Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.03.2002, Qupperneq 21
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 21 21. MARS sl. var kveðinn upp dómur í Hæstarétti í máli gegn mér. Tilefni málsóknar- innar voru ummæli sem ég hafði viðhaft opin- berlega, er ég varði mann fyrir „dómstóli götunnar“ síðla árs 1999, eftir að hann hafði verið sýknaður í Hæstarétti af ákæru um alvarleg kynferðis- brot gegn dóttur sinni. Stúlkan taldi mig hafa brotið rétt á sér með ummælum mínum. Raunar hafði málsvörn- in einnig lotið að því að verja Hæstarétt sjálfan fyrir árásum, sem dómstóllinn varð fyrir vegna dómsins. Sýknudómurinn byggðist á því að sök mannsins hefði ekki verið sönnuð. Gróf brot á mannréttindum sýknaðs manns Rétt er að rifja stuttlega upp hvað á gekk í samfélaginu þá daga sem um- ræðurnar um dóminn áttu sér stað. Meðal þeirra sem andmæltu þessum dómi á þeirri forsendu að víst væri maðurinn sekur, þrátt fyrir sýknu- dóminn, má telja stjórnmálasamtök, almenn félagasamtök, leiðarahöfund í útbreiddu dagblaði, fasta pistlahöf- unda í fjölmiðlum og svo kom málið einnig á sama grundvelli til umræðu á Alþingi, svo furðulegt sem það kann að virðast. Skipulagðar voru tölvupóst- sendingar til Hæstaréttar með óvægn- um árásum á réttinn. Bárust réttinum 1.657 slíkar sendingar á fáum dögum og mun tölvupóstkerfi réttarins hafa verið lamað þá daga af þessum sökum. Með opinberri orðræðu sinni um þetta brutu flestir þeirra sem þátt tóku með grófum hætti á mannréttindum hins sýknaða manns. Ég tók til varna gegn þessu offorsi. Hafa verður í huga, að málatilbúnað- ur árásarmanna laut að sönnunar- færslunni í málinu um sekt mannsins. Töldu þeir sök hans hafa verið nægi- lega sannaða og það væri mikil hneisa að dómstóllinn skyldi hafa sýknað hann. Líf mannsins var lagt í rúst með þessu framferði „eftirdóms- manna“. Hann varð félagslega ein- angraður. Sambúð, sem hann var í, þoldi ekki álagið og brast. Hann fékk ekki að hverfa að fyrra starfi sínu. Lauk þessu svo, að hann flutti úr landi, og býr nú erlendis. Þrátt fyrir þetta, varð bæði mér og honum ljóst, að fjöldi manna sá málið í nýju ljósi eftir að hafa hlýtt á skýringar mínar og skildi, að sýknudómurinn var óhjá- kvæmilegur í hvaða raunverulegu réttarríki sem er. Mat á trúverðugleika Við meðferð málsins fyrir dómi höfðu komið mjög við sögu athuganir á því, hvort gæti talist vera trúverð- ugra í framburði sínum, stúlkan, sem bar fram sakirnar, eða maðurinn, sem neitaði þeim. Ég er raunar á þeirri skoðun, að sönnun í refsimálum eigi aldrei að geta falist í huglægu mati á mismunandi framburðum, þegar svo stendur á að ekki er unnt að sannreyna framburðina. En ís- lenskir dómstólar leyfa ekki bara slíkar „sönnunarfærslur“, heldur byggja þeir stundum áfellisdóma á þeim. Þeir hika oft ekki við að dæma menn til margra ára fangelsisvistar á slíkum grundvelli. Við málflutninginn fyrir hvorum dómstólnum sem var, götunnar eða dómhússins, þurfti því að fjalla um atriði, sem gátu skipt máli við mat á þessum trúverðug- leika. Ljóst var að annar aðilinn sagði satt en hinn ósatt. Segja má að trú- verðugleiki annars hafi orðið ótrú- verðugleiki hins. Í málinu höfðu kom- ið fram upplýsingar sem voru til þess fallnar að draga úr trúverðugleika dótturinnar. Þeim var ekki hampað í sakfellingu árásarmanna á hendur manninum sem fór í kjölfar dómsins. Það var því óhjákvæmilegt að draga hluta þeirra fram í dagsljósið á hin- um opinbera vettvangi. Það gerði ég, en gætti að sjálfsögðu nafn- leyndar stúlkunnar. Nafnleyndin er sá hátt- ur sem samkvæmt lög- um er viðhafður til að vernda persónuleg rétt- indi fólks sem lendir í slíkum hildarleik sem svona mál ávallt eru (það var reyndar sér- lega undarlegt að sjá það birtast í forsendum Hæstaréttar nú, að ósvífin birting eins árásarmanna á nafni mannsins, takmarkaði heimildir mínar til að verja hann). Tvenns konar brot Í dómi Hæstaréttar 21. mars sl. var ég talinn hafa brotið rétt á stúlkunni á tvennan hátt. Í fyrsta lagi var ég tal- inn hafa sakað stúlkuna um að hafa af ásetningi borið rangar sakir á föður sinn. Í annan stað var ég talinn hafa brotið rétt á henni, þegar ég vék að því, að við meðferð málsins hefðu komið fram upplýsingar um að stúlk- an hafi borið kennara í skóla röngum sökum um „kynferðislega áreitni“ (á öðrum stað hafði ég notað orðalagið „misboðið henni kynferðislega“). Einnig virðist rétturinn átelja um- mæli mín um að frásögn stúlkunnar um viðbrögð geðlæknis, sem hún leit- aði til, hafi verið með ólíkindum. Nauðsynlegt er að skoða þessi tvö at- riði eilítið nánar. Hreinn útúrsnúningur Í umfjöllun minni um trúverðug- leikann fjallaði ég um hugsanlegar ástæður þess, að stúlka beri mann röngum sökum um kynferðisbrot. Ég fjallaði bæði um þetta almennt en einnig skoðaði ég hvernig nokkur sakaratriði í dómsmálinu gátu sam- rýmst slíku. Alveg var ljóst af því sem ég sagði og samhenginu, að ég var ekki að staðhæfa að þessi stúlka segði ósatt en faðir hennar satt. Allir sem á mál mitt hlýddu vissu vel, að ég vissi ekki meira um þetta en aðrir. Í mál- inu þurfti að sanna sakir á manninn. Í sýknudóminum fólst aðeins, að sann- anir um þær höfðu ekki verið færðar fram í málinu. Í honum fólst ekki önn- ur afstaða til framburðar stúlkunnar, en að hann dygði ekki, með hliðsjón af öðrum gögnum í málinu, til að sak- fella manninn. Þetta var augljós for- senda í öllum ummælum mínum um þetta, sem ekki fór framhjá neinum, sem á hlýddi. Flestum mönnum er vonandi ljós sú grundvallarregla, sem beitt er í refsimálum, að menn skuli teljast saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð. Snar hluti umfjöllunar minn- ar um málið á hinum opinbera vett- vangi fól raunar í sér áréttingar á þessari reglu og útskýringar á henni. Það er ekkert minna en hreinn út- úrsnúningur á orðum mínum að túlka þau svo, að ég hafi staðhæft, að stúlk- an væri að segja ósatt. Er bannað að segjast vera saklaus? Í viðbót við þetta kemur svo til al- veg sjálfstæð röksemd, sem sýnir að ekkert hefði verið athugavert við, þó að ég beinlínis hefði sagt stúlkuna hafa borið rangar sakir á föður sinn, eins og Hæstiréttur með útúrsnún- ingi sínum telur mig hafa gert. Hugs- um okkur að maðurinn sjálfur, en ekki ég, hefði tekið til varna á hinum opinbera vettvangi, þegar offorsið skall á honum eftir dóm Hæstaréttar. Varla dettur nokkrum manni í hug, að hann hefði ekki sjálfur mátt stað- hæfa, að hann segði satt en dóttirin ósatt. Það var kjarnaatriðið í málinu að því er hann snerti. Með því að banna honum að segja þetta væri honum í reynd bannað að verja sig. Ég hafði að vísu lokið formlegu starfi mínu sem skipaður verjandi manns- ins. Allt að einu var það með fullu samþykki hans sem ég tók til varn- anna. Ástæðan var auðvitað sú, að ég hafði verið verjandi hans fyrir dómi og fannst það skylda mín að verja hann gegn götufólkinu, sem réðst að honum. Hann naut nafnleyndar og gat ekki varið sig sjálfur nema aflétta henni. Þá hefði hann reyndar líka með óbeinum hætti aflétt nafnleynd dóttur sinnar. Þessi aðstaða er ein- faldlega þannig, að ætla varð mér all- ar sömu heimildir til tjáningar um málið, sem hann sjálfur hefði notið, ef hann hefði talað. Við þessa hugsun ættu allir fullburða lögfræðingar að geta ráðið, eða hvað? Mín ummæli ganga miklu skemur Úrlausn réttarins á hinu atriðinu, sem snertir kennarann í skólanum og geðlækninn, er afar sérkennileg, svo ekki sé meira sagt. Þegar ég sagði frá þessu gætti ég vel að því, að nota al- menn orð með víðtækri merkingu vegna þess, að ég taldi nánari frásögn af framburði stúlkunnar um þetta ganga óþarflega nærri henni. Þannig notaði ég „kynferðisleg áreitni“, um það sem hún hafði sakað kennarann um. Þetta er orðalag sem í seinni tíð hefur verið notað í afar víðtækri merkingu. Er jafnvel talið að óviður- kvæmileg snerting eða augntillit geti fallið þar undir. Orðalagið um að „misbjóða kynferðislega“ er svipaðs eðlis. Ég fann að minnsta kosti ekki almennara og hófstilltara orðalag en þetta. Hæstiréttur segir að hvergi í gögnum málsins sé að finna stoð fyrir því að stúlkan hafi sakað kennarann um kynferðislega áreitni við sig eða að hafa misboðið sér kynferðislega. Til þess að komast að þessari niður- stöðu birtir Hæstiréttur ummæli stúlkunnar sjálfrar. Það eru þau um- mæli, sem ég vildi ekki birta orðrétt vegna þess að ég taldi þau ganga of nærri henni, auk þess sem þau voru til þess fallin að draga þennan kenn- ara um of inn í hinar almennu umræð- ur um málið. Enn vil ég ekki birta þau. Hæstiréttur skal einn fá að bera ábyrgð á þeirri auðmýkjandi birt- ingu. Sama er að segja um frásögn Hæstaréttar af ummælum stúlkunn- ar um geðlækninn, sem ég hafði að- eins sagt hafa verið með ólíkindum. Þeir sem vilja kynna sér þetta geta farið inn á heimasíðu Hæstaréttar, þar sem þetta er birt í forsendum dómsins. Nú rekur mig í rogastans. Allir, sem skoða dóminn, sjá á augabragði, að ummæli mín um þetta ganga miklu skemur gegn stúlkunni og trúverðug- leika hennar, en það sem Hæstiréttur upplýsir í dómi sínum 21. mars. Og það er ekki nóg með að rétturinn gangi svona fast fram gegn stúlkunni. Hann dregur nú inn í þennan hild- arleik nýjan mann, kennara við skól- ann sem stúlkan sótti, þegar hún var 15 eða 16 ára. Í dómsforsendunum er nefnd námsgreinin sem þessi maður kenndi. Í þessu samhengi skal það nefnt, að stúlkan rak málið gegn mér undir fullu nafni í gegnum héraðsdóm og Hæstarétt allt fram að því að lög- maður hennar óskaði fyrst eftir nafn- leynd við munnlegan málflutning í Hæstarétti, sem ég samþykkti strax. Allir sem vilja geta nú án mikillar rannsóknar fundið út hver þessi kennari muni vera. Kannski hann hugi nú að málsókn á hendur dóm- urunum fimm fyrir að hafa skert rétt sinn „til friðhelgi og æruverndar, sem í máli þessu varða mikilsverð atriði í tengslum við persónu hans“, svo not- að sé orðalag fimmmenninganna við lýsingu á þessum þýðingarmiklu rétt- indum. Þessi maður átti hvorki „upp- tök að umræðunni né tók hann þátt í henni“, svo notað sé annað orðalag úr dóminum. Áfall fyrir tjáningarfrelsi Þessi dómur Hæstaréttar kom mér á óvart. Hann er að mínu áliti mikið áfall fyrir tjáningarfrelsi á Íslandi. Manni sem verður fyrir heiftúðugum árásum á mannréttindi sín er meinað að verja sig, þó að við málsvörnina hafi verið tekið allt mögulegt tillit til þeirra hagsmuna sem fjalla þurfti um. Ég veit ekki ástæðurnar fyrir því að fimm lögfræðingar geti komist saman að svona niðurstöðu. Kannski ráða þeir ekki við að fjalla um mál, sem snerta miklar tilfinningar og við- kvæma hagsmuni, eins og vissulega voru fyrir hendi í þessu máli. Frá dóminum var vísað kröfu um að ég teldist hafa brotið gegn góðum lög- mannsháttum. Hún þótti ekki dómtæk. Mér er þó nær að halda, að dómararnir telji mig hafa brotið gegn slíkum hátt- um, því það samrýmist þeim illa að fremja „ólögmætar meingerðir“ á fólki í tengslum við starfið, eins og þeir töldu mig sekan um. Líklega myndu þeir þá fella það undir „góða lögmannshætti“ að þegja þunnu hljóði, þegar ráðist er að mannréttindum sýknaðs manns. Ég vona að ég verði aldrei svo aumur að til- einka mér slíka hætti. Má ég þá frekar biðja um dóm eins og þann sem kveðinn var upp 21. mars. Eftir að ég las dóminn laust reyndar niður í huga mér hugsun í formi spurningar til sjálfs mín: Ef þú mættir velja, hvort vildir þú frekar vera dæmdi maðurinn eða einn af þeim sem dæmdu hann? Ég skynjaði svarið á augabragði. Þessi dómur snertir mig ekki persónulega. Hann er samt mikið áfall fyrir tjáningarfrelsið í landinu. Raunar er spurning, hvort mér sé ekki skylt í þess þágu, að láta Mannréttinda- dómstól Evrópu fjalla um hann. Ég á eftir að ákveða hvað ég geri í því efni. Fordæmi sem dugar Eitt er þó gott við dóminn. Hér er komið fordæmi, sem myndi duga hin- um sýknaða manni vel ef hann vildi nú höfða mál gegn ýmsum þeim, sem veittust að mannréttindum hans, eftir að hann hafði verið sýknaður. Hans mál á hendur þeim yrðu miklu sterk- ari en mál dóttur hans gegn mér. Fyrst og fremst vegna þess, að þeir fóru fram sjálfviljugir án nokkurs sýnilegs tilefnis eða réttlætingar. Er- indi þeirra var aðeins að veitast að honum og dómstólnum sem sýknaði hann. Þeir fullyrtu líka allir með bein- um eða óbeinum hætti, að hann væri sekur þrátt fyrir sýknudóminn. Ég fullyrti hins vegar aldrei að dóttirin hefði vísvitandi sagt ósatt. Á þessum málsóknarlista gætu til dæmis verið eftirtalin nöfn: Álfheiður Ingadóttir, Samtök um kvennalista, Jóhanna Sigurðardóttir, Illugi Jökulsson, Jón- as Kristjánsson, Steinunn Jóhannes- dóttir og Guðmundur Andri Thors- son. Við sjáum hvað setur. Jón Steinar Gunnlaugsson Þessi dómur snertir mig ekki persónulega, segir Jón Steinar Gunn- laugsson. Hann er samt mikið áfall fyrir tjáning- arfrelsið í landinu. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. ÁFALL FYRIR TJÁNINGARFRELSI Það er komið í Hveragerði. Í páskavikunni er upplagt að heimsækja Eden og anda að sér ilmi vors og blóma. Páskatilboð á þúsundum pottablóma. Til dæmis alparósir og páskabegóníur á algjöru botnverði. Blómlaukar, rósastilkar og vínberjaplöntur nýkomnar. Kaffiteríuna, grillið og ísinn þekkja allir. Opið alla daga og öll kvöld. Listakonan Ingunn Jensdóttir sýnir í Listaskálanum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.