Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 20
20 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
TÖLUVERÐ um-
ræða hefur verið und-
anfarna mánuði um
hvort Ísland eigi að
skoða þann möguleika
að ganga í Evrópusam-
bandið. Sitt sýnist þar
hverjum eins og gefur
að skilja og beita menn
ýmsum rökum með eða
á móti aðild. Það er
samt skrýtið að gamlar
flökkusögur um hina
eða þessa fáranlegu til-
skipum Evrópusam-
bandið skjóta upp koll-
inum í umræðunni með
reglulegu millibili þrátt
fyrir að oft sé búið að benda á að þær
eigi ekki við rök að styðjast.
Ekki ætla ég að draga dul á það að
Evrópusambandið hefur verið dug-
legt að setja lög og reglur á ýmsum
sviðum og í einstaka tilfelli farið of-
fari. Hins vegar hafa flestar þessar
tilskipanir eða reglugerðir verið
settar til að ryðja úr vegi viðskipa-
hindrunum eða til að vernda rétt
neytenda eða borgara í Evrópulönd-
um.
Við skulum skoða nokkrar fréttir
sem hafa birst í fjölmiðlum og athuga
hvort þær eiga við ein-
hver rök að styðjast.
1. Evrópusambandið
hefur sett staðla um
smokkastærðir! Bresk
blöð birtu þessa frétt
fyrir nokkrum árum og
sögðu að þetta væri
auðvitað forkastanlegt
því það lægi ljóst fyrir
að breskir karlmenn
væru mikið betur vaxn-
ir niður en kynbræður
þeirra í S-Evrópu. Með-
alevrópustaðall í verj-
um myndi því engan
veginn duga til að hýsa
hin bresku ljón! Þetta
er auðvitað fjarri öllum sannleika.
Evrópusambandið hefur aldrei sett
einn einasta staðal. Hins vegar hefur
ESB samið við frjáls staðlasamtök,
sem hafa innanborðs fjölda hags-
munaðila, meðal annars Staðlaráð Ís-
lands, um að þau semji staðla sem
tryggja að markmið um sameiginleg-
an markað náist. Þessir staðlar eru
hins vegar viðmiðun og enginn er
þvingaður til að nota þá. Framleið-
endum er því frjálst að framleiða
verjur í hvaða stærð sem er svo fremi
sem þær standist kröfur varðandi
teyjanleika, þrýsting og annað það
öryggi sem neytendur gera til slíkrar
vöru!
2. Evrópusambandið hefur sett
reglur sem skylda fiskiskip til að að
vera með a.m.k. 200 smokka í lyfja-
safni sínu. Þetta er gert til að hvetja
sjómenn að stunda ábyrgt kynlíf!
Eins og gefur að skilja hefur ESB
aldrei sett nein slík lög eða reglugerð-
ir. Það eina sem tengist þessu á ein-
hvern hátt eru reglur um lágmarks-
birgðir af lyfjum um borð í fiski-
skipum en þar er ekki minnst á nein
hjálpartæki ástalífsins!
Skoðum þá nokkrar reglugerðir
sem hafa komið af stað nokkrum fá-
ránleikafréttum.
1. Ein sú algengasta er að Evrópu-
sambandið hafi sett reglugerð sem
bannaði sölu á bognum agúrkum (og
reyndar bognum banönum líka)!
Þetta er fjarri lagi og byggist á mis-
skilningi um reglugerð sem ESB setti
að beiðni framleiðenda í Hollandi og
Danmörku. Í reglugerðinni er kveðið
á almenna gæðaflokkun eftir gæðum
og útliti. Þetta var gert til að koma í
veg fyrir að einstök lönd gætu notað
eigin reglur til að koma í veg fyrir
samkeppni frá erlendum samkeppn-
isaðilum. Þessi eina ESB-reglugerð
kom því í stað tólf mismunandi reglna
um agúrkur sem giltu í löndunum.
Þetta einfaldaði því öll viðskipti með
þessa vöru sem leiddu til betra verðs
fyrir neytendur í ESB-löndunum.
2. Evrópusambandið hefur sett
reglugerð sem bannar hinn hefð-
bunda varðeld skáta og áramóta-
brennur. Þetta er einnig mikil rang-
túlkun á reglum settum af ESB. Það
hefur orðið mikil hugarfarsbreyting í
flestum löndum varðandi betri nýt-
ingu á hráefnum og þau efni sem
leyfilegt er að brenna á opnum eldi.
Við gerum okkur sem betur fer betur
grein fyrir þeim umhverfisspjöllum
sem við getum valdið með ógætilegri
notkun elds svo ekki sé minnst á
mengun andrúmsloftsins. Þessar
reglur hindra hins vegar ekki læri-
sveina Badens Powells að kveikja
hefðbundinn varðeld né Íslendinga að
njóta áramótabrenna sinna ef farið er
að vissum skynsamlegum reglum um
nálægð við mannabyggð og tíma-
lengd brennunnar.
Skoðum þá nokkrar sannar ,,fárán-
leikasögur“.
1. Evrópusambandið hefur ákveðið
að gulrætur séu ávextir. Ástæðan er
að sérstök tegund af gulrótarsultu
sem eingöngu er framleidd í Portúgal
átti á hættu að lenda í viðskiptahindr-
unum vegna þess að gulrætur töldust
grænmeti en ekki ávöxtur. Hversu fá-
ránlega sem þessi reglugerð hljómar
hefur hún aukið val neytenda enda
hafa gulrætur seint verið taldar óholl
fæða.
2. Evrópusambandið bannaði inn-
flutning á leikbrúðum í gervi dr.
Spock úr Star Trek-þáttunum en
leyfði hins vegar innflutning á Capt-
ain Kirk-leikbrúðum! Þetta var hluti
af nýjum reglum um innflutnings-
kvóta á vörum frá löndum utan EES-
svæðisins. Ástæðan var sú að byggt
var á alþjóðlegum samningi um tolla-
skilgreiningar frá 1950. Þar er ekki
sama vörunúmer notað á leikbrúður
eftir því hvort þær eru af ,,mönnum“
eða ,,dýrum eða öðrum verum.“ Sam-
kvæmt þessu hlaut Captain Kirk náð
fyrir augum embættismannanna í
Brussel en ekki dr. Spock. Til að
segja nú satt og rétt frá sáu yfirvöld
að þessi aðgreining gekk ekki upp og
var reglunum breytt fljótlega. Nú
eiga sem sagt Tuvok, Spock og 7/9
jafnan aðgang að ESB-löndum eins
og Kirk, Janeway og Kim.
Svona væri hægt að telja upp ótelj-
andi sögur sem hafa farið á kreik um
ofstjórnunaráráttu embættismanna-
kerfisins í Brussel. Flestar þeirra
byggjast á misskilningi og í mörgum
tilfellum er hægt að henda gaman að
þessum sögum en oft trufla þær vit-
ræna umræðu um kosti og galla Evr-
ópusamrunans.
Satt og logið um
Evrópusambandið
Andrés Pétursson
ESB
Svona væri hægt að
telja upp óteljandi sög-
ur, segir Andrés Pét-
ursson, sem hafa farið á
kreik um ofstjórnunar-
áráttu embættismanna-
kerfisins í Brussel.
Höfundur er áhugamaður um
Evrópusamvinnu og á sæti í stjórn
Evrópusamtakanna.
Í Morgunblaðinu
hinn 24. mars sl. fjallar
flugvallarandstæðing-
urinn Örn Sigurðsson
um athugasemdir sem
tæplega 1.400 einstak-
lingar gera við tillögu
að svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins
hvað varðar framtíð
Reykjavíkurflugvallar.
Örn telur að áðurnefnd-
ir einstaklingar hafi
einungis hagsmuni
flugrekenda og flug-
áhugamanna að leiðar-
ljósi.
Sjálfur segir Örn það almenna
hagsmuni samfélagsins að flugvöllur-
inn verði lagður niður. Rétt er að
benda Erni á að greiðar samgöngur
eru almannahagsmunir, almenning-
ur á rétt á að geta ferðast til og frá
höfuðborginni á sem skemmstum
tíma, tími er jú peningar. Örn og aðr-
ir flugvallarandstæðingar ganga út
frá því vísu að gamli miðbærinn í
Reykjavík verði um ókomna framtíð
miðdepill höfuðborgarsvæðisins. Ég
sé fyrir mér að innan fárra ára verði
öll sveitarfélögin á höfuðborgar-
svæðinu sameinuð í eitt sveitarfélag
og þar með nýja og stærri höfuðborg.
Þá held ég að það verði í þágu al-
mannahagsmuna að byggja upp nýja
miðborg sem væri miðlæg í hinu nýja
höfuðborgarlandi, ekki síst með það
að leiðarljósi að draga úr bílaumferð í
borginni. En gamli miðbær Reykja-
víkur, úti á annesi víðs fjarri miðju
höfuðborgarsvæðisins, gæti þá eng-
an veginn staðið undir
nafninu miðbær.
Nýverið var ákveðið
að framtíðarstaður og
uppbygging Landspít-
ala Íslands verði við
Hringbraut, þangað
mun því flytjast bráða-
og neyðarmóttaka
sjúklinga af öllu land-
inu. Þessi ákvörðun
festir, að mínu mati,
Reykjavíkurflugvöll
endanlega í sessi og
kemur í rökréttu fram-
haldi af glæsilegri end-
urbyggingu vallarins.
Sjúkir og særðir geta
því í framtíðinni átt von á því að vera
komnir inná bráðamóttöku spítalans
fáeinum mínútum eftir lendingu í
sjúkraflugi. Ekki þarf að fara mörg-
um orðum um hvílíkir almannahags-
munir hér eru á ferðinni hvað varðar
sjúkra- og almannavarnir í landinu,
Landspítalinn er jú spítali allra
landsmanna, byggður og rekinn af al-
mannafé.
Höfuðborgarbúar búa við það ör-
yggi og þjónustu að vera komnir inná
fullkomnasta spítala landsins innan
hins gullna klukkutíma (þegar slys
eða veikindi ber að höndum), aðrir
landsmenn eiga þá réttlátu kröfu að
komast inná þetta hátæknisjúkrahús
á eins skömmum tíma og mögulegt
er, því oft skipta mínútur milli lífs og
dauða eins og dæmin sanna.
Það eru almannahagsmunir að
þeim milljörðum króna, sem endur-
bygging Reykjavíkurflugvallar kost-
aði, verði varið landsmönnum til
hagsbóta en verði ekki kastað á glæ
vegna hagsmunapots áhugamanna
um að viðhalda gamla annesjamið-
bænum fjarri miðju höfuðborgar-
svæðisins.
Að stórum hluta er Reykjavíkur-
flugvöllur á ríkislandi. Í þágu al-
mannahagsmuna ætti ríkisstjórn Ís-
lands nú þegar að taka það land sem
á vantar eignarnámi og tryggja
þannig framtíð Reykjavíkurflugvall-
ar um ókomna tíð.
Reykjavíkur-
flugvöllur
Jakob Ólafsson
Flugvöllur
Ríkisstjórn Íslands ætti,
segir Jakob Ólafsson,
að taka það land sem á
vantar eignarnámi og
tryggja þannig framtíð
Reykjavíkurflugvallar
um ókomna tíð.
Höfundur er þyrluflugstjóri hjá
Landhelgisgæslu Íslands.
ÞAÐ ER ekki aðal-
atriði hvaða afstöðu
stjórnmálamenn taka
til aðildar Íslands að
Evrópusambandinu,
heldur að þjóðin sjálf
fái að skera úr um mál-
ið. Aðild verður deilu-
mál en allir ættu að
verða sammála um að
hlíta þjóðaratkvæði.
Það er mikilvægara að
samkomulag náist um
samskipta- og samn-
ingsmarkmið og þjóð-
aratkvæði heldur en að
stjórnmálaflokkarnir
taki hver um sig af-
stöðu til aðildar Íslands að ESB.
Þjóðin á að ráða slíku máli milliliða-
laust.
Umræður um Evrópumál mega
ekki verða að nauðhyggju. Þær
þurfa ekki að snúast um að aðild Ís-
lands að ESB sé „eina vitið“ – eða að
aðild sé „algert glapræði“. Þetta mál
þarf að þróast þannig að um tvo kosti
verði að velja: Farsæld Íslendinga í
framtíðinni – hvort sem þeir kjósa
sem frjáls og fullvalda þjóð að starfa
innan ESB eða utan þess. Aðalatrið-
ið er að meta hvort hagsmunir og
réttindi, frelsi og farsæld verða best
tryggð innan ESB eða utan þess.
Aðild Íslendinga að ESB getur vel
komið til greina – en sem valkostur
verður hún háð árangri í samninga-
viðræðum, m.a. um samskipta- og
samningsmarkmið Íslendinga. Fyrst
eftir þetta allt verður tímabært fyrir
þjóðina að taka endanlega afstöðu.
Röksemdir bæði með og móti
Það er skylda stjórnvalda að
standa fyrir umræðum um Evrópu-
mál meðal almennings. Margt mælir
gegn því að Íslendingar sannfærist
greiðlega um ágæti ESB-aðildar. Í
hverju atriði eru reyndar röksemdir
bæði með og móti, og dæmi til um úr-
lausn sambærilegra mála.
Tryggja verður rétt og hagsmuni
á sviði sjávarútvegsmála í samskipt-
um við ESB. Sjávarútvegsstefna
ESB miðast við samliggjandi mið og
sameiginlega stofna og veiðireynslu,
en þessar forsendur eiga ekki við á
Íslandsmiðum. Segja má að sam-
kvæmt sjávarútvegsstefnunni ætti
því sérstök stjórnun að ráða á Ís-
landsmiðum. En um
þessi mál má enginn
vafi ríkja.
Aðild að ESB mun
leiða til breytinga í
gjaldeyris- og við-
skiptamálum. Íslend-
ingar verða þá að
greiða aðildargjöld, en
fá í staðinn lækkaðan
almennan viðskipta-
kostnað, styrki og fyr-
irgreiðslu. Menn hafa
bent á viðskiptalegan
hagnað af aðild að ESB
og sýnt fram á lífs-
kjarabót fyrir almenn-
ing. En framvinda at-
vinnu- og efnahagsmála fylgist ekki
að á Íslandi og á meginlandinu, og
verður að bregðast við því. Þá verður
að ná niðurstöðu m.a. um hagsmuni
landbúnaðar og landsbyggðar, en
ESB ástundar að vísu umfangsmikla
byggðastefnu.
Síðast en ekki síst vekur staða
fullveldisins efasemdir. Til eru rök
sem hníga að því að aðild að ESB
kunni að styrkja raunverulegt full-
veldi frá því sem nú er orðið. Um-
hverfi og forsendur samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið hafa verið
að breytast á skerðandi hátt. Það er
eftirsóknarvert að vera fullgildir að-
ilar að mótun eigin mála og skuld-
bindinga og hafa atkvæðisrétt, enda
þótt fá atkvæði fylgi fámenninu. Og
það verður vitaskuld óþolandi ef svo
fer að utan ESB verði Ísland í reynd-
inni ófullvalda fylgiríki. En fullveldi
er dýrgripur þjóðarinnar.
Evran og umdæmi krónunnar
Þróun evrunnar sem gjaldmiðils
hefur hingað til gengið vel. Það
skiptir ekki öllu máli hvort evran
lækkar á við aðra gjaldmiðla því að
þannig styrkir hún samkeppnis-
hæfni ESB og gengisbreytingar hafa
ekki mikil áhrif á lífskjör innan ESB
vegna þess að vægi heimsviðskipta
með dagvörur er ekki slíkt þar.
Í Danmörku reikna menn með því
að evran verði tekin upp í daglegum
viðskiptum. Í Svíþjóð og Bretlandi
er einnig talið að hennar muni gæta.
Víða búast menn við umræðum
vegna verðsamanburðar almenn-
ings. Bylgja kröfugerðar gæti risið
hér um upptöku evru og inngöngu í
ESB eftir að Íslendingar kynnast
evrunni á ferðalögum og sjá hana í
verðmerkingum þjónustufyrirtækja
hér heima. Á sama tíma kemur evran
inn á íslenskan verðbréfamarkað og
íslensk fyrirtæki í Evrópuviðskipt-
um fara að nota hana í bókhaldi. Við
þetta skreppur hagkerfi krónunnar
enn saman.
Ekki fullyrt að óreyndu
Margar mótbárur eru nefndar
gegn aðild Íslands að ESB. En menn
benda á skýringar og einnig á sam-
bærileg atriði í aðildarsamningum
þjóða í ESB. Ókleift kann að vera að
fá undanþágur hjá ESB, en þar eru
mörg dæmi um „túlkanir“ sem koma
í sama stað niður, og aðildarsamn-
ingur ríkis hefur varanlegt gildi.
Þá hefur það komið fram að menn
verði að greina á milli Evrópusam-
bandsins, stofnana þess og markaðar
annars vegar og hins vegar þeirrar
báknhyggju sem nú ræður ríkjum
þar.
Líklega munu þrenn meginmál
ráða mestu um afstöðu Íslendinga: –
Hagsmunir og réttindi í fiskveiði-
málum, – lífskjör almennings og lífs-
gæði, – raunverulegt fullveldi og að-
ild að ákvörðunum.
Fyrir enga muni má gera lítið úr
efasemdum manna um svo afdrifa-
ríka ákvörðun sem innganga Íslands
í ESB yrði. Ýmsar líkur benda til
þess að Íslendingar geti fengið sam-
skipta- og samningsmarkmiðum sín-
um framgengt í aðildarsamningi við
ESB. Um þetta verður ekki fullyrt
að óreyndu, en einnig þetta knýr á
um almennar umræður.
Ekki nauðhyggju
í Evrópumálum
Jón Sigurðsson
ESB
Fyrir enga muni,
segir Jón Sigurðsson,
má gera lítið úr efa-
semdum manna um svo
afdrifaríka ákvörðun
sem innganga Íslands
í ESB yrði.
Höfundur er rekstrarhagfræðingur.