Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 13
lá um dimmt og mannlaust sund. Hann átti sér einskis ills von og var eitthvað að gæla við hvolpinn sinn á göngunni, og vissi þá ekki fyrr til en hann fékk þungt högg í hnakkann, og í sama bili réðust á hann tveir delar. En þeir munu ekki hafa reikn- að með því hvað hausinn á þessum Ólsara þoldi mikið, því að þrátt fyrir allmikinn svima af högginu var hann samt nógu hress til að taka utan um hálsana á þessum herrum og slá hausunum á þeim saman svo fast að þeir urðu ófærir og féllu undir hann á götuna. Hélt hann þeim þannig stundarkorn, eða þangað til tveir herlögregluþjónar, sem höfðu heyrt hann kalla á aðstoð, komu á vett- vang í jeppabíl. Lögreglumennirnir skoðuðu árás- armennina í bílljósunum, og þá kom upp úr dúrnum að annar þeirra var margfaldur morðingi sem lengi hafði verið leitað að. Glöddust plísararnir mjög yfir þessum feng og buðu Kalla með sér á lögreglustöðina þar sem hans mundi bíða mikill heiður og sómi. En Kalli tók ekki í mál að fara strax, því að í ryskingunum hafði hvolpurinn hrokkið upp um hálsmálið á skyrtunni hans og hlaupið hræddur eitthvað út í myrkrið, og heimtaði Kalli að lög- regluþjónarnir hjálpuðu sér að leita að honum, enda væri ekki til of mik- ils mælst að þeir fyndu fyrir sig einn lítinn hvolp, þegar hann væri búinn að finna fyrir þá heilan morðingja. Þótti plísurunum þetta sanngjarnt og gætti annar þeirra skúrkanna tveggja með skammbyssu á lofti, en hinn fór með vasaljós að leita hvolpsins. Þegar þeir komu á lögreglustöð- ina voru Kalla gefnar þrjár flöskur af viskýi að launum fyrir morðingj- ann. Það var prísinn á þessháttar fólki þar um slóðir.“ Ein vinsælasta kvikmynd allra tíma Kvikmyndin „Casablanca“ mun óhikað vera ein allra vinsælasta mynd sem sýnd hefir verið. Nýlega var sýnd heimildarmynd um gerð myndarinnar. Þar komu fram kapp- ar sem stóðu að gerð hennar. Þeir upplýstu að sögulok myndarinnar hefðu ekki verið ákveðin fyrr en komið var að lokatöku. Má segja að söguþráðurinn hafi orðið til „frá hendinni til munnsins“. Lengi voru þeir félagar á báðum áttum hvort ljúka ætti myndinni með „happy end“ ástarsælu elskendanna Bogart og Bergman. Sú tillaga þótti ekki koma til greina. Að lokum var sam- þykkt að leysa málið með sigri hug- sjóna og fórnfýsi. Það var mjög í anda samtímans. Bogart er í mynd- inni talinn vera róttækur mannvin- ur, sem leitar uppi vígstöðvar til að leggja hugsjónum lið. Hann hefir væntanlega ekki verið McCarthy að skapi með stuðningi sínum við lýð- veldisstjórnina á Spáni. Það vekur athygli að myndin fékk Óskarsverðlaun m.a. fyrir „besta handrit“. Það kom í ljós þegar reynt var að afla upplýsinga um sýningar kvik- myndarinnar „Casablanca“ að fátt varð um svör hjá fyrirtækjum og stofnunum. Og nú fór sem fyrr að vinur minn Magnús E. Pálsson reyndist betri en enginn. Hann hefir af prýði og áhuga safnað upplýsing- um, blaðaúrklippum og efnisskrám kvikmynda um ára- tuga skeið. Hann léði mér til afnota kynningarrit Tjarnarbíós, kvik- myndahúss Há- skóla Íslands við Reykjavíkurtjörn. Því stýrði góðvinur minn Friðfinnur Ólafsson, síðar for- stjóri Háskólabíós. Þar voru sýningar- stjórar Karl Guð- mundsson, bróðir dr. Kristins Guð- mundssonar utan- ríkisráðherra og Bogi samstarfs- maður hans. Í efnisskránni er rakinn sögu- þráður myndarinnar. Myndin var frumsýnd hér 15. febrúar 1944. „Uncle Joe“ Náin tengsl og tíð bréfaskipti voru hjá leiðtogum Vesturveldanna, Roosevelt og Churchill og banda- manni þeirra Jósef Stalín. Í bréfum sínum nefna þeir Roosevelt og Churchill Stalín oftast „uncle Joe“ eða Jóa frænda. Innileg hlýja, virð- ing og góðvild einkennir að jafnaði bréf þeirra til Stalíns. Á fimmta áratugum er hart barist á mörgum vígstöðvum. Eftir að Vesturveldin leituðu félagsskapar Sovétmanna við innrás Þjóðverja í Sovétríkin var hart lagt að Stalín að koma til fundar við foringja Banda- manna. Í bréfasafni leiðtoganna eru þess mörg dæmi. Um þær mundir sem þeir Roosevelt og Churchill undirbúa fundi sína er síðar voru haldnir á herskipum á Atlantshafi og síðar í Casablanca biðja þeir Stalín blessaðan að koma til skrafs og ráðagerða. Churchill býður Stalín herskip í „Halfjord“ (Hvalfirði). Þar skuli hann fá rauðan fána og hamar og sigð á flaggstöng herskipsins. Roosevelt segir að Ísland og Alaska hafi komið til álita áður en sæst var á Casablanca en telur of kalt á Ís- landi á þeim tíma. Stalín segist vera önnum kafinn, enda geisar Stalingradorrustan um þessar mundir og umsátrið um Leningrad krefst einnig athygli. Snurða kemur einnig á þráð samvinnunnar þegar Pólverjar taka undir kröfu Göbbels um réttarhöld og rannsókn alþjóða Rauða krossins um morðin í Katyn- skógi, þar sem þúsundir pólskra liðsforingja voru skotnir. Churchill vísaði á bug kröfu Pólverja með þeim orðum að Jói frændi yrði vit- laus ef Bandamenn tækju undir kröfu um rannsókn. Hitler væri and- stæðingurinn. Öllu öðru yrði sópað undir teppið. Stalín ritar vopnabræðrum sínum bréf að lokinni Casablancaráðstefn- unni. Spyr nærgöngulla spurninga um frekari hernaðaraðgerðir er kunni að létta fargi af Sovétmönn- um. Vert er að vekja athygli á al- gjörri undirgefni sem lýsir sér í skeytum leiðtoga Bandamanna til Stalíns að loknum sigri Sovétmanna við Stalingrad. Ýmsir kunnir sagnfræðingar hafa sett fram samsæriskenningu um af- skipti Churchills af málum og segja hann fyrst og fremst hafa haft í huga hagsmuni breska heimsveldisins og hafi því ekki grátið mannfall Sov- étmanna og Þjóðverja. Jón Sigurðsson „kadett“ Við Jón Sigurðsson „kadett“ höfð- um verið góðkunningjar um áratuga skeið. Ég þekkti Jón þegar á ung- lingsárum mínum. Hann mun hafa verið einum sex árum eldri, fæddur 1912, en ég 1918. Jón var flugmælsk- ur og flutti ræður sínar af miklum sannfæringarkrafti á útisamkomum Hjálpræðishersins á Lækjartorgi þar sem ég hlýddi á hann af athygli. Það var svo löngu seinna, að liðnum áratugum, sem ég fékk hann til frá- sagnar í dagskrárþætti á vegum Sjó- mannadagsráðs. Bað ég Sigfús Hall- dórsson tónskáld, góðvin okkar beggja, að semja lag við ljóð Steins Steinarr, Jón Kristófer kadett í Hernum. Sigfús varð þegar í stað við beiðni minni. Síðan leitaði ég til Guð- mundar Jónssonar óperusöngvara og bað hann að syngja lag Sigfúsar. Til þess að tengja sönginn sem traustustum böndum við Hjálpræð- isherinn leitaði ég í höfuðstöðvar Hersins og bað liðsinnis hljóðfæra- leikara og söngvara. Var því vel tek- ið og fram gekk hið ljúfasta lið söngvara og strengleikara. Var nú gengið í upptökusal Ríkisútvarpsins í Efstaleiti. Þangað hafði ég boðað Jón þann sem Steinn kvað ljóð sitt um og eiginkonu hans Guðrúnu Karlsdóttur, dóttur Kalla vatns- manns hjá Reykjavíkurhöfn en hann kunni utanað nöfn allra skipa og báta, sem leituðu skjóls í Reykjavík- urhöfn. Nöfnin þuldi hann í þætti Stefáns Jónssonar fréttamanns. Þegar Sigfús tónskáld Halldórs- son settist við píanóið á torginu í Efstaleiti var þar kominn fríður flokkur söngfólks og hljómlistar- manna. Guðmundur Jónsson stóð eins og hetjusöngvari í stafni en söngflokkur Hjálpræðishersins og menn í æskublóma tóku undir í við- lagi og léðu söngnum sannfærandi blæ trúargleði og umhyggju. Ljóð Steins og lag Sigfúsar hljómuðu svo í dagskrárþætti sjómannadagsins næsta sunnudagskvöld. Því miður var þátturinn aldrei endurtekinn, eins og þó hafði verið gert ráð fyrir. Það sýnir tómlæti Ríkisútvarpsins um gott og þjóðlegt dagskrárefni. Bandarísku kvikmyndafélögin Warner Bros., MGM og fleiri end- ursýna margar stórmyndir sínar um þessar mundir. Jafnframt eru gerð- ar heimildarmyndir og flutt viðtöl við gamla kvikmyndakappa og ætt- ingja þeirra: Nýlega var sýnd slík mynd um „Casablanca“. Þar var m.a. rætt við son Bogarts, Steven, sem sagði frá föður sínum og vináttu hans og ýmissa kvikmyndaleikara. M.a. upplýsti Bogart yngri að þau hjón hefðu skírt dóttur sína Leslie, nafni Leslie Howard kvikmyndaleik- ara. Höfundur er þulur. Karl Guðmundsson, eða „Ólafsvíkur-Kalli“ eins og hann var nefndur. Ólína Kristjánsdóttir (Góra), föðursystir Jóns Kristófers kadetts. Ljósmynd/Björn Pálsson Ljósmynd/Helgi Kristjánsson MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 13 WWW.SAP.COM WWW.NYHERJI.IS SAMLÍF NOTAR SAP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.