Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 22

Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 22
FERMINGAR 22 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fermingarbörn í Áskirkju annan páska- dag, 1. apríl, kl. 11. Prestur sr. Árni Berg- ur Sigurbjörnsson. Fermd verða: Arna Sif Þórsdóttir, Hjallavegi 5. Árni Guðmundur Traustason, Kambsvegi 21. Bjarni Björnsson, Álfheimum 42. María Kristjánsdóttir, Laugarásvegi 19. Ragnar Guðmundsson, Rauðalæk 22. Regína Ósk Einarsdóttir, Efstasundi 60. Sigvaldi Örn Gústavsson, Kleppsvegi 4. Sindri Heide Sævarsson, Langholtsvegi 51. Stefanía Helga Bjarnadóttir, Galtalind 19, Kópavogi. Valgerður Jóhannsdóttir, Kambsvegi 34. Ferming í Bústaðakirkju annan páska- dag, 1. apríl, kl. 10.30. Prestur sr. Pálmi Matthíasson. Fermd verða: Arnrún Lea Einarsdóttir, Nesbala 8. Elías Bjarnason, Háagerði 15. Hannes Már Hávarðarson, Austurgerði 3. Harpa Sif Helgadóttir, Mosgerði 13. Hörður Freyr Harðarson, Réttarholtsvegi 47. Jón Steinar Valtýsson, Tunguvegi 14. Lára Heimisdóttir, Dalalandi 14. Magnús Orri Magnússon, Grundarlandi 7. Rebekka Brynhildur Guðjónsdóttir, Ásgarði 16. Soffía Tinna Gunnhildardóttir, Huldulandi 1. Svavar Konráðsson, Blesugróf 17. Sverrir Ljár Björnsson, Tunguvegi 76. Vera Guðrún Hermannsdóttir, Tunguvegi 28. Viktor Orri Dietersson, Skógargerði 3. Ferming í Dómkirkjunni annan í páskum, 1. apríl, kl. 11. Prestur sr. Hjálmar Jóns- son. Fermd verða: Andri Már Friðriksson, Sendiráði Íslands, (Washington) 150 Reykjavík. Helga Jónsdóttir, Ásvallagötu 6. Jón Gunnar Hannesson, Glaðheimum 12. Ferming í Grensáskirkju annan í páskum, 1. apríl, kl. 10.30. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Fermd verða: Andrés Gunnarsson, Álfatúni 18. Anna Garðarsdóttir, Furugerði 21. Auðunn Axel Ólafsson, Hvammsgerði 6. Ágústa Sigríður Jónsdóttir, Stóragerði 20. Árni Már Þrastarson, Háaleitisbraut 20. Erla Björk Þorsteinsdóttir, Fellsmúla 6. Frímann Valdimarsson, Háaleitisbraut 51. Garðar Arnarsson, Brekkugerði 12. Guðmundur Egill Árnason, Álftamýri 75. Gústaf Hrafn Gústafsson, Neðstaleiti 4. Hjörtur Eyþórsson, Laugarnesvegi 74. Kristrún Mjöll Frostadóttir, Grundargerði 2. Sandra Ögn Agnarsdóttir, Fellsmúla 6. Sigríður Rakel Ólafsdóttir, Álakvísl 134. Sturla Brynjólfsson, Sóltúni 30. Sævar Þór Svanlaugsson, Fellsmúla 4. Ferming í Hallgrímskirkju annan í pásk- um, 1. apríl, kl. 11. Prestar sr. Jón Dalbú Hróbjartsson og sr. Sigurður Pálsson. Fermd verða: Andri Már Maríuson, Grettisgötu 57. Angela Árnadóttir, Fjölnisvegi 16. Arnar Guðmundsson, Egilsgötu 26. Árni Húmi Aðalsteinsson, Laufásvegi 64. Ásrún Magnúsdóttir, Leifsgötu 30. Betúel Ingólfsson, Grettisgötu 28. Björn Ármann Júlíusson, Bjargarstíg 16. Brynjar Kári Konráðsson, Hverfisgötu 53. Ellen Erla Egilsdóttir, Grettisgötu 8. Garðar Óli Gylfason, Haðarstíg 2. Gissur Jón Helguson, Barmahlíð 4. Gró Einarsdóttir, Þórsgötu 18. Gunnhild Gylfadóttir, Haðarstíg 2. Gylfi Geir Albertsson, Grettisgötu 29. Gylfi Steingrímsson, Hrísateigi 1. Halla Þórlaug Óskarsdóttir, Sjafnargötu 1. Helena Júnía Stefánsdóttir, Hverfisgötu 92c. Hjálmar Friðriksson, Grettisgötu 18. Hólmgrímur Snær Hólmgrímsson, Baldursgötu 22a. Hörður Helgi Hreiðarsson, Baldursgötu 39. Ingimar Hall, Klukkurima 69. Ívar Daníel Karlsson, Smiðjustíg 4. Jóhann Eyþór Jóhannsson, Laugavegi 41a. Karen Ösp Duerke Hansen, Grettisgötu 92. Kristinn Roach Gunnarsson, Ingólfsstræti 21a. Ragnhildur Eva Leósdóttir, Frakkastíg 26a. Rannveig Anna Guðmundsdóttir, Bergstaðastræti 51. Sigríður Björk Bragadóttir, Haðarstíg 22. Sigrún Ívarsdóttir, Bragagötu 22. Sunna Sigmarsdóttir, Grettisgötu 2a. Sunneva Holm Vikarsdóttir, Njálsgötu 35. Unnur Skúladóttir, Bólstaðarhlíð 3. Þórir Garðarsson, Baldursgötu 30. Ferming í Hallgrímskirkju annan í pásk- um, 1. apríl, kl. 17. Prestur sr. Sigurbjörn Einarsson. Fermdir verða: Þorkell Helgi Sigfússon, Fífuhvammi 41, Kóp. Örn Ýmir Arason, Melgerði 11, Kóp. Ferming í Háteigskirkju annan í páskum, 1. apríl, kl. 13.30. Prestar, sr. Tómas Sveinsson, sr. Helga Soffía Konráðs- dóttir. Fermd verða: Andri Kristjánsson, Stórholti 47. Arnar Jan Jónsson, Eskihlíð 23. Ásdís Jónsdóttir, Grænuhlíð 17. Eiríkur Ingi Eyvindsson, Bólstaðarhlíð 64. Freyja Sjöfn Hrafnsdóttir, Nóatúni 7. Guðfinna Betty Hilmarsdóttir, Blönduhlíð 10. Guðfinnur Ýmir Harðarson, Eskihlíð 14. Hákon Hrafn Sigurðarson Gröndal, Barmahlíð 18. Helga Margrét Ásgeirsdóttir, Mávahlíð 31. Hera Hilmarsdóttir, Stigahlíð 2. Hlynur Jónsson, Skipholti 44. Hrafnkell Smári Bjarnason, Barmahlíð 10. Jón Benediktsson, Selvogsgrunni 27. Klara Magnúsdóttir, Barmahlíð 44. Kristinn Magnússon, Flókagötu 51. Kristín Larsdóttir Dahl, Úthlíð 12. Lilja Rún Kristbjörnsdóttir, Eskihlíð 14a. Mikael Schou, Lönguhlíð 19. Nanna Guðlaugardóttir, Barmahlíð 29. Sara Rós Kristinsdóttir, Skipholti 10. Sigurður Eggertsson, Stigahlíð 79. Viktor Hrafn Einarsson, Drápuhlíð 24. Ferming í Langholtskirkju annan í pásk- um, 1. apríl, kl. 11. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Fermd verða: Andrea Björk Hannesdóttir, Skeiðarvogi 119. Anna Sigrún Guðmundsdóttir, Ljósheimum 6. Arnar Indriðason, Leirubakka 22. Berglind Rósa Birgisdóttir, Álfheimum 54. Egill Rúnar Viðarsson, Langholtsvegi 192. Eyþór Snorrason, Snekkjuvogi 17. Fróði Frímann Kristjánsson, Sólheimum 42. Guðrún Björg Ingimundardóttir, Sæviðarsundi 94. Jóhann Agnar Einarsson, SKOÐUN VIÐ náum ekki sam- eiginlegum árangri í mannlegum samskipt- um nema með gagn- kvæmri virðingu og samstöðu um leiðir að markmiðum öllum til heilla. Í stjórnmálum ber að hafa þetta að leiðarljósi, en þar er tímanum því miður oft sóað með innantómu orðaskaki og deilum. Við, sem skipum lista Sjálfstæðisflokksins, D- listann, í borgarstjórn- arkosningunum í vor, gerum okkur glögga grein fyrir því, hve mikilvægt er að setja stefnu okkar fram með hags- muni allra Reykvíkinga í huga og leita umboðs hjá þeim með það fyrir aug- um að sameinast um leiðir að heilla- drjúgum markmiðum. Við ætlum að setja Reykjavík í fyrsta sæti í sam- vinnu við alla Reykvíkinga. Við höfum nú kynnt kosninga- stefnuskrá okkar. Þar lýsum við framtíðarsýn okkar og leggum hana fyrir kjósendur. Við ætlum jafnframt að ganga lengra til móts við kjósend- ur með því að leggja síðar fram samn- ing við Reykvíkinga. Samning, sem ég rita undir fyrir hönd okkar fram- bjóðendanna og Reykvíkingar geta falið okkur að framkvæma með at- kvæði sínu á kjördag, setji þeir X við D. Aldrei fyrr hefur kjósendum á Ís- landi verið boðinn slíkur kostur. Samningurinn byggist á kosninga- stefnuskránni og snýst um að efla grunnskólann og leikskólann, atlögu gegn biðlistum, lækkun skatta, góða fjármálastjórn, umbætur í skipulags- málum, endurreisn miðborgarinnar, fjölgun lóða, stuðning við eldri borg- ara og þá sem minna mega sína, aukið öryggi borgaranna, blómlegt menn- ingarlíf og öflugt íþróttastarf. Stefna okkar og samningurinn eru til marks um, að við viljum leggja mikið af mörkum í þágu Reykvíkinga og leit- um samstarfs um það við þá alla. Öll eru ákvæði samningsins á þann veg að unnt er að ljúka því, sem þar er nefnt á fjórum árum, eða koma á góð- an rekspöl. Þess vegna snýst hann til dæmis ekki um Reykjavíkurflugvöll, sem hefur verið samið um að verði á sínum stað að minnsta kosti til ársins 2016. Á hinn bóginn þarf að taka upp ný og markvissari vinnubrögð til að borgaryfirvöld, ríki og hagsmunaaðil- ar sameinist um það, sem gerist eftir 2016, og þar verði tekið mið af flug- öryggi, samgönguþróun og þörf Reykjavíkur fyrir aukið land í Vatns- mýrinni. Öflug tengsl við Reykvíkinga Á fundum mínum með Reykvíking- um um ýmis sérgreind viðfangsefni síðustu vikur, hefur hvað eftir annað komið fram, hve fólki mislíkar viðmót meirihluta R-listans í borgarstjórn. Þar virðist hugarfarið, við ein vitum, ráðandi með skorti á umburðarlyndi gagnvart sjónarmiðum annarra. Fátt er þó mikilvægara en að hlusta á aðra, þegar um sveitarstjórnarmál er að ræða, því að þau standa nærri hverj- um og einum og snerta oft persónu- lega hagsmuni. Það eitt, að taka upp aðra stjórn- arhætti en R-listinn hefur mótað með ærnum tilkostnaði, fjölgun milliliða og sífellt meiri fjarlægð kjörinna full- trúa, er framfaraskref í samskiptum borgaryfirvalda og kjósenda. Jafn- framt er full ástæða til að huga að öllu innra eftirliti í borgarkerfinu í ljósi þess, hve illa gengur fyrir borgarfull- trúa, og hvað þá aðra, að nálgast upp- lýsingar um fjárhagsleg og stjórn- sýsluleg álitamál innan þessa kerfis, sem verður sífellt flóknara. Er með öllu óviðunandi, að það taki margar vikur eða mánuði að fá gögn í hendur um ákvarðanir innan borgarkerfisins eða fyrirtækja á vegum Reykjavíkur- borgar. Nýlegt dæmi um þetta eru erfiðleikar borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins við að fá upplýsingar vegna Strætó bs, en í ljós kom, að undir forystu borg- aryfirvalda í Reykjavík var staðið að málum með ámælisverðum hætti og í andstöðu við góða stjórnsýslu. Það var fyrst eftir að þess- ara upplýsinga var afl- að, að stjórnarmenn í Strætó bs. fengu vitn- eskju um 4,5 milljóna króna sérsamning við stjórnarformanninn. Þörf á betri þjónustu Þjónusta sveitarfélags felst í því að koma til móts við íbúana og skapa þeim aðstæður til að njóta sín sem best í leik og starfi. Nýlega kannaði Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor við Háskóla Íslands, afstöðu fólks til félagslegrar þjónustu í sveitarfélög- um og þar fær Reykjavík, undir stjórn R-listans, vondan dóm. Hvað sem líður ástæðunum fyrir megnri óánægju Reykvíkinga, er hitt staðreynd, að ekki hefur tekist með miklu fé og sífellt fleiri stjórnendum að sætta Reykvíkinga við þjónustu- stigið, Hér er því enn eitt dæmið um að mikið verk þarf að vinna til að koma til móts við þarfir borgarbúa, hlusta á sjónarmið þeirra og taka mið af þeim. Skuldasöfnun í góðæri Fjármálastjórn R-listans hefur ein- kennst að viðleitni til að veðsetja allar sameiginlegar eignir Reykvíkinga og segja fjármálin í lagi, af því að inneign sé á tékkheftinu. Skuldir hafa áttfald- ast á Reykjavíkurborg í góðærinu. Þegar kemur síðan að því að taka á brýnum úrlausnarefnum eins og að fullnægja óskum um aðgang barna að leikskólum, er svarið á þann veg, að til þess skorti fé. Skuldir hinna öflugu orkufyrir- tækja Reykvíkinga hafa hækkað úr 125 milljónum króna fyrir átta árum í um það bil 20 milljarða króna eða 160 faldast. Þessum háu tölum verður ekki mótmælt, og hin gífurlega skuldasöfnun verður ekki skýrð á þeim forsendum, að þessum miklu fjármunum hafi öllum verið varið til arðbærra orkuframkvæmda. Reykvíkingar eiga kröfu á hendur pólitískum stjórnendum Orkuveit- unnar og Reykjavíkur, að þeir standi þeim reikningsskil vegna ótrúlegrar skuldaaukningar, án þess að þyrlað sé upp áróðursmoldviðri. Gegn kyrrstöðu og doða Við erum mörg ný á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og komum með ólíka reynslu og viðhorf til einstakra málefna og hvernig best sé að taka á þeim. Hefur verið ánægjulegt að taka höndum saman undanfarnar vikur með nýju frambjóðendunum og þeim, sem áður hafa setið í borgar- stjórn fyrir flokkinn, og móta stefnuna, sem við höfum nú kynnt, viljum ræða við kjósendur næstu vikur og fylgja fram á komandi kjörtímabili. Við höfum einsett okkur að skýra stefnu okkar með málefnalegum rökum og berjast við keppinauta okkar á já- kvæðum forsendum, um leið og við stöndum að sjálfsögðu við þá skyldu stjórnarandstöðu, að benda á það, sem hefur miður farið hjá valdhöfunum. Ef lýsa á tökum þeirra á stjórn málefna borgarinnar um þessar mundir, koma tvö orð í hugann: kyrrstaða og doði. Í ljósi þess er holur hljómur í þeim fyr- irheitum R-listans, að nú, eftir átta ára meirihlutasetu hans, eigi loksins eitt- hvað nýtt að fara að gerast. Í umræðum um stjórnmál, koma völd gjarnan fyrst í huga fólks. Þegar litið er til stóru framboðanna í Reykjavík, Sjálfstæðisflokksins og R- listans, er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu, að annars vegar sé listi, sem einfalt er að skilgreina með vísan til sameiginlegra hugsjóna og stefnu, og hins vegar listi, þar sem hugsjón- um er ýtt til hliðar í því eina skyni að ná völdum – takist ekki að halda völd- unum yfir Reykvíkingum, leysist R- listinn upp í pólitískar frumeindir. Skýr og opin stefna Nú þegar um það bil tveir mánuðir eru til kosninga leggjum við fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins stoltir fram kosningastefnuskrá okkar. Í upphafi hennar segjum við: „Við ætlum að setja nýjan kraft í borgarlífið. Við ætlum að gera borg- ina aftur að miðstöð menningar og þjónustu, höfuðborg, sem vekur stolt borgarbúa og allra Íslendinga. Borg sem stenst alþjóðlegan samanburð og styrkir samkeppnisstöðu þjóðarinn- ar. Við ætlum að treysta fjárhags- stöðu Reykjavíkur, með hagræðingu og sparnað í rekstri að leiðarljósi. Við ætlum að tryggja öryggi íbúanna og stuðla að því að þeim líði vel í borginni sinni. Við ætlum að lækka skatta, sér- staklega á eldri borgara. Við ætlum að bjóða reykvískum börnum bestu menntun. Við ætlum að gera mið- borgina fjölskylduvæna og fallega. Við ætlum að setja Reykjavík í fyrsta sæti.“ Við viljum 1. efna til stórátaks í menntamálum með því að tryggja reykvískum börn- um í leik- og grunnskólum bestu menntun sem völ er á. Skólinn er hjartað í hverju hverfi borgarinnar, miðstöð mennta og menningar; 2. hlú vel að eldri borgurum og tryggja hag þeirra sem bestan; 3. tryggja afkomu þeirra sem þurfa á aðstoð borgarinnar að halda; 4. treysta fjárhagsstöðu Reykjavík- ur, með hagræðingu og sparnað í rekstri að leiðarljósi; 5. treysta byggð í borginni og tryggja að fólk og fyrirtæki sem vilja búa og starfa þar eigi þess kost; 6. treysta mannlíf í miðborginni með öflugu átaki og gera hana fjöl- skylduvæna á ný; 7. tryggja að Reykjavík verði á ný í forystu að því er varðar þjónustu, verslun og viðskipti; 8. að Reykjavík sé í orði og verki höfuðborg menningar í fremstu röð; 9. efla íþróttastarf í Reykjavík og virkja sem flesta til þátttöku með aukinni samvinnu við íþóttafélög í borginni; 10. gera Reykjavík að öruggri borg fyrir alla íbúa hennar; 11. að umferð í borginni sé greið og borgararnir geti ferðast innan hennar með þeim hætti sem þeir helst kjósa; 12. hlú að umhverfi borgarinnar og tryggja að íbúarnir geti notið náttúru hennar sem víðast. Þetta eru tólf höfuðþættir í stefnu okkar, sem við höfum útfært nánar í mörgum liðum. Við leggjum þessi málefni hiklaust fram til umræðu og erum fús til að ræða þau og skýra. Við skorum á Reykvíkinga að ganga til liðs við okkur með hið sam- eiginlega markmið okkar að leiðar- ljósi: að Reykjavík verði á ný í fyrsta sæti. REYKJAVÍK Í FYRSTA SÆTI! Björn Bjarnason Við skorum á Reykvík- inga að ganga til liðs við okkur, segir Björn Bjarnason, með hið sameiginlega markmið okkar að leiðarljósi að Reykjavík verði á ný í fyrsta sæti. Höfundur skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.