Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 19 UMRÆÐAN FIMMTA þing aðild- arþjóða eyðimerkur- sáttmálans – CCD – var fyrir nokkru haldið í Genf í Sviss. Nær allar þjóðir heims eiga aðild að þessum mikilvæga samningi og sendu þær fulltrúa á þingið, þ.m.t. Ísland. Jarðvegseyðingu og aðra hnignun landkosta má með sanni nefna hina þöglu kreppu heims. Það er allt of hljótt um þennan vanda, sem er þó ógn við framtíð jarðarbúa. Eyðingin er vaxandi rót fátæktar, hungurs og ófriðar samhliða því sem „umhverfisflóttamönnum“ fjölgar. Þessi vítahringur mun stigmagnast á næstu árum nema til komi aukin að- stoð frá ríkari þjóðunum til að takast á við hann. Tölur um umfang eyðimerkur- myndunar hækka stöðugt eftir því sem nýjar upplýsingar koma fram. Þannig telur Worldwatch Institute að 24 milljarðar tonna af jarðvegi glatist á ári hverju, eða um fjögur tonn á hvert mannsbarn. Á síðustu tveimur áratugum hefur allur jarð- vegur horfið af landi sem er stærra en allt ræktað land í Bandaríkjunum. Er þá ótalin önnur landhnignun. Ástandið er verst í Afríku, en þar ógnar eyðimerkurmyndun nær helm- ingi íbúanna. Ástandið er litlu skárra víða í Asíu o.fl. svæðum. Spáð er að jarðarbúum fjölgi um 1,5 milljarða á næstu 25 árum. Fjöldi þjóða mun þá ekki ná að brauðfæða sig vegna af- leiðinga landhnignunar. Starf á vegum sáttmálans um varnir gegn myndun eyðimarka er helsta vonarglætan í verndun land- kosta heimsins. Meðal meginvið- fangsefna aðildarþingsins að þessu sinni voru tengsl fátæktar og um- hverfis, undirbúningur fyrir heims- þingið um sjálfbæra þróun sem hald- ið verður í Jóhannesarborg haustið 2002 og mat á árangri af starfi á veg- um sáttmálans. Vísað er til saman- tektar Earth Negotiations Bulletin (http://www.iisd.ca/desert/cop5) og vefsíðu Eyðimerkursáttmálans (http://www.unccd.int), en hér verður aðeins vikið að nokkrum málum. – Alþjóðlegi dagurinn til varnar gegn eyðimerkurmyndun, 17. júní, verður helgaður landhnignun árið 2002. Mikilvægt er að í tengslum við þennan dag taki Ísland með viðeig- andi hætti þátt í samstöðu þjóða í baráttunni gegn myndun eyðimarka. – Dagskrá með háttsettum aðilum. Meira en 80 háttsettir aðilar, m.a. margir ráðherrar, tóku þátt í sér- stakri dagskrá um leiðir til að ná fram markmiðum sáttmálans. Hring- borð þingmanna fundaði einnig. Æskilegt er að Ísland skoði þátttöku í slíkum dagskrárliðum á næsta aðild- arþingi CCD. – Landgræðsluáætlanir. Meira en 100 þjóðir eru nú að vinna að gerð landgræðsluáætlana í samræmi við þá leiðsögn sem sáttmálinn veitir. Þessi vinna hefur þegar haft mikil áhrif. Ísland stendur mjög framar- lega hvað varðar stefnumótun í land- græðslu og getur lagt mikið af mörk- um við gerð slíkra áætlana. Við getum auk þess lært mikið af þjóðum sem að þeim vinna. Skoða þarf hvað Ísland getur lagt af mörkum við gerð land- græðsluáætlana í tengslum við starf CCD. Vísindanefnd sátt- málans hefur þótt veik- burða og fór mikill tími í að ræða störf hennar og viðfangsefni. Ákveð- ið var að meginþema næsta fundar nefndar- innar yrði landhnignun, hætta á landeyðingu og landgræðsla. Þröng áhersla á þurrkasvæði jarðar hefur háð starfi sáttmálans, en með þessu er hnattrænt gildi sáttmálans undirstrikað. Fulltrúar margra þjóða lýstu því hvernig eyðing skóga og önnur upphafsstig landhnignunar hefði leitt til eyðimerkurmyndunar, nokkuð sem vel er skráð í okkar eigin gróðursögu. Mikilvægt er að Ísland taki þátt í þessu starfi vísindanefnd- arinnar vegna reynslu sinnar og þekkingar. Í því ljósi vekur athygli hve Ísland á fáa fulltrúa á sérfræð- ingalista sáttmálans. Tvær miklar yfirlitskannannir eiga að bæta úr skorti á samhæfðum upp- lýsingum um ástand lands í heimin- um. Sú fyrri beinir sjónum að þurrka- svæðum jarðar, hin að vistkerfum almennt. Leitað er tilnefninga í sér- fræðingahóp Millennium Ecosystem Assessment, sem ætlað er að verða hliðstæða hins virta sérfræðingahóps um loftslagsbreytingar (IPCC). Æskilegt er að Ísland skoði mögu- leika á þátttöku í þessu starfi. Eyðimerkursáttmálinn og Ísland Vaxandi áhersla er lögð á aukin tengsl og samvinnu meginsáttmál- anna þriggja um varnir gegn eyði- merkurmyndun, vernd líffræðilegs fjölbreytileika og varnir gegn lofts- lagsbreytingum. Meðal annars var ákveðið að vísindanefndin legði áherslu á tengsl land- og jarðvegs- hnignunar við aðra sáttmála og aukna samvinnu við vísindanefndir þeirra. Varnir gegn eyðimerkurmyndun og endurreisn landkosta er öflug leið að markmiðum hinna sáttmálanna. Við getum verið í fararbroddi við að sýna m.a. hvernig draga megi úr styrk koltvísýrings í andrúmslofti með slíku starfi, þ.e. umbreytingu koltvísýrings í lífræn efni. Kolefnis- binding á Íslandi með landgræðslu og skógrækt vekur mikla alþjóðlega at- hygli. Evrópusambandið o.fl. veita mikið fjármagn til að efla samstarf þjóða um rannsóknir, þróun og stefnu- mótun í tengslum við markmið CCD. Ísland gæti hugsanlega átt þar möguleika á fjármagni til samstarfs- verkefna, sem vert væri að skoða nánar. Sinna þarf vel þessum mikilvæga sáttmála. Meðal annars væri æski- legt að taka þátt í þróunaraðstoð og aukinni vísindasamvinnu í tengslum við varnir gegn myndun eyðimarka. Sáttmálinn um varnir gegn eyðimerkurmyndun Andrés Arnalds Eyðimerkursáttmáli Kolefnisbinding á Íslandi með land- græðslu og skógrækt, segir Andrés Arnalds, vekur mikla alþjóðlega athygli. Höfundur er fagmálastjóri Land- græðslu ríkisins. KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.