Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 7
látið þetta lama sig og ritskoða: Hvað
er ég að þykjast leiðbeina Hilmi
Snæ? En þessir stórkostlegu leikarar
bera svo mikla auðmýkt í brjósti
gagnvart sínu fagi að þeir létu okkur
aldrei finna fyrir því að þeim þætti
við leikstjórarnir yngri og óreyndari.
Þau kenndu okkur ótrúlega margt.
Það var heldur enginn tími fyrir innri
ritstkoðun. Við tókum myndina á
þremur vikum sem þýddi mikla tíma-
pressu, skipulagningu og álag. Við
fórum öll á flug saman.“
Björn: „Þau hafa öll þvílíka reynslu og
þekkingu af starfi í leikhúsi og kvik-
myndum, að þótt okkar reynsla sé
minni og hafi verið sem næst engin,
var útkoman samvinna. Við höfðum
heldur enga þörf fyrir að stjórna með
einhverjum stælum, eins og oft virð-
ast gilda í kvikmyndagerð.“
Unnur Ösp: „Það hjálpaði líka að sagan
var okkar. Við vorum að leikstýra
eigin verki; ég hefði ekki treyst mér
til að leikstýra annarra manna verki
á þessum tímapunkti.“
Börkur: „Það var líka mikils virði að fá
vana manneskju utanað í eftirvinnsl-
una, eins og Elísabetu Ronaldsdóttur
klippara. Þegar tökum lauk vorum
við búin að missa alla yfirsýn og hún
kom með ferska sýn á afraksturinn.
Við lögðum upp með það í huga að
læra af öllu ferlinu. Og þetta hefur
verið eins og tíu ára nám. Farsælast
reyndist okkur að skipuleggja vel,
leita ráða fagfólks þegar á þurfti að
halda og beita heilbrigðri skynsemi
við að vinna úr því. Við vorum ekki að
finna upp hjólið.“
Lífræn heild
Björn: „En vitandi það sem við vitum
núna hefðum við sjálfsagt aldrei farið
út í svona stórt verkefni. Við gerðum
það af því við vissum ekki betur! Þar
gerði reynsluleysið sannarlega sitt
gagn. Við höfum unnið þetta allan
tímann með kröfuhörðu skólanámi og
vinnu svo það gefur auga leið að dag-
urinn og nóttin runnu oft saman. Og
stundum var það einkennileg tilfinn-
ing og tilhugsun að vera að „víla og
díla“ með milljónir, kannski í frímín-
útum!“
Hvernig gekk samkomulagið hjá
leikstjórunum tveimur?
Björn: „Alveg prýðilega. Og betur en
fólk bjóst við, sem varaði okkur við
fordæmum um þau fjölmörgu sam-
bönd sem farið hefðu í hundana í
kvikmyndagerð.“
Börkur: „Leikstjórarnir fóru bara í
eina sæng! Þau hófu sambúð á ferl-
inu.“
Unnur Ösp: „Auðvitað veltum við þessu
fyrir okkur. Vorum bæði gröð í að fá
að leikstýra, en skiptum með okkur
verkum fyrir tökur, svo engir
árekstrar gætu komið upp. Ég sá
mest um samskiptin við leikarana en
Bjössi um framkvæmdahliðina og
samskiptin við Börk um tökumál.“
Björn: „En svo varð þetta allt mjög líf-
ræn heild og við bárum saman bækur
okkar öll þrjú og við fagfólkið sem við
unnum með. Þar var Garún, töku-
staða- og aðstoðarleikstjóri, ómet-
anleg með alla sína reynslu af að
skipuleggja tökur. Hún bjó bara til
stundatöflu handa okkur og við unn-
um eftir henni, eins og í skólanum!“
Börkur: „Áætlanir hennar stóðust
ótrúlega. Hún gerði ráð fyrir að við
lykjum tökum klukkan 17 hinn 23.
júlí 2000 og það stóðst.“
Og sambandið heldur og sam-
starfið mun halda áfram?
Unnur Ösp: „Já, við erum komin með
tvo ketti og ábyrgð á þeim, búum
hérna á sögusviði myndarinnar við
Ránargötuna.“
Björn: „Hvað samstarfið varðar er
bolti kominn af stað og engin leið að
hætta. Við sjáum endalaus verkefni
spretta upp.“
Kostir smæðarinnar
Unnur Ösp: „Ég er að útskrifast úr
leiklistarskólanum eftir nokkrar vik-
ur og mér finnst allt standa opið. Mig
langar í meira nám og hef heillast
mjög af kvikmyndagerð að fenginni
þessari reynslu. Í sumar ætla ég að
dinn
Finnur, foreldralaus vinur Jóhanns: Stef-
án Eiríksson.
Það er margt fleira
í þeim raunveru-
leika, sem við
þekkjum, en dóp,
kynlíf og ofbeldi.
Sú mynd sem
dregin er upp af
ungum Íslend-
ingum núna sýnir
einkum þung-
vopnaða dópsala á
rölti í Bankastræti.
gera heimildarmynd um mjög sér-
stakan mann, sem er eiginlega enn
skrýtnari og ýktari en Jóhann.“
Börkur: „Ég held áfram að vinna sem
auglýsingaljósmyndari. Þar fyrir ut-
an erum við Bjössi að gera saman
tónlistarmyndband.“
Björn: „Ég er að skrifa handrit að
heimildarmynd, sem ég fékk styrk
frá Kvikmyndasjóði til, og mun fjalla
um íslenska þjóðernissinna, aðdrag-
anda að framboði þeirra til næstu al-
þingiskosninga og framboðið sjálft.
Svo held ég áfram í skólanum og út-
skrifast þar eftir rúmt ár.“
Unnur Ösp: „Vinnan að Reykjavík
Guesouse hefur verið stórkostleg
rússíbanaferð, upp og niður, fram og
tilbaka, en ótrúlega lærdómsrík.“
Börkur: „Sú hugsun, sem stendur upp
úr hjá mér, er hversu ótrúlega mikið
er unnt að framkvæma á þessu litla
landi. Að mörgu leyti er allt hægt ein-
mitt vegna smæðar þess. Ef við hefð-
um búið í stærra samfélagi hefðum
við ekki geta gert þessa mynd; við
höfum notið þess hversu þéttofið
samfélag okkar er. Sem næst allir,
sem við höfum leitað til, hafa verið
boðnir og búnir að rétta okkur hjálp-
arhönd, þótt ekkert okkar sé stórt
nafn í bransanum; ég get ekki stillt
mig um að nefna þar sérstaklega
Snorra Þórisson í Pegasus og allt
hans fólk. Maður er nett snortinn yfir
þessu hugarfari – hversu margir voru
tilbúnir til að gefa okkur séns.“
Björn: „Mér verður hugsað til hug-
taksins mannauður. Við vildum frá
upphafi virkja hæfileika, getu og
kosti allra sem komu að þessu verk-
efni, veita hverjum og einum sköp-
unarfrelsi í sínu fagi upp að ákveðnu
marki. Við vonum að þeir hafi notið
sín í skapandi samstarfi.“
Unnur Ösp: „Og burtséð frá því hvern-
ig ávöxtur þessa samstarfs, þessi litla
mynd, verður metin í framtíðinni, þá
höfum við eignast marga vini fyrir
lífstíð.“
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 7