Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 24
KIRKJUSTARF
24 D FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ
orð Krists á krossinum eftir Hein-
rich Schütz sem er eins konar lítil
oratoría eða passía. Einsöngvarar
eru Hrafnhildur Björnsdóttir, sópr-
an, Stefanie Otto, alt, Guðlaugur
Viktorsson, tenór, Benedikt Ing-
ólfsson, bassi og Gunnar Jónsson,
bassi. Orgelleikari er Sigrún M.
Þórsteinsdóttir og stjórnandi Jón
Ólafur Sigurðsson.
Rithöfundar lesa
Passíusálmana
í Grafarvogskirkju
Á FÖSTUDAGINN langa munu
margir okkar þekktustu rithöf-
undar lesa Passíusálmana í Graf-
arvogskirkju. Fyrir ári síðan lásu
þjóðþekktir leikarar sálmana. Þess-
ari nýbreytni í Grafarvogskirkju
var afar vel tekið. Margir lögðu leið
sína í kirkjuna á hinum helga degi.
Að þessu sinni munu eftirtaldir rit-
höfundar lesa: Aðalsteinn Ingólfs-
son, Ari Trausti Guðmundsson, El-
ísabet Jökulsdóttir, Einar Már
Guðmundsson, Guðmundur Andri
Thorsson, Hjörtur Pálsson, Illugi
Jökulsson, Jón Karl Haraldsson,
Kristín Marja Baldursdóttir, Pétur
Gunnarsson, Ragnar Aðalsteinsson,
Ragna Sigurðardóttir, Sigurður
Pálsson, Sigurbjörg Þrastadóttir,
Vilborg Dagbjartsdóttir, Þórarinn
Eldjárn og Þórunn Stefánsdóttir.
Á milli lestranna verður flutt tón-
list. Tónlistarflutningur verður í
umsjón Harðar Bragasonar org-
anista. Ásamt honum munu þeir
Birgir Bragason bassaleikari og
Hjörleifur Valsson fiðluleikari ann-
ast tónlistarflutningin.
Páskahald
í Landakirkju
EINS og bæjarbúar vita kom inn
um hverja lúgu kynning á helgi-
haldi Landakirkju. Það verður mik-
ið messað, með sérstöku yfirbragði
alla daga, allt eftir innihaldi dag-
anna. Að koma í kirkjuna á stærstu
hátíð kristinna manna er sérstök
upplifun. Áhersla verður lögð á
sjónræna, heyrnræna og líkamlega
upplifun. Venjulegt ósýrt brauð
verður í altarisgöngunni á skír-
dagskvöld og eru fermingarbörn og
foreldrar þeirra hvött til að koma,
heyra, sjá, og upplifa. Það verður
mikið um fallega tónlist alla dagana
og ómissandi að heyra sjö orð
Krists á krossinum lesin á Föstu-
daginn langa af leikfélagsfólki. Við
eigum kærleiksmáltíð við altarið á
skírdagskvöld, síðan eigum við
saman kærleiksmáltíð í safn-
aðarheimilinu að lokinni Páska-
dagsmessu og verðum um leið við
opnun myndlistasýningar Leifs
Breiðfjörð. Það er mikil veisla á
Páskum, við bjóðum til veislu í
Landakirkju, sjá tímasetningar
annarsstaðar í blaði.
Prestarnir hvetja alla bæjarbúa
til að njóta þeirrar veislu og endi-
lega bendið ferðamönnum í Vest-
lands hvort hljóðfærið myndi hæfa
kirkjunni miðað við þær teikningar
sem fyrir lágu. Var álit nefnd-
arinnar jákvætt. Það var síðan
keypt og komið í geymslu á meðan
hin nýja kirkja var í smíðum. Í
kaupsamningnum er gerður var við
Dómkirkjuna voru sett þau skilyrði
að orgelið yrði sett upp í kirkju og
fengi að halda upphaflegri radd-
skipan.
Orgel- og söngmálasjóður Bjarna
Bjarnasonar á Skáney var stofn-
aður árið 1964 í tilefni áttræð-
isafmælis Bjarna, sem verið hafði
organisti við kirkjuna í nær fimm-
tíu ár. Ákveðið var að sjóðurinn
stæði að því að orgelið yrði gert
upp og sett upp í nýju kirkjunni.
Sjóðurinn starfar samkvæmt skipu-
lagsskrá sem staðfest var af forseta
Íslands.
Orgelið var smíðað árið 1934 hjá
Th. Frobenius & Co orgelsmiðju í
Kaupmannahöfn. Það er 26 radda
pípuorgel með þremur hljóm-
borðum og fótspili.
Svo virðist sem vel hafi tekist til
með smíði orgelsins. Raddir þess
eru margar undra fagrar og sér-
kennilegar, en hljóðmagnið mikið
og glæsilegt þá er allar raddir
koma saman. Þó mætti þungi bass-
ans vera meiri en hann er.
Árið 1987 var leitað til Frobenius
orgelverksmiðjunnar og fundust
þar teikningar frá 1934. Síðar var
ákveðið að semja við þá á grunni til-
boðs sem þeir gerðu 1987 í end-
urgerð þess og uppsetningu í Reyk-
holtskirkju. Upprunalegri gerð er
haldið eins og hægt er en umgjörð
orgelsins löguð að hinni nýju
kirkju. Hljóðfærið er sett upp á org-
ellofti í forkirkju. Þar er dálítið
rými kring um spilaborðið sem var
fært frá pípunum til hagræðingar.
Í guðsþjónustu í Reykholtskirkju
á páskadag kl. 14 vígir biskup Ís-
lands, herra Karl Sigurbjörnsson
orgelið.
Hjallakirkja –
kyrrðartónleikar
FÖSTUDAGINN lagna kl. 17.00
verða kyrrðar- eða passíutónleikar
í Hjallakirkju. Kammerkór kirkj-
unnar Vox gaudiae flytur ásamt
einsöngvurum verk sem fjalla um
pínu og dauða Frelsarans og önnur
verk tilheyrandi passíutímanum.
Verkin eru Ave verum corpus
eftir William Byrd, Davíðssálmur
120 eftir Otto Olsson, Miserere mei
Deus eftir Gregorie Allegri og Sjö
UM bænadaga og páska verður fjöl-
breytilegt helgihald í Dómkirkj-
unni við Austurvöll. Við bjóðum
ykkur velkomin til kirkju á eft-
irtaldar samkomur og messur í
dymbilvikunni og á páskum.
Á skírdag verður kvöldmáltíð kl.
20. Sönghópur úr Dómkórnum
syngur undir stjórn Marteins H.
Friðrikssonar organista. Prestur er
sr. Hjálmar Jónsson.
Föstudaginn langa kl. 11.00 ár-
degis verður guðsþjónusta þar sem
Dómkórinn syngur undir stjórn
Marteins H. Friðrikssonar org-
anista. Þórarinn Eldjárn rithöf-
undur flytur frumsamin ljóð. Hug-
leiðingu og altarisþjónustu annast
sr. Hjálmar Jónsson. Tignun kross-
ins er kl. 14. Krossferli Krists er
fylgt með lestri píslarsögunnar og
sálmasöng. Dómkórinn og Mar-
teinn flytja auk hefðbundinna
sálma tónverkið Ave verum corpus
eftir W.A. Mozart. Lesarar verða
Auður Garðarsdóttir, Sigurður
Jónsson og Markús Örn Antonsson.
Prestur er sr. Jakob Á. Hjálm-
arsson.
Á laugardag fyrir páska verður
Páskavaka í kirkjunni og hefst hún
kl. 22.30. Páskavaka á sér hlið-
stæðu í aðfangadegi jóla. Þótt há-
tíðahöldin séu um margt ólík eru
andstæður ljóss og myrkurs ein-
kennandi í báðum. Á Páskavöku
verða skírð þau fermingarbörn
vorsins sem ekki hafa enn fengið
skírn.
Hátíðahöld páskadags hefjast
með biskupsmessu kl. 8 árdegis.
Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands
predikar og dómkirkjuprestar
þjóna fyrir altari. Altarisganga. Kl.
11 verður hátíðamessa þar sem sr.
Jakob Á. Hjálmarsson predikar og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjálm-
ari Jónssyni. Dómkórinn syngur
undir stjórn Marteins H. Friðriks-
sonar organista. Flutt verður við
báðar messur dagsins tónverkið
Páskadagsmorgunn eftir Svein-
björn Sveinbjörnsson. Einsöngv-
arar: Anna Sigríður Helgadóttir,
Ólafur Kjartan Sigurðarson og Þór-
unn Guðmundsdóttir.
Á 2. páskadag kl. 11 verður
skírnar- og fermingarmessa. Tvö
börn skírð og 3 börn fermd.
Þingvallakirkja:
Bænaganga og páska-
messa við sólarupprás
BÆNAGANGA verður gengin á
Þingvöllum eftir helgistund í Þing-
vallakirkju sem hefst kl. 14 á föstu-
daginn langa. Gengið verður að
Lögbergi, Drekkingarhyl og fleiri
stöðum. Þar verður stansað og flutt
bænargjörð fyrir íslensku þjóðinni
og öðrum þjóðum sem og kristni og
kirkju. Gangan endar aftur við
kirkjuna um klukkustund seinna.
Þá verður haldin messa við sól-
arupprás á páskadagsmorgun í
Þingvallakirkju til að fagna uppri-
suhátíð frelsarans. Hefst hún kl. 7
um morguninn. Fólk er hvatt til að
mæta tímanlega, vel klætt og í há-
tíðargleði.
Uppsetning
dómkirkjuorgels
í Reykholtskirkju
ÁRIÐ 1985 ákvað sóknarnefnd
Reykholtskirkju að festa kaup á
orgeli Dómkirkjunnar í Reykjavík
sem auglýst var til sölu. Hin nýja
kirkja í Reykholti var þá teiknuð og
búið að ákveða gerð hennar að
miklu leyti. Áður hafði verið borið
undir orgelnefnd Þjóðkirkju Ís-
mannaeyjum á metnaðarfulla dag-
skrá kirkjunnar.
Með ósk um Guðs blessun á kom-
andi hátíð.
Séra Bára Friðriksdóttir.
Kyrravika og páskar
á kirkjuvefnum
FÖSTUTÍMINN og einkum kyrra-
vikan kallar kristið fólk á öllum
tímum til eftirfylgdar við Krist. Við
fylgjum Kristi á vegi þjáninganna
að krossinum og að gröfinni og
megum njóta sigurs hans yfir dauð-
anum.
Á leiðinni gefum við okkur tíma
til íhugunar og bæna. Í gömlum
bókum var það orðað þannig: Tala
minna, biðja meira. Föstudagurinn
langi er hliðið sem við göngum inn
um til þess að mega fagna páskum í
upprisudýrð Drottins.
Til stuðnings við þetta birtast á
vef kirkjunnar (www.kirkjan.is).
leiðbeiningar um bænalíf og
stuttar hugleiðingar á hverjum
degi kyrruviku, bænadögunum og
páskadögum. Þau sem kjósa, geta
nýtt þessar leiðbeiningar til að
verja ákveðnum tíma á hverjum
degi til helgihalds í einrúmi eða
með fjölskyldunni.
Vefur kirkjunnar er á
www.kirkjan.is.
Páskar
í Árbæjarkirkju
Á PÁSKADAGSMORGUN er dag-
urinn tekin snemma. Hátíðarguðs-
þjónusta er kl.8.00. Prestur Þór
Hauksson. Organisti Pavel Manas-
ek. Hátíðar- og gleðihljómur mun
leika um alla kirkjuna. Herdís Elín
leikur á trompet. Signý Sæmunds-
dóttir syngur einsöng. Kirkjukór-
inn syngur. Þeir sem vilja sofa að-
eins lengur gefst kostur á að koma í
fjölskylduguðsþjónustu kl.11.00.
Barnakór kirkjunnar syngur. Barn
borið til skírnar. Oddur Björnsson
leikur á básúnu.
Öll börn fá lítið páskaegg með
sér heim að stundu lokinni. Viljum
við hvetja unga sem gamla að koma
og eiga góða stund í helgidómnum.
Það hefur verið löng hefð fyrir því í
Árbæjarkirkju að boða til fjöl-
skylduguðsþjónustu á páskadags-
morgun og orðin hefð hjá fjöl-
skyldum að koma þá. Það verður
mikið sungið og páskatburðurinn
hugleiddur í máli og myndum.
Á öðrum degi páska er ferming-
arguðsþjónusta kl. 11.00.
Bústaðakirkja um
bænadaga og páska
FJÖLBREYTT tónlist einkennir
guðsþjónustur og samverur í Bú-
staðakirkju um bænadaga og
páska.
Kirkjukórinn ásamt fjölda ein-
söngvara og hljóðfæraleikara ann-
ast tónlistarflutning undir stjórn
organistans Sigrúnar Steingríms-
dóttur.
Um bænadaga gefst gott tæki-
færi til þess að koma saman og hug-
leiða vegferð okkar í þessu lífi í
ljósi þeirra atburða sem minnst er í
kristnum kirkjum um bænadaga og
páska. Þjáning frelsarans, kross-
festing og upprisa er eilíft íhug-
unarefni og sífellt yrkisefni tón-
skálda og ljóðskálda.
Á skírdagskvöld kl. 20:00 verður
TónlistarsamveraHugleiðing, alt-
arisganga og ljúf tónlist í umsjá
kirkjukórs.Einsöngvarar verða
Hanna Björk Guðjónsdóttir, Þór-
unn Stefánsdóttir og Jóhann Frið-
geir Valdimarsson.
Á föstudaginnlanga er guðsþjón-
usta kl. 14:00. Píslarsaga Krists er
lesin og einsöngvari verður Anna
Sigríður Helgadóttir.
Á páskadagsmorgni er hátíðar-
guðsþjónusta kl. 08:00 með fjöl-
breyttri tónlist. Einsöngvari verður
Kristín Sigtryggsdóttir og tromp-
etleikari Guðmundur Ingi Rún-
arsson.
Messað verður við Bláfjallaskál-
ann í Bláfjöllum kl. 12:00. Þar er
kirkjan Bláfjallahringurinn allur
og boðskapur páskanna hljómar um
brekkurnar með aðstoð tækninnar.
Fjöldi fólks hefur á undanförnum
árum sótt þessar messur og finnst
skíðafólki notalegt að mega njóta
hins helga boðskapar upp til fjalla.
Skírnarmessa verður kl. 14:00 í
Bústaðakirkju.
Á annan páskadag verður ferm-
ingarguðsþjónusta kl. 10:30.
Tónlistarfólk og starfsfólk Bú-
staðakirkju óskar öllum gleðilegra
páskahátíðar og býður fólk velkom-
ið til þátttöku í helgihaldi kirkj-
unnar.
Páskadagur
KFUM og KFUK
MORGUNMATUR á páskadag og
fjölskyldusamvera. Stutt samvera
kl. 9:30 fyrir alla fjölskylduna. Yf-
irskrift: Kristur er upprisinn!
Eftir samveruna sameinast allir
um morgunverðarhlaðborð. Allir
velkomnir og hvattir til að fjöl-
menna. Ath. Engin Vaka á páska-
dag.
Útvarpsguðsþjónusta
HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla-
delfía er með útvarpsguðsþjónustu
á Rúv kl. 11.00 á vegum samstarfs-
nefndar kristinna trúfélaga.
Ræðumaður sr. María Ágústs-
dóttir. Brauðsbrotning í lok sam-
komunnar.
Allir hjartanlega velkomnir.
Fix me Jesus
í Krossinum
DANSARARNIR Tinna Ágústs-
dóttir og Hákon Atli frá List-
danskóla Þjóðleikhússins ætla að
flytja dansinn Fix me Jesus úr verk-
inu Revelations eftir Alvin Ailey á
páskasamkomu í Krossinum kl.
16.30 á páskadag.
Páskar
í Dómkirkjunni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Frá Þingvöllum.