Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 58

Morgunblaðið - 17.02.2002, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM 58 SUNNUDAGUR 17. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ TÁNINGAR í höfuðstað Noregs, Osló, eru viðfangsefni unglinga- þáttanna Fjortis eða Táninga, sem sýndir eru í Sjónvarpinu á sunnu- dögum. Þættirnir fjalla um hinn bjarteyga Mons, snúin ástamál hans og tengsl við vini og fjölskyldu. En þó að Mons sé eins norskur og hugsast getur er leikarinn al- íslenskur, Pétur Níelsson að nafni. Hann flutti með fjölskyldu sinni til Noregs þegar hann var sjö ára og í dag, fimmtán ára gamall, býr hann í Bærum, rétt fyrir utan Osló. Með stelpur á heilanum Þættirnir um Mons eru sex tals- ins og að sögn Péturs stendur ekki til að gera fleiri. Hann var valinn úr hópi leikara sem sóttu um hlut- verkið og þættirnir voru teknir upp í Osló vorið 2000. „Leikstjórinn í leikhópnum sem ég var í þekkti þá sem voru að velja í hlutverk fyrir þættina og þannig kom það til að ég fór í prufu,“ segir Pétur. „Það var mjög gaman að vinna við þættina. Við vorum að taka upp í fjóra mán- uði. Ég hef ekkert mikið samband við krakkana sem léku með mér, þau búa líka út um allt.“ Stelpur eru Mons ofarlega í huga og Pétur hlær þegar blaðamaður spyr hann hvort hann sé líkur Mons. „Ég veit nú ekki alveg hvern- ig ég á að túlka þessa spurningu! Ég veit ekki hvort við erum líkir að einhverju leyti, en við erum auðvit- að líkir í útliti,“ segir hann hlæj- andi. „Ég get ekki alveg sagt að ég finni sjálfan mig í Mons, þó að ég sé kannski ekki bestur til að dæma um það.“ Þættirnir eru samvinnuverkefni norrænna sjón- varpsstöðva og nutu mikilla vin- sælda í Noregi þegar þeir voru sýndir þar vorið 2001. „Viðtök- urnar voru mjög góðar og þátt- urinn varð einn vinsælasti ung- lingaþátturinn sem sýndur var í sjónvarpinu. Svo var þátturinn verðlaunaður í Dan- mörku og Slóvakíu.“ Mons og besti vinur hans, Joach- im, bralla ýmislegt saman, tala að- allega um stelpur og senda ógrynn- in öll af SMS. Sem sagt; virðast í fljótu bragði vera sambærilegir unglingum á Íslandi. „Það er margt miklu afslappaðra á Íslandi,“ segir Pétur aðspurður um hvort ungling- ar á Íslandi og í Noregi séu líkir. „Hérna eru send út boðskort ef eitt- hvað á að gerast svona tveimur mánuðum fyrirfram! Ég hugsa að það sé meira frelsi hjá unglingum á Íslandi og ég get ómögulega séð hvernig það getur verið neikvætt.“ Pétur heimsækir Ísland árlega en hann segist ekki vita hvort hann flytur fljótlega aftur heim. Hann er að klára tíunda bekk í vor og er ekki búinn að ákveða hvort hann kemur hingað til lands í framhalds- skóla. Pétur er nú meðlimur í leik- hópi og segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sig í fram- tíðinni. „Mig langar að sækja um leiklist- arbraut í skóla hérna, en það er mjög erfitt að komast inn svo ég veit ekki hvað ég geri,“ segir Pétur að lokum. Joachim og Mons leggja á ráðin. „Gaman að vinna við þættina“ Pétur Níelsson í hlutverki Mons. Pétur Níelsson leikur táninginn Mons SÍMI 564 0000 - www.smarabio.isSÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Miðasala opnar kl. 13 Sýnd kl. 2, 6 og 10. Mán kl. 6 og 10. Sýnd í LÚXUS kl. 4 og 8. B.i. 12. DV Mbl ÓHT Rás 2 Kvikmyndir.coml i i . Gwyneth Paltrow Jack Black  SV Mbl  DV Sýnd kl. 10.20. B.i 14. Dúndrandi gott snakk með dúndrandi góðri gamanmynd Sýnd kl. 5.40 og 8. Sýnd kl. 2 og 4. Mán kl. 4. Ath! síðustu sýningar á Lord of the Rings í Lúxussal. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. B. i. 14 ára. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Spennutryllir ársins Dóttur hans er rænt! Hvað er til ráða? Spennutryllir ársins með Michael Douglas. tilnefningar til Óskarsverðlauna13 il i ill Glæný leysigeislasýning í sal-1 á undan myndinni FRUMSÝNING Drepfyndin mynd sem gerir miskunnarlaust grín af öllum uppáhalds unglingamyndunum þínum! Fílaðir þú „Scary Movie“...Hverjum er ekki skítsama! Fyndnasta mynd ársins og rúmlega það! BLOOD and Steel er önnur bók- in í Metabaron-seríunni sem þýdd hefur verið úr frönsku. Sú fyrsta, sem kom út í fyrra, var ein af bestu myndasögum þess árs. Segir þar af uppruna Metabaronanna, sem er ættarveldi öflugustu stríðsmanna í alheiminum, og er sögunni hér haldið áfram. Bókin hefst á því að fyrsti baroninn setur barnungum syni sínum þá úrslitakosti að ell- egar drepi hann sig í bardaga eða farist sjálfur. Með því er eitt meginstef sögunnar um Metabaronana komið í ljós, en það er að hver þeirra skuli vera öfl- ugri en faðir hans til að hægt sé að viðhalda ættinni. Darwinismi í sinni hreinustu mynd. Strák verður ekki skotaskuld úr því og sýnir bæði hugkvæmni og styrk við föðurvígið, sem veitir honum rétt til að taka við heið- urstitlinum. Þaðan fléttast svo flók- in saga sem meðal annars felur í sér blóðskömm, þjóðarmorð, ástríðu, afhausanir, heimsendi og allra handa blóðsúthellingar. Það er ekki ofsögum sagt að Jodorowsky sé á dramatískari nót- unum í þessum ævintýrum sínum. Þetta er kosmísk sápuópera þar sem hann tvinnar saman fantasíu og vísindaskáldskap af miklum myndugleik. Það er þó með þetta annað bindi í flokknum eins og með margar framhaldssögur og myndir, að ferskleikinn er ekki jafn mikill og í því fyrsta. Forsögunni er lokið og við taka fastir liðir eins og venjulega (þótt þeir séu nokkuð öfgakenndir) þannig að ris sögunn- ar er ekki nándar nærri jafn átak- anlegt. Í staðinn kýs Jodorowsky að fara út í sífellt meiri öfgar til að halda dampi en það er ekki auðvelt þar sem ráin var sett hátt í fyrsta bindinu. Það fer því svo í lokin að sagan verður svo ofsaleg að hún drepur nánast í sjálfri sér eins og eldur sem klárar súrefnið í tilteknu rými og deyr út. Hetjudáðir eða óhæfuverk, hvernig sem maður lít- ur á það, Metabaronsins eru með slíkum ólíkindum að hann verður í raun að Guði. Með því missir hann tenginguna við hið mannlega, sem gerir vel heppnaðar söguhetjur svo nákomnar manni. Sag- an sligast því undan eigin þunga. Þrátt fyrir þessa galla er bókin góð. Fyrsta bókin var, eins og áður sagði, framúr- skarandi og kröfurnar því miklar til þessarar. Sagan er síður en svo leiðinleg, enda oft á tíðum eins og ein af Ís- lendingasögum í knöppum stíl sínum, þar sem stiklað er á aðalatriðum í blóði og djöfulgangi. Endalaus flugeldasýning og flétturnar marg- ar gerðar af ótrúlegri útsjónarsemi. Það getur þó á köflum verið neyð- arlegt hvernig persónur eru settar inn í söguna aðeins til að fullnægja framgangi hennar án tillits til heild- armyndarinnar. Vatnslitaðar mynd- ir Gimenez eru með eindæmum fal- legar og sannarlega frávik frá meginstraumum myndasagna, enda væntanlega mjög tímafrekar í fram- leiðslu. Það er forvitnilegt, í ljósi þess að Ríkissjónvarpið hefur undanfarið verið að sýna sjónvarpsþáttaröð eft- ir sögu Franks Herberts, Dune, að Jodorowsky ætlaði á sínum tíma að gera kvikmynd eftir þeirri sögu. Hann var búinn að skrifa handritið áður en hann hætti við. Það er ljóst að þótt hann hafi ekki klárað mynd- ina er Dune honum enn hugleikin. Margt í Metabarons-goðsögunni er hreint sláandi líkt þeirri sögu og jaðrar það á stundum við ritstuld. Það skiptir þó ekki öllu máli. Me- tabarons hefur frábært afþreying- argildi þótt á köflum sé sagan nokkuð yfirdrifin og hástemmd. Það er vonandi að höfundarnir nái í næstu bindum aftur því gullvæga jafnvægi milli söguframvindu og tæknibrellna sem þeir gerðu í því fyrsta. Kosmísk sápuópera Myndasaga vikunnar er The Metabarons: Blood and Steel. Alexandro Jodorowsky skrifar og Juan Gimenez teiknar. Gefið út af Humanoids Publishing, 2001. Bókin fæst í myndasöguversluninni Nexus. heimirs@mbl.is Heimir Snorrason MYNDASAGA VIKUNNAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.