Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 10
10 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
GREIÐAR samgöngur ámilli héraða og lands-hluta var fjarlægurdraumur á Íslandi áfyrri hluta síðustu ald-
ar. Þannig var málum háttað við
norðanverðan Breiðafjörð, að mið-
stöð verslunar, þjónustu og mennta
var í Flatey og urðu íbúar Barða-
strandar að sækja allt slíkt þangað
við erfiðar aðstæður. Engar reglu-
bundnar ferðir voru á milli lands og
eyja, aðeins stopular ferðir tveggja
báta frá Flatey, Friðþjófs og Sörla,
en ferðir þeirra voru að mestu bundn-
ar vor- og haustkauptíð.
Vegir voru þá engir á Barðaströnd.
Búið var í hverjum dal og nesi, krók
og kima, og urðu íbúar þessara sveita
að sækja alla verslun og þjónustu
fram í Flatey, svo sem fyrr sagði, auk
læknis og prests. Þó að margir
bændanna á ströndinni ættu smábáta
var þeim vart treystandi til langferða
eða þungavöruflutninga í misjöfnum
veðrum og ef eitthvað bar út af, slys
eða veikindi voru engar ferðir á milli
staða sem treysta mátti á.
Árið 1927 þótti íbúum við norðan-
verðan Breiðafjörð ekki lengur mega
við svo búið standa. Hinn 15. mars
var boðað til fundar í Flatey til að
ræða möguleika á stofnun hlutafélags
um útgerð flóabáts sem þjóna skyldi
byggðunum við norðanverðan fjörð-
inn. Nokkur undirbúningur hafði far-
ið fram áður en til fundarins kom.
Kannað hafði verið hvar finna mætti
hentugan bát til verkefnisins og
renndu menn hýru auga til nítján
tonna eikarbáts sem stóð nýsmíðaður
og óseldur vestur á Þingeyri. Þá hafði
einnig farið fram söfnun hlutafjárlof-
orða, ef af stofnun félagsins yrði.
Fundurinn var vel sóttur og fram-
farahugur í mönnum. Auk Flatey-
inga, sem of langt mál yrði upp að
telja, sóttu fundinn eftirtaldir fulltrú-
ar hreppanna á Barðaströnd: Frá
Múlahreppi, Þórður Jónsson, Firði,
Jón Jónsson, Deildará og Halldór
Sveinsson, Svínanesi. Frá Gufudals-
sveit, Andrés Ólafsson, Brekku,
Ágúst Sigurbrandsson, Hofstöðum,
og Eyjólfur Magnússon í Múla. Frá
Barðastrandarhreppi kom Valdemar
Sæmundsson, Krossi.
Jafnframt voru eftirtalin hlutafjár-
loforð kynnt fundarmönnum:
Frá Flateyjarhreppi 1.800 kr.
Frá Múlahreppi 975 kr.
Frá Gufudalssveit 1.050 kr.
Frá Barðastr.hreppi 1.550 kr.
Frá Kaupfél. Flateyjar 2.500 kr.
Frá sýslusjóði 2.500 kr.
Frá ríkissjóði 2.500 kr.
Samþykkt var samhljóða að stofna
hlutafélag um rekstur flóabáts og
hlaut það nafnið Norðri hf. Í sömu
svifum og þessi samþykkt var gerð
barst fundinum símskeyti frá eig-
anda bátsins á Þingeyri, þar sem
hann bauð bátinn til kaups fyrir rúm-
ar átján þúsund krónur. Kaupin voru
samþykkt. Hét báturinn Konráð og
bar einkennisstafina BA-152.
Fyrsta stjórn Norðra hf. var skip-
uð þeim séra Sigurði Einarssyni í
Flatey, Andrési Ólafssyni, Brekku,
Þórði Jónssyni, Firði, og Valdemar
Sæmundssyni á Krossi. Fram-
kvæmdastjóri var kjörinn Sigfús
Bergmann, kaupfélagsstjóri, Flatey,
og skipstjóri var ráðinn Sigurður Jó-
hannesson, Flatey. Konráð BA kom
til Flateyjar nokkru síðar, þar sem
heimahöfn hans var alla tíð síðan.
Öll einangrun rofin
Konráð BA átti eftir að reynast
happafley. Með komu hans þótti íbú-
um afskekktra byggða sem öll ein-
angrun væri skyndilega rofin. Menn
fengu svo að segja heim í túnfót viku-
lega vöru sem áður var erfiðleikum
háð að nálgast, svo sem byggingar-
efni, fóðurbæti og aðra sekkjavöru
auk olíu og daglegra nauðsynja. Þá
opnaðist einnig sá möguleiki að fólk
gat brugðið sér af bæ, jafnvel alla leið
til Reykjavíkur og verið komið heim
að viku eða tíu dögum liðnum, en slíkt
ferðalag var áður nær óhugsandi.
Ferðatíðni og viðkomustaðafjöldi
Konráðs BA var ótrúlega mikill, en
samkvæmt áætlun var hann þessi:
Hagi, Siglunes, Brjánslækur, Auðs-
haugur, Fjörður, Illugastaðir, Sel-
sker, Svínanes, Kvígindisfjörður,
Kirkjuból, Bær, Múli, Sveinungseyri,
Skálanes, Staður, Gróunes, Hall-
steinsnes, Þórisstaðir og Hofstaðir.
Auk þessa fór báturinn fjölmargar
tilfallandi ferðir til Stykkishólms,
Reykjavíkur og víðar.
Löngu síðar, þegar samgöngur á
landi voru komnar á það stig, að lang-
ferðabílar óku helstu leiðir ók einn
slíkur vestur um Dali með viðkomu í
Bjarkarlundi við botn Þorskafjarðar.
Þaðan hélt bíllinn norður yfir Þorska-
fjarðarheiði að Arngerðareyri við
Ísafjarðardjúp. Þá var það einn þátt-
ur í áætlun Konráðs að bíða rútunnar
í Þorskafirði með farþega sem leið
áttu suður og taka þá farþega sem
endastöð áttu út um firði og nes og
koma þeim til síns heima. Einnig átti
báturinn ríkan þátt í að viðhalda fé-
lagslífi á þessu landsvæði yfir sum-
artímann. Margar ferðir voru farnar
með fólk sem var að sækja skemmt-
anir og dansleiki, aðallega að Bjark-
arlundi og eins flutti hann fólk sem
sótti fundi og skemmtanir í Flatey.
Að áliðnu sumri voru farnar ferðir
með Flateyinga til berja, oftast upp í
Vatnsfjörð eða Vattarfjörð. Af því
sem hér hefur verið sagt er ljóst, að
sjaldan var báturinn bundinn við fest-
ar lengi í einu. Víkur þá sögunni 21 ár
fram í tímann, eða til ársins 1948.
Stórviðri brestur á
Enn sem fyrr þræddi Konráð BA
viðkomustaði sína á Barðaströnd en
búseta þar hafði þá lítið raskast mið-
að við það sem síðar varð. Þetta ár
gerðist sá atburður, sem var eins-
dæmi í nær 50 ára farsælli sögu báts-
ins, að litlu munaði að slys yrði og
tveir af þriggja manna áhöfn hans
drukknuðu uppi við landsteina.
Áhöfnin var skipuð þessum mönn-
um: Jóhann Kristjánsson skipstjóri,
Eyjólfshúsi, Flatey. Látinn. Einar
Steinþórsson vélstjóri, Hólshúsi,
Flatey. Búsettur í Stykkishólmi og
Jóhannes Þórðarson háseti, Vestur-
búðum, Flatey. Búsettur í Stykkis-
hólmi.
30. nóvember rann upp með norð-
an kalda, nokkru frosti og ótryggu
veðurútliti. Þennan dag var fyrirhug-
uð ferð með fóðurbæti og aðra vöru
að Haga og Hvammi á Barðaströnd.
Lagt var af stað frá Flatey upp úr
klukkan níu um morguninn og var
haldið að Haga, en þangað var um
tveggja stunda sigling. Framundan
var venjubundin dagsferð og í engu
frábrugðin þeim hundruðum, ef ekki
þúsundum ferða bátsins á viðkomu-
staði sína á undanförnum árum.
Í Haga var engin bryggja fremur
en á öðrum viðkomustöðum bátsins,
ef frá er talinn Brjánslækur. Anker-
um var varpað á svonefndri Hagabót.
Þaðan varð skipshöfnin að flytja
farminn að landi á léttbát sem bar
nafnið Samma, og var nefndur eftir
fyrrum eiganda sínum, bónda á
Barðaströnd. Menn frá nærliggjandi
bæjum voru í fjöru til að veita viðtöku
vöru sinni. Þar á meðal Hákon
Kristófersson, alþingismaður og
bóndi í Haga. Hann gerði sér ferð
fram í Konráð til að vara Jóhann
skipstjóra við að fara inn að Hvammi.
Sagði Hákon að stórviðri væri að
bresta á og vindhviðurnar „sem hann
sendi fram úr Rauðsdalnum“ væru
stórhættulegar í þessari vindátt.
Allt gekk að óskum í Haga, en að
skilja eftir hluta af farminum og
halda um hæl til Flateyjar fannst
skipstjóranum ekki viðunandi kostur.
Eftir losun í Haga voru legufærin
Brot af sögu flóabátsins
Konráðs BA-152
Flóabáturinn Konráð BA 152.
Jóhann Kristjánsson
skipstjóri.
Einar Steinþórsson
vélstjóri.
Jóhannes Þórðarson
háseti. Farþegar á sólríkum sumardegi.
Flatey á Breiðafirði.
Flóabáturinn Baldur rauf
einangrun afskekktra
byggða á Breiðafirði, en
stofnað var hlutafélag um
kaup bátsins. Ólafur Stein-
þórsson ræddi við Einar
Steinþórsson og kynnti sér
sögu bátsins.