Morgunblaðið - 28.03.2002, Blaðsíða 14
14 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
TYLLT NIÐUR TÁNNI
Útmánaðabirtan
Það var gamall vísdómur að veturinn næði sínu harðasta í marz og
ekki er alltaf mjög vorlegt í apríl. En eitt bregst ekki og það er útmánaðabirtan.
Hún er oftast hrífandi og hefur í farteskinu vonina um betri tíð með blóm í haga.
Gísli Sigurðsson var á ferð um landið.
ÞESSA útmánaðastemmningu þekkja allir sem hafa búið í sveit. Síð-
degissólin skín á fjárhúsin og ærnar bíða vongóðar utan dyra vegna
þess að þær vita, að nú er verið að gefa á garðann.
Ekki er samt laust við að tortryggni sé í svipnum þegar þær virða
fyrir sér ókunnugan mann með myndavél; þetta er eitthvað sem þær
hafa ekki vanizt. Þessar ær eru dekurskepnur eins og aðrar íslenzkar
Ærnar í Kollabæ
KALDAKVÍSL er ekki tiltakanlega vatnsmikil að
jafnaði, en á sína fögru kafla engu að síður, ekki
sízt við Gljúfrastein og niður hjá Laxnesi. Ekki er
hún heldur langt að runnin; upptökin í Grím-
mannsfelli og uppi á Mosfellsheiðinni. Þarna er
fallegt umhverfi á mörkum byggðar og óbyggðar
og nýtur sín vel í útmánaðabirtunni þegar enn eru
fannir í brattanum við ána. Ekki ber mikið á
Gljúfrasteini héðan að sjá, en þetta hús sem Ágúst
Pálsson arkitekt teiknaði 1945 fyrir vin sinn Hall-
dór Laxness, hefur staðizt vel tímans tönn. Nú er
allt útlit fyrir að húsinu hafi verið fundið verðugt
framtíðarhlutverk og má vænta þess að þar verði,
líkt og löngum áður, gluggað í bókmenntir.
Við Gljúfrastein
VOTHEYSTURNAR úr steinsteypu eða stáli
gnæfa víða um sveitir landsins yfir aðrar bygg-
ingar og setja svip á bæi. En tímabil votheys-
turna og votheysverkunar virðist að mestu leyti
liðið og um allt land standa þessi reisulegu
mannvirki sem minnismerki um heyverkunar-
aðferð, sem rúllubaggatæknin hefur víðast hvar
gert úrelta. Það á þó ekki við hér. Á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum gnæfa þrír steinsteyptir
votheysturnar, sem Eggert Ólafsson, þá bóndi á
Þorvaldseyri, byggði 1977. Ólafur sonur hans,
sem býr þar nú, nýtir turnana eins og áður og
finnst fátt benda til að þeir verði látnir ónotaðir.
Vothey er að vísu þyngra en þurrhey, en vélbún-
aður er til að hlaða í turnana og eins til að taka
votheyið niður á fóðurgang. Og turnarnir þrír,
sem hér bera í Núpakotsnúpinn, setja sann-
arlega svip á bæinn.
Tignarlegir turnar
ÞEIR SEM aka þjóðveginn undir Eyjafjöllum hafa ef til vill tekið eftir
sérkennilegu húsi skammt vestan við Drangshlíð. Baksviðið þar er ein-
hver magnaðasti kaflinn af mörgum góðum sem auganu mætir undir
Eyjafjöllum og kann það að draga athyglina frá þessu litla húsi. En það er
óneitanlega eitthvað sérstætt og merkilegt við steinhús með fallegu
skreyti uppi á göflunum og bogadregnum gluggum sem venjulega sjást
aðeins á kirkjum. Þeir sem nema staðar sjá þó fljótt að húsið er í niður-
níðslu; gluggar brotnir svo þar hlýtur bæði að rigna og snjóa inn.
Þetta hús, sem Ungmennafélagið Eyfellingur byggði árið 1927 af svo
mikilli alúð, heitir Dagsbrún og var samkomuhús sveitarinnar framyfir
Til björgunar Dags