Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 35

Morgunblaðið - 17.02.2002, Síða 35
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 35 I. Í grein sem birtist í Morgunblaðinu sunnu- daginn 3. febrúar síð- astliðinn ber Ragnar Halldór Hall hrl. í bætifláka fyrir ör- orkunefnd, en þeirri nefnd veitir hann for- stöðu. Í upphafi greinar sinnar segir Ragnar: „Í tengslum við setningu skaðabóta- laganna á sínum tíma varð mjög mikil um- ræða um þá megin- stefnu laganna að færa mat á varanlegum afleiðing- um líkamstjóna frá sjálfstætt starf- andi læknum, sem unnið höfðu slík matsstörf um langt árabil, í hendur nefndar eins og örorkunefndar. Í þeirri umræðu kom skýrt fram, að slík möt þóttu þá vera orðin mjög há hér á landi og farin að valda of- greiðslu bóta í mjög ríkum mæli.“ Hér lýsir Ragnar viðhorfi trygg- ingafélaganna á þessum tíma og verða orð hans ekki skilin á annan veg en þann, að tilgangurinn með núverandi skipan örorkunefndar hefði átt að stuðla að hinu gagn- stæða. Þessi skilningur Ragnars á 10. grein skaðabótalaga nr. 50/1993 er hinn sami og tryggingafélaganna sjálfra, sem vísuðu eftir gildistöku skaðabótalaganna, 1. júlí 1993, nær öllum slíkum málum til örorku- nefndar, þannig að afgreiðsla mála dróst mjög á langinn. Raunin varð og sú, að í flestum þeirra mála sem fóru áfram til dómstóla og í hendur dómkvaddra matsmanna, að mat á miska (lækn- isfræðilegri örorku) hækkaði, sem og mat á varanlegri örorku, frá þeim sem örorkunefnd hafði gefið álit um. Tekið skal fram í þessu sam- bandi, að þegar lögmenn gera í fyrstu atrennu kröfur um bætur fyrir tjónþola, byggja þeir á mati starfandi matslækna. Var það skilningur lögmanna við setningu laga nr. 50/1993, að 10. grein lag- anna gerði þar ekki breytingu á og voru færð gild rök fyrir. Mótleikur tryggingafélaganna gegn því, að áliti örorkunefndar væri nær ætíð hnekkt, var sá, að bjóða upp á svokallað „tveggja- lækna mat“, sem er þannig fram- kvæmt, að annar læknanna er trúnaðarlæknir viðkomandi trygg- ingafélags og hinn er sá matslækn- ir, sem lögmaðurinn hefur leitað til. Hefur þetta verið mikið notað, enda freistandi, þar sem trygginga- félagið greiðir kostnaðinn. Fyrirkomulag þetta er hins veg- ar engan veginn viðunandi og leiðir ekki til að hinni réttu niðurstöðu verði náð, heldur að farin sé ein- hvers konar millileið. Tveggjalækna möt hafa hins vegar leitt til þess að báðir aðilar telja sig að einhverju leyti bundna af niðurstöðu læknanna og hafa þann kost að mál dragast ekki á langinn. Raunin er sú, að ætli tjónþoli að standa fast á rétti sínum, hefur hann í flestum tilvikum ekki til þess fjárhagslegt bolmagn. Hin dæmigerða vegferð tjónþolans er á þá leið, að tjónþoli leitar til lög- manns, sem aflar læknisfræðilegra gagna um áverka tjónþolans, fyrra heilsufar, upplýsinga um tekjur hans, menntun og aðrar aðstæður. Gögn þessi eru send til starfandi mats- læknis, sem metur þjáningabætur, miska og varanlega örorku. Á grundvelli örorku- mats matslæknisins eru gerðar kröfur á hendur trygginga- félaginu, sem í mörg- um tilvikum fellst ekki á þær kröfur, sem gerðar eru á hendur félaginu á þeim grundvelli, að mat matslæknisins sé of hátt og vísar málinu til örorkunefndar, sem oftar en ekki lækkar mat matslæknisins. Stendur þá tjónþolinn frammi fyrir því að biðja um dómkvaðningu matsmanna á örorku sinni og krefja trygginga- félagið um bætur í dómsmáli eða fallast á bætur samkvæmt áliti ör- orkunefndar. Raunin hefur orðið sú, að aðeins fáir tjónþolar leggja í slíka baráttu, nema fá stuðning annars staðar frá, frá stéttarfélagi sínu eða öðrum, en kostnaðurinn við slíka dómkvaðningu er yfirleitt ekki undir 300.000 krónum. Þá liggur einnig fyrir kostnaður af læknisvottorðum og matsgerð yf- irleitt ekki undir 100.000 krónum. Þegar við þetta bætist að menn fá ekki gjafsókn, nema vera undir lágtekjumörkum, ca. 750.000 króna árstekjum eða mál tjónþolans þyki á einhvern hátt hafa fordæmisgildi, er ljóst að á brattann er að sækja. Hér er sá fyrirvari gerður, að við- urkenni tryggingafélagið sök eða fébótaskyldu greiðir það í flestum tilvikum læknisvottorð. Mat mats- læknis greiðir tryggingafélagið hins vegar ekki, nema á það verði fallist. Að tjónþoli verði að fara þá löngu leið sem hér er lýst er ekki í samræmi við tilgang skaðabótalaga nr. 50/1993, en tilgangur laganna er sá meðal annars, að einfaldari uppgjörsreglur ættu að leiða til sparnaðar og hagræðingar, greiða fyrir málsmeðferð og flýta fyrir að tjónþolar fái bótafé í hendur. Að áliti undirritaðs er nauðsyn- legt að ræða þessi mál og finna leiðir út úr þeim ógöngum sem þau eru komin í. Óravegu frá þeim til- gangi, sem stefnt var að með setn- ingu laga nr. 50/1993. II. Í þeirri Morgunblaðsgrein, sem Ragnar vísar til í skrifum sínum, gagnrýndi undirritaður gerð þeirra miskataflna, sem kröfur tjónþola á hendur tryggingafélögunum byggj- ast fyrst og síðast á. Að í þeim ör- orkumötum, hvort sem þau stafa frá örorkunefnd eða matslæknum, væri yfirleitt ekki hægt að glöggva sig á hvernig stig hinnar lækn- isfræðilegu örorku væri grundvall- að. Hér væri og á ferðinni óvið- unandi ruglingur. Í þessu efni væri réttleysi tjónþola algjört. Tjónþolar ættu kröfu til að fá að vita með hvaða hætti miski þeirra væri ákvarðaður. Á hvaða grundvelli miskastigið væri reist. Með hvaða hætti væri farið eftir þeim miska- töflum sem taldar væru í gildi. Undirritaður heldur því einnig fram, að með 4. grein laga nr. 50/ 1993 hafi örorkunefnd verið falið lagasetningarvald. Að ekki sé í samræmi við stjórnskipan vora, að fela stjórnsýslunefnd slíkt vald, að ákvarða miskatöflur. Allra síst í ljósi þeirra deilna, sem um ákvörð- un læknisfræðilegrar örorku stóðu, fyrir gildistöku laga nr. 50/1993, en þá skiptust læknar, sem afskipti höfðu af örorkumötum í tvær fylk- ingar um ákvörðun læknisfræði- legrar örorku. Annar hópurinn að- hylltist kenningar um að áverka bæri að greina hlutlægt, en hinn hópurinn að einnig ætti að taka mið af huglægu ástandi, svo sem sársauka, þunglyndi og þróttleysi. Sá hópurinn sem aðhyllist hinar hlutlægu kenningar var valinn í ör- orkunefnd og hefur starfað þar síð- an við hlið Ragnars H. Hall, sem í grein sinni, frá 3. febrúar síðast- liðnum, nefnir það, að því er virðist til stuðnings sínum sjónarmiðum, að læknisfræðileg möt fyrir gild- istöku laga nr. 50/1993 hafi verið farin að valda ofgreiðslu bóta. Undirritaður hefur þá skoðun að ekki hafi verið eðlilegt af löggjaf- arþinginu að reyna að kveða niður deilur um helgustu réttindi manna með þessum hætti, heldur hafi átt að setja miskatöflur með lögum, sem og lög um framkvæmd mats- gerða á líkamlegum áverkum. Það vekur einnig furðu mína, að Ragnar H. Hall skuli telja sig þess umkominn, að semja slíkar töflur með samstarfsmönnum sínum í ör- orkunefnd, enda þótt þeir telji sig hafa þekkingu á og geri „rétt“ samkvæmt sannfæringu sinni. Má telja fullvíst að hann hafi eins og Móses á fjallinu forðum heyrt sín „boðorð“, sem hann færi nú þjóð sinni með þessum hætti. Þeir lögmenn sem að þessum málum koma hafa reynt að glöggva sig á niðurstöðu miska eða lækn- isfræðilegrar örorku, með því að hafa dönsku miskatöflurnar, sem eru mjög ítarlegar til hliðsjónar hinum íslensku, sem aftur á móti eru sundurlausar og ná ekki yfir nema lítinn hluta þeirra áverka, sem verið er að meta hverju sinni. Hefur sú leið verið valin, þar sem lög nr. 50/1993 voru nánast bein þýðing á dönsku skaðabótalögun- um og að í greinargerð með lögum nr. 50/1993 var vísað til þess, að stuðst hafi verið við ritið „Erstatn- ingsansvarsloven“ eftir A. Vinding Kruse og Jens Möller útg. í Kaup- mannahöfn 1989 og „Erstatning og godtgjörelse efter erstatningsan- svarsloven og voldsofferloven“ eftir Bernhard Gomard og Ditlev Wad. útg. í Kaupmannahöfn 1986. Er og ljóst að eðlilegt hefði verið að örorkunefnd styddist við hinar dönsku töflur, en þær eru mjög ít- arlegar, eins og áður segir og hafa verið endurútgefnar í tvígang frá því íslensku skaðabótalögin nr. 50/ 1993 tóku gildi. Verður að ætla að til þess hafi vilji löggjafans staðið. Upplýst skal, að gerð dönsku miskataflnanna hefur verið í hönd- um opinberrar stofnunnar sem starfar samkvæmt dönsku atvinnu- slysatryggingalögunum, lov om for- sikring mod fölger af arbejdsskade, og hefur það hlutverk að ákvarða miska og örorkustig samkvæmt þeim lögum. Hér er um að ræða stofnun sem er hliðstæð stofnun embættis tryggingalæknis hjá Trygginga- stofnun ríkisins, en læknar Trygg- ingastofnunar ríkisins hafa frá 1999 ákvarðað þolendum vinnu- slysa hér á landi bætur samkvæmt læknisfræðilegri örorku, sem ákveðin er samkvæmt reglugerð, sem sett er með stoð í almanna- tryggingalögunum. Í Morgunblaðsgrein Ragnars H. Hall frá 3. febrúar síðastliðnum upplýsir hann aðeins, að við samn- ingu töflunnar hafi auk danskra, sænskra og finnskra hliðsjónarrita verið stuðst við þýsk og bandarísk hliðsjónarrit og tjáir sig á engan hátt um gagnrýni undirritaðs. Undirritaður telur að ekki skipti öllu máli á hvern hátt Ragnar og félagar hafi ákvarðað sínar miska- töflur. Um það mætti hins vegar rita langt mál. Staðreyndin sé hins vegar sú, að skoðanir Ragnars og félaga fari greinilega ekki saman við skoðanir þeirra lækna sem sömdu dönsku örorkutöflurnar og þeirra lækna hér á landi sem taka huglæg atriði eins og sársauka og þróttleysi inn í möt sín. Er það háalvarlegt mál, að þess- ir menn skuli sitja í örorkunefnd, þar sem fjöldi mála tjónþola er af- greiddur samkvæmt álitum nefnd- arinnar og auðvitað á grundvelli þeirra miskataflna sem nefndin hefur gefið út. Með hliðsjón af ofangreindu má álykta sem svo, að í miskatöflum örorkunefndar felist ólögleg sam- ráð tryggingafélaganna, sem af- leggja verður sem fyrst. Væri eðli- legra að útgáfa taflnanna væri í höndum lækna Tryggingastofnunar ríkisins eða opinberrar stofnunar, líkt og í Danmörku. Nóg er komið af heimtufrekum puttum í íslenskri stjórnsýslu. Í þeim puttahreinsun- um, sem nú standa yfir, væri ekki úr vegi að til viðbótar við puttana, Hrein Loftsson, Þórarin V. Þór- arinsson og Árna Johnsen, losi Gúliver okkur við alla putta ör- orkunefndar. III. Í grein sinni eyðir Ragnar löngu máli í að víka sér undan „kjafts- höggi“ Vilhjálms H. Vilhjálmsson- ar, hrl. með því, að sá tjónþoli, sem málið snerist um stundi nú golf af kappi. Ætli örorkunefnd að taka inn í möt sín á sjötugum mönnum, hvernig þeim lánist golfíþróttin, verður að gera þá kröfu til örorku- nefndar, að nefndin kynni sér for- gjöf viðkomandi, sem skiptir auð- vitað miklu máli, allavega út frá „golfsjónarmiðum“. Það vill svo til að undirritaður var með svipað mál og þar sem hnefaleikar verða bráðum leyfðir á Íslandi, má segja að málið hafi ver- ið þungt „kjaftshögg“ fyrir örorku- nefnd og nefndin hafi allavega ver- ið slegin út í kaðlana, hvað sem Ragnar segir við því. Málið var nr. E-1057/1998: Hall- dóra Guðbjört Einarsdóttir gegn Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Voru málavextir þeir að Halldóra Guðbjört, 67 ára að aldri, varð fyrir umferðarslysi. Starfaði hún þá hjá mötuneyti á spítala. Vegna slyssins varð hún óvinnufær til starfans. Örorkunefnd mat Halldóru Guð- björtu 7% miska en enga varanlega örorku. Málinu var skotið til dóm- kvaddra matsmanna til mats á var- anlegri örorku og var Halldóru Guðbjörtu metin 70% varanleg örorka, sem staðfest var með hér- aðsdómi, en málinu var ekki áfrýj- að. Rök örorkunefndar eru á þessa leið: „Tjónþoli var á slysadegi 67 ára gömul. Örorkunefnd telur að afleið- ingar slyssins hafi ekki áhrif á getu tjónþola til öflunar vinnutekna fram til loka venjulegrar starfsævi. Samkvæmt því telst hún ekki hafa hlotið varanlega örorku vegna af- leiðinga slyssins.“ Rökstuðningur matsmanna er m.a. á þessa leið: „Matsmenn telja, með hliðsjón af fyrri atvinnuþátttöku hennar og góðri heilsu, að ekki sé ástæða til að draga í efa að matsbeiðandi hefði getað náð þessu markmiði sínu. Í því efni telja matsmenn ekki vera meiri óvissu en gengur og gerist, enda ekkert í högum mats- beiðanda, sem bendir til þess að hún hefði þurft að hætta atvinnu- þátttöku fyrir 70 ára aldur…Mats- menn miða mat sitt við líklega at- vinnuþátttöku fram til loka ársins 1998.“ Örorkunefnd taldi greinilega, að tjónþoli hafi á þessum aldri verið rúin starfsgetu, gömul útslitin kerl- ing. Dómkvaddir matsmenn fara aðra leið og styðjast greinilega við dómvenju í Danmörku á þá leið, að þegar menn verða fyrir slíkum áföllum síðast á starfsævinni að geta ekki starfað lengur við þau störf, sem þeir stunduðu, er slysið varð, séu þeir í raun „slegnir af“ þar sem verulegum erfiðleikum sé bundið fyrir svo aldraða menn að fá vinnu á ný við sitt hæfi. Enginn þarf að segja mér að ör- orkunefndarmenn hafi ekki vitað um þessa dönsku dómvenju. Þeir virðast hins vegar ekki hafa talið sig bundna henni, frekar en hinni dönsku örorkutöflu. Að síðustu með vísan til hnefa- leikanna. Það virðist ekki skipta máli, hve oft örorkunefnd er í ofan- greindum skilningi slegin út í kaðl- ana og jafnvel veitt vel útfært, tæknilegt rothögg þegar í annarri lotu. Þeir dröslast í hringinn. Virð- ingu nefndarmanna fyrir sjálfum sér verður seint misboðið, enda er þeim sjálfsagt vel greitt úr sameig- inlegum sjóði okkar landsmanna. Steingrímur Þormóðsson Raunin varð og sú, segir Steingrímur Þormóðs- son, að í flestum þeirra mála sem fóru áfram til dómstóla og í hendur dómkvaddra mats- manna, hækkaði mat á miska, sem og mat á varanlegri örorku, frá því sem örorkunefnd hafði gefið álit um. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UM GAGNRÝNI Á STÖRF ÖRORKU- NEFNDAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.