Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.02.2002, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ 18. febrúar 1992: „Hitaveita Suðurnesja er gott dæmi um samstarfsverkefni sveitarfé- laga sem mynda eitt og sama þjónustusvæðið. Sjö sveit- arfélög standa að þessu þjón- ustufyrirtæki, sem dreifir hita og orku um Suðurnes. Reynslan af því er um sitt hvað stefnuvísandi fyrir vax- andi samstarf nágrannasveit- arfélaga víðs vegar um landið. Trúlega er að vel heppnað samstarf nágrannasveit- arfélaga um ýmiss konar sam- starfsverkefni, svo sem skóla- hald, brunavarnir, hitaveitur og aðra nauðsynlega þjón- ustu, leiði í sumum tilfellum sjálfkrafa til samruna slíkra samstarfssveitarfélaga áður en langir tímar líða. Reyndar á hugmyndin um verulega fækkun og stækkun sveitarfé- laga í landinu, sem nú eru um tvö hundruð talsins, vaxandi fylgi að fagna. Stærri og sterkari sveitarfélög eru bet- ur í stakk búin til að sinna kröfum samtímans um hvers konar þjónustu við fólk en þau minni og fámennari.“ 17. febrúar 1982: „Iðn- aðarráðherra Hjörleifur Gutt- ormsson hefur látið orð falla á þann veg, að aðgerðum hans gegn eigendum álversins í Straumsvík beri að líkja við landhelgisbaráttuna. Þess sjást hvergi merki, ekki einu sinni í flokki ráðherrans, að málflutningur hans af þessu tagi hafi áhrif. Nú er svo mik- ið, að ráðherranum er mest í mun að finna útgönguleið út úr þeirri skotgröf, sem hann hefur sjálfur grafið í tilbúnu stórstríði sínu við Alusuisse. Það mun verða hlutskipti ann- arra en iðnaðarráðherra kommúnista að taka þær ákvarðanir í iðnaðarmálum sem jafnast á við stórátak eins og útfærslu fiskveiði- lögsögunnar í 200 sjómílur. Efnahagslegt sjálfstæði þjóð- arinnar mun því fyrr hrynja til grunna þeim mun lengur sem áhrifa kommúnista gætir í landsstjórninni.“ 17. febrúar 1972: „För Hannibals Valdimarssonar samgönguráðherra, til Bandaríkjanna hefur vakið al- menna eftirtekt og nokkrar deilur í herbúðum stjórn- arflokkanna. Samgönguráð- herra dvaldi í Bandaríkjunum í rúma viku og átti þar við- ræður við hina æðstu yf- irmenn flota Atlangshafs- bandalagsins í Norfolk-flotastöðinni. Enn- fremur ræddi hann við æðsta yfirmann bandaríska flotans, þekktan og umdeildan her- mann og loks hafði hann ta af háttsettum embættismönnum og ráðherrum í utanríkisráðu- neytinu í Washington. För Hannibals Valdimars- sonar hefur ekki sízt vakið at- hygli vegna þess, að hvorki utanríkismál, samskipti við aðrar þjóðir né varnarmálin heyra undir hans ráðuneyti. Hins vegar hefur þessi ferð verulega þýðingu, þegar hún er skoðuð í ljósi þess, að Hannibal Valdimarsson er lykilmaður í núverandi rík- isstjórn, enda þótt hann hafi ekki látið mikið að sér kveða frá því að hún til við völdum. Afstaða hans til varnarmál- anna getur því haft mikla þýð- ingu varðandi afstöðu rík- isstjórnarinnar til öryggismálanna. Þess vegna skiptir miklu máli, að sam- gönguráðherra sé öllum hnút- um kunnugur og öðlist ná- kvæma þekkingu á þeim vandamálum, sem við er að etja í varnarmálum okkar. Af þessum sökum er fyllsta ástæða til að fagna því, að ráðherrann hefur tekizt þessa ferð á hendur, og þess er að vænta, að hann hafi haft af henni mikið gagn.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ RIÐJUDAGINN 22. janúar fóru fram athyglisverðar umræður á Alþingi um verð- hækkanir og verðbólgu og stöðu hinna stóru verzlana- keðja, sem hér hafa orðið til á rúmum áratug. Í þessum umræðum sagði Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, m.a.: „Ef fortölur duga ekki til þá er það skoðun okkar í Samfylkingunni, að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki, sem hún þarf til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp slíkum einokunarrisum, ef hún telur þess þörf til þess að vernda hagsmuni neytenda.“ Um þetta sagði Davíð Oddsson forsætisráð- herra m.a.: „Auðvitað á að fylgja því eftir að stór- ir aðilar séu ekki að misnota sína aðstöðu. Auð- vitað er það þannig, að 60% eignaraðild á verzlunarfyrirtækjum í matvælaiðnaði er alltof há hlutdeild. Auðvitað er það uggvænlegt og sér- staklega þegar menn hafa á tilfinningunni að menn taki ekki því mikla valdi, sem þeir hafa þar, af skynsemi. Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar.“ Það þurfti engum að koma á óvart, þótt for- maður Samfylkingar talaði á þennan veg. Hins vegar var ljóst að mörgum kom það í opna skjöldu, að formaður Sjálfstæðisflokks skyldi tala með þessum hætti. Þeir sem muna hvernig Bjarni Benediktsson, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, skammaði kaupmennina í Reykjavík í kreppunni, sem skall yfir á árunum 1967–1969, eða hvernig Ólafur Thors, sem formaður Sjálfstæðisflokks, tók útgerðarmennina í gegn, þegar á þurfti að halda, voru hins vegar ekki hissa á orðum Davíðs Oddssonar. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs hf., sem hefur langstærsta hlutdeild í matvælamark- aðnum á Íslandi, sagði í samtali við Morgunblað- ið hinn 24. janúar sl. af þessu tilefni: „Ég trúi því að við búum í réttarríki og að allar hugsanlegar aðgerðir stjórnvalda verði þar af leiðandi að lúta skilyrðum laga.“ Síðan bætti stjórnarformaður Baugs því við, að hann efaðist um að Baugur hefði yfir 60% markaðshlutdeild á matvörumarkaði og sagði: „…en jafnvel þó að svo væri, þá nægir það eitt og sér ekki til þess að fyrirtækið verði hlutað í sund- ur. Ef svo væri yrði einnig að hluta í sundur önn- ur markaðsráðandi fyrirtæki t.d. í sjóflutningum og flugi. Ég efast stórlega um að slíkt muni leiða til lægra verðs á þeirri vöru eða þjónustu, sem þessi fyrirtæki bjóða neytendum.“ Í þeim umræðum, sem fram hafa farið við og við á opinberum vettvangi um þetta mál frá því að tilvitnuð orð féllu á Alþingi, hefur komið fram það sjónarmið, að ekki væri hægt að gera eigur manna upptækar með þessum hætti o.s.frv. Hér er vikið að veigamiklum þáttum í upp- byggingu þjóðfélags, sem byggist á grundvelli lýðræðis. Í fréttaskýringu, sem birtist hér í Morgunblaðinu 26. janúar sl. eftir Ragnhildi Sverrisdóttur blaðamann, vitnar hún til samtals við Árna Vilhjálmsson hæstaréttarlögmann og segir m.a.: „Árni segir að ákvæði um uppskipt- ingu markaðsráðandi fyrirtækja vegna misnotk- unar á stöðu verði að vera almenn, ekki komi til greina að setja slík lög til höfuðs einum þætti at- vinnulífsins öðrum fremur. Við lagasetninguna verði hins vegar að taka mið af ákvæðum stjórn- arskrárinnar um eignarrétt og atvinnufrelsi, en hann geti ekki lagt mat á hvort slík lög fengju staðizt samkvæmt stjórnarskránni.“ Frjáls mark- aður og ófrjáls UMRÆÐUR sem þessar eru ekki nýjar nálinni. Hér á Íslandi hafa menn lengi haft áhyggjur af því, að samkeppni væri ekki nægileg í mörgum greinum atvinnulífsins. Fyrr eða síðar reka menn sig hins vegar á þann veruleika að markaðurinn hér er svo lítill, að hann skapar ekki grundvöll fyrir rekstri margra fyrirtækja í sömu grein. Það er t.d. hálfrar aldar reynsla af því, að það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir tveimur flugfélögum í áætlunarflugi á milli landa svo að dæmi sé tekið. En merkustu og kannski mögnuðustu umræð- ur af þessu tagi fóru fram í Bandaríkjunum fyrir 100 árum. Um þær er fjallað í mikilli sögu, sem rithöfundur að nafni Ron Chernow hefur skrifað um ævi Johns D. Rockefellers, sem tvímælalaust hefur verið einn merkasti athafnamaður, sem uppi var á síðari hluta 19. aldarinnar og fyrri hluta hinnar 20. Bók þessi nefnist The Titan og kom út fyrir nokkrum árum. Í henni segir m.a.: „Standard Oil (fyrirtæki Rockefellers) hafði kennt bandarískum almenningi mikilvæga en um leið mótsagnakennda lexíu. Ef frjáls markaður er látinn óheftur getur hann endað með því að verða hræðilega ófrjáls. Samkeppni kapítalism- ans er ekki eitthvert náttúrufyrirbæri heldur þarf að skilgreina hana og takmarka með lögum. Óheftur markaður getur leitt til einokunar eða alla vega óheilbrigðrar samþjöppunar og ríkis- stjórnir þurfa stundum að grípa inn í til þess að tryggja að hagkvæmni samkeppni skili sér.“ Á síðari hluta 19. aldarinnar höfðu orðið til ein- okunarveldi á mörgum sviðum bandarísks við- skiptalífs, þótt ekkert þeirra hafi orðið jafn stórt, umsvifamikið og ríkt og olíuveldi Johns D. Rockefellers, Standard Oil, sem tók upp nýstár- lega viðskiptahætti. Fyrirtækið knúði t.d. fram hagstæðari flutningsgjöld hjá járnbrautarfyrir- tækjum en minni keppinautar höfðu tök á og rök- studdi þá kröfu gagnvart járnbrautarfyrirtækj- unum með því að flutningar þess væru miklu meiri en keppinautanna. Þetta minnir á umræður hér um það að mat- vörukeðjurnar knýi fram lægra verð hjá birgjum en keppinautar geti fengið og rökin fyrir því eru þau, að matvörukeðjurnar kaupi mun meira magn en smærri keppinautar. Einstök ríki innan Bandaríkjanna gerðu tilraun til að stöðva þesa viðskiptahætti með því að setja lög um að flutn- ingsgjöld með járnbrautum skyldu vera þau sömu fyrir alla. Tilvist einokunarvelda undir lok 19. aldarinnar skapaði mikinn pólitískan þrýsting á að hemja þau. Einstök ríki Bandaríkjanna settu lög til þess að koma böndum á þau og í bandaríska þinginu voru lögð fram fjölmörg lagafrumvörp í sama skyni. Þessar umræður leiddu til þess að 1890 und- irritaði Harrison, þáverandi Bandaríkjaforseti, lög, sem kennd voru við John Sherman öldunga- deildarþingmann. Lögin kváðu á um að einok- unarveldi í viðskiptalífinu skyldu bönnuð og þeir sem gerðu sig seka um slíkt skyldu ýmist sekt- aðir eða settir í fangelsi. Síðar upplýsti William Howard Taft Bandaríkjaforseti að Standard Oil, fyrirtæki Johns D. Rockefellers, hefði verið ein helzta ástæða lagasetningarinnar. Margir töldu hins vegar þessa löggjöf gagns- lausa, ákvæði laganna væru of veik til að hafa nokkur áhrif og Rockefeller sjálfur studdi endur- kjör Shermans ári síðar. Á þessum tíma voru fjölmiðlar að koma til sög- unnar með afgerandi hætti og fyrst í stað var mönnum ekki ljóst hvað áhrif þeirra gátu verið mikil. Þar fór fremst í flokki ung kona að nafni Ida Tarbell. Faðir hennar hafði orðið illa út í sam- keppni við olíuveldi Rockefellers. Hann varaði dóttur sína við og ráðlagði henni að leggja ekki til atlögu við Standard Oil. Hún hafði viðvörunarorð hans að engu og ritaði um þriggja ára skeið greinar um Standard Oil og Rockefeller sjálfan í tímarit, sem nefndist McClure. Greinar hennar vöktu gífurlega athygli um öll Bandaríkin og svo fór að Theodor Roosevelt, þáverandi forseti Bandaríkjanna, varð ákafur lesandi þeirra. Greinar Idu Tarbell áttu mikinn þátt í að fella Standard Oil en jafnframt var ljóst að einokunar- veldin áttuðu sig ekki í byrjun á áhrifamætti fjöl- miðlanna og ypptu öxlum yfir skrifum þeirra. Nú til dags mundi fyrirtæki, sem lenti í slíkum stormi, umsvifalaust ráða sér fjölmiðlaráðgjafa til þess að taka á móti og leggja áherzlu á að koma í fjölmiðla jákvæðum fréttum fyrir viðkom- andi fyrirtæki til þess að vega upp á móti hinum neikvæðu. Í greinum sínum gagnrýndi Ida Tarbell Stand- ard Oil ekki fyrir stærðina heldur fyrir misnotk- un aðstöðu. Hún hvatti ekki til þess að fyrirtækið yrði leyst upp heldur að tryggt yrði að frjáls sam- keppni væri virk. Hún dáðist að afrekum Rocke- fellers í atvinnulífinu en taldi að hann hefði getað náð sama árangri án þess að grípa til siðlausra vinnubragða. Rockefeller og hans menn vissu ekki hvar þeir höfðu Roosevelt, þáverandi Bandaríkjaforseta, þegar kom að forsetakosningunum 1904. Þeir gátu ekki hugsað sér að styðja andstæðing hans úr Demókrataflokknum og lögðu þess vegna mikla peninga í kosningasjóði Roosevelts. Eftir að forsetinn hafði náð endurkjöri sendi Rocke- feller honum hamingjuóskir en ekki leið á löngu þar til forystumenn Standard Oil gerðu sér ljóst, að fjárfesting þeirra í endurkjöri Roosevelts hafði verið mjög misráðin. „Við keyptum hann en hann lét ekki kaupa sig,“ sagði einn þeirra. Forsetinn ruglaði þá í ríminu. Hann skammaði þá opinberlega en talaði vinsamlega og elskulega við þá í einkasamtölum. Þegar þeir fóru frá hon- um fannst þeim hann vera sammála þeim í einu og öllu. En á miðju ári 1906 lagði hann til atlögu við þá og löggjöf Johns Shermans öðlaðist nýtt líf. Þeg- VÆGUR SAMDRÁTTUR Í janúarmánuði var atvinnuleysi ílandinu um 2,4% en var 1,9% ídesember. Á síðasta ári var tölu- vert um uppsagnir í verzlunar- og þjónustugreinum eins og kunnugt er. Allar tölur, sem fram hafa komið, svo sem um stórminnkaðan innflutning bíla, minnkandi vöruflutninga til landsins, batnandi viðskiptajöfnuð og svo mætti lengi telja, eru til marks um umtalsverðan samdrátt í við- skiptalífinu miðað við það sem var á árinu 2000. Sú staðreynd að atvinnuleysi er ekki meira en þessar tölur gefa til kynna er ótvíræð vísbending um að þegar á heildina er litið er samdrátt- urinn vægur. Það er augljóst, að þótt verulegar uppsagnir hafi verið á und- anförnum mánuðum í ýmsum grein- um er atvinnulífið nægilega kraft- mikið til þess að taka við því fólki og tryggja því önnur störf. Það sem úrslitum ræður um þetta er að sjálfsögðu vaxandi velgengni í sjávarútvegi, sem sjávarútvegurinn er að vísu seinn til að viðurkenna í umræðum um greiðslu auðlinda- gjalds, en góður gangur sjávarút- vegsfyrirtækja hefur fljótt áhrif í öðrum atvinnugreinum. Þótt samdrátturinn sé augljóslega vægur eins og fram kemur í tölum um atvinnuleysi fer ekki á milli mála, að hann hefur komið illa við fyrirtæki í verzlun og þjónustugreinum. Þar er hann mun meiri og alvarlegri en end- urspeglast í tölum um atvinnuleysi yfir landið allt. Þessi fyrirtæki hafa orðið að draga saman seglin, segja upp fólki og skera niður kostnað en fyrirtæki í öðrum greinum taka augljóslega við. Í ljósi þess að atvinnuleysistölur eru ekki hærri nú má gera ráð fyrir, að þegar líður á árið fari að birta til í þeim greinum atvinnulífsins, sem nú eiga við erfiðleika að etja. Slík bjart- sýni byggist þó á því, að efnahags- ástand fari batnandi í nálægum lönd- um, sérstaklega í Bandaríkjunum og í Evrópu. Augljóst er af fréttum, að stjórn- völd í Bandaríkjunum hafa uppi al- varlegar ráðagerðir um hernaðarað- gerðir gegn Írak í framhaldi af aðgerðum í Afganistan, væntanlega á þeirri forsendu, að hryðjuverkamenn njóti skjóls í Írak og stuðnings frá stjórnvöldum þar. Ný stríðsátök í Miðausturlöndum geta auðveldlega orðið til þess að hleypa upp olíuverði, sem umsvifalaust hefur neikvæð áhrif á undirstöðuatvinnugreinar bæði hér og annars staðar. En miðað við þær yfirlýsingar, sem nú berast frá Bandaríkjunum og raunar einnig frá Bretlandi eins og fram kemur í fréttum Morgunblaðs- ins í gær, er ekki hægt að útiloka að til átaka komi á þeim slóðum á þessu ári. Hækkandi olíuverð hefur mikil áhrif á afkomu sjávarútvegs sem og Flugleiða, svo að dæmi séu tekin. Það er því ljóst, að þróun alþjóða- mála getur sett alvarlegt strik í reikninginn í rekstri þjóðarbúsins á þessu ári, þótt þróun mála hér heima fyrir sé í flestum atriðum jákvæð. Það er umhugsunarefni fyrir okkur Íslendinga, hvort við getum með ein- hverjum hætti unnið skipulega að því að vera ekki svo háðir sveiflum á al- þjóðavettvangi, sem raun ber vitni um. Óðaverðbólgan á árabilinu 1970– 1980 átti t.d. að verulegu leyti rætur að rekja til gífurlegra hækkana á ol- íuverði tvisvar sinnum á einum ára- tug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.