Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 12
12 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ gegnir furðu hve tím-anum tekst oft að leysavandamál og finna svörvið spurningum, sem áhugann leita. Fyrir fáum dögum barst mér svar vegna gam- allar ljósmyndar, sem ég fékk senda fyrir nærfellt aldarfjórðungi. Nafn- kunnur athafna- og fróðleiksmaður, Jón Páll Halldórsson. sendi mér ljósmynd og meðfylgjandi bréf: „Ísafjörður 18. ágúst 1979. Kæri Pétur: Sendi hér með myndina af Sig- mundi Sæmundssyni, þar sem hann stendur við fyrsta bílinn sinn. Ég hafði spurt marga „gamla Ísfirð- inga“, hvort þeir bæru kennsl á kvenmanninn, sem er með honum á myndinni, en þar til fyrir tveim ár- um hafði ég engan hitt, sem þekkti hana. Fyrir tveim árum kom svo ágæt vinkona mín, frú Ingibjörg Helgadóttir, ekkja Sigurðar Ágústs- sonar, alþm. frá Stykkishólmi, í heimsókn til mín, og þar sem við vorum að skoða gamlar myndir frá Ísafirði, bar ég þessa sömu spurn- ingu upp við hana. Þar stóð ekki á svari: „Heldurðu að ég þekki ekki hana Góru. Þetta er engin önnur en hún Góra.“ En hver var svo Góra. Jú, hún hét fullu nafni Ólína Krist- jánsdóttir og var lengi búsett í Hólminum, systir Sigurðar Krist- jánssonar, föður Jóns „kadetts“. Góra var þerna á es. „Varanger“, sem var í póstferðum milli Ísafjarð- ar og Reykjavíkur með viðkomu á Vestfjarða-, Breiðafjarðar- og Faxa- flóahöfnum á árunum 1908–1914, flutti póst, farþegar og vörur. Ingibjörg og þær systur ólust upp hér á Ísafirði, þar sem faðir þeirra, Helgi Eiríksson, bakarameistari frá Karlsskála, starfaði hér í mörg ár eftir aldamótin eða þar til hann flutt- ist í Stykkishólm.“ Jón kadett greindi Jónasi Árna- syni rithöfundi frá lífshlaupi sínu í bókinni „Syndin er lævís og lipur“! Þar segir frá Ólínu, frænku Jóns. Jónas skráir vísur, sem Jón Berg- mann, kunnur hagyrðingur kvað til hennar þegar hún var skipsjómfrú á Suðurlandinu. Ef ég væri ekki í þröng og mér færi að hlýna skyldi ég yrkja ástarsöng um þig kæra Lína. Aldrei varð þér ungur sveinn eða skot að grandi, enda varstu augasteinn allra á Suðurlandi! Jón telur þetta hæpna fullyrðingu hjá skáldinu, að Lína hafi verið „augasteinn“ svo margra. Hinsvegar kveðst hann sjálfur hafa verið auga- steinn Ólínu. Hún var staðráðin í að kosta hann til mennta. Taldi hann „miklum gáfum gæddan og ætlaði sér að gera úr honum heldri mann.“ (Jónas Árnason: Syndin er lævís) Ólína veiktist og lést fyrr en varði. Það breytti öllu. – – – Hér staldrar greinarhöfundur við því skylt er að hafa það, sem sann- ara reynist. Bifreiðastjórinn er Sig- mundur Sæmundsson, sonur hins kunna sægarps Sæmundar „virkra daga“, en faðir Fjólu, sem varð eig- inkona hins frábæra listamanns Halldórs Péturssonar. Tímans vegna þarf að hyggja að ártölum. Þau falla naumast að frásögninni um veru Ólínu á „Varanger“ og aldri Jóns Kristófers, en upplýsingar um piltinn á myndinni sögðu að þar væri Jón Sigurðsson í heimsókn á Ísa- firði. Hver bætir nú um betur? Ólafsvíkur-Kalli og Jón Kristófer Casablanca, hafnarborg á Atlants- hafsströnd Marokkó, helsta útflutn- ingshöfn landsins, segir í uppfletti- bók. Tvennt er það sem borið hefir hróður og frægð borgarinnar og stuðlað að umræðu um borgina. Hið fyrra er kvikmyndin „Casablanca“. Annað er ráðstefna sem leiðtogar Bandamanna, Roosevelt og Churchill héldu þar, ásamt fulltrú- um Frakka, hershöfðingjunum Giraud og Charles de Caulle. Sem sú sögu- og sagnaþjóð sem Íslendingar telja sig vera hljóta þeir auðvitað ævinlega að hafa verið fyrstir á alla staði þar sem sögulegir atburðir gerast. Svo var einnig í þessu tilfelli. Ólafsvíkur-Kalli og Jón Kristófer kadett höfðu löngu áður en stórmennum heimsveldanna og stórstjörnum kvikmyndanna varð hugsað til Casablanca látið hraust- lega að sér kveða og drýgt dáðir. Frásögn Jónasar Árnasonar í bók- inni „Syndin er lævís og lipur“ „Þeir dönsku voru einkar leiðin- legir þetta kvöld og létu á mér ganga ónotin meðan við átum: hvad fanden ég vildi vera að þvælast hér í starfi sem ég ætti ekkert tilkall til. „Det kan være du har staaet dig godt som Guds letmatros í Frelsens Hær,“ sagði einn þeirra, „men det giver dig skam ikke nog- en ret til að kalde dig letmatros om- bord paa Mathilde Mærsk.“ „Ja, men var han ikke major í Frelsens Hær?“ sagði annar. „Eller maaske hellere klodsmaj- or?“ Þessari fyndni var fagnað með lukkulegum hlátri. „De kunni i det mindste ikke bruge ham.“ „Og derfor har Gud sendt ham for at lave bommerter ombord paa dette uskyldige skib. Og saa siger man Gud er retfærdig.“ Þegar hér var komið spratt upp einn hinna íslenzku félaga minna með borðhnífinn á lofti og leit ógn- andi yfir hópinn. Hann tilkynnti þeim að ef þeir hættu ekki þessum helvítis derringi við Jón vin sinn og samlanda Sigurðsson, þá væri sér að mæta. Þessi maður var lágvaxnari en flestir eða allir þarna inni, og ekki beinlínis fúllbefarinn í dönskunni, en þó að þeir hafi kannski ekki skilið allt sem hann sagði, þá er hitt víst, að hann hélt þannig á borðhnífnum að enginn þurfti að vera í vafa um að hann treysti sér til að rista með hon- um stærstu danska matrósa þvers og kruss ef svo bæri undir. Enda snarhéldu þeir kjafti það sem eftir var máltíðarinnar, og uppfrá þessu umgengust þeir mig eins og ég væri allt í einu orðinn viðurkenndur af- reksmaður til allra verka á sjó. Það lá við að þeir bæðu mig afsökunar í hvert sinn sem þeir þurftu að bæta um einhverja vitleysuna sem ég hafði gert. Sá sem þarna hafði svo drengilega tekið svari mínu var Karl Guð- mundsson frá Ólafsvík. Það kannast kannski ekki allir við Ólafsvíkur-Kalla. Samt er hann ein- hver mesta hetja og karlmenni sem Íslendingar hafa eignazt fyrr og síð- ar. Hann hefur aldrei látið hlut sinn fyrir neinum. Þegar hann kom um borð í Matt- hildi var hann búinn að velkjast á ís- lenzkum árabátum, mótorbátum og togurum frá því hann byrjaði tíu ára gamall að róa vestur í Ólafsvík, og þessvegna fyrir löngu orðinn full- harðnaður sjómaður. Það hafði því enginn neitt upp á vinnubrögð hans að klaga. En hann hafði aldrei fyrr verið á útlendu skipi og þekkti því ekki þær siðareglur sem sjálfsagðar þykja með öðrum þjóðum í um- gengni háseta og yfirmanna. Þegar hann kom í fyrsta sinn upp í brú til að taka rórtörnina, hellti Pilegaard skipstjóri sér yfir hann með óbótaskömmum. „For Satan, Guðmundsson,“ sagði hann „þið Íslendingar kunnið bók- staflega enga mannasiði!“ „Hver djöfullinn er nú að?“ spurði Kalli. „Það er sá djöfullinn að,“ sagði Pilegaard, að hásetar eiga að taka ofan fyrir yfirmönnum sínum. Svona, af með pottlokið, maður!“ „Þó það nú væri,“ sagði Kalli, hneigði sig og tók ofan og gekk svo út á brúarvænginn og kastaði húf- unni í sjóinn. Og svo rækilega fylgdi hann eftir þessum mótmælum sínum gegn danskri stéttaskiptingu, að hann setti aldrei upp höfuðfat eftir þetta. Meir að segja eftir að við vorum komnir suður í allt sólskinið í hita- beltinu, þar sem jafnvel hinir inn- fæddu eiga á hættu að verða vitlaus- ir ef þeir hafa ekkert á höfðinu, þar gekk Kalli alltaf berhöfðaður, og varð ekkert meint af. (Og var hann að þessu leyti harð- ari af sér en sjálfur Páll postuli, ef það er rétt sem vissir Biblíuskýr- endur halda fram að vitrun sú sem sá síðarnefndi hlaut á veginum til Damaskus forðum hafi stafað af sól- sting. Annars þarf ég ekki að taka það fram að sú kenning er að mínum dómi ekki aðeins röng, heldur og hið argasta guðlast, eins og raunar allar svonefndar „vísindalegar“ tilraunir til að gefa „eðlilegar“ skýringar á hinum guðdómlegu fyrirbærum biblíunnar. Auðvitað hefði Páll alveg eins getað fengið vitrun sína í rign- ingu. Og hafi þessi ágæti postuli gengið berhöfðaður, þá hefur ástæð- an til þess ef til vill verið hin sama og hjá Ólafsvíkur-Kalla: fullkomin óbeit á því að taka ofan fyrir yfirvöldum þessa heims). Hvolpur í Casablanca Kalli er mikill dýravinur og hafði venjulega með sér hund á siglingum sínum. Einu sinni keypti hann fallegan hvolp í Casablanca. Það var svækju- hiti eins og fyrri daginn þar suður frá, og Kalli var aðeins klæddur einni skyrtu og nankinsbuxum og geymdi hvolpinn á berum sér innan undir skyrtunni á ferli sínum milli vínstaðanna lengi dags og fram á kvöld. Svo kom að því að hann varð að fara um borð í skip sitt. Leið hans Sigmundur Sæmundsson, bifreiðastjóri á Ísafirði, stendur við bifreið sína. Konan sem klædd er íslenskum búningi og lyft- ir staupi mun vera föðursystir piltsins sem stendur á aurbretti bifreiðarinnar. Ólína Kristjánsdóttir var skipsjómfrú á Var- anger sem var í förum milli Stykkishólms og Ísafjarðar. Jón Sigurðsson var bróðursonur hennar. Það var fyrst áratugum síðar, sem hann varð kunnur sem Jón „kadett“, og enn síðar hlaut hann nafnið Kristófer. Kadett vísaði til stöðu hans í Hjálpræðishernum. „Kristófer“ var „skáldaleyfi“ Steins Steinarr í ljóði er hann kvað um veru Jóns í Hjálpræðishernum. Kvikmyndin Casablanca er ein frægasta kvikmynd sem gerð hefur verið. Loka- þátturinn var þó ekki ákveðinn fyrr en á síðustu stundu. Humphrey Bogart var 43 ára, en Ingrid Bergman 25 ára. Jónas Árnason rithöfundur og Jón Kristófer fyrir utan lögreglustöðina Hafnarstrætismegin. Jónas skráði frá- sagnir Jóns kadetts í bókinni „Syndin er lævís og lipur“. Casablanca, hafnarborg á Atlantshafsströnd Marokkó, er ekki hvað síst þekkt vegna samnefndrar kvikmyndar. Jón kadett og Ólafsvíkur-Kalli létu þó að sér kveða í Casablanca löngu á undan þeim Ingrid Bergman og Humphrey Bogart. Pétur Pétursson rifjar hér upp söguna. Ráðstefna í Casablanca. Roosevelt og Churchill hittust á ráðstefnu í Casa- blanca árið 1943. Þar hittu þeir tvo franska keppinauta um hylli Frakka, Giraud hershöfðingja og Charles de Gaulle hershöfðingja, foringja frjálsra Frakka. Jón og Kalli í Casablanca

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.