Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 1
Þykkt steinplötunnar undir Austurlandi kom á óvart í rannsóknum Ísbráðar og eykur það líkur á olíufundi, að sögn Inga Þorleifs Bjarnasonar.
J
ÖRÐIN er nóg og miklu meira en
nóg – aðeins ef mennirnir kynnu að
lifa,“ sagði Hannes Pétursson. Við,
þetta „venjulega fólk“ hugsum frem-
ur um jörðina sem verustað en síður
um innri gerð hennar – nema þá að
eitthvað verði til að raska ró okkar í
daglegu lífi, svo sem ef jarðskjálftar
ríða yfir eða eldgos verða.
Til eru þó menn sem hafa jörðina og gerð
hennar að meginviðfangsefni og eyða bein-
línis ævinni í að komast að hinum miklu
leyndardómum sem jörðin geymir í skauti
sér. Einn þessara manna er dr. Ingi Þorleif-
ur Bjarnason jarðeðlisfræðingur og starfs-
maður hjá Raunvísindastofnun Háskóla Ís-
lands.
Ingi hefur komist að ýmsu merkilegu í
sambandi við jarðfræðilega uppsprettu Ís-
lands undanfarin tíu ár. Ísland er einn af
stærstu heitum reitum jarðar og gnæfir 2 til
4 kílómetra yfir venjulega hæð Norður-Atl-
antshafshryggjarins sem gengur í gegnum
landið. Heitur reitur er nánar til tekið land-
svæði sem einkennist af mikilli eldvirkni og
jarðhita og stendur hátt yfir umhverfið.
Ingi er verkefnisstjóri hins fjölþjóðlega
jarðskjálftaverkefnis Ísbráðar, sem nú hefur
að undangengnum margþættum rannsóknum
frá ýmsum merkilegum niðurstöðum að
segja.
„Margt er óþekkt um eðli heitra reita en
það liggur þó í augum uppi að þeir eiga ræt-
ur að rekja til aukins hita á afmörkuðum
svæðum inni í jörðinni,“ sagði Ingi Þ.
Bjarnason þegar blaðamaður spurði hann út
í eðli heitra reita, m.a. vegna greinar sem
fyrir nokkru birtist í Nature um fyrrnefndar
rannsóknir. Á forsíðu tímaritsins er tölvu-
mynd af Íslandi ofan á kassa sem inniheldur
það sem menn kalla í gamni „hauslausa kött-
inn,“ en það er möttulstrókurinn undir land-
inu okkar – þ.e. uppstreymi heits efnis.
„Ekkert er sannað um uppruna hitans
Eldhjartað undir
miðhluta landsins
Niðurstöður eru nú komn-
ar úr rannsóknum verkefn-
isins Ísbráðar sem dr. Ingi
Þorleifur Bjarnason jarð-
eðlisfræðingur stjórnaði og
kann flís af meginlands-
plötu að leynast undir
landinu. Hann segir Guð-
rúnu Guðlaugsdóttur stutt-
lega frá rannsóknum þess-
um og niðurstöðum þeirra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reykjavík
Guesthouse
Mannfælinn gistihúseigandi
elst upp í vernduðu umhverfi og
reynist um megn að reka gistihús
einn síns liðs 6
Páskaeggjahlaupið 2002 er hafið á síðum Barnablaðsins 10
Tyllt niður tánni
Það er gamall vísdómur að vet-
urinn nái sínu harðasta í mars,
en útmánaðabirtan ber þó með
sér von um betri tíð 14
Flóabáturinn Konráð
Greiðar samgöngur á milli hér-
aða voru fjarlægur draumur á
fyrri hluta síðustu aldar 10
Prentsmiðja
Morgunblaðsins
Fimmtudagur
28.mars 2002