Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 16
16 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN FERMING var inn- leidd á Íslandi með til- skipun frá konungi Dana, Norðmanna og Íslendinga árið 1736. Þá hafði heittrúar- stefnan svokallaða ver- ið ríkjandi við dönsku hirðina um nokkurt skeið. Þessi stefna boð- aði nýjungar og fram- farir í uppeldis- og skólamálum. Talsmenn hennar létu sér ekki nægja að fólk kannað- ist við hina réttu kenn- ingu og gæti játað hana með utanbókarlær- dómi, heldur vildu þeir að trúaraf- staðan ætti ítök í kjarna persónu- leikans og í tilfinningalífinu. Lærdómurinn fólst í litlu kveri sem þýski siðbótarfrömuðurinn Marteinn Lúther samdi fyrir börn og alþýðu og nefnt var Fræðin minni og enn er lagt til grundvallar ferm- ingarfræðslu þeirrar kirkju sem kennir sig við nafn hans. Þar eru grundvallaratriði trúarinnar rakin og útskýrð á einfaldan hátt. Foreldrar skyldu sjá um að börnin lærðu Fræðin og prestarnir höfðu eftirlit með því að því væri framfylgt og prófuðu þekkingu barnanna í lestri í húsvitjunarferðum sínum. Þeir áttu að sjá til þess að börnin væru ekki beitt þving- unum við lærdóminn svo þau fengju ekki óbeit á efninu og þeim bar, samkvæmt reglu- gerðinni, að haga kennslunni þannig með ástríki og tillitsemi að börnin tileinkuðu sér inntak boðskapar krist- indómsins svo að hann hefði mótandi áhrif á þau. Sérstök trú- fræðikver voru samin og lögleidd sem skyldu- lesning til viðbótar við Fræðin minni. Praktísk guðfræði Konungsvaldið, embættismenn og landeigendur vildu styrkja stöðu sína í samfélaginu, efla taumhaldið á landslýð, og því fannst stjórnkerfinu tilvalið að nota prestana til að hafa eftirlit og tilkynningarskyldu til ver- aldlegra yfirvalda þegar eitthvað fór úrskeiðis. Þannig fylgdu í kjölfar til- skipunar um fermingar aðrar reglu- gerðir um húsaga, húsvitjanir og eft- irlit presta með fræðslu, uppeldi og góðum siðum á bændabýlum sem voru eins konar vinnu- og félags- málalöggjöf þeirra tíma. Allir höfðu hag af því að húsbændur, vinnuhjú og börn væru siðprúð, samviskusöm og vinnusöm. Í lok 18. aldar var enn hert á reglugerðum um lestrarkunnáttu og prestum hótað sektum og embætt- ismissi ef þeir fermdu ólæsa ung- linga. Borgaralegar skyldur og rétt- indi voru bundin fermingu. Þetta kerfi virðist hafa virkað furðu vel langt fram á 19. öld. Í upphafi þeirr- ar aldar voru um 90 prósent fermdra Íslendinga læs á trúarlega texta og var það miklu hærra hlutfall en með- al nágrannaþjóða á þeim tíma. Ekki var þá farið að reisa skóla fyrir börn enda lítið um þéttbýliskjarna í landi þar sem fólki var haldið að sveita- vinnu fyrst og fremst. Alþýðufræðslan á Íslandi byggðist því á fermingunni og eftirlitshlut- verki presta. Árið 1880 var þeim skylt að sjá svo til að börnin kynnu, auk lesturs, að skrifa og reikna. Um svipað leyti voru stofnaðar sóknar- nefndir og héraðsnefndir prófasts- dæma, sem sumar a.m.k. litu á hlut- verk sitt þannig að þeim bæri að styðja prestinn í fræðslustarfinu. Margar þeirra gengu með prestum sínum fram fyrir skjöldu til að koma á farkennslu og barnaskólum enda kom það brátt í ljós, þegar sjávar- plássunum óx fiskur um hrygg, að prestarnir gátu ekki sinnt þessu eins og þeir vildu og vert væri. Landsjóðsstyrkur fékkst til þess- arar fræðslustarfsemi, ef prestur mælti með í umsókn og tók ábyrgð á kennurunum. Forsenda styrks var að prófað væri á vorin í skyldugrein- unum og sendar skýrslur. Þessar skýrslur birtust í nokkur ár, eftir sóknum, prestaköllum og prófasts- dæmum, í blaði Þórhalls Bjarnason- ar forstöðumanns Prestaskólans og síðar biskups Hugmyndafræðingur þjóðkirkjunnar Þórhallur Bjarnason var þjóðleg- ur hugsjónamaður sem rak eitt veg- legasta bændabýli landsins í Laufási í Reykjavík, sem varð miðstöð Ung- mennafélagshreyfingarinnar fyrstu árin. Hann var maður hins nýja tíma um aldamótin 1900, frjálslyndur í guðfræðiskoðunum, og í blaði sínu (1909) birti hann þá stefnuskrá, sem íslenska þjóðkirkjufyrirkomulagið hvílir enn á. Sá kjarni umbótamanna sem lað- aðist að Þórhalli beitti sér fyrir því að aðgreina skírnarfræðslu kirkj- unnar (þ.e. fermingarfræðsluna) frá kristinfræðikennslu skólanna. Þeir vildu ekki að börnunum væri kennd trúfræði í skólunum og vildu því leggja af hið fræga kver Helga Hálf- dánarsonar og kenna börnunum biblíusögur og kristnisögu í staðinn. Þessi aðgreining átti sér stað árið 1926 og síðan hefur kristinfræðin þróast sem sérstök kennslugrein á faglegum forsendum óháð trúfræði kirkjunnar. Nú er kennsla í siðfræði og öðrum trúarbrögðum en kristni hluti af þessu fagi og ekkert vantar annað en hæfa kennara í almennum trúar- bragðafræðum til þess að greinin fái að njóta sín í nútímaskólakerfi. Sá sem gekk einna harðast fram í því að koma þessari aðgreiningu á var tengdasonur Þórhalls biskups, Ás- geir Ásgeirsson, kennari við Kenn- araskólann í Reykjavík, síðar fræðslustjóri og forseti íslenska lýð- veldisins. Þjóðarsátt um skólann Að frumkvæði Alþingis stendur í markmiðslýsingu grunnskólans frá 1974 að hann skuli byggja á kristnu siðgæði og umburðarlyndi. Það er al- veg í anda biskupsins Þórhalls Bjarnarsonar og vinar hans og sam- starfsmanns í skólamálum, séra Magnúsar Helgasonar, fyrsta skóla- stjóra Kennaraskólans, sem upp- fóstraði fyrstu kynslóðir barna- og unglingakennara á Íslandi. Það er ekki ofsagt að kennarastéttin hafi vaxið og þroskast undir verndar- væng íslensku þjóðkirkjunnar og hún sleppti ekki hendinni af þessari fóstru sinni fyrr en hún gat staðið á eigin fótum. Með þessari aðgreiningu var heillaspor stigið bæði fyrir kirkju og skóla og búið í haginn fyrir friðsam- leg samskipti þessara grundvallar- stofnana þjóðfélagsins, sem stefna báðar að því á sinn hátt að efla um- burðarlyndi, siðgæði og bjartsýni meðal hinna uppvaxandi kynslóða. Aðgreining þjóð- kirkju og ríkisskóla Pétur Pétursson Ferming Alþýðufræðslan, segir Pétur Pétursson, byggðist á fermingunni og eftirlitshlutverki presta. Höfundur er prófessor í kennimann- legri guðfræði við Háskóla Íslands. Í forystugrein sinni 15. mars sl. ræðir Morgunblaðið sjávar- útvegsmál. Þar gefur að líta eftirfarandi klausu: ,,Samþykkt frumvarps sjávarút- vegsráðherra um auð- lindagjald, sem lagt var fyrir Alþingi í síð- asta mánuði, er grundvöllur að sátt í þessu máli.“ Hér hlýtur að vera ritað gegn betri vit- und eða að höfundur- inn á heima hinum megin á Sjöstjörn- unni. Stjórnvöld hafa aldrei frá upp- hafi fiskveiðideilunnar lagt neitt fram, sem til sátta gæti orðið. Allt þeirra sáttatal hefir verið yfirskin og blekkingar. Í þeim aðferðum hefir formaður Sjálfstæðisflokks- ins farið fremstur, enda í samræmi við háttsemi hans. Allir sjá, sem sjá vilja, að sátta- tal stjórnarflokkanna fyrir þing- kosningar 1999 var holhljóma kosningaáróður. En bragðið heppnaðist og þá var tilganginum náð, sem helgaði meðalið. Það var ekki sízt fyrir tilstilli Morgunblaðs- ins, og þessvegna ekki að undra þótt því renni áfram blóðið til skyldunnar svo sem sjá má af til- greindu leiðaraskrifi. Þegar andstæðingum ólaganna í fiskveiðimálum hefir ofhasað yfir- gangur stjórnvalda við þegnana, og þýlyndi við auðvaldið, er þeim svarað með því að fullyrða að þeir vilji ekki sættir. Foringjar allra stjórnarandstöðuflokkanna báru sl. haust fram tillögu í alþingi um að sett yrði á fót nefnd allra þing- flokka til að reyna til þrautar að komast að samkomulagi. Sú tillaga er ekki einu sinni tekin á dagskrá til umræðu hvað þá meir. Innihald og framkvæmd fisk- veiðilaganna hefir í alls engu breytzt frá upphafi nema á verri veg vegna aðfaranna gegn smábát- um. Ekkert – alls ekkert – er að finna í frumvarpi sjávarútvegsráð- herra nú, sem neinu máli skiptir. Hið eina sem er nýtt er hrófatildur, sem kallast auðlinda- gjald, og er enn ein blekkingardruslan sem dregin er að húni, enda skortir ekki ákvæði í íslenzk lög til að skattleggja at- vinnugreinar á land- inu. Hinn nýi skattur, auðlindagjaldið svo- kallaða, á í áranna rás, eftir áratug eða svo, að ná um það bil 2 milljörðum króna. Á móti kemur niðurfell- ing gjalda eins og t.d. Þróunarsjóðsgjalds upp á einar 700 milljónir króna. Minna má á, til samanburðar, að sjómannaafsláttur skatta, sem út- gerðinni ber að borga, kostar rík- issjóð meira en áformaða auðlinda- gjaldið getur hæst orðið! Og hverju öðru myndi hið áminnsta frumvarp, sem á að vera ,,grundvöllur að sátt“ í fiskveiði- málinu, breyta ef að lögum verður? Myndi hið ógnvænlega brottkast hverfa? Ekkert myndi breytast er að því lýtur. Myndi braskinu linna, þar sem gjafakvótaþegar selja verðmæti al- þjóðar og stinga andvirðinu í eigin vasa? Þvert á móti eykst það vegna þess að smábátaflotinn er færður undir það ok. Myndu hinar dreifðu byggðir verða bættari við hin væntanlegu nýju lög? Því er alveg öfugt farið, þar sem stórkvóta- og gjafþegarnir munu kaupa upp veiðiheimildir smábát- anna sem eru forsenda búsetu í byggðunum. Munu fiskstofnarnir vaxa og efl- ast? Að því leyti, eru áhrif laganna óbreytt frá því sem verið hefir, og er óþarft að rifja upp ástandið sem við stöndum frammi fyrir. Mun ungum mönnum gefast kostur á að hefja útgerð eftir sam- þykkt ,,sáttafrumvarpsins“? Lögin verða hin sömu að því leyti, að veiðiheimildir munu halda áfram að safnast á örfáar hendur, og að öllum líkindum hraðar en áð- ur. Bráðlega fer vald peninganna öllu að stjórna í útvegsmálum Ís- lendinga. Stórfyrirtækin munu einskis annars gæta en að hramsa til sín auð og völd. Ef Akureyr- ingar halda að eitthvað annað muni ráða útgerð og fiskvinnslu Útgerð- arfélags Akureyrar en pyngja aðal- eigenda og ráðamanna Eimskipa- félags Íslands, þá er það mis- skilningur, meira að segja barna- legur bjálfaháttur. Enda hefði mátt halda að þeir þar nyrðra hafi áður fundið smjöfþefinn af orðheldni þeirra syðra. Og tími er til þess kominn að Skagstrendingar snúi sér til Skap- arans, en Húsvíkingar eru sjálfsagt þegar lagstir á bæn. En vill nú ekki blaðið mitt, Morgunblaðið, rifja upp með grein- arhöfundi undirstöðuatriðin í stefnu Sjálfstæðisflokksins: Um hina frjálsu samkeppni á hinum frjálsa markaði? Minn gamli vinur og lærifaðir, Ólafur Björnsson, prófessor, kenndi mér fyrir margt löngu að miðstýring á framleiðslu og mark- aði væri höfuðeinkenni sovézka skipulagsins, og úthlutun stjórn- valda á takmörkuðum gæðum þjóð- ar gengi aldrei til lengdar. Hvað ætli hann myndi segja um íslenzku aðferðina við úthlutun á aðalauð- lind Íslands, sjávarauðlindinni, ef mæla mætti? Ef frumvarp ríkisstjórnarinnar um sjávarútvegsmál, sem nú liggur fyrir alþingi, verður að lögum, mun það valda meira ósætti í útvegs- málum en nokkru sinni, sem leiða kann til þess að friðurinn verður sundur slitinn í landinu. Friðslit Sverrir Hermannsson Kvótinn Og tími er til þess kom- inn að Skagstrendingar snúi sér til Skaparans, segir Sverrir Her- mannsson, en Húsvík- ingar eru sjálfsagt þeg- ar lagstir á bæn. Höfundur er alþingismaður. FORELDRAR barna í sérdeild Réttar- holtsskóla skrifuðu frambjóðendum til borgarstjórnarkosn- inganna bréf fyrir skömmu þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum vegna stefnu fræðsluráðs Reykjavík- ur um sérkennslu. Frambjóðendur af lista Sjálfstæðisflokksins hittu foreldrana til að hlusta á sjónarmið þeirra. Foreldrarnir hafa áhyggjur af því að sér- deildir muni leggjast af vegna þess að rekstrargrundvöllur þeirra sé í upp- námi miðað við stefnu fræðsluráðs Reykjavíkur. Foreldrarnir benda á að ekki henti öllum nemendum að vera alfarið í almennum bekkjum og óttast að börnin þeirra verði undir því að erfitt sé fyrir kennara að sinna þeim ásamt öllum hinum börnunum í bekknum. Þeir benda einnig á að sum barnanna séu með alvarlega hegð- unarerfiðleika sem geti valdið því að aðrir nemendur fái heldur ekki kennslu við hæfi. Spurningum ósvarað Sérkennslustefna fræðsluráðs er um margt góð og hefur að leiðarljósi að öll börn eigi rétt á að ganga í heimaskóla óháð fötlun. Hún byggist á einstaklingsmiðuðu námi og sjálf- stæði skóla í að ákveða hvernig standa skuli að sérkennslunni á hverjum stað. Hins veg- ar er gagnrýnivert hve lítið samráð var haft við skólastjórnendur, kennara og foreldra. Leitað var umsagnar sl. sumar, á tíma þegar erfitt er að ná fólki sam- an vegna sumarleyfa, og gera t.d. bæði Skóla- stjórafélag Reykjavík- ur og Félag íslenskra sérkennara athuga- semdir við það og hafa fyrirvara á umsögnum sínum. Þá er í um- sögnum þeirra varpað fram fjölmörgum spurningum sem enn hafa ekki fengist svör við. Sérdeildir og sérskólar Það er líka göfugt markmið og yf- irlýst stefna að allir nemendur geti verið í almennum bekk en hins vegar er það jafnljóst að það hentar ekki öllum börnum. Niðurstöður PISA – 2000-rannsóknarinnar, sem er al- þjóðleg rannsókn á frammistöðu 15 ára nemenda í lestri, stærðfræði og náttúrufræði, undirstrika að á Íslandi ríkir jafnrétti til náms og að nemend- um sem eiga á brattann að sækja í námi er vel sinnt. Þær staðfesta einn- ig að halda beri áfram á þeirri braut að tryggja nemendum sem eiga erfitt með nám þann stuðning sem þeir þurfa. Í ályktun frá aðalfundi Félags grunnskólakennara segir að alltaf þurfi að vera fyrir hendi sérdeildir og sérskólar til að mæta þörfum þeirra nemenda sem ekki fá notið kennslu við hæfi í heimaskóla. Raunverulegt val Ég tel afar brýnt að komið verði til móts við sjónarmið foreldra barna í sérdeildum. Taka þarf af öll tvímæli þess efnis að sérdeildir muni starfa áfram fyrir þá nemendur sem þess þurfa. Að öðrum kosti er um tómt mál að tala að foreldrar hafi val um besta úrræði fyrir börnin. Hagsmunir barna í fyrirrúmi Guðrún Ebba Ólafsdóttir Höfundur skipar 3. sæti á lista Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Sérskólar Gagnrýnivert er, segir Guðrún Ebba Ólafsdóttir, hve lítið samráð var haft við skólastjórnendur, kennara og foreldra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.