Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 11

Morgunblaðið - 28.03.2002, Síða 11
dregin inn og haldið að Hvammi, en þangað var um tuttugu mínútna sigl- ing. Þegar þangað kom var lagt all- langt frá landi sökum grynninga, en lágsjávað var. Jafnframt var hafist handa við að ferma léttbátinn síldar- mjölssekkjum sem Einar og Jóhann- es reru að landi til losunar. Þetta var bæði erfið og seinleg vinna. Þannig fóru þeir þrjár ferðir. Á meðan á þessu stóð hafði vindur aukist og frostið hert. Eftir að hafa losað sig við síðasta farminn héldu þeir frá landi og fram að Konráði, þar sem Jóhann skipstjóri beið þeirra. Einar og Jóhannes höfðu skammt farið þegar þeim varð litið upp og inn með landi. Þá sjá þeir gríðarlegan stormsveip koma æðandi að þeim og skipti það engum togum að hann skall á léttbátnum sem lagðist á hlið- ina og fyllti á augabragði, stafna á milli. Einar og Jóhannes náðu að hanga á bátnum, en að láta við svo bú- ið standa hefði orðið beggja bani. Enginn bátur var í landi sem nota mátti til björgunar, hvass vindur stóð af landi, frostið herti og frá Konráði varð ekki séð hvað gerst hafði. „Syntu, syntu í land, drengur“ Haustið 1946 var haldið þriggja mánaða vélstjóranámskeið í Stykkis- hólmi. Það sóttu tuttugu ungir og vaskir menn af svæðinu frá Patreks- firði og allt til Reykjavíkur, þar á meðal var Einar, vélstjóri á Konráði. Á þessu námskeiði var gerð sú krafa til nemenda, að þeir væru vel að sér í sundi. Var því allur hópurinn sendur að Reykholti í Borgarfirði, þar sem hans beið strangt sundnám um tveggja vikna skeið. – – – Þar sem þeir Einar og Jóhannes héldu sér dauðahaldi í hálfsokkinn bátinn hljómaði skyndilega rödd í huga Einars sem sagði skýrt og ákveðið: „Syntu. Syntu í land, dreng- ur.“ Við syndum í land hrópaði hann í eyra Jóhannesar og sem einn maður slepptu þeir tökum sínum og hófu sund til lands, upp á líf og dauða. Þeim fannst sem hvert mínútubrot væri heil eilífð, þar sem þeir börðust gegn vindbárunni í helköldum sjón- um, klæddir óþjálum vinnufötum og stígvélum. Með því að beita til hins ýtrasta öllum sínum kröftum meðvit- uðum og ómeðvituðum náðu þeir loks landi, aðframkomnir. En þá tók lítið betra við. Þá bar að landi við snarbrattan klett, þrotnir kröftum. Einar náði handfestu með annarri hendi en með hinni hélt hann í öxl Jóhannesar, sem hæglega gat orðið útsoginu að bráð. Þeir sem í landi voru sáu hvað gerst hafði og flýttu sér til hjálpar eins og þeir frekast máttu, en á leið sinni fram að skipbrotsmönnunum urðu menn að vaða sjó upp undir hendur. Þar fór Karl bóndi í Hvammi fremst- ur. Björgun Einars og Jóhannesar gekk vel og beið þeirra aðhlynning og þurr föt heima í Hvammi, en léttbát- urinn Samma, hvarf í sortann og sjávarlöðrið og hefur aldrei sést síð- an. Það er af Jóhanni skipstjóra að segja að þegar skipsmenn hans skil- uðu sér ekki varð honum ljóst að eitt- hvað hafði farið úrskeiðis. Ákvað hann að halda til baka út að Haga, ef ske kynni að hann kæmist þar í sam- band við fólk sem vissi hvað gerst hefði. Eftir nokkra dvöl í Hvammi ákváðu Einar og Jóhannes að fara fótgangandi að Haga, í von um að Jó- hann biði þeirra þar, sem og var. En í Haga var enginn bátur tiltækur svo komast mætti fram í Konráð. Myrkur var að skella á og komið vonsku veð- ur. Ákvað skipstjórinn við svo búið að halda til Flateyjar og bíða næsta dags. Um hádegi daginn eftir var Konráð BA aftur kominn að Haga að sækja vélstjórann og hásetann, heimta úr helju. Að áliðnum sama degi var Konráð lagstur að bryggju í Flatey, þar sem hann tók olíu og lestaði vöru sem fara átti „uppá nes“ daginn eftir. Það var komin stilla og himinhvolf- ið skartaði þúsundum stjarna. Eld- rautt hákarlatungl lyfti sér yfir Skálanesið og lagði rauðan slóða sinn fram spegilsléttan Breiðafjörðinn. Vélstjórinn á Konráði lét hráolíuna renna úr digrum stáltunnum í iður Konráðs um leið og hann þakkaði í huga sínum forsjóninni fyrir sund- námið í Reykholti. Höfundur er fyrrverandi aðalgjaldkeri. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. MARS 2002 D 11 SÍMINN-BREIÐBAND hefur gert samstarfssamning við bandaríska hátæknifyrirtækið Narad Net- works um tilraunaverkefni sem fel- ur í sér byltingarkennda lausn í gagnaflutningum á Breiðbandinu, að því er fram kemur í frétt frá Sím- anum. Narad Networks er hátæknifyr- irtæki sem stofnað var fyrir tveim- ur árum og þróar og vinnur að lausnum sem auka flutningsgetu á kapalkerfum með nýrri tækni og þjónustu. Heiðrún Jónsdóttir, for- stöðumaður upplýsingasviðs Sím- ans, segir að sem dæmi megi nefna að flutningsgetan á breiðbandi við þessa tækni aukist úr 10 megabitum í 100 megabita sem margfaldi möguleika Breiðbandsins en um helmingur heimila á höfuðborg- arsvæðinu hafi nú aðgang að breið- bandinu. Hún segir að hægt sé að auka notkun á hefðbundnum sjón- varpsstrengjum og með þeirri tækni sem Narad bjóði hafi komið í ljós að breiðbandskerfi Símans sé kjörið. „Með því að nýta okkur tæknina frá Narad þurfum við ekki að leggja ljósleiðara úr götuskáp og inn í hús- in heldur eru nýttar lagnir frá götu- skáp, sem eru til staðar, auk þeirra lagna sem eru á heimilum. Gild- istími samningsins er tveir mánuðir en tilraunin hefst í júní en að henni lokinni verður metið hvort hægt verði að bjóða þessa þjónustu.“ Heiðrún segir að í fyrstu verði gerðar tilraunir með 100 megabita á sekúndu, tengingar í báðar áttir, en í framtíðinni verður búist við tengingum með 1000 megabitum á sekúndu en það sé stóraukinn hraði miðað við það sem nú þekkist á markaðnum. „Til viðmiðunar má nefna að langalgengasti hraði í ADSL fyrir heimili er 0,25 megabit- ar á sekúndu, og mesta flutnings- geta ADSL er 8 megabitar á sek- úndu. Með þeirri aðferð sem Narad býður má búast við því að mögu- leikar breiðbandsins til að mæta öll- um fyrirsjánlegum þörfum heimila á fjarskipta- og afþreyingarþjón- ustu verði tryggðir til framtíðar.“ Tilraun með stór- aukna flutningsgetu um breiðbandið Morgunblaðið/Golli Heiðrún Jónsdóttir, Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri breiðbands- sviðs, og Johan Bergström, yfirmaður markaðsmála Narad Networks. INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.