Morgunblaðið - 28.03.2002, Side 18
18 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í KJÖLFAR yfirlýs-
ingar iðnaðarráðherra á
Alþingi um að óljóst sé
um þátt Norsk Hydro í
byggingu álvers á
Reyðarfirði fór skyndi-
lega af stað umræða um
stækkun Norðuráls á
Grundartanga. Sú um-
ræða fól m.a. í sér að
iðnaðarráðuneyti hafi
ekki sinnt erindum
Norðuráls með eðlileg-
um hætti og að fyrir-
tækið hafi ekki fengið
eðlileg svör varðandi
framgang sinna mála. Í
Mbl. laugardaginn 23.
mars sl. kom þetta fram í grein Guð-
jóns Guðmundssonar alþingismanns
og í leiðara Mbl. þann sama dag var
um málið fjallað og djúpt tekið í ár-
inni. Í þessum leiðara blaðsins segir
m.a.: „Af einhverjum ástæðum hefur
honum (eiganda Norðuráls) verið tek-
ið af umtalsverðu fálæti og ljóst að á
síðasta ári var honum og samstarfs-
mönnum hans misboðið vegna þess
hve litla áheyrn þeir fengu í iðnaðar-
ráðu-neytinu.“ Auk þessarar umfjöll-
unar var um málið fjallað í öðrum fjöl-
miðlum þar sem álíka tónn var í
umræðunni.
Þessi umfjöllun um málið kemur
vægast sagt á óvart og felur í sér mis-
skilning, eða þá að umræðan er knúin
óútskýrðum hvötum. Stækkun Norð-
uráls í allt að 300.000 tonna fram-
leiðslu á ári er í eðlilegu ferli sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum og fyrir nokkrum dögum
kynnti fyrirtækið niðurstöður þess.
Til þess að Norðurál geti ráðist í
þessa stækkun þarf fyr-
irtækið aukna raforku
og hefur Landsvirkjun
unnið að undirbúningi
virkjana í því skyni. Nú
er unnið að mati á um-
hverfisáhrifum vegna
virkjana og er það í fullu
samræmi við það ferli
sem lög um mat á um-
hverfisáhrifum gera ráð
fyrir.
Það er ljóst að mál-
efni Norðuráls eru í full-
komlega eðlilegum far-
vegi, samkvæmt þeim
lögum og reglum sem
vinna ber eftir í þessum
efnum. Það er því algerlega fráleitt að
nú sé látið að því liggja að iðnaðar-
ráðuneytið, og þar með Framsóknar-
flokkurinn, sé að meðhöndla áform
Norðuráls með óeðlilegum hætti.
Stjórnendur Norðuráls hafa staðfest
að svo er ekki. Það verður að gera þá
eðlilegu kröfu til fjölmiðla sem um
þetta mál fjalla að rétt sé farið með
staðreyndir og að virt dagblað sem
Morgunblaðið fjalli um mál út frá
réttum forsendum en ekki á þann hátt
sem gert var í leiðara blaðsins laug-
ardaginn 23. mars sl.
Framsóknarflokkurinn og ráð-
herrar hans beittu sér mjög fyrir því
að bygging Norðuráls varð að veru-
leika. Framsóknarflokkurinn lá undir
nokkrum áföllum á undirbúningstím-
anum, fyrst og fremst vegna umræðu
um umhverfismál og náttúrumengun.
Fram komu litskrúðugar fullyrðingar
um að starfsemi álvers á Grundar-
tanga myndi hafa í för með sér óbæt-
anlegt náttúrutjón og slæm áhrif á
mannlíf í næsta nágrenni. Málið var
leitt til lykta undir forystu framsókn-
armanna, nú vilja allir Lilju kveðið
hafa. Það er því algerlega út í hött að
framsóknarmenn skulu nú liggja und-
ir aðdróttunum um að standa í vegi
fyrir stækkun Norðuráls. Slíkar leik-
aðferðir í pólitík geta ekki gengið upp.
Starfsemi Norðuráls hefur gengið
vel og það er ánægjulegt hve stað-
fastir eigendur þess hafa verið við
uppbyggingu og rekstur þess. Flestir
starfsmenn fyrirtækisins búa á Akra-
nesi, Hvalfjarðarsvæðinu og Borgar-
firði og almenn ánægja ríkir með
starfsemi fyrirtækisins. Það er því
ljóst að tilkoma og tilvist Norðuráls
hefur leitt til góðs, áhrifin á nærum-
hverfi þess eru jákvæð og þjóðarbúið
nýtur ríkulega þeirrar verðmæta-
sköpunar sem fyrirtækið skilar. Það
er því von til þess að undirbúningur
að stækkun fyrirtækisins gangi sem
best fyrir sig og að niðurstöður mats á
umhverfisáhrifum vegna stækkunar
fyrirtækisins og vegna nauðsynlegra
virkjana verði jákvæðar, þannig að
eigendur Norðuráls geti sem allra
fyrst tekið nauðsynlegar ákvarðanir
um að ráðast í stækkun fyrirtækisins.
Stækkun Norðuráls
Magnús Stefánsson
Stóriðja
Málefni Norðuráls, seg-
ir Magnús Stefánsson,
eru í fullkomlega eðli-
legum farvegi.
Höfundur er þingmaður Framsókn-
arflokks á Vesturlandi.
Í ÞESSA fjöru sótti
fólk fyrir um tíu árum
mikið til útivistar,
ferðamenn voru áhuga-
samir um fjöruna, börn
léku sér þarna, hesta-
menn tömdu hesta í
fjörunni, fjaran var góð
til efnistöku því þarna
var sjávarmöl og einnig
mikið magn af sandi.
En nú, 10 árum seinna,
er allt aðra sögu að
segja. Það er enginn
sem sækir í fjöruna
lengur því þar er eng-
inn sandur eða möl, ein-
ungis stórgrýti sem
mjög erfitt er að ganga
um í. Þessi sandfjara var við Blöndu-
ós og þessar hröðu breytingar hafa
átt sér stað á um það bil tíu árum. Ég
er frá Blönduósi og langar að koma
þessum breytingum á framfæri því
þetta þarf að rannsaka og finna þarf
út hvað veldur. Fyrir þá sem ekki
þekkja til á Blönduósi þá rennur jök-
uláin Blanda í gegnum bæinn og var
hún virkjuð fyrir tíu árum. Hús for-
eldra minna stendur við u.þ.b 50
metra háan sjávarbakka við götu,
sem heitir Brekkubyggð, og þar fyrir
neðan er sjórinn og hin grýtta fjara.
Brimið lemur bakkann og tekur grjót
með sér og skellir því á klöppina og
bakkann sjálfan þannig að stórsér á
bakkanum eftir hvern vetur. Það er
ekkert sem stoppar öldurnar þar sem
enginn sandur er í sjávarbotninum
sem brýtur niður kraft öldunnar.
Spurningar vakna
Grjótfjaran teygir sig sunnar og
sunnar með hverju árinu sem líður og
spurningar vakna.
Hvar er sandurinn eig-
inlega og af hverju er
komið grjót í stað
sands? Af hverju
breyttist fjaran? Er það
vegna breyttra haf-
strauma eins og margir
vilja halda fram eða
vegna þess að setið er
mestallt uppi í lónum
Blönduvirkjunar? Hver
mun þróun fjörunnar
verða? Mun allur sand-
urinn hverfa að end-
ingu? Ein af mörgum
áhrifum vatnsaflsvirkj-
ana eru þau að þær hafa
áhrif á aurburð vatns-
aflanna. Jökulár bera fram mikinn
aur og þegar þær renna í lón þá
minnkar burðargetan og aurinn sest
til í botni lónsins og með tímanum
fyllist lónið af aur. Lög um mat á um-
hverfisáhrifum voru ekki komin til
sögunnar á Íslandi þegar Blanda var
virkjuð.
Strandrof
Strandrof er alvarlegt vandamál á
mörgum stöðum í heiminum og ógnar
bæði búsvæðum manna og dýra.
Sandur við strendur kemur að miklu
leyti frá ám og einnig frá því niður-
broti sem á sér stað við ströndina úr
klettum og steinum. Þegar aurfram-
burður áa minnkar dregst setmynd-
un við strendur sömuleiðis saman og
þær verða næmari fyrir rofi. Ár
snerta á hringrás bergs, flutningi
aurs og eru mótandi afl í landslagi.
Hvað varðar þróun stranda þá eru
sandstrendur uppbyggðar af lausu
efni sem færist upp eftir ströndinni
með ölduhreyfingum. Öldurnar
brotna á því sem fyrir er með mis-
munandi krafti. Þar sem fjaran er
söndótt dregur úr afli öldunnar þegar
hún skellur á ströndinni. En þar sem
fjaran er grýtt er ekkert til þess að
brjóta niður kraft öldunnar og hún
brotnar óhömluð í grjótinu og á sjáv-
arbakkanum sem verður fyrir hörðu
rofi. Sjávarrof er orðið þó nokkurt við
ströndina við Blönduós á seinustu 10
árum og ég bara spyr hvað mun ger-
ast á næstu 10 árum í þróun fjörunn-
ar?
Þetta er þróun sem þarf
að rannsaka!
Þetta er verðugt rannsóknarefni
sem hægt væri t.d. að tengja við lang-
tímaáhrif virkjana á umhverfið eða
áhrif breyttra sjávarstrauma á um-
hverfið. Það sem þarf að gera er að
framkvæma rannsóknir á þessari
breytingu og rannsaka hvaða áhrif
hún hafi á lífríkið í Húnaflóanum,
hvort breyttir hafstraumar komi hér
við sögu, hve mikið magn af seti hafi
borist fram í Húnaflóann fyrir og eft-
ir virkjun og hvaða fyrirbyggjandi
aðgerðir séu aðkallandi, og ég gæti
haldið lengi áfram með að setja fram
rannsóknarspurningar. Athyglisvert
er að þessar skörpu breytingar á
sandfjöru yfir í grjótfjöru hafa átt sér
stað eftir virkjun Blöndu. Ég sakna
fjörunnar sem var á Blönduósi og
þeirra kosta sem hún var búin og veit
að fleiri eru að velta þessum hröðu
breytingum fyrir sér. En takið eftir
að Blanda er orðin ein af bestu lax-
veiðiám landsins eftir virkjun árinnar
og ég ætti kannski að hugga mig við
það þó að einn af uppáhalds útivist-
arstöðunum mínum sé breyttur til
hins verra að mínu mati?
Hvar er fjaran mín?
Björg
Bjarnadóttir
Höfundur er umhverfisfræði-
nemi í HÍ.
Umhverfi
Af hverju, spyr Björg
Bjarnadóttir, er komið
grjót í stað sands?
ÞAÐ virðist vera sem
allir láti sér í léttu rúmi
liggja hvað varð um
þessa 3,3 milljarða
króna sem Ingibjörg
Sólrún ofmat í eigna-
söfnun borgarinnar.
Skiptir það virkilega
engu máli að borgar-
stjóri Reykjavíkur viti
ekki hvað hún er að
segja þegar hún talar
um fjármál borgarinn-
ar? Á fimmtudegi var
eignasöfnunin 37 millj-
ónir á dag og á laugar-
degi 28 milljónir á dag.
Mismunurinn er 3,3 milljarðar á ári!
Það verður að gera þá kröfu til
stjórnenda opinberra fyrirtækja,
hvort sem um er að ræða ríki eða
sveitarfélög, að þeir hafi áhuga á fjár-
málum viðkomandi stofnunar. Það
verður að gera þá kröfu að þeir fari
rétt með tölur en láti ekki tíðarand-
ann og það sem hentar hverju sinni
ráða ferðinni. 3,3 milljarða króna of-
mat á eignum Reykjavíkurborgar á
ársgrundvelli er alvarlegt mál.
Ingibjörg Sólrún hef-
ur látið að því liggja í
umræðunni að 9 millj-
óna króna skuldaaukn-
ing á dag sé ekkert mál,
allavega ekki alvarlegt
mál, vegna þess að
eignasöfnunin sé 37
milljónir króna á dag,
eða 28 milljónir, eftir
því hvaða dag er verið
að tala um. Það er ekki
svo að eignasöfnun
komi upp á móti skuld-
um. Holræsi Reykja-
víkurborgar er hægt að
meta sem eign en þau
verða seint seld upp í skuldir borg-
arinnar. Það er ljóst að ef um einka-
fyrirtæki væri að ræða þá myndu
hluthafar fyrirtækisins gera veru-
legar athugasemdir við þess konar
stjórnun og líklega ráða sér annan
stjórnanda sem hefði einhver tök á
því sem hann væri að gera.
Skuldir borgarinnar hafa aukist
gríðarlega undanfarin ár og verður
að stemma stigu við þeim ef Reykja-
víkurborg ætlar sér að halda uppi
þeirri þjónustu og þeim fram-
kvæmdahraða sem sveitarfélag í
mikilli samkeppni við önnur sveitar-
félög þarf að gera til að halda velli.
Fyrst og fremst förum við Reykvík-
ingar fram á að stjórnendur borgar-
innar tali af virðingu og heilindum
um fjármál borgarinnar sem eru
grunnurinn að farsælli Reykjavíkur-
borg.
Hvað varð um 3,3
milljarðana?
Þorkell Ragnarsson
Borgarfjármál
Væri um einkafyrirtæki
að ræða, segir Þorkell
Ragnarsson, myndu
hluthafar líklega ráða
sér annan stjórnanda.
Höfundur er sölufulltrúi.
STAÐA Íslands í
Evrópu er loksins
komin fyrir alvöru á
leiðakort íslenskra
stjórnmála. Margra
ára þagnarmúr for-
sætisráðherra er hrun-
inn. Þjóðin hefur tekið
flugið langt fram úr
foringja sínum, líkt og
nýleg könnun Gallup
fyrir Samtök iðnaðar-
ins ber með sér. Deigl-
an í Evrópumálunum
er nú með þeim hætti
að fátt getur komið í
veg fyrir að þau verði
eitt helsta kosningamálið að ári.
Andstaða ráðamanna hefur nú
þegar kostað okkur mörg tækifæri.
Lífskjör okkar eru fyrir vikið verri
en þjóða Evrópusambandsins og
tækifæri unga fólksins færri. Vextir
á Íslandi eru mikið hærri, verðbólg-
an meiri og gjaldmiðillinn veikari en
í Evrópusambandinu. Upptaka evr-
unnar hefði í för með sér miklar
vaxtalækkanir og þar með gríðar-
legar lífskjarabætur fyrir almenn-
ing í landinu. Komið hefur fram í
máli Gylfa Arnbjörns-
sonar, framkvæmda-
stjóra ASÍ, að ef við
byggjum við sama
vaxtastig og evrulönd-
in hefði það í för með
sér 8% kaupmáttar-
aukningu. Heilir 10
milljarðar sætu eftir í
buddum landsmanna.
Auk þessa myndi
vöruverð lækka, sem
meira og minna er í
lúxusflokki hérlendis.
Það er einfaldlega mik-
ið dýrara að draga
fram lífið á Íslandi en í
Evópusambandinu.
Dýrara að koma sér upp þaki yfir
höfuðið og brauðfæða fjölskyldurn-
ar.
Klakaböndin eru brostin og æ
fleiri samtök fólks og fyrirtækja
styðja aðildarumsókn. Samtök iðn-
aðarins hafa farið mikinn og margir
telja að það styttist í að Alþýðu-
samband Íslands styðji aðildarum-
sókn að Evrópusambandinu. Sam-
fylkingin leiðir það til lykta í haust
með atkvæðagreiðslu flokksmanna
um hvort flokkurinn setji aðildar-
umsókn á stefnuskrána. Og til tíð-
inda hlýtur að draga hjá framsókn.
Mikilvægast er að skilgreina samn-
ingsmarkmiðin þannig að kostir og
gallar blasi við. Að því loknu eigum
við að sækja um aðild og að gefa
þjóðinni síðasta orðið um inngöngu.
Evrópa komin
á kortið
Björgvin G.
Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Samfylkingarinnar.
ESB
Heilir 10 milljarðar,
segir Björgvin G. Sig-
urðsson, sætu eftir í
buddum landsmanna.
Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
lím og fúguefni