Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 6

Morgunblaðið - 31.03.2002, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 31. MARS 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN24/3 –30/3 ERLENT INNLENT  LETTINN Jurijs Eglit- is, sem nýlega var fram- seldur til heimalands síns, hefur játað á sig fimm ránmorð. Er hann talinn hafa haft ástæðu til að fremja morð hér- lendis til að fá dóm sam- kvæmt íslenskum lögum og komast þannig undan refsingu í Lettlandi.  R-LISTINN fengi tíu fulltrúa í borgarstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn fimm yrði kosið nú sam- kvæmt nýrri skoð- anakönnun sem Gallup kynnti á miðvikudag. Framboð Frjálslyndra og óháðra fengi engan full- trúa. Reyndist fylgi R- listans vera 61,1%, fylgi sjálfstæðismanna 36,6% og fylgi Frjálslyndra og óháðra 2,3%.  FJÖLDI kaupmanna við Laugaveg, í Kringl- unni og Smáralind lækk- aði vöruverð um 3% í vik- unni eftir fundi með forystumönnum ASÍ. Með þessu eru kaupmennirnir að leggja lóð á vog- arskálarnar við að halda verðlagi fyrir neðan rauða strikið svokallaða, en fari verðlag yfir það er verkalýðshreyfingunni heimilt að segja upp kjarasamningum í maí.  KARLMAÐUR um fimmtugt, sem hlaut al- varlega áverka við hníf- stunguárás í íbúð á Grettisgötu í byrjun mars, lést á sunnudags- morgun. Kona, sem grun- uð er um að hafa veitt honum stungusár, situr í gæsluvarðhaldi. Seðlabankinn lækkar stýrivexti STÝRIVEXTIR Seðlabanka Íslands voru lækkaðir um 0,5% á þriðjudag. Var greint frá þessu á ársfundi bank- ans. Sagði Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri af þessu tilefni að þróun gengis að undanförnu hefði ver- ið hagstæð og tvær síðustu mælingar bentu til lítillar undirliggjandi verð- bólgu. Auknar líkur virtust því á að verðbólguspá bankans gengi eftir. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að kaflaskil hefðu orðið og nú horfði vel í íslensku efnahagslífi. Gott jafnvægi væri að myndast í hagkerfinu og tekist hefði að festa í sessi kaup- máttaraukningu undanfarinna ára. Innviðir hagkerfisins væru betri og truastari en áður og kæmi ekki til óvæntur andbyr mætti ætla að fram- undan væri tímabil hagvaxtar og áframhaldandi kaupmáttaraukningar. Hröpuðu niður 40 metra Tveir menn sluppu lítið meiddir þegar jeppi þeirra lenti ofan í geil við Þursa- borgir á Langjökli á föstudag og lenti á hvolfi. Í fyrstu var talið að þeir væru mikið slasaðir en í ljós kom að svo var ekki. Þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki lent á jöklinum vegna veðurs en félagar mannanna náðu þeim upp úr bílnum og komu þeim áleiðis til móts við björgunarsveitarfólk. Voru þeir fluttir á sjúkrahús til skoðunar. A.m.k. 80 manns tóku þátt í björgunaraðgerð- unum. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaðan vélsleðamann í Kerlingarfjöll á skírdag og á föstudag var hafin leit að vélsleðamanni sem varð viðskila við félaga sína er þeir voru á leið frá Land- mannalaugum til Veiðivatna. Fundu björgunarsveitarmenn manninn heil- an á húfi í gærmorgun en um 60 manns tóku þátt í leitinni. Um 1.000 farast í jarðskjálfta MARGIR eftirskjálftar töfðu verulega fyrir björgunarstarfi á jarðskjálfta- svæðunum í Afganistan á miðvikudag. Ollu þeir skriðuföllum, sem lokuðu vegum og komu í veg fyrir flutning á hjálpargögnum. Um 20.000 manns misstu heimili sitt í hamförunum á mánudag en tölur um látna eru enn á reiki. Segja sumir um 1.000 en afg- anskir embættismenn telja, að allt að 3.000 manns kunni að hafa farist. Starfsmenn hjálparstofnana draga það þó í efa. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna sagði á miðvikudaginn að sex bæir hefðu hrunið alveg til grunna. Kom það í ljós er flogið var yfir þá en akstur á þessu svæði var mjög vara- samur vegna mikils fjölda jarð- sprengna. Á þessum slóðum var lengi helsta víglínan milli Norðurbandalags- ins og talibanahersins. Arafat fór ekki á fund Arababandalagsins YASSER Arafat, forseti heimastjórn- ar Palestínumanna, fór ekki á ráð- stefnu Arababandalagsins, sem hófst í Beirút í Líbanon á miðvikudaginn. Í tilkynningu frá heimastjórninni á þriðjudagskvöld sagði að Arafat myndi halda sig á heimastjórnarsvæð- unum, því ekki þætti ástæða til að gefa Ísraelum tilefni til að meina honum að snúa til baka. Þrátt fyrir að Banda- ríkjamenn hafi þrýst á Ísraela að leyfa Arafat að fara til Beirút sagði Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, á þriðjudaginn, að Ísraelar yrðu að eiga rétt á því að meina Arafat að snúa aft- ur frá fundinum í Beirút, ef hryðju- verk yrðu unnin í fjarveru hans. Ísr- aelar hafa haldið Arafat í herkví í borginni Ramallah á Vesturbakkanum frá því í desember síðastliðnum, en ný- verið sögðu þeir að honum væri frjálst að fara um heimastjórnarsvæðin.  FINNSKA fjarskipta- fyrirtækið Sonera og hið sænska Telia greindu frá því á þriðjudaginn að ákveðið hefði verið að sameina fyrirtækin. Með sameiningu þeirra verð- ur til stærsta fjarskipta- fyrirtæki á Norð- urlöndum og eitt hið stærsta í Evrópu. Höf- uðstöðvar samstæðunnar nýju verða í Stokkhólmi, en starfsmenn fyrirtæk- isins verða í kringum 34 þúsund. Eignarhlutur Telia verður 64% en hlutur Sonera 36% í hinu nýja fyrirtæki, sem enn hefur ekki hlotið nafn.  LEIÐTOGAR nær 60 ríkja um allan heim sam- þykktu á fundi sínum í Monterrey í Mexíkó í lok síðustu viku áætlun um baráttu gegn fátækt í heiminum. Ætlunin er að auka fjárhagsaðstoð við fátækar þjóðir, fella nið- ur skuldir þeirra og ýta undir milliríkjaviðskipti. George W. Bush Banda- ríkjaforseti lagði á hinn bóginn áherslu á að fá- tæk ríki yrðu að opna markaði sína auk þess að verja réttarríkið og lýðræðið.  TVEIR eftirlitsmenn á vegum Alþjóðlegu gæslusveitarinnar í Hebron, Svisslendingur og Tyrki, voru skotnir til bana á Vesturbakk- anum á þriðjudaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem liðsmenn gæslu- sveitarinnar eru felldir síðan hún var stofnuð fyrir átta árum. MAGNÚS Pétursson, forstjóri Landspítalans, segir að sér vit- andi hafi fram til þessa ekki verið innheimt sérstakt gjald vegna hjartaþræðinga á göngudeild. Hins vegar komi sumir í hjartaþræðingu og fari jafnvel út að kvöldi þannig að þá sé þetta eins og göngudeild- arstarfsemi. „Sumir þurfa auðvitað að liggja inni og jafnvel lengi. Við höfum hins vegar talað um það að það væri eðlilegt að taka gjald fyrir þetta og þá eins og göngudeildargjaldið er. Göngudeildargjaldið er mjög misjafnt, það er grunngjald og hlutfall þannig að ég get ekki nefnt neina tölu að svo stöddu.“ Göngu- gjald vegna hjarta- þræðingar AÐ MEÐALTALI voru starf- andi einstaklingar 165.615 hér á landi í fyrra á móti 163.537 að meðaltali árið 2000 og hefur vinnandi fólki því fjölgað um liðlega fjögur þúsund eða 2,5% á milli ára að því er kemur fram í útreikningum Hagstofu Ís- lands. Nokkur munur er á fjölda á vinnumarkaði eftir ársfjórð- ungum. Þannig voru starfandi einstaklingar tæplega 172.350 á þriðja fjórðungi ársins í fyrra en 157.777 fyrstu þrjá mánuði ársins. Fjölgar um fjögur þús- und á vinnu- markaði ÍSLENSK skonnorta hefur ekki sést á siglingu hér við land frá því snemma á tuttugustu öldinni, en í vor mun íslensk tveggja mastra skonnorta kljúfa norðlenskar öldur á nýjan leik. Í vetur hefur verið unnið að því að breyta hvalaskoðunarskipi Norður-Siglingar á Húsavík, mb. Hauki, í skonnortu og á að hleypa henni af stokkunum í vor. Þekkingin að hverfa Hörður Sigurbjarnarson, fram- kvæmdastjóri Norður-Siglingar, neitar því ekki að það sé mikið fyr- irtæki að breyta eikarbátnum Hauki í skonnortu. „Við erum loks- ins að sjá fyrir endann á fimm ára undirbúningi og vinnu. Það eru ís- lenskir skipasmiðir með yfirsmið- inn Hall Fáskrúðsfirðing Guð- laugsson í fararbroddi sem hafa unnið við breytingarnar. Ég tel að það hafi verið síðustu forvöð að gera þetta því þessi þekking er að hverfa.“ Hörður segir að þegar farið hafi verið út í það að taka íslenska eik- arbáta til varðveislu hafi menn séð að verkið yrði aldrei fullkomnað nema að rifja líka upp skútuöldina. „Og það erum við að gera með þess- um bát. Þetta er eiginlega punkt- urinn yfir i-ið í því að endurvekja og skila til næstu kynslóðar þeim verðmætum sem liggja í okkar ís- lensku eikarbátum. Klassísk segl- skip eru alls staðar til nema hér á Íslandi og Færeyingar eiga til dæmis bæði kútter og skonnortu.“ „Enginn Íslendingur kann að sigla svona skipi. Við fáum til okkar erlenda sérfræðinga til að kenna okkur, bæði að útbúa reiðann og sigla skipinu þegar við sjósetjum í vor. Haukur verður notaður í hefð- bundnar hvalaskoðunarsiglingar en þetta gerir okkur einnig kleift að bjóða mönnum upp á einstaka upplifun óháða hvölum, þ.e. að sigla á gamaldags seglskipi og lengja ferðamannatímann. Haukur er 15,5 metrar að lengd og tekur 46 far- þega.“ Hörður segir að það þurfi tvo til þrjá menn í áhöfn til þess að sigla Hauki undir seglum. „Hærra mastrið er sautján metr- ar en við þurfum sem betur fer ekki að klifra upp í það til að hagræða seglunum. En auðvitað getum við neyðst til þess að fara þarna upp í neyðartilvikum. Þetta eru hins veg- ar skip sem eiga þola öll veður en menn verða vitaskuld að haga segl- unum eftir vindi.“ Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Haukur eins og hann var fyrir breytingarnar. Seglskip til hvala- skoðunar frá Húsavík Möstrin eru engin smásmíð, lengra mastrið er tæpir sautján metrar að lengd. Haukur er 15,5 metra langur og hærra mastrið verður 17 metrar á hæð.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.