Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 9
Söluaðilar Navision Attain á Íslandi eru: Element HSC Landsteinar Ísland Maritech Strengur Tölvuþjónustan á Akranesi
Einfalt að innleiða, auðvelt að aðlaga og öruggt í notkun. Á veginum til vaxtar verður þú að geta
brugðist við breytingum, nýtt þér styrkleika þína og gripið sóknartækifærin þegar þau gefast.
Sjáðu hvernig Navision getur hjálpað þér að fullnýta tækifærin á www.navision.is
Navision Attain er ný kynslóð viðskiptahugbúnaðar frá Navision, byggð á hinu vinsæla kerfi Navision Financials
KONA sem ég hitti fyrir skömmuá tvö lítil barnabörn. Annað
þeirra hafði stórar áhyggjur um
daginn vegna þess
hve ófriðlega veðr-
ið lét. Með óhug
heyrði barnið veð-
urofsann magnast
og sagði loks við
mömmu sína
áhyggjufullri
röddu: „Mamma,
eigum við ekki að
loka betur öllum
gluggunum – annars gæti kannski
verðbólgan komist inn?“
Amman dró af þessu þann lær-
dóm að æskilegt væri að útskýra
enn betur en gert hafði verið allt það
sem fullorðna fólki væri að ræða um
í það og það skiptið – sem og alls
konar hugtök sem oft væru í um-
ræðunni.
Nokkru síðar fór hún með barna-
barn sitt í bíltúr og ók þá meðal ann-
ars framhjá Veðurstofunni. Hún
benti á húsið og miðlaði þeim fróð-
leik til barnsins á púðanum í aft-
ursætinu að þarna væri nú Veður-
stofan – þar væri veðrið mælt –
hvort yrði kalt eða heitt.
Barnið sat á púðanum þungt hugsi
og horfði út um gluggann.
Svo sagði það stundarhátt með
nokkurri áherslu: „Nei – ekki hægt –
enginn rass!“ Að svona yndislegri
niðurstöðu komast jafnvel ekki hinir
háþróuðustu súrrealistar í heimi
hinna fullorðnu.
Amman ákvað við nánari umhugs-
un að útskýra ekki fyrir barninu
meira um veðurmælingarnar.
„Hvar hafa dagar lífs þíns lit sín-
um glatað?“ spurði Jóhann Jónsson
skáld úti í Þýskalandi í kvæði sínu
Söknuði.
Á sama hátt gætu menn spurt sig:
„Hvar hef ég glatað barninu í mér?“
Einhvers staðar á vegferðinni
missir barnið í okkur flugið og lendir
svo loks hjá flestum magalendingu í
hinum litlausa heimi hversdagsleik-
ans.
Mér er ekki grunlaust um að fólk
missi fyrr barnið úr sér nú en áður
var. Þetta er kannski fyrir hið mikla
áreiti sem börn nútímans verða fyr-
ir, bæði af völdum fjölmiðla og jafn-
vel ekki síður vegna þeirrar tegund-
ar barnabókmennta og kennslubóka
sem leitast við að ofskýra allt og
draga það niður á hið hversdagslega
plan.
Ég velti stundum fyrir mér hvort
að í þessum skrifum sé ekki fulllangt
gengið í þessa veruna. Víst er þetta
vel meint – en ákaflega niðurdrep-
andi fyrir alla frumlega hugsun, og
sýnist líklegt til að gera börn að enn
hversdagslegra og litlausara fólki en
þau þyrftu ella að verða.
Eitt er víst að skrif þeirra höf-
unda sem frægastir eru fyrir barna-
bækur sínar eru ekki af þessu tagi.
Má þar nefna þau HC Andersen og
Astrid Lindgren. Þau leituðust ekki
við að ofskýra og hversdagsgera
hluti, miklu heldur fá ævintýri
þeirra og sögur börnin til þess að
hugsa hærra og víðara en þau ann-
ars myndu gera. Þessum tveimur
höfundum tekst í skrifum sínum að
fá bæði börn og fullorðna til að skilja
margt, sem erfitt er að útskýra, í
gegnum ævintýralega atburði. At-
burði sem ekki er með nokkru móti
hægt að koma niður á neitt raunsæ-
isplan.
Þar er ekki verið að útlista í smá-
atriðum sjúkrahúslegur barna,
hvernig þau eigi að fara að því að
sætta sig við ný systkini eða nýjan
pabba, læra að taka til í herberginu
sínu og svo framvegis. Regluþræl-
dómurinn er, svo dæmi sé nefnt, ansi
langt undan í heimi Línu langsokks.
Barnið sem sá í hendi sér að ekki
væri hægt að mæla veðrið af því það
hefði engan rass þurfti ekki að missa
frá sér of fljótt sína skemmtilegu
hugmynd – en auðvitað kemur að því
að það skilur sjálft muninn á veðri
og spendýri (sem manneskjan er nú
einu sinni).
Ljóst er að sá tími kemur á end-
anum að börnin vaxa upp úr æv-
intýrunum og stundum gerist það
fyrr en hinir fullorðnu vilja. Eina
litla stúlku heyrði ég um sem farin
var að fyllast tortryggni á tilvist
jólasveinsins. Hún átti hins vegar
mömmu sem vildi gjarnan að barnið
hennar fengi að vera barn sem
lengst. Hún fullyrti því við dóttur
sína að jólasveinninn væri víst til og
myndi koma með gjafir í skóinn um
nóttina þegar sú litla væri sofnuð.
En tortryggni dótturinnar varð ekki
sefuð. Hún sat uppi með glær augu
af syfju – staðfastlega ákveðin í að fá
botn í þennan leyndardóm með jóla-
sveininn, annaðhvort að sjá hann
þegar hann kæmi með gjafirnar eða
þá að fá það á hreint að hann væri
alls ekki til.
Klukkan fimm um morguninn lét
móðirin sig og viðurkenndi að jóla-
sveinninn væri ekki til, viðurkenndi
að hún hefði sjálf sett gjafir í skóinn
hjá dóttur sinni. Þá fór sú stutta hin
rólegasta að sofa. Hún hafði tekið
stórt skref inn í heim veruleikans og
var tilbúin til þess.
Ég þekki unglingsstúlku sem á
eldri bróður. Þegar hún var fjögurra
ára batt hún slæðu undir kverk og
bróðir hennar sagði við hana stríðn-
islega: „Sjá þig, þú ert eins og eld-
gömul kerling!“
Litla stelpan sagði við mömmu
sína með grátstafinn í kverkunum:
„Mamma, það er ekki satt – ég er
ekki gömul – ég er ný!“
Og bróðirinn hafði líka einu sinni
verið lítill drengur og séð heiminn
ferskum augum.
Fjögurra ára fór hann með
mömmu sinni í Árbæjarsafn og hún
sýndi honum þar öll gömlu húsin og
gömlu áhöldin. Þegar langri hring-
ferð á vit hins gamla var lokið fóru
mæðginin áleiðis að útganginum.
Þar var strákur að hoppa um á stutt-
buxum. Söguhetja okkar horfði á
strákinn á stuttbuxunum með
þungri og vaxandi athygli drykk-
langa stund og sagði svo í lágum
hljóðum: „Mamma – er þetta gamalt
barn?“
Þjóðlífsþankar/Mega börn ekki
vera börn?
Enginn rass!
„Börn eru besta fólk“ er nafn á
ágætri bók Stefáns Jónssonar rit-
höfundar. Þetta er bæði satt og rétt
– en börn eru ekki bara besta fólk,
þau eru líka frumleg og sjá heiminn
með ferskum augum og tilveruna á
ævintýralegan en líka stundum á
kynlega rökréttan hátt.
Eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Frá
Miðjarðarhafinu
í apótekið þitt
„Pharmaceutical - Grade“
ólífuolía í gelhylkjum með
vítamínum, jurtum og/eða
steinefnum.
Heilsuleikur
Þú gætir unnið ferð til
Spánar!
Aðeins í Plúsapótekunum
www.plusapotek.is