæknilega full-
komnum hætti, annars vegar
heima í eigin stofum, eða á tíðum
ferðum sínum erlendis. Sú iðja að
leggja áherslu á að flytja inn þess-
ar sömu afurðir og flytja eða svið-
setja hérlendis við misgóðar að-
stæður en einatt miklum
tilkostnaði, er arfur liðins tíma
einangrunar og hafta og þjónar
ekki lengur sama tilgangi og áður.
Verr gengur hins vegar að
koma á fjalirnar eða sjónvarps-
skjáinn verkum sem fjalla um og
eiga rætur sínar í okkar eigin
veruleika, umhverfi og sögu. Ís-
lensk leikverk eru sjaldséðir fugl-
ar í stóru leikhúsunum, íslenskar
óperur bíða ófluttar í bunkum,
enginn opinber aðili styrkir fram-
leiðslu á leiknu sjónvarpsefni og
innlend dagskrárdeild Sjónvarps
hefur ekki bolmagn til þess við nú-
verandi aðstæður.
Það er kominn tími til þess að
endurskoða frá grunni þau mark-
mið sem lögð hafa verið til grund-
vallar í starfi menningarstofnana
okkar með tilliti til nýrra tíma sem
einkennast öðru fremur af ofgnótt
og offramboði á alþjóðamenningu.
Færandi
varninginn
heim
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
Sjálfboðaliða vantar í verslanir okkar
á sjúkrahúsum borgarinnar.
Þeir er hafa áhuga á að leggja góðu málefni
lið, hringi í Auði á skrifstofu
Reykjavíkurdeildar RKÍ,
sími 568 8188 eða í Huldísi,
Sjálfboðamiðstöð Reykjavíkurdeildar RKÍ,
í síma 551 8800, milli kl. 10 og 15.
SJÁLFBOÐALIÐA
VANTAR
RC Hús ehf, Sóltún 3, 105 Rvík. s. 511 5550
Veffang: www.rchus.is Netfang: rchus@rchus.is
VERÐLÆKKUN - VERÐLÆKKUN
Timbrið er sérvalin, þurkuð og hægvaxin norsk fura. Húsin eru einangruð
með 5" 6" og 8" íslenskri steinull.Hringdu og við sendum þér fjölbreytt
úrval teikninga ásamt verðlista, eða gerum þér tilboð eftir þinni teikningu.
Vegna mikillar sölu og hagstæðra innkaupa, bjóðum við nú
VERÐLÆKKUN af íbúðar-og sumarhúsum okkar úr norskum kjörviði.