Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 15

Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 15
nútímaær og þekkja ekki að vera haldið til beitar í snjó og verða að krafsa sig niður úr skaranum. Þetta eru ærnar í Kollabæ í Fljótshlíð. Þar býr Ásgeir Tómasson og kvaðst hann ekki vera með annan búskap en þessar fáu kindur. Kollabær er næsti bær við Tumastaði; bærinn stendur hátt uppi í hlíðinni og útsýnið þaðan er frábært. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 15 ENDA ÞÓTT ég hafi komið að Gullfossi frá því ég var ungur drengur í Tungunum, líklega á hverju ári og stundum oft, verður það aldrei hversdags- legt. Líklega hafa margir sömu sögu að segja. Sumum finnst fossinn fallegastur í sólskini; öðrum finnst hann tilkomumeiri í klakaböndum eins og þá er myndin var tekin, 1. apríl 1999. Í síðastliðnum janúar varð slík leysing á vatna- svæði Hvítár, að gljúfrið hafði vart undan að flytja vatnsflauminn og fossinn hvarf næstum því. Slíkar hamfarir geta hæglega breytt ásýnd fossins, en sem betur fer virðist það ekki hafa gerzt. Hér er þó ekkert varanlegt og ótrúlega stutt síð- an, eða ekki nema um 300-400 ár, að Gullfoss í þeirri mynd sem við þekkjum hann var ekki til. Áin féll fram þar sem bílastæðið er núna og sá Gullfoss, sem enginn veit hvernig leit út, féll þar fram í gljúfrið. Gullfoss í klaka kropinn Ljósmynd/Gísli Sigurðsson ÁRSTÍÐASVEIFLAN í litum landsins er mögnuð og merkileg. Síðla hausts er þetta land með fallegri brúnni slikju en í apríl, þegar klaki og snjór voru á bak og burt, var kominn þessi dæmigerði útmán- aðalitur. Þá er landið fölt á vangann, enda oftast einhver klakaskorpa undir sverðinum. Þetta er ekki hlýleg ásýnd, en fögur á sinn hátt og útmánaða- birtan gæðir hana sínum töfrum. Myndin er tekin á Álfsnesi á Kjalarnesi; Mógilsá sést til vinstri. Það var frost og harður norðannæðingur af Esjunni. En hestunum virtist ekki vera kalt, enda þola þeir þurrakulda afar vel. Frægur hrossabóndi sagði það reynslu sína, að hestar þyrftu skjól og fóður, þá liði þeim vel úti. En hvernig skyldi verða umhorfs hér eftir hálfa eða heila öld? Ef til vill verður Reykjavík þá byggð upp að Esjuhlíðum, og ef til vill verður þá borgarumhverfi á Álfsnesi. Ólíklegt er að minnsta kosti, að þar verði hagar fyrir hross. Fölir litir á Álfsnesi 1990. Það var byggt á þann hátt að hleðslusteinar voru steyptir úr fjöru- sandi og húsið var hlaðið úr þeim og síðan múrhúðað. Það leysti af hólmi lítið timburhús í Rauðafelli, sem var í senn þinghús og barnaskóli og hafði verið skilnaðargjöf Þorvaldar á Þorvaldseyri til sveitarinnar þegar hann yfirgaf hana. Í Dagsbrún var leiksvið; þar var dansað og þar voru haldin þorrablót og aðrar samkomur eins og gengur. Húsið var gert upp 1974 og þá tók formaður Eyfellings, Ólafur Eggertsson, myndina sem hér fylgir. Síðar var Dagsbrún seld, en eigandinn sýnir húsinu ekki sóma. Það er dapurlegt fyrir Eyfellinga að sjá þetta merkilega hús grotna niður og er hér kallað eftir menningarlegum metnaði því til björgunar. sbrún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.