Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 5
Fyrir fagurkera
og safnara
Antik Kuriosa
Grensásvegi 14
s. 588 9595 og 660 3509
Opið mán-fös. frá kl. 12-18
Lau. frá kl 12-17
Páskaútreiðar Vina- og starfsmannahópar Skráning í reiðskólann hafin
Ömmu og afapakkar
Útivistarparadís
Ferðir
við allra hæfi
Hestamiðstöð Íshesta er einstök og
aðstaða eins og hún gerist best
í stórkostlegu umhverfi. Hestar við
allra hæfi og glæsilegir veitingasalir
bíða gesta að lokinni hestaferð.
Hvernig væri að bjóða barnabörnum
á hestbak, fara með eða hitta þau yfir
rjúkandi kakói og vöfflum að lokinni
hestaferð. Sérstök fjölskyldutilboð!
Allur nauðsynlegur fatnaður er
á staðnum. Hinir reyndu starfsmenn
Íshesta finna hesta miðað við getu
gesta og hafa um leið öryggi þeirra í
fyrirrúmi.
1
Daglegar 2ja tíma hestaferðir kl. 10:00 og
14:00 eru frá hestamiðstöð Íshesta þar
sem umhverfið býður upp á fjölda
ævintýralegra reiðleiða. Farið er um
hraunið í kringum Helgafell og
að Kaldárseli eða framhjá Hval-
ey ra rva tn i . Þessa r f e rð i r hen ta
.
Opið Skírdag, Föstudaginn langa,
Laugardag, Páskadag og annan
í Páskum.
2
Íshestar bjóða sérferðir fyrir hópa. Tíma-
setning, lengd ferðar og veitingar eru
ákveðin í samráði við hvern hóp enda
er lögð áhersla á að mæta þörfum hvers
og eins. Sérstakir hópafslættir eru fyrir
10 og fleiri.
3
Við bjóðum upp á 2 vikna reiðnámskeið
fyrir börn og unglinga. Einnig sérstök
"polla og pæju" námskeið fyrir börn
á aldrinum 5 - 7 ára. Einn fremsti reið-
kennari landsins, Sigrún Sigurðardóttir
sér um alla kennsluí reiðskólanum.
Fyrstu námskeiðin hefjast 10. júní.
Námskeiðin seldust uppá mettíma í fyrra
þannig að vissara er að bóka snemma í ár.
4
Við hugsum fyrir öllu!
Sörlaskeið 26 - 220 Hafnarfirði - www.ishestar.is - Sími 555 7000 - frá kl. 8:00 til 22:00 alla daga
- Opið alla Páskana - Sérferðir hvenær sem er. - seldust upp á mettíma í fyrra
- góð gjöf til barnabarna
Sörlastaðir
Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar
2,5 km
Kald
árse
lsveg
ur
R
e
y
k
ja
n
e
s
b
ra
u
t
Kaldársel
KeflavíkHvaleyrarvatn
Reykjavík
Allir krakkar sem koma í hestaferð hjá
Íshestum um páskana fá gómsætt
páskaegg frá Mónu til að gæða sér á
eftir reiðtúrinn.
Hestamiðstöð
kl
a
p
pa
ð
&
kl
á
rt
/
ij
Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar
byrjendum sem vönum
sjóðurinn, sá breski og sá íslenski
styrktu verkefnið.
Mælarnir eru næmir fyrir jarð-
skjálftum alls staðar um heiminn
og söfnuðu stöðugt gögnum frá því
þeir voru settir upp 1993 til 1995
og þangað til þeir voru teknir nið-
ur 1996. Að auki voru settir upp 14
mælar haustið 1995 á línu sem náði
þvert yfir landið – þar af sex á
Vatnajökli.
Upplýsingar um hraða, hraða-
breytingar og deyfingu jarð-
skjálftabylgna gefa vísbendingar
um heit svæði og hvar kviku er að
finna í iðrum jarðar, því hiti og
kvika hægja á og deyfa skjálfta-
bylgjur.
Með þessum athugunum hefur
verið sýnt fram á að möttulstrók-
urinn er stromplaga og er miðja
hans undir miðhálendinu og vest-
urhluta Vatnajökuls, sem fyrr
sagði. Þvermál hans er um það bil
150 til 300 km á 100 til 400 km
dýpi og nær hann líklega niður á
650 km dýpi.“
Þakklátur íslenskum bændum
En koma niðurstöður þessara
rannsókna að einhverju leyti í
bága við landrekskenninguna?
„Nei, svo er ekki. Evrópu-Asíu-
flekinn er hægra megin ef horft er
á kort af Íslandi. Plötuskilin eru 20
til 30 km spilda og plöturnar er að
reka sundur um um það bil 2 senti-
metra á ári. Annars staðar eru
plöturnar stundum að rekast sam-
an, t.d. í Nepal og það veldur mun
stærri jarðskjálftum. Skilin á milli
platnanna hér eru í grófum drátt-
um frá Axarfirði gegnum Vatna-
jökul og niður að Mýrdalsjökli.
Önnur skil og vestari eru frá
Reykjanesskaga og upp í Lang-
jökul og Hofsjökul.
Þessar rannsóknir hafa m.a. gert
kleift að fá fyrstu mynd af plöt-
unum undir Íslandi, hversu þykkar
þær eru og hver bylgjuhraðinn í
þeim er. Þetta hefur allt tekist
með samvinnu erlendra og ís-
lenskra aðila sem hafa lagt þessu
verkefni lið. Einkum er ég þakk-
látur íslenskum bændum sem hafa
af höfðingslund aðstoðað mig við
að koma fyrir mælitækjum. Ég
minnist margra góðra ferða á fund
bænda vegna staðsetningar tækj-
anna, sem þarf að steypa niður á
fasta klöpp í nágrenni við rafmagn.
Einn bóndi fór t.d. með mig út í
fjós og sýndi mér að klöppin, sem
heppilegast væri að tækið stæði á,
væri í miðju haughúsinu undir
fjósinu. Hann var tilbúinn til að
endurskipuleggja fjósið hjá sér
fyrir samyrkjubúskap með vísinda-
rannsóknum. Íslenskir bændur
hafa reynst mér gestrisnir og
hjálpsamir.“
Hvað tekur við hjá þér nú er sér
fyrir endann á þessum rannsókn-
um?
„Þetta hefur verið löng törn og
þegar ég hef komið niðurstöðum
mínum á prent í vísindatímaritum
þá stend ég að nokkru leyti á tíma-
mótum. Ég hef ekki enn tekið
ákvörðun um hvort ég held áfram
á þessari braut eða tek til við eitt-
hvað alveg nýtt. Ég var t.d. á fundi
nýlega um jarðhitamál og mun lík-
lega eiga hlut að þeim aðgerðum
sem nú standa til, að bora niður á
5 kílómetra dýpi í fyrir 500 gráða
heitri gufu á svæði Nesjavalla,
Reykjaness og Kröflu, en áður hef-
ur mest verið borað niður á 2,5 km
dýpi. Þetta er mjög kostnaðar-
samt, boranirnar kosta um það bil
einn milljarð króna hver hola, en
þær gætu gefið tífalt meiri orku af
sér en holurnar sem við borum í
dag.“
Telur þú möguleika á að rann-
sóknum Ísbráðar verði fram hald-
ið?
„Það eru allar líkur á að rann-
sóknum af þessu tagi verði haldið
áfram til að fá enn nákvæmari
mynd af jarðlögum og til að fylgj-
ast með langtíma aðdraganada eld-
gosa og loks til að svara jarð-
fræðilegum spurningum eins og:
Af hverju eru eldfjöll eins og Snæ-
fellsjökull, Snæfell og Öræfajökull
utan gosbelta? Þess má geta að ég
er nú að fara í árs rannsóknarleyfi
til Þýskalands og Japans til þess
að vinna með vísindamönnum þar
til að athuga nánar þær niðurstöð-
ur sem ég hef komist að með um-
ræddum Ísbráðar-rannsóknum.“